Morgunblaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Elín Sigurð-ardóttir fæddist í Reykjavík 19. mars 1931. Hún lést á heimili sínu, Fög- rukinn 9 í Hafn- arfirði, 3. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Anna Bjarnadóttir frá Stóru-Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd og Sigurður Bjarnason stýrimaður frá Móa- koti á Vatnsleysu- strönd. Bróðir El- ínar var Bjarni loftskeytamaður, f. 19.6. 1929, d. 15.2. 1989. Hinn 8. október 1955 giftist Elín Trausta Ó. Lárussyni fram- kvæmdastjóra, f. 26.5. 1929. Foreldar hans voru Kristín Kristjánsdóttir og Óskar Lárus Steinsson. Börn Elínar og Trausta eru: 1) Auður ferða- 17.6. 1958. 3) Sigrún fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Flug- stoða, f. 25.9. 1962. 4) Óskar Lár- us framkvæmdastjóri, f. 29.8. 1965, unnusta Guðrún Pálsdóttir, f. 21.5. 1971. Sonur hennar er Páll Arnar, f. 1993. Elín ólst upp í Reykjavík, tók gagnfræðapróf frá Austurbæj- arskóla og lauk húsmæðraskóla- prófi frá Store Restrup í Dan- mörku. Hún starfaði í Laugavegsapó- teki þar til hún gifti sig. Eftir það var hún heimavinnandi húsmóðir og helgaði sig eiginmanni og fjöl- skyldu. Elín var einn af stofn- endum Inner wheel í Hafnarfirði og formaður um tíma. Einnig starfaði hún ötullega í Sjálfstæð- isflokknum í Hafnarfirði og var þar meðal annars í stjórn Vor- boða og í fulltrúaráði. Útför Elínar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. fræðingur hjá Ice- landair, f. 5.11. 1955, gift Guð- mundi Ásv. Tryggvason fram- kvæmdastjóra, f. 19.7. 1956. Börn þeirra eru: a) Elín Ósk, f. 1977, gift Alexander Magn- ússyni, þau eiga tvær dætur, Agöthu og Huldu, b) Trausti, f. 1978, unnusta Ása Bergsdóttir Sand- holt, þau eiga tvo syni, Tandra Snæ og Dag, c) Svava Dís, f. 1985, og d) Bjarni, f. 1992. Fyrir átti Guðmundur Tryggva, f. 1974, kvæntur Hrafnhildi Gunn- laugsdóttur, þau eiga fjögur börn, Guðmund Andra, Tinnu Maríu, Ísabellu Söru og Tristan Alex. 2) Anna Kristín, endur- skoðandi hjá Ernst &Young, f. Komið er að kveðjustund. Í dag verður ástkær tengdamóðir mín, Elín Sigurðardóttir, til moldar borin. Það var mikið reiðarslag fyrir okkur öll síðla aprílmánaðar þegar við fengum að vita að þú værir með ólæknandi sjúkdóm og að dvöl þinni hér á jörð væri að ljúka. Það var aðdáunarvert að sjá af hversu miklu æðruleysi þú tókst þessum tíðind- um. Síðustu vikur hefur þú verið umvafin fjölskyldu þinni og vinum allan sólarhringinn, þær stundir eru okkur öllum ógleymanlegar. Ellu kynntist ég fljótlega eftir að leiðir okkar Auðar lágu saman fyrir yfir þrjátíu árum. Það var mín gæfa í lífinu að kynnast Auði og fljótlega allri hennar fjölskyldu. Samhentari fjölskyldu hef ég ekki kynnst, Ella var þar í lykilhlutverki. Ella tók mér fljótlega opnum örmum og hefur reynst börnum okkar yndisleg á all- an hátt. Sérstök vinátta myndaðist milli barnanna og Ellu ömmu. Ella helgaði líf sitt heimili sínu, eiginmanni og fjölskyldu. Hún var góðum gáfum gædd og lagði mikinn metnað í að styðja og hvetja börn sín og síðar barnabörn í námi. Var það ekki síst fyrir tilstilli hennar að ég dreif mig í nám við Verslunarskóla Íslands eftir að við Auður giftum okkur. Ella gerði okkur Auði þetta kleift með stuðningi sínum. Ella var yndisleg kona, einstaklega hlý, ósér- hlífin og fórnfús. Ella tengda- mamma var trúuð kona og kenndi börnum sínum bænir er hún lærði sjálf í æsku og til þeirra höfum við margsinnis gripið á undanförnum vikum. Vart er hægt að minnast á Ellu án þess að nefna Trausta, svo samhent voru þau hjón, og erfitt er að hugsa um Trausta tengdapabba án Ellu. Bættu þau svo hvort annað upp, Trausti opinn og framkvæmdasam- ur en Ella yfirveguð og réttsýn. Hvar sem þau hjónin komu báru þau af sökum glæsileika. Það er margs að minnast og að þakka á þeim 30 árum sem við höf- um átt samleið. Fallegar minningar renna í gegnum huga mér. Öll fjöl- skyldan saman hjá þér í mat á að- fangadagskvöld í Fögrukinn, jól á skíðum á Ítalíu, jól í Flórída, að ógleymdum stundum á Apavatni, en þar áttum við von á að eiga fleiri stundir með þér eftir breytingar á bústaðnum, vikulegar samveru- stundir ykkar mæðgna á Jómfrúnni en þeir fundir hafa verið ykkur stelpunum ómetanlegir. Elsku Trausti, mikil breyting verður nú í lífi þínu og missir þinn mikill, sem endranær reynum við að standa öll saman. Elsku tengdamamma, ég vil þakka fyrir allt og allt, af þér lærði ég margt. Guð blessi minningu þína. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Guðmundur Ásv. Tryggvason. Elsku langamma Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Amma, núna ertu orðinn engill og vakir yfir okkur. Tandri Snær, Dagur og Hulda. Elsku langamma mín, vonandi hefur þú það gott á himnum. Þú varst vél en vélin bilaði en það var ekki hægt að laga, þótt ég vildi það. Þegar þú ferð upp er mamma þín þarna, pabbi þinn og Bjarni bróðir þinn. En hér niðri er stór fjöl- skylda sem þú átt. Þú varst í hjarta okkar alltaf og verður þar áfram. Guð blessi ykkur. Agatha Alexandersdóttir. Það er með miklum trega og sökn- uði sem við systkinin setjumst niður og skrifum nokkur orð til minningar um ömmu okkar Elínu. Ella amma, eins og við kölluðum hana, var okkur mjög góð og við eigum margar ynd- islegar minningar um hana sem munu lifa með okkur um ókomna tíð. Þú varst okkur ómetanleg og gafst okkur mikið, það má segja að þú hafir verið nær því að vera mamma okkar en amma. Það var alltaf gott að tala við þig um öll þau mál sem voru okkur og þér ofarlega í huga. Þú hafðir mik- inn áhuga á því sem við vorum að gera og þá sérstaklega námi okkar. Enda má segja að lærdómur okkar hafi hafist hjá þér og afa í Fögrukinn þar sem þið kennduð okkur að lesa, reikna og skrifa. Það var mikil hvatning að vita að þú værir að fylgjast með okkur og það gaf okkur styrk á mikilvægum stundum í lífi okkar. Oft hafðir þú meiri áhyggjur af okkar málum en við og segir það okkur að við vorum alltaf ofarlega í huga þér. Þú hafðir alltaf áhyggjur af því hvort að við værum ekki alveg örugglega búin að fá eitthvað að borða. Þú varst tilbúin með skyrið og lýsið þegar við komum heim úr skólanum. Einnig eru ógleymanlegir allir hádegisverðirnir sem við áttum með þér í Fögrukinn þar sem þú náðir að gera allan mat góðan. Það var alveg sama hvað það var sem okkur vantaði eða langaði í, þú gerðir það fyrir okkur. Þú lagðir þig alla fram í að gera vel fyrir aðra og það má með sanni segja að þú hafir gert það og miklu meira. Vinir okkur öfunduðu okkur af því að eiga ömmu eins og þig enda náðir þú að heilla alla með nærveru þinni. Þú varst mikill húmoristi og aldrei var langt í hláturinn. Oft sagðir þú okkur sögur af grallaraskap þínum á yngri árum og oftar en ekki lágum við eftir í hláturskasti. Nú þegar þú hefur kvatt okkur er það okkar verkefni að halda merki þínu og gildum á lofti. Þú hefur kennt okkur hvernig á að meta og takast á við lífið. Við höfum öll átt með þér ynd- islegan tíma sem við komum til með að geyma í hjarta okkar að eilífu. Við viljum þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum með þér. Nú ert þú laus við þær kvalir sem hrjáðu þig síðustu mánuði og komin á friðsælan stað á himnum. Þar vitum við að þú kemur til með að fylgjast með okkur og við komum til með að tala við þig í gegnum okkar bænir. Ef tekið er mið af því sem þú gafst af þér á ævinni þurfum við ekki að hafa áhyggjur af þér núna. Þú ert komin til himna þar sem þú situr í hásæti. Amma, við komum til með að sakna samverustundanna með þér en við getum huggað okkur við það hve minningarnar um þig eru ynd- islegar. Við viljum biðja góðan Guð að hjálpa afa og fjölskyldunni á þessum erfiða tíma. Guð vaki yfir okkur öllum. Elín Ósk, Trausti, Svava Dís og Bjarni. Elsku Ella. Þú varst okkur stelpunum alltaf sem amma og við minnumst þín þannig. Tókst á móti okkur eins og þjóðhöfðingjum; eldaðir ofan í okkur hrygg eða hrærðir skyr í hádeginu, spjallaðir við okkur um daginn og veginn og skutlaðir okkur iðulega upp í Kaplakrika á fótboltaæfingar þótt stutt sé þangað úr Ljósaberg- inu. Það birti einhvern veginn yfir öllu þegar þú nálgaðist enda hafðir þú einstakt lag á því að láta okkur líða vel og finnast við velkomnar í þín hús. Það var heiður að fá að kynnast konu eins og þér, elsku Ella. Þú Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum föðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, Ég halla mér að þínu föðurhjarta. (Matthías Jochumsson) Við viljum votta fjölskyldu Elínar okkar innilegustu samúð, megi Guð vera með ykkur. Þínar Karen, Björg og Sirrý. Við systkinin úr Fögrukinn 7 vilj- um þakka Ellu frænku fyrir sam- fylgdina gegnum árin. Margs er að minnast, sérstaklega hlýju og vænt- umþykju hennar í okkar garð. Við systkinin sóttum mikið í heimili Ellu frænku þar sem ávallt var tekið vel á móti okkur. Hún vildi allt fyrir okk- ur gera og matar- og drekkutímar eru okkur sérstaklega kærir í minn- ingunni. Hermann, Doddi og Óskar brölluðu margt sem ekki er prent- hæft en alltaf tók Ella öllum þessum prakkarastrikum með jafnaðargeði. Hildur var mikið hjá Ellu og Elínu Ósk á sínum yngri árum og á Hildur sérstaklega góðar minningar frá þessum tíma. Ella var einstaklega góð og gef- andi persóna. Hún bar hag okkar fyrir brjósti og hlúði að fjölskyldu- böndum og fylgdist vel með okkur og börnum okkar. Við sendum fjöl- skyldu Ellu, Trausta, Auði, Önnu Kristínu, Sigrúnu og Óskari og fjöl- skyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur á þessum erfiða tíma. Hugur okkar er hjá ykkur þar sem við erum stödd erlendis þessa dagana. Foreldrar okkar og fjöl- skyldur senda ykkur öllum innilegar samúðarkveðjur. Systkinin Fögrukinn 7, Hermann, Þórður og Hildur. Elsku Ella, megi góður guð geyma þig. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem) Kveðja Bergþóra. Vorið 1954. „Gentlemen prefer blondes“. Þennan kvikmyndatitil notaði Trausti bróðir oft á mig í stríðni þetta vor. Ég verð að játa að mér var ekkert sérstaklega skemmt. Trausti bróðir er sex árum eldri en ég. Ég leit mjög upp til hans í uppvextinum. Hann var alltaf á ferð og flugi. Ég sá hann einatt hverfa í reykskýi á jeppanum sínum enda kallaður „Hollendingurinn fljúg- andi“. Ungur að árum byrjaði hann á að byggja sér einbýlishús með vin- um sínum. Hann fór sér þó hægt í byrjun því honum lá ekkert á, ólof- uðum manninum. Það leið ekki á löngu uns ég skildi hver var kveikjan að stríðninni vorið 1954. Trausti hafði krækt sér í ljós- hærða stúlku úr Reykjavík, sem treysti sér upp í „Hollendinginn fljúgandi“. Þetta reyndist vera ástin hans, hún Elín Sigurðardóttir. Nú var allt kapp lagt á að ljúka við Fögrukinn 9 í Hafnarfirði. Hann festi sér Elínu og lífið byrjaði. Ég var skólastelpa þegar þessi glæsilega kona, hún Elín, kom í fjöl- skylduna og ég hugsaði mikið og lengi hvað ég ætti að gera til að bjóða hana velkomna. Peningar voru litlir en hugurinn stór. Það kom ekk- ert annað til greina en kaffi á Hótel Borg. Þar sátum við allan eftirmið- daginn, spjölluðum um heima og geima og urðum perluvinkonur. Það var ekki langt síðan faðir okk- ar dó. Gleðin bjó á heimili Ellu og Trausta. Mér þótti ákaflega gaman að koma óboðin í morgunkaffi á sunnudögum og gerði það óspart! Í fyrstu var Elín kölluð Reykja- víkurmærin af fjölskyldunni. Hún lét okkur óspart heyra að hún hefði nú heldur viljað eiga heima í höf- uðborginni. Hún lét sig þó hafa það að flytjast til Hafnarfjarðar og gaf bænum lit þegar hún tiplaði á háum hælum á ómalbikuðum götunum! Elín var grínisti af Guðs náð og sagði okkur af vinkonum sínum í Laugavegsapóteki þar sem hún vann á þessum árum og uppátækj- um þeirra. Þær áttu það til að plata lyfjafræðingana upp úr skónum, segja þeim að Úlfar Þórðarson augnlæknir væri í símanum og lægi mikið á. Þegar þeir komu svo más- andi upp stigann var enginn í síman- um! Stundum festu þær þráð í litla buddu og settu hana út á miðja götu og þegar einhver ætlaði að taka hana laumulega upp kipptu þær skellihlæjandi í þráðinn! Upp úr þessum grínista þroskað- ist sérlega vel gerð kona sem ávann sér virðingu allra sem kynntust henni. Hún var akkerið í lífi Trausta í meira en hálfa öld. Trausti er ör og framkvæmdaglaður, Elín traust sem bjarg og hélt alla tíð þessum gáskafulla glampa í augunum! Elín var ein þeirra heppnu kvenna sem komust í húsmæðra- skóla í Danmörku og átti því aðdáun okkar óskipta á því sviði. Elín var einstaklega natin við að styrkja fjöl- skylduböndin. Húna fylgdist með hverjum áfanga hjá börnum og barnabörnum. Það var alltaf gaman að koma niður á Fögrukinn þar sem börnin kepptu um athygli gestanna og mörg ráðgátan var leyst við eld- húsborðið. Eftir að mamma dó sá hún um að engum afmælisdegi var gleymt og öllum vel sinnt. Fyrir þetta vil ég þakka Elínu sérstak- lega. Réttlætiskennd Elínar var mjög sterk, tillitssemi við aðra og hjarta- hlýja einstök. Síðustu árin var hún uppflettibók fyrir okkur hin í fjöl- skyldunni því hún var öllum öðrum minnisbetri. Kannski hefur Guð þurft á henni að halda til að enginn yrði út undan í heiminum. Steinunn. Það er svo margt fallegt sem kemur upp í hugann þegar ég rita þessi orð. Einhver rólegheit og yf- irvegun. Yfirvegun og trú á það góða í lífinu. það er kannski best lýs- andi fyrir Elínu. Þegar ég lenti í mestu erfiðleikum lífs míns þá var hún alltaf til staðar og reiðubúinn að hjálpa mér og hvetja mig áfram. Þá var vinnan við „Húsið“ í algleymingi og allir höfðu hlutverk. Orkan mín og getan til að gera hluti sem ég áður gat gert hafði minnkað. En hún hjálpaði mér ómetanlega mikið, nærði mig and- lega og líkamlega og veitti mér trú á lífið á tímum sem ég þurfti á mikilli aðstoð að halda. Alltaf tilbúin að að- stoða og hjálpa. Þetta gaf mér miklu meira en ég gerði mér grein fyrir á þeim tíma. Einfaldlega að fá eitthvert hlutverk í lífinu. Þarna var lagður grunnur- inn að minni endurhæfingu. Hún var vakin og sofin yfir velferð allra. Hún var jafnvel ræst út til að keyra fólk til læknis um miðjar nætur. Hún var akkerið og brimbrjóturinn. Alltaf tilbúin að aðstoða og hjálpa. Megi minningin um góða og trausta konu lifa. Ég vil með þessum orðum þakka fyrir að hafa fengið að kynn- ast svona kærleiksríkri konu, sem gaf allt sitt fyrir velferð annarra svo umtalað var bæði til sjós og lands. Sigþór Rafnsson. Hér er skarð fyrir skildi, vand- fyllt. Lítill spilaklúbbur verður fá- tækur svo um munar, nokkuð snögglega að okkur fannst, en svo er hin hliðin, skemmri þjáningatími þegar útséð er um, að ekki verður bætt; „það er aðeins ein leið“. Þetta litla samfélag, sem hélt saman að mestu óbreytt í nokkra áratugi, sýnir hve auðvelt er að vekja og viðhalda djúpri vináttu langtímum saman án „kröfu“ um eitt og annað, þegar kærleikurinn er með í leiknum. Elín Sigurðardóttir gaf öðrum ekkert eftir í leiknum, hún var býsna fundvís á færar leiðir í spilinu, enda skarpgreind og minnug á ganginn, sem og annað. Auk þess var hluti af tilverunni að gleðjast með öðrum við glæsilegt veizluborð og spjall um flest í lífinu, sem skipti máli. Nú er hún farin yfir landamærin stóru, og þar getum við hitt hana, þegar okkar tími rennur út. Við minnumst með djúpu þakk- læti samverunnar og biðjum Guð að styrkja fjölskylduna alla. Sigríður Th. og Sigurður, Halldóra og Benedikt, Svala og Jóhann. Elín Sigurðardóttir  Fleiri minningargreinar um Elínu Sigurðardóttir bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.