Morgunblaðið - 08.06.2007, Side 39

Morgunblaðið - 08.06.2007, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2007 39 ✝ Ari HeiðmannJósavinsson fæddist á Auðnum í Öxnadal 7. mars 1929. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 2. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jósavin Guðmunds- son bóndi, f. á Grund í Höfðahverfi 17.12. 1888, d. 26.5. 1938, og Hlíf Jóns- dótti, f. á Skógum á Þelamörk 24.5. 1897, d. 13.5. 1972. Systkini Ara eru Margrét, f. 1915, d. 2003. Stein- gerður, f. 1919. Ragnheiður, f. 1921, d. 1923, Gunnar Heiðmann, f. 1923, d. 2000. Ester, f. 1925, d. 2005. Hreinn Heiðmann, f. 1929, tvíburi á móti Ara, Guðmundur Heiðmann, f. 1931 og Unnur, f. 1932. 4. október 1952 kvæntist Ari Erlu Margréti Halldórsdóttur frá Skútum í Glerárhverfi, f. 26.12. 1929. Foreldrar hennar voru Hall- dór Ingimar Halldórsson frá Skút- Erlingur afgreiðslumaður á Ak- ureyri, f. 1961, maki Aðalheiður Ólafsdóttir, f. 1956. 7) Birgir Heið- mann bóndi á Gullbrekku, f. 1963. maki Lilja Sverrisdóttir, f. 1967. Þau eiga fimm börn og tvö barna- börn. Fyrir á Birgir eina dóttur, móðir hennar er Margrét Rögn- valdsdóttir. 8) Ingunn Heiða bóndi á Syðri-Reystará, f. 1965, maki Valdi- mar Gunnarsson, þau eiga fimm börn. 9) Drengur andvana fæddur 2.6. 1972. Ari ólst upp á Auðnum og átti þar heima allt sitt líf. Hann gekk í far- skóla sem var í Samkomuhúsinu Þverá, eftir það í skóla lífsins. Ari og Erla hófu búskap á Auðnum árið 1952. Hann var handlaginn maður og gekk til þeirra starfa sem fag- maður. Ari gegndi mörgum trún- aðarstörfum fyrir Öxnadalshrepp og félög í sveitinni. Hann sat í sveit- arstjórn í 18 ár, þar af 16 ár oddviti, í skólanefnd Þelamerkurskóla, sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu, stjórn UMF. Öxndæla, Búnaðarfélags Öxn- dæla, stjórn Fjárræktarfélagsins Neista, forðagæslumaður, deild- arstjóri Öxndæladeildar KEA, gjaldkeri Íþróttahúss Þelamerk- urskóla og sat í sóknarnefnd Bakka- kirkju til hinsta dags. Útför Ara verður gerð frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Jarðsett verður á Bakka í Öxnadal. um á Þelamörk, f. 29.7. 1895, d. 5.5. 1960 og Guðríður Erlingsdóttir frá Sólheimum í Mýr- dal, f. 15.12. 1896, d. 4.4. 1991. Börn Ara og Erlu eru: 1) Sól- veig húsmóðir, f. 1949, stjúpdóttir Ara, maki Hjörleif- ur Halldórsson, þau eiga einn son, fyrir á Sólveig þrjú börn, faðir þeirra er Haukur Ívarsson. Barnabörnin eru níu. 2) Jósavin Heið- mann verktaki í Hörgárbyggð, f. 1953, maki Eygló Jóhannesdóttir, f. 1958. Þau eiga þrjú börn og fjög- ur barnabörn. 3) Hlíf húsmóðir Akureyri, f. 1955, maki Haukur Jóhannsson, f. 1949. Þau eiga tvö börn og fjögur barnabörn. 4) Guð- ríður húsmóðir á Akureyri, f. 1958, maki Hjörtur Jóhannsson, f. 1954. Þau eiga tvær dætur og fimm barnabörn, fyrir á Hjörtur einn son. 5) Halldór Heiðmann, f. 20.11. 1959, d. 23.11. 1968. 6) Ari Nú ertu horfinn, himna þinna á braut haldinn gleði, laus við hverja þraut. Í sálu þína fékkstu sannan frið er frelsarinn þér veitti líknar grið. Í Öxnadalnum þú fæddist fyrr á öld og frelsi þráðir fram á ævikvöld. Á Auðnum áttir heima alla tíð og ungur fórst að ganga fjalla hlíð. Víða eru verk þín hér um sveit, vaskur gekkstu hér um foldar reit. Hljóður vannstu oftast verkin þín, við að hugsa fékkstu nýja sýn. Enginn vissi um þína innstu þrá, því ekki sagðir þú víst öllu frá. En sem faðir fékkstu notið þín, fínn að kenna, alvöru og grín. Þó að bresti besti strengurinn burt of snemma fórstu faðir minn. En það mun birta og björt hér verða sýn, blessuð verði alltaf minning þín. Kveðja. Jósavin H. Arason, Eygló Jóhann- esdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Í dag fylgi ég mínum einstaka föð- ur, vini og félaga síðustu sporin sólar- megin við grasrótina. Ekki reyndir þú að líkjast öðrum, þú varst eina útgáf- an af þér og þar af leiðandi einstakur. Þegar flett er í gegnum æviferil þinn og þær breytingar sem þú hefur upp- lifað er af nógu að taka. Þú hafðir gaman af því að segja manni frá æskuárum þínum hvort sem um gleði eða sorg var að ræða. Þú fæddist í torfbæ og komst í kynni við þær að- stæður sem þar voru í boði, fylgdist með foreldrum þínum hefja uppbygg- ingu á jörðinni og allir hjálpuðust að, tún voru sléttuð, byggt við fjósið og hafinn undirbúningur að byggingu íbúðarhúss. Faðir þinn lést þegar þú varst aðeins 9 ára gamall og móðir þín stóð eftir með börnin 8 að tölu, þar af 5 innan við fermingu. Þú eignaðist stjúpföður og áfram var haldið að byggja upp. Á þessum tíma voru hest- ar og menn aðalvinnutækin, farið var í vegavinnu með hest og kerru og labb- að allan daginn. Launin voru 50 aurar á tímann. Þegar þú varst 9 ára lærðir þú að slá með orfi og ljá og allt var rakað með hrífu, bundið var í bagga og þeir fluttir á hestum heim að hús- um. 10 ára fórst þú í farskóla, þá var bara einn kennari sem kenndi allt. Skyldunámi lauk um fermingu og var skólagangan samtals 12 mánuðir. Ekki voru bæjarferðir daglegt brauð á þessum tíma, kannski 4 sinnum á ári. Hernámið fór ekkert framhjá þér frekar en annað og voru heræfingar á sumrin sem stóðu í eina viku. Fyrsti traktorinn var keyptur, ’46 Farmall A, og þótti gott tæki. Tæknin fór að ryðja sér til rúms, bílar fóru að verða algengari, þó einkum vörubílar, sem þú féllst fyrir. Árið 1951 fórst þú í vinnu til Akureyrar, vannst við smíð- ar og bílaviðgerðir. Á þessum tíma kynntist þú móður minni og þið ákváðuð að ganga í hjónaband og fluttust heim að Auðn- um haustið 1952. Þar hófuð þið bú- skap með 1 kú og 5 kindur. Börnin fóru að líta dagsins ljós eitt af öðru. Áfram var haldið, byggt og ræktað, tækjakostur aukinn, rafmagnið kom og allt breyttist, allar nýjungar vöktu athygli þína. Þegar ég lít til baka og fer að rifja upp tímann frá mínum bernskuárum minnist ég hans með þakklæti fyrir allar þær stundir sem ég fékk, til að fylgjast með þér í starfi og leik, horfa á þig gera við vélar, tæki og bíla, teikna hús, byggja hús, smíða úr járni og tré, segja sögur, yrkja vísur og ljóð, sinna skepnum, vera þátttakandi í lífi barna þinna, tengdabarna, barna- barna og barnabarnabarna. Þú varst bóndi af lífi og sál, náttúruunnandi, al- vörugefinn húmoristi, nýjungagjarn, vanafastur, hjálpsamur og alltaf til staðar. Þú verður um ókomin ár tákn fjölskyldunnar og fyrirmynd. Spurn- ingu þinni, en hvað ef ég fer fram á það, henni verður svarað í dag. Að lokum fylgir hér lítið ljóð sem ég orti til þín. Hafðu okkar bestu þakkir fyrir samfylgdina. Genginn er nú góður drengur gegnum himins gullna hlið. Aldrei slitnar okkar strengur þó farir þú á æðra svið. Nú er lífsins dagur liðinn leiðir skilja nú um sinn. Bið ég hæstan höfuðsmiðinn hugsa vel um pabba minn. Birgir, Lilja og börn. Elsku faðir minn! Það er sárt að kveðja þig, en lífið er svona. Maður ræður ekki sínum næt- urstað. Skaparinn tók í taumana miklu fyrr en ég hefði óskað. Fyrir þig var þetta þó besta leiðin, því hafin var barátta hjá þér við sjúkdóm sem ég hefði ekki viljað sjá þig þjást úr. Margar góðar og ljúfar minningar koma upp í hugann á þessum tíma- mótum. Ekki var langt í gleði og galsa ef því var að skipta. Ef sett voru upp leikrit hjá ungmennafélaginu í gamla skólahúsinu í Öxnadalnum varst þú oftast þar fremstur í flokki. Ef vant- aði einhverja leikmuni sem vera áttu í sýningu, þá tókst þú fram þau smí- ðaáhöld sem þú áttir í það skiptið og smíðaðir þau sjálfur og varst ekki í vandræðum með það, því þau léku í höndum þér. Þegar þú byggðir aust- ari helminginn á húsinu ykkar mömmu fékk ég að vera með þér við að hlaða upp veggina í húsinu og margt annað sem viðkom bygging- unni, og var ég þá ekki hár í loftinu. Þar fékk ég þá þekkingu sem ég hef um byggingu húsa. Við reistum svo saman hlöðuna við fjárhúsin. Í fjórtán ár bjó ég ekki í nálægð við þig, en kom þó alltaf til ykkar mömmu í sveitina á hverju sumri. Í þessi ár bjuggum við Heiða á Höfn í Hornafirði og komuð þið til okkar þrisvar sinnum. Í síðasta skiptið sem þið mamma komuð til okkar á Höfn voruð þið að koma frá Hveragerði og voruð hjá okkur um helgi. Margt var gert og hlegið, en ekki síst þegar mamma bað þig að gefa sér malt og appelsín í glas, en hún bað um sitt lítið af hvoru og það gerðir þú svo sannarlega því glasið varð rétt botnfullt. Er oft talað um þetta atvik á mínu heimili ef beðið er um sitt lítið af hverju. Svona var nú stutt í húmorinn hjá þér pabbi minn. Marga stundina hef ég setið og hlust- að á ykkur mömmu tala um gamla daga og núna síðast á þriðjudaginn í síðustu viku þegar ég var hjá ykkur þegar við vorum að setja út lamb- ærnar, þá datt manni ekki í hug að þú ættir svona stutt eftir, því þú lékst á als oddi þennan dag. Ég hefði viljað hafa þig hjá mér í maí á næsta vori því þá verður stór dagur í mínu lífi. Megi góður guð styrkja mömmu á þeim tímum sem framundan eru. Ég kveiki á kertum mínum við krossins helga tré. Í öllum sálmum sínum hinn seki beygir kné. Ég villtist oft af vegi. Ég vakti oft og bað. Nú hallar helgum degi á Hausaskeljastað. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Ég kveð þig með þessu erindi úr sálmi Davíðs og megi ljósið lýsa þér á himnum pabbi minn. Þinn elskandi sonur, Ari Erlingur Arason. Elsku afi, ég veit ekki hvar ég á að byrja. Þegar ég fékk fréttirnar í síð- ustu viku að þú hefðir fengið heila- blóðfall, greip mig ólýsanlegur sárs- auki og að koma til þín og sjá þig svona mikið veikan var rosalega erfitt en ég er þakklát fyrir þær stundir sem ég fékk að eiga með þér á FSA, að sitja hjá þér, halda í höndina á þér og tala við þig þó að þú svaraðir mér ekki voru mér ómetanlegar og þær geymi ég í hjarta mér um ókomna tíð. Ég sit og horfi á mynd af þér með fallega stríðnisglottið í augunum og mér finnst ég geta lesið úr þeim „jæja og hvað ætlarðu nú að gera?". Þetta glott sá maður svo oft þegar þú varst að stríða þínum nánustu og þá kannski sérstaklega litlu krökkunum. Þau voru ófá skiptin sem ég var búin að fá selbita frá þér og svo krakkarnir mínir eftir að þau fóru að stálpast og þeim þótti það alls ekki leiðinlegt að fíflast á móti þér. Bubba mín var ekki gömul þegar að hún var farin að reyna að gefa selbita og sagði alltaf að svona gerði langafi. Þorsteinn minn var farinn að fíflast á móti og fannst það rosalega spenn- andi. Kaldir kaffidropar í hárið og smjör- klessur á nefbroddinn, allt eru þetta yndislegar minningar – þær eru ófáar sem við eigum um þig, elsku afi. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vera mikið hjá ykkur ömmu sem barn og voru næturnar ófáar sem ég fékk að sofa á milli ykkar eða í litla gula og brúna rúminu við hliðina á ykkar rúmi. Allar ferðirnar sem maður labbaði með þér suður í fjárhús og hélt í vísi- fingur þinn alla leiðina því að mínar hendur voru svo litlar að þinn fingur var nóg í lófann minn, og allar ferð- irnar sem maður fór með þér sem barn til að ganga innan um kindurnar á vorin suður á túni til að gá hvort að allt væri ekki eins og það átti að vera og þú varst með krókstafinn þinn og kræktir til þín lömbin ef þér fannst eitthvað ekki vera í lagi. Síðan þið amma fóruð að búa ein hef ég reynt að vera dugleg að koma og rétta ykkur hjálparhönd og það hafa verið mikil forréttindi fyrir krakkana mína að fá að njóta þess að koma og brasast í kindunum með ykkur. Siggi minn var yfirleitt boðinn og búinn að koma og aðstoða ef að eitt- hvað vantaði enda hafið þið alla tíð reynst honum sem amma hans og afi en ekki sem tengdafjölskylda. Ekki þótti þér verra að áhuginn hjá henni Bubbu á fénu er eins mikill og hann er, ég veit að þér fannst gaman að fylgjast með henni, sérstaklega á vorin í sauðburðinum. Þú varst mikill ljúflingur og börn löðuðust mikið að þér og var alltaf nánast slegist um innsta sætið á bekknum við eldhúsborðið þar sem að það var við hliðina á þér. Ég held það yrði svona meðal- Moggi ef að maður ætti að setja allar minningarnar hér minningar í huga mér um blíða svipinn þinn ég mun aldrei gleyma þér elsku afi minn Elsku afi, ég á þér margt að þakka og mun ætíð minnast þín með mikilli þökk, söknuður minn er sár og stutt í tárin, þú varst yndisleg persóna í alla staði. Farðu í friði og hafðu þökk fyrir allt. Þín dótturdóttir Klara Sólrún og fjölskylda. Mig langar að minnast hans Ara afa míns með nokkrum orðum því ég á margar góðar minningar sem tengj- ast honum og sveitinni þar sem hann bjó alla sína ævi. Þegar ég var lítil var ég mikið í sveitinni hjá afa og ömmu og fyrsta minningin um hann er þegar hann var að koma úr fjárhúsunum. Hann gekk alltaf með hendur fyrir aftan bak og með húfuna á kollinum en setti hana ekki niður fyrir eyrun og ég man hvað mér fannst vitlaust að ganga með hana svona á höfðinu. Hann kenndi mér að verka fjósið og hvernig ég átti að skafa skítinn niður því honum fannst ég verka flórinn svo illa. Ég fékk líka að mjólka hjá afa og þvo kýrnar fyrir mjaltir. Þegar við vorum í sveitinni áttu all- ir krakkarnir að sitja á bekknum við eldhúsborðið á matmálstímum og þá vildu allir krakkarnir sitja á horninu næst afa. Hann var barngóður og ég man ekki eftir að hann hafi skammað okkur krakkana. Afi var alltaf með greiðu í vasanum og stundum fékk ég að vatnsgreiða honum þegar það var verið að setja rúllur í ömmu, fékk þá vatn í glas og greiðuna og hann var greiddur þang- að til vatnið kláraðist og stundum rúmlega það. Ég man eftir bíltúrum af og til, þá var farið fram í dal og stundum upp í Sesselíubúð og heim aftur en erindið var alltaf að líta eftir kindum, ekki bara að rúnta með okkur krakkana. Afi var stríðinn og hafði gaman af að tala mál sem hann sagði að væri esperanto og ef við vildum fá skýr- ingu á einhverju sem hann hafði verið að segja yppti hann öxlum og glotti. Undanfarin ár hafa dætur hans og ég farið til þeirra í sveitina fyrir fyrsta sunnudag í aðventu og aðstoðað við jólahreingerningar og amma og afi kölluðu þetta alltaf litlujól. Við afi sáum um að setja upp jólaljósin í gluggana og allt varð að vera eftir kúnstarinnar reglum hjá honum. Hann var búinn að setja króka í alla glugga svo seríurnar pössuðu rétt í og hafði verið svo forsjáll að setja inn- stungur uppi við gluggakappana svo hægt væri að setja jólaljósin í sam- band. Hann var líka flinkur að smíða og mér þykir alltaf vænt um komm- óðurnar tvær sem hann gerði upp fyr- ir mig og málaði með munsturmáln- ingu. Afi elskaði dalinn sinn og vildi hvergi annars staðar vera. Þar bjuggu þau amma saman öll sín hjú- skaparár og þar var hann staddur þegar hann veiktist. Hann fékk að búa í sveitinni sinni þangað til hann lést og ég er viss um að ef hann hefði getað ráðið síðustu ævidögunum sjálfur hefði hann ekki viljað hafa það öðruvísi. Takk fyrir allt, afi minn. Erla Björg (Bjögga). Í dag fylgi ég ásamt öðrum ástvin- um og vinum honum afa í sveitinni til hinstu hvílu. Það er skrítin tilfinning að sjá hann ekki meira í þessu jarðlífi en myndin og minningarnar sem ég á í hjarta mér um hann hjálpa mér mik- ið. Manni þykir oft eldra fólk eins og fjöllin og sólin, þau hafa einhvern veg- inn alltaf verið til staðar og mætti líkja afa við stórt fjall í lífi mínu. Ég held að Öxnadalurinn yrði nú ansi tómlegur án Hraundrangans og því veit ég að Auðnir, sá fallegi bær, á eft- ir að verða tómlegur án afa. Honum þótti virkilega vænt um sveitina sína og var bóndi af guðs náð. Kindurnar sínar þekkti hann með nafni og hélt skipulegt bókhald í kringum þær. Afi undi sér vel í sauðburðinum og hlúði vel að kindunum sínum, svo ég tali nú ekki um lömbin. Ef lömbin voru eitt- hvað slöpp eða veik fór hann með þau heim til ömmu og hún hlýjaði þeim oft við bakaraofninn og gaf þeim mjólk úr pela. Oftar en ekki hresstust þau við og komust í fjárhúsin á nýjan leik. Afi var mikill maður í mínum augum og hef ég alla tíð haldið afar mikið upp á hann. Við vorum miklir félagar og vinir og gátum spjallað saman um heima og geima þrátt fyrir mikinn aldursmun. Við vorum búin að sitja margar stundirnar og tala um gamla tíma og ættfræði en á því hef ég mik- inn áhuga. Alltaf gaf hann sér tíma fyrir spurningaflóð mitt og sagði hann oft hvað honum þætti gaman að tala um þetta við mig því það væru nú ekki margir krakkar nú til dags sem hefðu áhuga á þessu og svo sagði hann líka að þetta hjálpaði sér til rifja margt upp sem farið var að gleymast. Það er gott veganesti út í lífið fyrir börn að hafa sér eldra fólk á heimilinu því þau eru góðir kennarar. Afi var svona „ekta“ afi sem sýndi barna- börnum sínum mjög mikla ást og hlýju og þykir mér gaman að sjá að pabbi hefur algjörlega erft þá eigin- leika hans því hann er mínum börnum alveg eins afi og hann afi var og fyrir það er ég þakklát. Það var margt gott við afa en eitt af því sem mér fannst sérlega gott við hann var að hann sagði manni alltaf þegar hann var stoltur af manni. Vitnisburðina okkar skoðaði hann alltaf á vorin og sagði okkur hvað hann var ánægður með okkur. Þegar kom að því að sækja um framhaldsskóla fór afi með mér í MA og þegar ég útskrifaðist fjórum árum seinna var hann líka með mér. Það má því segja að hann hafi komið með mér í skólann fyrsta og síðasta daginn. Svo gleymi ég heldur ekki þegar ég hringdi í hann fyrir síðustu jól til að segja honum að ég hefði komist áfram í hjúkruninni. Þá kom hjá honum „jaaháá, þú ert alltaf jafn dugleg“ og svo kom „ég veit að þú verður góður hjúkrunarfræðingur“. Þessi orð þótti mér vænt um. Rétt rúmri viku áður en hann veiktist komu hann og amma í heimsókn til okkar og færðu mér skírnarskál því við vorum að fara skíra dóttur okkar nokkrum dögum seinna. Ekki datt manni í hug að þetta yrði síðasta skiptið sem margir áttu með afa en mikið er ég þakklát fyrir þá stund sem við áttum saman Hvíl í friði, elsku afi, og ég bið góð- an guð að gefa ömmu styrk. Þín Inga Berglind. Ari Heiðmann Jósavinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.