Morgunblaðið - 08.06.2007, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 08.06.2007, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2007 41 ✝ Einar Sigur-vinsson flug- vélstjóri fæddist í Ólafsvík 6. júlí 1927. Hann lést á hjartadeild Land- spítalans 31. maí síðastliðinn. For- eldrar Einars voru hjónin Sigurvin Einarsson, alþing- ismaður og kenn- ari, f. 30. október 1899, d. 23. mars 1989, og Jörína Guðríður Jóns- dóttir kennari, f. 30. september 1900, d. 4. september 2001 Systk- ini Einas eru: Rafn (látinn), Sig- urður Jón (látinn), Ólafur, Elín, Björg og Kolfinna. Einar kvæntist 1. febrúar 1953 Sigrúnu Jónu Lárusdóttur sjúkra- liða, f. á Akureyri 16. apríl 1929. Hún er dóttir hjónanna Lárusar Hinrikssonar bifreiðastjóra og Guðnýjar Hjálmarsdóttur verka- konu. Börn og afkomendur Ein- ars og Sigrúnar eru: 1) Lárus raf- magnsverkfræðingur, f. 7. janúar 1953, Börn hans og k.h. Sólveigar Þórhallsdóttur hjúkrunarfræð- 23. júní 1968. Langafabarn Ein- ars er Aron Daði Valdimarsson, f. 2006. Einar lauk prófi frá Iðnskól- anum í Reykjavík. Hann stundaði svo flugvirkjanám við Spartan School and Aeronautics í Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum 1946- 1947 og sótti síðan námskeið í viðhaldi Link-blindflugsþjálfunar- tækja. Hann var flugvirki hjá Flugfélagi Íslands 1947-1950, var síðan við síldarleitarflug frá Höfðavatni í Skagafirði og Kefla- víkurflugvelli. Einar vann við skurðgröft hjá Vélasjóði ríkisins og stundaði síðan búskap í þrjú ár á Saurbæ á Rauðasandi. Einar var flugvirki hjá hjá Flugfélagi Íslands 1957-1967, flugvirki í hjálparflugi í Biafra á vegum Flughjálpar 1969 og flug- vélstjóri hjá Flugfélaginu og síð- ar Flugleiðum 1967-88. Hann starfaði hjá viðhaldsdeild Flug- leiða á Keflavíkurflugvelli 1988- 1995. Einar var formaður Flug- virkjafélags Íslands í tvö ár og formaður lífeyrisdeildar félagsins í þrjú ár. Hann stundaði sund- knattleik með KR á sínum yngri árum og var í Lionshreyfingunni í Kópavogi áður fyrr. Útför Einars verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. ings eru Elísabet Björney, f. 1978, Ein- ar Þór, f. 1982, Elín Mjöll, f. 1984, Lárus Ingi, f. 1987, Sigrún, f. 1990, og Þórhall- ur, f. 1993. 2) Sig- urvin flugstjóri, f. 15. febrúar 1954. Börn hans og k.h. Kristínar Reimars- dóttur skrifstofu- manns eru Daði, f. 7. október 1974, d. 20. febrúar 1989, Erna, f. 1980, í sambúð með Valdimar Valssyni, og Einar, f. 1992. 3) Magnús Geir, kennari í Svíþjóð. Börn hans og k.h. Frið- bjargar Einarsdóttur sjúkraliða eru Margrét Lilja, f. 1977, Einar Víðir, f. 1983, og Hlynur, f. 1988. 4) Kristján Einar, ljósmyndari og nemi, f. 29. apríl 1958. Synir hans og Ruthar Melsteð lyfjatæknis eru Hjalti, f. 1982, og Bjarki, f. 1992. 5) Auður hjúkrunarfræð- ingur, f. 3. nóvember 1963. Dætur hennar og Gunnars Þórs Grétars- sonar vélamanns eru Sigrún Arna, f. 1985, og Íris Huld, f. 1989. 6) Arnar verslunarmaður, f. Elsku pabbi minn. Nú hefur þú kvatt þennan heim og enn trúi ég því ekki alveg að þú sért farinn frá okkur. Ég sakna þín sárt en veit að nú líður þér vel. Ótal minningar streyma fram í hugann og rifjast upp á stundum sem þessum Ég naut nú ákveðinna forréttinda að vera eina stelpan í hópnum og allt gerðir þú fyrir mig. Það var sama hvað ég bað þig um, þú varst alltaf reiðubúinn. Ég og stelpurnar mínar, Sigrún Arna og Íris Huld, erum búnar núna síðustu daga að vera að rifja upp ótal atvik og minningar sem við eigum um stundir með þér og höfum hlegið mikið á meðan, vegna þess að það voru svo skemmtilegar stundir og væri of langt mál að fara að telja það allt upp hér en ég veit að við eigum eftir að tala oft um þessar stundir. Nú síðustu ár fylgdist þú vel með því sem ég var að gera, hrósaðir mér og hvattir mig áfram og varst alltaf ánægður fyrir mína hönd. Á morgun erum við þrjú í fjölskyld- unni sem erum að ljúka ákveðnum áfanga, þá hefðir þú nú átt að vera á staðnum og fagna með okkur, en svona geta hlutirnir breyst fljótt. En við vitum það að þú verður samt með okkur og stoltur af okkur öllum. Elsku mamma, megi góður guð gefa þér styrk í sorginni. Þið pabbi hafið verið lífsförunautar í rúmlega hálfa öld og því eru viðbrigði þín og tómleiki mikill núna. Elsku pabbi. Síðustu ár hafa ekki alltaf verið þér auðveld, heilsu þinnar vegna. Oft hefur þú orðið al- varlega veikur og komið okkur öll- um á óvart með því að ná þér af veikindum þínum. Enn og aftur gastu komið okkur öllum á óvart og nú var það með því að kveðja svona snöggt þegar við áttum ekki von á að það mundi gerast. Ég trúi að nú líði þér vel og það hafi verið vel tekið á móti þér á þeim stað sem þú ert á núna. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að vera hjá þér þegar yfir lauk. Það var gott að geta setið hjá þér og talað við þig og ég veit að þú heyrðir allt sem ég sagði við þig. Takk elsku pabbi fyrir að hafa alltaf verið til staðar með styrka hönd fyrir mig og stelpurnar mín- ar. Ég sakna þín ótrúlega mikið, minningarnar um ánægjulegar stundir með þér munu lifa og ylja okkur um ókomin ár. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Guð blessi þig, elsku pabbi minn. Þín dóttir Auður. Nú þegar Einsi bróðir er farinn hringir enginn lengur og segir „Bútsý mín“ en þetta nafn gaf hann mér, litlu systur, þegar hann var úti í Ameríku við flugvirkjanám. Hann kallaði mig aldrei annað og enginn annar kallaði mig það. Af sjö börnum foreldra okkar, Jörínu Jónsdóttur og Sigurvins Einarssonar, erum við fjögur eftir, Óli og við systurnar þrjár. Ekki ætla ég að rekja æviferil Einsa, það læt ég aðra um. Mig langar aðeins að þakka honum samfylgd í 63 ár. Alltaf jafn sætur með svo fallegt bros sem náði til augnanna, já svo breitt bros að augun hurfu. Hann hló líka á sérstakan máta, hristist allur en heyrðist ekkert hljóð. Ógleymanlega smitandi hlátur. Einsi var lánsamur í einkalífinu, átti frábæra og skemmtilega eig- inkonu sem studdi hann með ráðum og dáð í meðlæti og mótlæti. Þau áttu líka barnaláni að fagna, eign- uðust fimm syni og eina dóttur. Elsku Einsi minn, nú er loks margra ára baráttu lokið, mörg áföll en alltaf reistu upp – nema núna – og aðeins mánuður í áttræð- isafmælið þitt. Það er gott fyrir sjúka og þreytta að fá hvíld. Elsku Sirra, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn, við Sverrir og dætur okkar biðjum góðan Guð að blessa ykkur öll og styrkja. Blessuð sé minning Einars Sig- urvinssonar. Dísa systir, „Bútsý“ Kolfinna. Einar Sigurvinsson Samúðar og útfaraskreytingar Bæjarhrauni 2 • sími 565 0300 Hafnarfirði ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HENNING FREDERIKSEN skipstjóri, Stjörnusteinum 12, Stokkseyri, verður jarðsunginn frá Stokkseyrarkirkju laugar- daginn 9. júní kl. 14.00. Ingibjörg Jónasdóttir, Jónas Henningsson, Katrín Jónsdóttir, Vilhelm Henningsson, Anna Kristín Ingvarsdóttir og barnabörn. ✝ Okkar elskulega, eiginkona, dóttir, móðir, tengdamóðir, amma og systir, ANNA M. VILHJÁLMSDÓTTIR, Vallengi 4, áður til heimilis í Lyngholti 15, Reykjanesbæ, lést á Landspítalanum við Hringbraut, deild 11-E, 27. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sveinn Sæmundsson, Sigríður Gísladóttir, Júlíana Sveinsdóttir, Jón Jóhannesson, Vilhjálmur Sveinsson, Hulda Fríða Berndsen, Sveinn Daði Einarsson, Berglind Anna Einarsdóttir, Ísak Vilhjálmsson, Svanlaug Vilhjálmsdóttir. ✝ Okkar ástkæri, SIGFÚS STEFÁNSSON, Dalsgerði 7e, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 5. júní. Áslaug Þorleifsdóttir, Gunnhildur Hilmarsdóttir, Guðbjörn Jónsson, Gylfi Hilmarsson, María Ýr Donaire, og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR SIGURVINSSON flugvélstjóri, Vogatungu 65, Kópavogi, sem lést þann 31. maí verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju í dag, föstudaginn 8. júní, og hefst athöfnin kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartaheill, landsamband hjartasjúklinga. Fyrir hönd aðstandenda Sigrún J. Lárusdóttir. ✝ EIRÍKUR JÚLÍUSSON, Kirkjubraut 12, Höfn í Hornafirði, lést miðvikudaginn 6. júní. Fyrir hönd aðstandenda, Guðný Sigrún Eiríksdóttir, Magnús Ástvald Eiríksson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HALLDÓRA GÍSLADÓTTIR, Bólstaðarhlíð 45, Reykjavík, lést á Landspítalanum sunnudaginn 3. júní. Útförin fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 12. júní kl. 13.00. Bragi Benediktsson, Kristín Eiríksdóttir, Gísli Benediktsson, Erna Kristín Bragadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, GUÐRÚN RÓSA SIGURÐARDÓTTIR frá Hælavík, Löngubrekku 47, Kópavogi, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð fimmtudaginn 31. maí, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju mánudaginn 11. júní kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Sunnuhlíðar. Fyrir hönd aðstandenda: Karl Hjartarson , Ragnheiður Hrefna Gunnarsdóttir, Ásdís Emilía Björgvinsdóttir, Lilja Hjartardóttir, Sigrún Hjartardóttir Guðmundur Hjartarson, Þórhalla Jónsdóttir, Stefanía Hjartardóttir, Helgi Hrafnsson, Gunnhildur Hjartardóttir, Ingibjörg Hjartardóttir, Skarphéðinn Þór Hjartarson, Guðrún Sigríður Loftsdóttir, Fríða Á. Sigurðardóttir, Gunnar Ásgeirsson, Guðný Sigurðardóttir, Hallbjörn Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Lokað verður í dag föstudaginn 8. júní vegna útfarar ELÍNAR SIGURÐARDÓTTUR. Vörubretti ehf., Óseyrarbraut 6, Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.