Morgunblaðið - 08.06.2007, Side 45

Morgunblaðið - 08.06.2007, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2007 45 Raðauglýsingar 569 1100 Tollkvóti fyrir kartöflunasl frá Noregi. Með vísan til reglugerðar nr. 428/2007, sem birt var í B-deild Stjórnartíðinda hinn 15. maí 2007, er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta fyrir kartöflunasl í tollskrárnúmeri 2005.2003, sem upprunnið er í Noregi og er innflutt þaðan, sbr. bókun 4 við EES-samninginn: Vara Tímabil Vörumagn Verðtollur Magntollur Tollskrár kg % kr/kg númer: Kartöflur: 01.06.07-31.12.07 15.000 0 0 2005.2003 Nasl svo sem skífur, skrúfur, hringir, keilur, stangir o.þ.h., þó ekki úr kartöflumjöli. Berist umsóknir um meiri innflutning en nemur auglýstum tollkvóta verður úthlutun miðuð við hlutfall innflutnings hvers umsækjanda miðað við heildarinnflutning allra umsækjenda á kartöflunasli í tollskrárnúmeri 2005.2003 á tímabilinu 1. janúar 2006 til 31. desember 2006. Úthlutun er ekki framseljanleg. Skriflegar umsóknir skulu berast til fjármálaráðuneytisins, tekju- og lagaskrifstofu, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir kl. 15:00 föstudaginn 22. júní n.k. Fjármálaráðuneytinu, 6. júní 2007. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Innritun lýkur 11. júní www.fg.is Skoðið heimasíðuna! Félagsfræðabraut Náttúrufræðibraut Málabraut Viðskipta- og hagfræðibraut Fata- og textílhönnun Myndlist Tískubraut Viðskiptabraut Íþróttabraut Almenn námsbraut Starfsbraut 2 HG-hópur: Hópur – hraði – gæði. Hægt er að ljúka stúdentsprófi á þremur árum. Nemendur í HG-hóp eru undanþegnir skólagjöldum fyrsta skólaárið. Afreksíþróttasvið: Góð leið fyrir þá sem vilja leggja mikið á sig í námi og íþróttaþjálfun. Fjarnám: Ódýr og góð þjónusta. Góð aðstaða til náms! Fullkominn kennslubúnaður, s.s. öflugar tölvur, góð lesaðstaða, netkaffi o.fl. Skrifstofa skólans er opin virka daga kl. 8–15 Aðstoð við innritun. www.fg.is Skólameistari. Endurveiting íslensks ríkisborgararéttar Dóms- og kirkjumálaráðuneytið vekur athygli á því að frestur til að óska eftir endurveitingu íslensks ríkis- borgararéttar samkvæmt ákvæði til bráðabirgða í lögum um íslenskan ríkisborgararétt nr. 100/1952, sbr. lög nr. 9/2003, rennur út 1. júlí 2007. Samkvæmt ákvæðinu getur sá sem tók ríkisfang í öðru ríki fyrir 1. júlí 2003, og missti við það íslenska ríkisfangið án þess að viðkomandi ríki hafi krafist þess, óskað eftir því að fá íslenska ríkisborgararéttinn að nýju með því að sækja um það til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Umsækjandi þarf að hafa verið búsettur á Íslandi eða uppfylla skilyrði um dvöl hér samkvæmt 8. gr. laganna. Nánari upplýsingar um endurveitingu íslensks ríkis- borgararéttar er unnt að fá hjá dóms- og kirkju- málaráðuneytinu, Skuggasundi, 150 Reykjavík, sími 545 9000, netfang: postur@dkm.stjr.is, veffang: www.domsmalaraduneyti.is. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið Kvennaskóinn í Reykjavík Innritun Innritun nýnema stendur yfir og er rafræn. Umsækjendur fara inn á www.menntagatt.is og fylla þar út umsókn. Allar umsóknir þurfa að hafa borist skólanum í síðasta lagi 12. júní. Námsráðgjafar verða til viðtals í skólanum 9. og 12. júní frá kl. 8 til 16. Kvennaskólinn í Reykjavík býður bóknám til stúdentsprófs. Brautirnar eru þrjár: félagsfræðibraut. málabraut. náttúrufræðibraut. Í skólanum er bekkjakerfi en þó mikið val á 3. og 4. námsári. Nánari upplýsingar um skólann eru á heimasíðu skólans, www.kvenno.is eða í síma 580 7600. Skólameistari. Vörubílastöðin Þróttur Sævarhöfða 12, 110 Reykjavík. Sími 577 5400 - Fax 577 5408. Netfang: throttur@throttur.is Félagsfundur Almennur félagsfundur V.b.f. Þróttar verður haldinn í húsi félagsins, Sævarhöfða 12, mánudaginn 11. júní kl. 20.00. Dagskrá: 1. Framhaldsumræða og afgreiðsla á laga- breytingum frá síðasta aðalfundi. 2. Önnur mál. Stjórnin. Fundir/Mannfagnaðir Tilkynningar Íslensku liðin í miðjum hóp á NM í Lillehammer Íslenska karlalandsliðinu hefur gengið þokkalega á NM sem nú fer fram í Lillehammer í Noregi. Eftir 7 umferðir er liðið í þriðja sæti með 108 stig, Danir eru í öðru sæti með 120 stig og Finnar eru lang- efstir með 143 stig. Kvennaliðið hefur einnig náð þokkalegum árangri, er í fjórða sæti með 113 stig. Í toppsætinu eru heimamenn eða réttara sagt -konur með 134 stig, Svíar eru með 128 stig og Danir eru í þriðja sæti með 116. Í dag verða spilaðir fjórir leikir en mótinu lýkur á morgun. Nýtt húsnæði og sumarbrids á Akureyri Bridsfélag Akureyrar er komið í nýtt og magnað húsnæði og Sumar- bridge er hafið af krafti. Nýja aðstað- an er í glæsilegum sal Lionsklúbbsins Hængs við Skipagötu og er ekki hægt að segja annað en fyrsti sum- arbrids þar hafi heppnast með mikl- um ágætum. Lokastaðan: Reynir Helgason – Frímann Stefánss. 12 Ragnheiður Haraldsd. – Ólína Sigurjónsd. 10 Stefán Vilhjálmss. – Herrmann Huijbens 7 Valmar Valjoats – Sigurður Erlingsson 3 Sjáumst öll á þriðjudaginn kemur. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 5. júní var spilað á 16 borðum. Miðlungur var 312. Úrslit urðu þessi í N/S: Júlíus Guðmss. – Óskar Karlsson 395 Albert Þorsteinss. – Sæmundur Björnss. 389 Jón Hallgrímss. – Bjarni Þórarinsson 356 Steindór Árnason – Einar Markúss. 331 Ragnar Björnss. – Gísli Víglundss. 331 A/V Bragi V. Björnss. – Guðrún Gestsd. 395 Magnús Oddsson – Óli Gíslason 384 Knútur Björnsson – Elín Björnsd. 381 Kristján Þorlálss. – Jón Sævaldsson 368 Spilað er í Hraunseli í Hafnarfirði til 6. júlí. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is FRÉTTIR BÆJARRÁÐ Bolungarvíkur lýsir yfir miklum vonbrigðum með nýút- komna skýrslu Hafrannsóknastofn- unar um ástand nytjastofna á Ís- landsmiðum. Nái tillögur stofnunar- innar fram að ganga þýðir það að aflaheimildir Vestfirðinga af slægð- um þorski skerðast um 6.000 tonn og um 1.200 tonn sé aðeins horft til Bol- ungarvíkur. Á ársgrundvelli má ætla að útflutningsverðmæti frá Bol- ungarvík dragist af þessum völdum saman um 300 milljónir króna, segir í ályktun bæjarráðsins. „Ljóst er að þessar tillögur Haf- rannsóknastofnunar munu hafa gríðarleg áhrif nái þær fram að ganga að hluta til eða öllu leyti. Til- lögurnar eru til þess fallnar að auka enn á samþjöppun í sjávarútvegi þar sem stærri fyrirtæki kaupa upp þau minni. Atburðir síðustu vikna sýna að slík viðskipti geta auðveldlega kippt stoðunum undan tilvist sjáv- arþorpa á landsbyggðinni. Þegar lagt var upp með aflamarkskerfið árið 1983 var markmiðið að stækka þorskstofninn og styrkja byggðir í landinu. Það hefur algjörlega brugð- ist,“ segir í ályktun bæjarráðs. KYNNING verður á nýju námi í náttúrulækningum á morgun, laug- ardag, kl. 14 í sal Yggdrasils á Skólavörðustíg. Í fréttatilkynningu kemur fram að þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á fullt nám í nátt- úrulækningum á Íslandi. Námið hefst í ágúst og er bæði fjarnám og kennslulotur. Kennslan fer fram á þremur árum með kennslulotum vor og haust og heimanámi. Innihald námsins bygg- ist á þremur meginþáttum sem eru lithimnufræði, grasalækningar og náttúrulækningar, auk annarra námsþátta s.s. svæðanudd, kjarna- olíur, blómadropar, lækningarfæði og að vinna að eigin heilsuvernd. Námslotur eru viðamestar í maí og september, þá mun dr. Farida Sharan kenna samþættingu allra meginviðfangsefna námsins. Námið er alþjóðlega viðurkennt nám og nemendur fá ND, Naturopath Dipl- oma. Sjá nánar: www.purehealt- h.com. Umsjónarmenn námsins á Íslandi eru Lilja Oddsdóttir og Gitte Lassen. Þriggja ára nám í náttúru- lækningum Tillögur Hafró auka enn sam- þjöppun í útvegi HJÓLAFERÐ verður fyrir alla fjöl- skylduna í Mosfellsbæ á morgun. Lagt verður af stað frá Varmár- skóla kl. 10, hjólað meðfram Leiru- vogi og Korpúlfsstöðum, síðan að Vesturlandsvegi, upp með Úlfarsá og niður í Reykjahverfi. Allir eru velkomnir og ekkert þátttökugjald. Fararstjóri er Svava Ýr Baldvinsdóttir íþróttakennari, en ferðin er á vegum atvinnu- og ferðamálanefndar Mosfellsbæjar. Hjólaferð frá Varmárskóla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.