Morgunblaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 50
Ekki er hægt að segja að hún sé góð fyrir- mynd í holdafari, grindhoruð með gervibrjóst… 56 » reykjavíkreykjavík Eftir Sverri Norland sverrirn@mbl.is „AUGLÝSINGALEIKSTJÓR- INN Ivan Zacharias var staddur hér á landi fyrir um það bil ári. Okkur grunar að þá hafi hann uppgötvað okkur,“ segir Magnús Leifur úr hljómsveitinni Úlpu. Nefndur Zach- arias er einn þeirra leikstjóra sem gera munu auglýsingu fyrir herferð- ina Staying Alive, AIDS awareness campaign, á vegum sjónvarpsstöðv- arinnar MTV. Leikstjórinn óskaði sérstaklega eftir því að nota tónlist Úlpu í verkefninu, og valdi lagið „Yeah, That’s Right“, af nýjustu plötu hljómsveitarinnar, Attempted Flight by Winged Men.Nefndur leikstjóri, Ivan Zacharias, er senni- lega ekki maður sem sést daglega á slúðursíðum íslenskra dagblaða. Engu að síður er hann einn virtasti auglýsingaleikstjóri í heimi. Þetta er því sérdeilis prýðileg kynning fyrir Úlpu, enda verður herferðinni sjón- varpað á heimsvísu. Lag Úlpuliða er því í góðum höndum. Ný plata Úlpumenn eru með ýmis járn í eldinum þessa dagana. Áðurnefnd plata Úlpu, Attempted Flight by Winged Men, kom nýverið út á veg- um þýska útgáfufyrirtækisins Nor- dic Notes í Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Þá undirbúa þeir upptökur að nýrri hljóðversplötu. „Við erum búnir að vera að semja og eigum fullt af hugmyndum,“ segir Magnús Leifur. „Þetta verður „Úlpu-plata“, það er allavega ljóst, en ef ég á að lýsa henni eitthvað nán- ar, þá held ég að hún verði meira „upp-beat“, og hugsanlega harðari en fyrri plötur.“ Rökkurlopi Útgáfa nýju plötunnar er fyr- irhuguð síðar á þessu ári. Áhuga- samir geta þó lagt leið sína inn á Kaffi Hljómalind laugardaginn 16. júní næstkomandi, en þar munu þeir Magnús Leifur og Bjarni Guðmann, Úlpufélagar, leika í senn nýtt efni og gamalt. Magnús og Bjarni munu mæta til leiks vopnaðir kassagít- urum og spila lög sín í berstrípuðum útgáfum. „Hljómsveitin hefur áður leikið órafmagnaðar útgáfur af lögum okk- ar, en við höfum aldrei áður verið bara tveir. Það verður gaman að prófa það,“ segir Magnús. Tónleik- arnir eru hluti af tónlistarhátíðinni Rökkurlopa, en hún verður haldin 14.-17. júní, og leggur áherslu á ró- lega og þægilega stemningu. Úlpa gerir víðreist Morgunblaðið/Eyþór Úlpulegir Magnús Leifur og Bjarni Guðmann, Úlpufélagar, troða upp órafmagnað á Kaffi Hljómalind, laugardaginn 16. júní næstkomandi Lag sveitarinnar notað í alþjóðlegri auglýsingaherferð á vegum MTV Merki leikanna kom fyrir almenn- ingssjónir síðastliðinn mánudag og þykir mörgum það herfilegt. Unnið var út frá ártalinu 2012 við gerð merkisins og hafa 50.000 manns sett nafn sitt á beiðni á Netinu, þegar þetta er skrifað, þess efnis að búið verði til nýtt merki. Breytingum háð Talsmaður skipuleggjenda sagði í samtali við BBC í fyrradag að merk- ið væri breytingum háð og myndi þróast næstu fimm árin, þ.e. fram að leikunum. „Merkið verður að vera nýmóðins, djarft, sveigjanlegt og eiga jafn vel við í dag og eftir fimm ár,“ sagði talsmaðurinn. „Merkið verður að ná til unga fólksins.“ Það hefur það gert í einhverjum til- fellum, t.d. þykir 17 ára æskulýðs- fulltrúa í Waltham Forest í austur- hluta Lundúna, Ashley Mitchell, merkið táknrænt fyrir borgina. „Það er mikil myndlíking fyrir mér hvernig merkið breytir um lit,“ sagði Mithcell í samtali við BBC. Borgin sé síbreytileg og alltaf lífleg. Sebastian Coe, formaður stjórnar ÓL 2012, svipti hulunni af merkinu og er sáttur við það, segir ekkert merki þeirrar gerðar að allir séu sáttir við það og að það muni á end- anum verða sátt um það. Merkið hannaði Wolff Olins-auglýs- ingastofan og kostaði hönnunin 400.000 pund, tæpar 50 milljónir króna. SKIPULEGGJENDUR Ólympíu- leikanna sem haldnir verða í Lund- únum 2012 hafa sætt harðri gagn- rýni seinustu daga vegna merkis leikanna og auglýsingar, þar sem svo mikið gengur á að fjöldi floga- veikra fékk kast við að horfa á það. Sérstakt próf var gert í kjölfarið á auglýsingunni, próf sem sker úr um hvort hún er meinlaus flogaveikum og kolféll hún á því og hefur verið tekin úr umferð. Ken Livingstone, borgarstjóri Lundúna, segir það „hörmuleg mis- tök“ að slítk myndband hafi verið sýnt í sjónvarpi. Þá hafa þingmenn margir hverjir lagt það til í neðri málstofu breska þingsins að hönnun merkisins verði endurskoðuð. Umdeilt ólympíumerki og blikkandi auglýsing sem olli flogaköstum Associated Press Ósáttur Ken Livingstone, borg- arstjóri Lundúnaborgar. Reuters Gagnrýnt Menn eru ekki á einni skoðun um merki ÓL 2012. Myndir Ragnars seljast eins og heitar lummur  Ljósmyndagalleríið Fótógrafí við Skólavörðustíg hefur farið vel af stað. Að sögn Ara Sigvaldason- ar, framkvæmdastjóra og eiganda, hafa um 1.000 manns heimsótt galleríið á þeim tæpu þremur vik- um sem liðnar eru frá opnun. Þá hafa átta af tólf myndum á sýn- ingu Ragnars Axelssonar í gall- eríinu selst, en hver mynd kostar 90.000 krónur. Það er því ljóst að þeir sem vilja verða sér úti um mynd á sýningunni þurfa að hafa snör handtök áður en allar mynd- irnar klárast.  Dansleikur með breska plötu- snúðnum Desyn Masiello sem vera átti fyrir 16 ára og eldri þann 16. júní á NASA hefur verið blásinn af. Í tilkynningu frá Flex Music sem stóð að tónleikunum segir: „Vegna af- skipta yfirvalda og foreldrafélaga varðandi dansleikinn [...] hefur okk- ur verið fyrirskipað að hætta við við- burðinn.“ Eftir sem áður spilar Mas- iello á Akureyri 15. júní og fyrir 20 ára og eldri á NASA þann 16. júní. Hætt við dansleik fyrir 16 ára og eldri  Sala pakkaferða á G!-tónlist- arhátíðina, sem haldin verður í Færeyjum 19.-21. júlí, er hafin á vefsíðunni www.greengate.fo. Há- tíðin er sú stærsta og fjölbreyttasta sinnar tegundar í Færeyjum og er haldin á ströndinni í Götu. Dr. Spock og Pétur Ben verða þar með- al flytjenda. Pakkaferðir í boði á G!- hátíðina í Færeyjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.