Morgunblaðið - 08.06.2007, Síða 52

Morgunblaðið - 08.06.2007, Síða 52
52 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Pabbinn – aukasýningar vegna mikillar aðsóknar Fös. 08/06 kl. 19 Aukasýn, UPPSELT Lau. 09/06 kl. 19 Aukasýn, örfá sæti laus Nýtt fjölbreytt og skemmtilegt leikár verður kynnt í ágúst. Þá hefst sala áskriftarkorta. Vertu með! www.leikfelag.is 4 600 200 DAGUR VONAR Í kvöld kl. 20 UPPS. Ekki er hleypt inní salinn eftir að sýning er hafin Síðasta sýning í vor LÍK Í ÓSKILUM Í kvöld kl. 20 FORS. Lau 9/6 kl. 20 FORS. Miðaverð 1.500 DANSLEIKHÚSSAMKEPPNIN 25 TÍMAR Í kvöld kl. 20 „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR LADDI 6-TUGUR Mið 20/6 kl. 20 UPPS. Fim 21/6 kl. 20 UPPS. Fös 22/6 kl. 20 Lau 23/6 kl. 20 Sun 24/6 kl. 20 SÖNGLEIKURINN ÁST Í samstarfi við Vesturport Lau 9/6 kl. 20 UPPS. Fös 15/6 kl. 20 Síðustu sýningar í vor BELGÍSKA KONGÓ Sun 10/6 kl. 20 UPPS. Þri 12/6 kl. 20 AUKAS. Mið 13/6 kl. 20 UPPS. Fim 14/6 kl. 20 UPPS. Aðeins þessar sýningar Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 9. júní kl. 12:00 Bo Grønbech, orgel 10. ágúst kl. 20:00 Bo Grønbech leikur m.a. verk eftir Clérambault, Langlais, Franck og Buxtehude SÝNINGAR Á SÖGULOFTI MÝRAMAÐURINN - höf. og leikari Gísli Einarsson 8/6 kl. 20 uppselt, 14/6 kl. 20 síðasta sýning MR. SKALLAGRIMSSON - höf. og leikari Benedikt Erlingsson 9/6 kl 15, kl 20, 15/6 kl 18, 20/6 kl 20 uppselt, 29/6 kl 20, 1/7 kl 20, 5/7 kl 20, 13/7 kl. 20, 14/7 kl. 20,11/8 kl. 20, 12/8 kl. 20, 18/8 kl. 20, 19/8 kl. 20, 30/8 kl. 20, 31/8 kl. 20 SVONA ERU MENN (KK og Einar) Aukasýning 16. júní kl. 20 Leikhústilboð í mat: Súpa, fiskréttur og kaffi kr. 2600 Súpa, kjötréttur og kaffi kr. 3200 Miða- og borðapantanir í síma 437 1600 Nánari upplýsinar www.landnamssetur.is Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is 25 TÍMAR er samkeppni þar sem sex höfundar eða höfundateymi fá 25 tíma til þess að búa til nýtt dans- leikrit. Afraksturinn er svo sýndur í Borgarleikhúsinu í kvöld og velur dómnefnd sigurvegara en auk þess eru sérstök áhorfendaverðlaun. Á meðan dómnefnd er að gera upp hug sinn verður sýnt nýtt dansleikverk. Eftir úrslitin fá áhorfendur svo loks að dansa sjálfir því slegið verður upp dansleik fram á nótt þar sem út- varpskonan góðkunna Andrea Jóns- dóttir þeytir skífur. Tilfinningaátök Marta Nordal vann keppnina í fyrra með verkinu „Boðorðin 10“. Tilgangur keppninnar er sá að þróa og þroska nýja höfunda dansverka, hvort sem er sigurvegarana eða ann- að hæfileikafólk sem uppgötvast. Því var eðlilegt framhald fyrir Mörtu eftir sigurinn í fyrra að halda áfram og þróa nýtt og lengra verk. Þetta nýja verk hefur hún unnið með Pet- er Anderson, sem einnig hefur unnið til verðlauna í keppninni og heitir það „Þvílík gleði“. Gleðin sú er fyrsta verk nýstofnaðs dansleikhúss Borgarleikhússins. Verkið fjallar um ástarsambönd, samspilið á milli aðila og hversu vel þeim tekst að vinna saman. Mikið var um spuna á æf- ingaferlinu og verkið er á vissan hátt byggt upp á samspili margra ör- sagna um sambönd. Fjallað er um meðvirkni, afbrýðisemi, stjórnsemi, samtryggingu og aðra fylgifiska sambanda enda átök þá óumflýj- anleg. Báðir koma með sinn far- angur inn í sambandið, stafla honum á stofugólfið og eru svo næstu árin að reyna að greiða úr draslinu. Sum- um tekst bara bærilega til í tiltekt- inni, aðrir breiða bara lak yfir tösk- urnar og láta sem þær séu ekki þarna og enn aðrir gefast upp, taka sitt hafurtask og leita að næsta stofugólfi. Kirsuberjagarðurinn (brot) Árni Pétur Guðjónsson tekur brot úr Kirsu- berjagarði Tjsek- hovs og leikur sér að því að breyta sígildu leikverki í dansverk, gera reyndan dansara (Lára Stef- ánsdóttir) að leik- konu og varpar um leið stórri nærmynd af henni upp á tjald. Árni Pétur hlaut önnur verð- laun í fyrstu keppninni – dugir Tsjekhov til sigurs? Finndu mig, ég fann þig Ásgerður G. Gunnarsdóttir og Katrín Gunnarsdóttir reyna að átta sig á því hvernig við skynjum mann- eskjur og hvernig við finnum þær, hvort sem er í gegnum kennitöluna í bankanum eða eftir öðrum leið- um. Einnig er velt upp spurn- ingunni hvernig við getum vitað hvaða tilfinningar eru ekta. Sápa Steinunn Ket- ilsdóttir vinnur með minni úr sápuóperum og kann- ar mörkin á milli þess ýkta veru- leika sem þar kemur fram og raunveruleikans. Er munurinn hugsanlega minni en við viljum halda? Hver er munurinn á framhjáhaldi og dramatík þar og í sápunni? Blink of an Eye Þetta verk er í raun augnabliks- mynd úr öðru lengra verki sem er í smíðum. Það verk verður byggt á ljóði argent- ínska skáldsins Jorge Luis Bor- ges, Þú. Leikið er með samspil dansins við vid- eomyndir og tónlist. Höfundar verksins eru Borgar Magnason, Brynhildur Guðjónsdóttir, Cameron Corbett og Diederik Peeters. Monday Andreas Con- stantinou er af írsk-kýpverskum ættum og færir okkur verk um fagurfræðina í líf- inu. Unnið er með væntingar áhorfenda til feg- urðarinnar. Hvað er fegurð, er hún hversdagsleg eða klassísk? Eru mánudagar líka fallegir dagar? On Hold Irma Gunn- arsdóttir fer með okkur í keilu. Hún leikur sér með keilur og kúlur og á meðan má sjá myndir af ferð kúlnanna í ranghölum Keiluhallarinnar þegar þær eru flestum ósýnilegar. Verkið fjallar um leikkerfin í lífinu og keilunni og reynir að fanga leikgleðina og íþróttaandann í hvoru tveggja. Dansað og leikið í senn Sex verk keppa til sigurs í dansleikhúskeppni Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins Morgunblaðið/G.Rúnar Glöð Peter Anderson og Marta Nordal, höfundar verksins „Þvílík gleði“. Morgunblaðið/Árni Sæberg Einbeiting Verkið „Beðið eftir hverju?“ eftir Höllu Ólafsdóttur og Evu Rún Þorgeirsdóttur varð hlutskarpast í keppninni fyrir tveimur árum. Steinunn Ketilsdóttir Árni Pétur Guðjónsson Irma Gunnarsdóttir Brynhildur Guðjónsdóttir Sigurvegarar fyrri ára: 2003: Helena Jónsdóttir 2004: Bergur Þór Ingólfsson og Halldóra Geirharðsdóttir 2005: Halla Ólafsdóttir og Eva Rún Þorgeirsdóttir 2006: Marta Nordal Ásgerður G. Gunnarsdóttir Andreas Constantinou KEPPANDI í breska raunveru- leikaþættinum Big Brother, Emily Parr, var rekin úr þættinum í gær fyrir að fara niðrandi orðum um annan keppanda, Charley Uchea. Parr kallaði Uchea „niggara“ en Uchea er þeldökkur. Framleið- endur þáttaraðarinnar brugðust skjótt við og ráku Parr. Uchea og Parr voru að dansa og lét Parr þá orðið flakka, að því er virðist í gríni. Uchea benti henni á að hún gæti lent í vanda vegna þessa en brást ekki illa við. Þátttakendur Big Brother búa í tilbúnu húsi, fullu af kvikmyndavélum og keppast um vinsældir áhorfenda. Áhorfendur kjósa þann sem þeim líkar síst við og á endanum stendur einn eftir. Rekin úr Big Brother Afdrifaríkt grín Emily Parr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.