Morgunblaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2007 59 BANDARÍSKA leikkonan Sarah Jessica Parker, þekktust fyrir leik sinn í þáttunum Beðmál í borginni, Sex in the City, hefur nú hrint af stað fatalínu. Hundruð kvenna biðu í röðum við verslun á Manhattan í New York í gær í von um að berja Parker augum og næla sér í flíkur hennar, undir merkinu Bitten. Parker segir það „óvefengjanlegan rétt kvenna“ að eiga fataskáp fullan af glæsilegum fötum sem sýni sjálfsöryggi þeirra, en eiga þó nóg eftir í buddunni fyrir salti í grautinn. Parker lék hina ráðvilltu Carrie Fisher í Beðmálum í borginni, rit- höfund með fata- og skódellu. Carrie klæddist dýrum flíkum heims- þekktra hönnuða í þáttunum en föt Bitten-línunnar munu ódýrari. Aðdáendur Parker, nær eingöngu konur, biðu sumir hverjir í margar klukkustundir við verslunina í gær og fóru hlaðnir fatapokum frá inn- kaupaævintýrinu. Reuters Vinsæl Sarah Jessica Parker ræðir við aðdáanda sinn í gær. Parker með fatalínu HÚN VAR skjót fangelsisvistin hjá hótelerfingj- anum og sam- kvæmisljóninu Paris Hilton, að- eins þrír dagar. Hilton var veitt lausn í gær úr Century Regio- nal Detention Centre í Kaliforníu af heilsufars- ástæðum. Hilton er þó ekki laus við refsivist því hún verður að dúsa í stofufangelsi heima hjá sér í 40 daga með staðsetningarbúnað fast- an við fót sér í úlnliðsbandi. Ekki hefur nánar verið greint frá því hvers kyns heilsubrestur hrjáði Hilton dagana þrjá. Fangelsisdóm- inn hlaut hún fyrir að aka undir áhrifum áfengis og brjóta skilorð. Fangelsisyfirvöld munu hafa ráð- fært sig við lækna og komist að þeirri niðurstöðu að best væri að sleppa Hilton lausri. Það verður því lítið um samkvæmisleiki hjá Hilton næstu daga. 43 daga fangelsisdómur yfir Hil- ton var styttur um helming fyrir af- plánunina en er nú aftur orðinn 43 dagar, vegna stofufangelsisins. Hilton laus úr fangelsi Paris Hilton ÞAÐ VERÐA Lay Low, Ampop, Benni Hemm Hemm, Shogun, Gord- on Riots, Spooky Jetson, Hress/ Fresh og <3 Svanhvít sem spila á tónleikum á Arnarhóli kl. 20 að kvöldi lýðveldisdagsins 17. júní. Dagskrá hátíðarhalda í höfuðborg- inni í tilefni 17. júní er óðum að skýr- ast og verður mikið um að vera. Fyr- ir utan tónleikana á Arnarhóli verður dansleikur á Ingólfstorgi kl. 18 þar sem Heimilistónar, Salsa Ice- land og Milljónamæringarnir leika fyrir dansi. Um leið og tónleikarnir fyrir yngri kynslóðina hefjast á Arn- arhóli kl. 20 hefst líka Harm- ónikuball í Ráðhúsinu þar sem Létt- sveit Harmónikufélags Reykjavíkur leikur fyrir dansi. Hin hefðbundna hátíðardagskrá á Austurvelli er kl. 10.40 um morg- uninn, kl. 14.30 verða tónleikar í Ráðhúsinu þar sem Englakórinn, Stúlknakór KFUK, Tríólurnar, Söngsveitin Fílharmonía, Paradís- Tónaregn í Reykjavík og Dixiel- andhljómsveit Árna Ísleifs koma fram. Allan daginn verður svo mikið að gerast í Hljómskálagarðinum, á Arnarhóli og Austurvelli og víðar um miðbæinn. Stórstjörnur spila 17. júní Morgunblaðið/Eggert Doktorinn Frá tónleikum á 17. júní í fyrra. Dr. Spock fór í sparifötin og skemmti landanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.