Morgunblaðið - 10.06.2007, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 10.06.2007, Qupperneq 1
Í HNOTSKURN » Opnunarhátíð álvers AlcoaFjarðaáls var haldin á Reyð- arfirði í gær. Bæjarhátíð stóð fram eftir degi. » Geir H. Haarde sagði aðdraumur Austfirðinga til margra áratuga væri að verða að veruleika. Eftir Gunnar Pál Baldvinsson á Reyðarfirði „HÉR er að rætast draumur sem fólk á þessu svæði hefur haft svo áratug- um skiptir,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í ræðu sinni á opn- unarhátíð Alcoa Fjarðaáls á Reyðar- firði í gær. Hann fullvissaði forsvars- menn Alcoa um að ný ríkisstjórn myndi halda áfram að starfa með fyr- irtækinu í sama anda og áður. Alain Belda, stjórnarformaður Al- coa, sagði við sama tækifæri að það væri góð tilfinning að standa að fram- kvæmd sem hefði svo mikil áhrif fyrir fólkið á svæðinu og landinu öllu. Stjórnvöld hefðu sýnt hugrekki og framsýni með þeirri ákvörðun að ál- verið fengi að rísa. „Á næstu mán- uðum mun verkefnið þróast úr bygg- ingaframkvæmd í rekstur álvers. Við munum mynda tengsl við samfélagið og byggja á þeirri reynslu sem við höfum frá rekstri sem þessum á fjöl- mörgum stöðum í heiminum.“ Geir H. Haarde sagði að fram- kvæmdin væri lýsandi dæmi um að samkeppnisstaða og velsæld íslensku þjóðarinnar réðist fyrst og fremst af getu hennar til að horfa fram á veginn og koma auga á tækifæri. „Ég er sannfærður um að þetta stóra álver, eitt af mörgum í Alcoa-fjölskyldunni, á eftir að verða gríðarleg lyftistöng, ekki bara fyrir þetta svæði heldur einnig fyrir allan okkar þjóðarbú- skap. Þetta verður gríðarlega mikil- væg viðbót sem á eftir að skila betri lífskjörum um margra áratuga skeið.“ Geir beindi orðum sínum til for- svarsmanna Alcoa og Bechtel. „Það hefur verið sönn ánægja að vinna með ykkur og við erum ánægð með að þið hafið reist hér samkeppnishæfan vinnustað sem byggist á hátækni, ál- ver sem mun starfa hér næstu áratugi og færa störf og þekkingu á svæðið.“ Velsæld byggist á framsýni Morgunblaðið/Árni Torfason Opnunarhátíð Geir H. Haarde forsætisráðherra og Alain Belda, stjórn- arformaður Alcoa, við hátíðarhöldin á Reyðarfirði í gærmorgun.  Stjórnvöld sýndu hugrekki og framsýni með þeirri ákvörðun að álverið fengi að rísa  Samkeppn- ishæfur vinnustaður sem byggist á hátækni  Gríðarleg lyftistöng fyrir svæðið og þjóðarbúskapinn  Trompin eru | 38 STOFNAÐ 1913 156. TBL. 95. ÁRG. SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is SUNNUDAGUR GUÐ ER NÁLÆGUR VON OG ÞJÁNING GUÐFRÆÐINGS ODDNÝ HELGAD́TTIR JAFNRÆÐ- ISREGLAN SVANDÍS OG ENDA- LOK R-LISTANS ORRI PÁLL ORMARSSON HVER ER LEXÍAN? RÉTTLÆTING OG RÁÐSMENNSKA JÓN BALDVIN HANNIBALSSON Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is MARÍA Ellingsen hefur látið að sér kveða á mörgum sviðum síð- ustu ár. Hún hefur vakið athygli fyrir leik í sjónvarpi og kvik- myndum, sest í leikstjórastólinn og stigið fram sem baráttukona í umhverfisvernd, en hún er formaður í Framtíðarlandinu. Ákveðinn hópur hefði gjarnan viljað sjá Maríu stíga fram í pólitík fyrir síðustu kosningar en hún kaus að gera það ekki. „Mér finnst mínir skapandi kraftar nýtast ágætlega við að brjóta upp orðræðuna og fá fólk til að fara í loftbelginn og sjá hlutina í víðara samhengi. Ákvörðunin var mjög meðvituð. Mér fannst ekki að það ætti að breyta Framtíðarlandinu í stjórnmálaflokk því félagið er mikils virði í sjálfu sér með því að vera hafið yfir flokkslínur og stundarhagsmuni.“ Eiga að fá tilfinningu fyrir landinu Einn af draumum Maríu er að koma upp náttúruskóla fyrir börn og nýbúa. „Kannski getur Framtíðarlandið komið þessu verkefni af stað og aðrir tekið svo við keflinu. Börn þurfa að finna að þau eigi þetta land og fólk sem er nýbúið að setjast hér að þarf að vita að náttúran er hluti af því sem það er að eignast með því að flytja hingað.“ Í Morgunblaðinu í dag ræðir María um lífið í Hollywood, nátt- úruvernd, trúmál, fjölskylduna og ýmislegt sem veitir henni inn- blástur. „Kvikmyndin er spennandi og sterkur miðill en leik- húsið er heimili leikarans þar sem hann þroskast og vex,“ segir María, sem var í Hollywood í fjögur ár og lék í þremur kvik- myndum. Á endanum kallaði Ísland hana til baka þegar hún fékk tilboð um að leika Agnesi í samnefndri mynd. Segist hún ekki sjá eftir þeirri ákvörðun. | 10 Vill setja náttúru- skóla á fót  Meðvitað að fara ekki í pólitík  Framtíðarlandið verði óbreytt Morgunblaðið/RAX María Ellingsen „ ... leikhúsið er heimili leikarans þar sem hann þroskast og vex.“ Í Noregi undirbúa stjórnvöld nú lög, sem eiga að tryggja sjálfstæði ritstjórna gagnvart eigendum sín- um og kveða á um skil á milli frétta og skoðana. Ritstjórnarlög undirbúin í Noregi Vefsíðan Facebook býður upp á margs konar samskiptamöguleika og notendum hennar fjölgar með ljóshraða. Þar má finna gamla kunningja og rækta áhugamálið. Vefsíðan Face- book vex hratt Dómstóll á Ítalíu sýknaði í vikunni fimm menn af ákæru um að hafa myrt Roberto Calvi, sem stýrði Ambrosiano-bankanum og bar við- urnefnið „bankastjóri Guðs“. Ráðgátan er enn óleyst VIKUSPEGILL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.