Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ var dýrmætt skref sem þær stigu með því að ljá þessu málefni rödd sína,“ segir hún. „Það er magnað þegar leikhúsið hefur svona mikil og bein áhrif. Það ætti að vera staður þar sem fólk kem- ur og speglar sig, uppgötvar eitthvað um sjálft sig eða heiminn. Einmitt út af þessu vill maður komast í takka- borðið og leikstýra.“ María, sem segist alltaf hafa haldið sinni barnatrú, fór að velta trúmálum meira fyrir sér eftir að Lára dóttir hennar greindist með hjartagalla. „Ég fann hvað maður er rosalega varnarlaus.“ Á svipuðum tíma tók hún viðtal við Karl Sigurbjörnsson biskup. Viðfangsefnið var af hverju konur færu frekar í Kringluna en kirkju og fékk hún svör við því og mörgu fleiru. Hún kvartaði undan því að kirkjan væri lokuð og óaðgengileg og gekk þaðan út með bænabók og leiðbeiningar um Biblíulestur. Hún tók einnig áskorun biskups um að mæta til kirkju og fékk góðar mót- tökur í Dómkirkjunni. „Ég mætti líka í barnastarfið með Láru og fannst eitthvað vanta upp á það. Þá var mér boðið að gera eitthvað í því. Ég tók þeirri áskorun og er búin að leiða barnastarfið ásamt prestunum þar síðustu fjögur ár. Við ákváðum að fara alveg niður á þeirra plan, sitjum á dýnum á gólfinu og segjum einfald- ar sögur,“ segir María, sem notar til dæmis brúðu sem talar við börnin í starfinu og spyr allra erfiðu spurn- inganna eins og: Af hverju þarf guð endilega að vera ósýnilegur? Hjartagalli Láru reyndist vera vægur, gat á milli hólfa sem hægt var að laga. „Það hefur svo komið í ljós að þessi hjartagalli sem var lagaður og úr sögunni reyndist vera eitt einkenni af mörgum, sem hún hefur verið að glíma við og hefur tekið langan tíma að átta sig á. Í kjölfarið hefur opnast fyrir manni heill heimur þroskarask- ana barna og hvað gert er í þeim mál- um á Íslandi í dag,“ segir María en henni finnst til dæmis vanta fleira fagfólk á þessu sviði í skóla. „Nú heit- ir stefnan skóli án aðgreiningar sem er falleg hugsjón en óraunhæf og hef- ur valdið því að fagfólkið úr gömlu sérdeildunum er farið og það sett í hendur hvers skólastjóra fyrir sig með mjög takmarkað fjármagn að mæta hverjum einstaklingi. Þetta virkar ekki.“ Henni finnst einnig vanta heild- arstefnu í umhverfismálum. „Ég trúi því ekki að það eigi að setja það í hendur hverrar sveitarstjórnar fyrir sig hvort það eigi að vernda náttúr- una eða ekki. Það þýðir ekki að taka ákvarðanir byggðar á þröngum hags- munum. Það þarf að hugsa Ísland sem eina heild og í stærra samhengi. Hvernig þjóð viljum við vera?“ Framtíðarlandið, hið þverpólitíska þrýstiafl þar sem María gegnir for- mennsku, hefur beitt sér mikið í nátt- úruvernd og átti sinn þátt í að um- hverfismál komust eins mikið á blað og raunin varð fyrir síðustu kosn- ingar. „Það virðist lengi vera hægt að telja fólki trú um að það þurfi að velja á milli þess að vernda náttúruna og að hafa það gott,“ segir María, sem trúir því að náttúruvernd leiði aðeins af sér meiri hagsæld. „Íslendingar eru delluþjóð, núna eru álverin komin og það er eins og það sé ekki neitt annað til.“ Hún vill taka stóriðjuna af dagskrá og skapa aðrar hugmyndir til að vaxa. „Það er ekki mikið vit í því að taka græn skref ef þú ert staddur inni í stóriðjulest. Það verður að stoppa lestina.“ Á móti frímerkjafriðun María segir Íslendinga þurfa að sýna stórhug og vera djarfari. „Við verðum að hafa meiri kjark og trú á okkur sjálfum.“ Hún er á móti því sem hún kallar „frímerkjafriðun“ og segir ekki duga að friða Vatnajökul ef Langisjór er undanskilinn og að litlu gagni komi að hafa þjóðgarð við Snæ- fell með virkjanalón í kring. „Ein af ástæðunum fyrir því að ég tók þátt í að stofna Framtíðarlandið er að mér þykir mjög leiðinlegt að mótmæla. Það er ekki í eðli mínu að vera á móti einhverju, mér finnst skemmtilegra að vera með einhverju og skapa eitthvað. Mér finnst meira gaman að því að vera leiðandi og virk.“ Hún segist ekki vilja eyða orku sinni í að mótmæla vondum hug- myndum. „Ég vil frekar nota orkuna í að fá góðar hugmyndir og búa til frjótt andrúmsloft,“ segir hún en með þessari jákvæðu náttúruvernd- arstefnu hefur Framtíðarlandið breytt bæði umræðu og orðræðu um málefnið. Þessi vinna kostar ákveðnar fórnir. „Ég hef verið að taka mér frí frá vinnu marga mánuði í senn til að vernda þá uppsprettu sem náttúran er því ég verð ekki sama manneskjan ef Ísland er eyðilagt. Eins og við þekkjum frá þjóðum eins og Palest- ínumönnum, sem eiga ekkert land, er ekkert grín að vera landlaus maður.“ María sér frekar verkefni en vandamál. „Það dugar skammt að vera bara á móti einhverju á kaffistof- unni heldur hugsa frekar: Hvaða hugmyndir ert þú með og hvað ertu tilbúinn að gera í því núna?“ Fyrirmyndirnar í lífinu Sú spurning vaknar hvort María eigi sér ákveðnar fyrirmyndir og nefnir hún fyrst Vigdísi Finn- bogadóttur. „Vigdís hefur haft sterk og mótandi áhrif á ekki síst mína kyn- slóð kvenna. Hún sýndi okkur hvern- ig hægt er að stíga fram sem leiðtogi án þess að tapa sjálfum sér. Hún hlustar og finnur til með fólki. Hún stendur fast við sínar lífsskoðanir og lífsgildi þótt það geti valdið henni óvinsældum.“ Hún fær líka innblástur frá Nelson Mandela. „Það þarf sterk bein til að hafa hugsjón og standa með henni.“ María segist líka hafa verið heppin að hafa haft marga góða kennara í líf- inu. „Frænka mín María Jóhanna Lárusdóttir hefur alltaf verið mér innblástur og líka kennarar í skóla. Leiklistarkennarann Kevin Kuhlke kenndi mér að eftir því sem þú ferð nær sjálfum þér og dýpra, því nær sjálfum sér og dýpra kemst áhorfand- inn. Það er algjört lykilatriði að taka listina alvarlega án þess að verða pré- dikandi og leiðinlegur í framsetning- unni. Mér finnst ég stundum þurfa að passa mig á því. Það er kannski þess vegna sem ég ákvað að verða ekki prestur!“ segir hún og hlær. „Mér finnst gaman að fá innblástur frá öðru fólki. Ég ber mikla virðingu fyrir kennurum. Það er mikið dekur að geta setið og lært eitthvað af fólki og fengið þeirra sjónarhorn að láni um tíma. Þetta líf er alveg rosalega stutt. Það hjálpar að vera meðvitaður um hvað þú vilt skilja eftir þig, hvað þig langar að upplifa eða læra og hvaða áhrif þú vilt hafa. Ég hef nokkrum sinnum á lífsleiðinni sest niður og hugsað með mér: Hver er þín gjöf sem þú getur notað til þess að gera þennan heim hugsanlega eitt- hvað betri en þegar þú komst í hann? Og hvað ætlarðu að gera í því?“ Hún útskýrir lífssýn sína nánar: „Það er mikilvægt að hugsa um það sem maður hefur og á, í stað þess að vera alltaf að hugsa um það sem vant- ar og það sem maður hefur ekki. Það er gott að vita að maður hefur alltaf stóran hluta af lífinu í sínum höndum. Þótt maður geti ekki alltaf ráðið því sem gerist getur maður valið hvaða afstöðu maður velur gagnvart því. “ Maríu mun því seint reka stefnu- laust og endurspeglast þessi mikla framkvæmdagleði í flestu sem hún tekst á við. „Ég hef þetta áreiðanlega frá móður minni, Ásbjörgu Ellingsen, en hún er mjög góð í því að annars vegar fá hugmynd og hins vegar að framkvæma hana. Ekki bara dreyma drauma heldur láta þá rætast.“ Fjölskyldan hyggur á ferðalög, fjallgöngur og veiðiferðir innanlands í sumar. María fer alltaf minnst eina ferð inn á hálendið og ætlar að skoða Langasjó að þessu sinni. „Ég hef trú á því að maður þurfi að helga sér þetta land. Það er ekki nóg að hreindýrin og heiðargæsin geri það eins og á Kárahnjúkum. Íslend- ingar þurfa að vera duglegir við að helga sér landið sitt til að eiga meiri rétt til að tjá sig um það.“ María leitar sér innblásturs víða, jafnt frá fólki sem fjöllum, og veitir líka innblástur. Hún gæti áreiðanlega skrifað góða hvatningarbók eða hald- ið þrumandi prédikun, sem héldi jafn- vel fólkinu á aftasta bekk við efnið. Ekki skora á hana að gera neitt án þess að búast við því að það geti ræst. Óbyggðir Bandaríkjanna Margar myndir í fjölskyldualbúminu eru af Maríu úti í náttúrunni, þar sem náttúran fær að vera í aðalhlutverki eins og hér í Grand Canyon í Bandaríkjunum. Í nátt- úrunni „finnurðu að þú ert aðeins lítill hluti af stóru samhengi og það er góð tilfinning.“ Kraftmikil María segist alltaf hafa verið dálítið á undan sér en hún lærði að ganga níu mánaða gömul. Sveitasæla María bjó í kofa við hestabúgarð í Kaliforníu en það tók hana aðeins hálftíma að keyra inn í borgina til að fara í prufur fyrir kvikmyndir. »Leikhúsið ætti að vera staður þarsem fólk kemur og speglar sig, upp- götvar eitthvað um sjálft sig eða heiminn. MARÍA ELLINGSEN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.