Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 34
menning 34 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ S víinn Max Dager tók við sem forstjóri Norræna hússins í janúar síðast- liðnum. Þau skipti hafa ekki farið ýkja hátt ennþá en brátt líður að því að landsmenn verði áþreifanlega varir við nýjar áherslur í rekstri hússins. Norræna húsið var reist árið 1968 og verður því 40 ára á næsta ári. Það var mikil lyftistöng í mannlíf og menningarlíf borgarinnar í fyrstu en síðustu áratugi hefur það kannski einkum haft á sér yfirbragð hins fróma og friðsæla, jafnvel tíðindalitla norræna samfélags. Það yfirbragð gæti að nokkru leyti breyst á næstu misserum. Bakgrunnur Max Dagers er fjarri því að vera dæmigerður fyrir for- stjóra Norræna hússins. Hann var í hópi ungra fullhuga í Svíþjóð sem á sínum tíma stofnsettu fjöllistaleik- húsið Cirkus Cirkör sem hér hefur meðal annars komið með sýningar. Sú litla stofnun er nú orðin að miklu fjölþjóðlegu fyrirtæki. Dager sjálfur er stór og kraftmikill maður í við- kynningu, liggur mikið á hjarta og víkur sér fljótt úr einu í annað. Við- talið leiðist raunar brátt úr sænsku yfir í ensku. Á einhvern hátt virðist það henta umræðuefninu betur. En kannski er það misskilningur. Húsið lagi sig að breyttum tíma „Ég kem vissulega úr öðru um- hverfi en fyrri forstjórar,“ segir Da- ger. „Ég lagði líka áherslu á það er ég sótti um starfið að ef Norræna ráð- herraráðið réði mig yrði fólk að gera sér ljóst að því fylgdu breytingar. Því fólki virtist bara líka það vel og það virtist um leið skilja mikilvægi þess að gera slíkar breytingar. Ég hef unnið út um allan heim, einkum við ýmiss konar sviðs- uppfærslur. Ég var fyrst í hópnum sem kom á fót Cirkus Cirkör. Hann hefur farið um allan heim og komið á fót útibúum í t.d. Suður-Afríku og annað er í bígerð í Kína. Ég var líka ráðinn af menningarráðuneyti Víet- nams til að kynna víetnamska menn- ingu erlendis. Hér á Íslandi hef ég síðan farið fyrir menningarverkefn- inu Gardarsholm á Húsavík.“ Dager er kvæntur íslenskri konu, Guðrúnu Garðarsdóttur, skrif- stofustjóra í Þjóðmenningarhúsinu. Hann hefur komið hér oft síðan árið 1981. „Á þeim árum lagði ég alltaf leið mína fyrst af öllu í Norræna húsið,“ segir Dager. „Þá komu allir rithöf- undar og listamenn hingað; á kaffi- stofunni var stöðugt verið að kynna mig fyrir hinum og þessum andans manni. Þetta er ekki svo lengur og þar er ekki við Norræna húsið að sak- ast, framboðið er bara orðið svo miklu meira af viðlíka stöðum. Það hafa orð- ið stórkostlegar framfarir hér á því sviði og öðrum. Þetta hús verður þá að laga sig að hinum nýju lifn- aðarháttum landsmanna. Og það er það sem ég ætla að reyna.“ Iðandi líf Dager vill slá nýjan tón í starfsemi Norræna hússins. „Ég held að sýn mín á menningarstarfsemi sé svolítið önnur en forvera minna. Ég lít á hana sem bissness eins og annan bissness. Það verður að reka hana eins og fyr- irtæki og afla tekna fyrir hana, því tekjunum fylgir svigrúm fyrir fram- tíðina. Norræna húsið hefur hingað til fengið fast rekstrarframlag frá Norrænu ráðherranefndinni. En til dæmis laun hafa verið að hækka jafnt og þétt og þannig hefur svigrúm til starfseminnar sjálfrar minnkað. For- verar mínir hafa reynt að leggja fé til hliðar til hennar. En ég segi að við getum ekki sparað meira, nú verðum við að auka tekjurnar. Svo ég er að leita nýrra leiða, m.a. til að fá nýja gesti í húsið. Ég hef til dæmis unnið nýtt skipu- rit fyrir húsið með virtri sænskri arkitektastofu. Þar er grunn- forsendan sú að Ísland sé í miðju heimsins og þetta hús í miðju Reykja- víkur. Jú, auðvitað má segja að allir staðir í heiminum séu í miðju heims- ins þannig séð … en við gáfum okkur sem sagt þennan útgangspunkt. Og því fylgir að líta á húsið sem fjölþjóð- legan fundar- og ráðstefnustað.“ – Þú vilt að þetta verði allt annars konar hús en verið hefur? „Já. Þetta er viss eðlisbreyting á starfseminni.Til dæmis hafa mynd- listarsýningar verið tíðar hér niðri í kjallara. Ég tel að slík starfsemi eigi fremur að fara fram í þeim fjölmörgu listasöfnum sem hér eru risin. Ef við verðum með myndlistarsýningar vil ég að áhersla sé fremur lögð á að nota það sem Norræna húsið hefur um- fram önnur listasöfn hér og það er svæðið utanhúss. Í kjallaranum verða sýningar en einnig vinnustofur þar sem fólk getur gert kvikmyndir og þar verður lögð sérstök áhersla á æskuna. Í bókasafninu verður einnig það sem kallað er demótek, sem þýðir að fólk getur komið hér með eigin af- urðir, til dæmis rokktónlist á geisla- diski, og gefið öðrum kost á að fá þær að láni. Eða kvikmyndir. Þarna er byggt á fyrirmynd úr Kulturhuset í Stokkhólmi. Að auki stendur til að koma hér upp útbúnaði fyrir fullkomnar staf- rænar kvikmyndasýningar. Þá væri kvikmyndum hlaðið niður til að sýna hér og einnig má sýna hér atburði eins og t.a.m. óperuuppfærslur frá Metropolitan-óperunni í New York; við getum þá séð Pavarotti á sviði í hæstu gæðum og á breiðtjaldi. En einnig má nýta þessa tækni við ráð- stefnur. Til dæmis tökum við þátt í næstu Bókmenntahátíð í Reykjavík. Í því samhengi má nefna að mikið hef- ur verið reynt að fá mann eins og Salman Rushdie til að koma hingað. Slíkt er hins vegar miklum ann- mörkum háð vegna öryggismála. En með hinni nýju tækni er ekkert því til fyrirstöðu að hann geti verið í beinu sambandi hingað um gervihnött og tekið þátt í slíkri hátíð með þeim hætti. Möguleikarnir eru óþrjótandi.“ Dager kveðst í raun vilja skipta starfsárinu upp í þemu. „Í haust verð- ur hér til dæmis dagskrá sem tengist 100 ára afmæli Landgræðslunnar. Einnig verður hér sýning um íslenska iðnhönnun, sem er mjög vaxandi at- vinnuvegur hér og gleymist oft í stjórnmálaumræðu um framtíð landsins. Einnig verður dagskrá um sérstöðu kristni á Íslandi og tengsl við önnur trúarbrögð. Og þannig mætti áfram telja. Annars vil ég ekki einskorða áherslur í húsinu við Norðurlöndin; ég kýs fremur að tala um norðurhvel jarðar og innifela þá lönd eins og Kanada og Japan. Þarna er Rússland kannski undanskilið enn um sinn. En á þessum hluta jarðarinnar er vissu- lega komin á tiltekin velferð, viss lífs- gæði og um leið aukin vitund um um- hverfismál. Við höfum því talsvert að selja, nú eða gefa heiminum. En ég vil að sú miðlun fari í gegnum hið nor- ræna samhengi, norræn tungumál og menningu út til heimsins. Og ég vona að þetta geti orðið sterkur valkostur við hin valdamiklu framleiðslufyr- irtæki í menningariðnaðinum.“ – Hvers konar upplifun viltu þá að það verði fyrir fólk að koma í Nor- ræna húsið? „Það veltur raunar alfarið á þeim sem hér koma. Því hér mun innihald starfsins byggjast á gagnkvæmum samskiptum þeirra sem standa fyrir uppákomum og hinna sem mæta. Auðvitað verður hér eitthvað um „hefðbundna“ menningarviðburði, tónlistarflutning, leiklist og myndlist. En hér á líka margt að vera ögrandi. Það get ég lagt til og húsið líka, og síðan er það fólksins sem kemur að velja eða hafna. En það sem skiptir hér mestu er húsið sjálft og það sem í því er. Því þetta er einstakt hús.“ Perla sem þrengt er að Verið er að undirbúa breytingar á innviðum hússins í náinni samvinnu við Alvar Aalto-akademíuna í Finn- landi. Þar er auðvitað gengið fram af nærfærni við höfundarverk Aaltos en fyrst og fremst leitast við að liðka fyr- ir nýtingarmöguleikum hússins. Til dæmis stendur til að opna anddyri þess, minnka fatahengi en koma upp móttökuskenk. Einnig verði lagðir stigar ofan í kjallara bæði vestan- og austanmegin í húsinu sem skapi gegnumstreymi umferðar um húsið. Loks verða gerðar endurbætur á kaffiteríunni og þar verður lögð áhersla á norrænan mat. „Pítsurnar hverfa,“ segir Dager og brosir við. „Til að leysa vandann við smæð hússins verður í haust farin áþekk leið og við Serpentine Gallery í Hyde Park í London og reistur 700 fer- metra glerskáli vestan við húsið sem standa mun meðan sérstök menning- arhátíð stendur yfir í húsinu. Þar verða fjölbreyttar uppákomur, mark- aður og fleira. Markmið mitt er tvíþætt. Fyrir ut- an breytingar á starfseminni þá vil ég að Íslendingar séu afar stoltir af þessu húsi í sjálfu sér. Enda er þetta hús hvað arkitektúr varðar áhuga- verðasta bygging á Íslandi. Hingað koma hópar arkitekta frá New York, Japan og París bara til að skoða hús- ið. Hér er líka allt innanstokks verk Sirkusstjórinn í Vatns Perlan í Vatnsmýrinni Max Dager, forstjóri Norræna hússins: „Eftir fáein ár mun hver einasti ferðamaður sem kemur til Reykjavíkur vilja láta taka mynd af sér fyrir utan Norræna húsið, rétt eins og ferðamenn til Parísar fá mynd af sér við Eiffelturninn.“ Max Dager er nýr for- stjóri Norræna hússins. Hann ætlar að umbylta bæði starfsemi og ásýnd hússins. Hallgrímur Helgi Helgason ræddi við Dager. Morgunblaðið/Kristinn » Ég vil fyrir alla muni eiga gott samstarf við Háskóla Íslands en við hliðina á þessu húsi mun Norræna húsið nánast verða eins og bílskúr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.