Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 41
sem kvelst getur hvenær sem er leitað á náðir tómlætis. Þegar ég var fangi í stríðinu var það mjög freistandi. Þá þráir maður ekkert, saknar einskis og er ekki umhugað um nokkurn hlut. Þjáningin hverf- ur líka. Þess vegna er þjáningin af hinu góða. Á meðan maður finnur til er maður lifandi og getur von- að,“ segir Moltmann. Vonin er lykilþáttur í trúfræði hans. „Guðfræði vonarinnar varð mér hugleikin snemma á 7. ára- tugnum. Þetta voru miklir ólgu- tímar í Evrópu og Norður- Ameríku og mörkuðu að mörgu leyti nýtt upphaf. Barátta Martins Luther King fyrir mannréttindum í Bandaríkjunum, stríðið í Víet- nam, mótmæli stúdenta, vorið í Prag og breytingar á stofnunum Vatíkansins voru tímanna tákn. Við vildum líka breyta gangi mála í Þýskalandi, taka áhættur og auka lýðræði. Umfram allt vildi ég vinna bug á tómlæti og deyfð,“ segir Moltmann. „Auk þess fannst mér vonin hafa orðið útundan í hugmynda- fræði kirkjunnar. Á miðöldum var mikið lagt upp úr kærleika og á tímum siðbótarinnar var höfuð- áhersla á trú, en hvað varð um vonina?“ Áhrifavaldur Bók sem Moltmann skrifaði um guðfræði vonarinnar var bönnuð í Austur-Þýsklandi og hann var settur á svartan lista. „Mér var bannað að fara yfir landamærin og það mátti ekki birta nafnið mitt í dagblöðum þar. Engu að síður átti annar hver prestur í Austur- Þýskalandi bókina. Þegar múrinn féll fannst gagnrýni um bókina í skjölum leynilögreglunnar. Höf- undur hennar taldi bókina líklega til þess að hleypa uppreisnaranda í trúaða Austur-Þjóðverja og því of hættulega til að koma fyrir sjónir almennings. Honum fannst hún samt góð,“ segir hann og hlær. Hugmyndir hans hafa í gegnum tíðina notið sérstakrar hylli hjá kúguðum hópum á jaðri sam- félagsins. Þær höfðu m.a. mikil áhrif á trúarleiðtoga minni- hlutahópa í Suður-Kóreu og Bandaríkjunum, sérstaklega hjá svörtum söfnuðum. Þá sóttu hug- myndafræðingar frelsunarguð- fræðinnar, sem naut mikillar hylli í Suður-Ameríku, ýmislegt í smiðju Moltmanns. Amma kvennaguðfræðinnar Eiginkona Moltmanns heitir El- isabeth Moltmann-Wendel og hún er líka þekktur guðfræðingur. „Ég er giftur kvennaguðfræð- inni,“ segir Moltmann. „Konan mín er gjarnan kölluð amma þýskrar kvennaguðfræði. Á henni fékk hún áhuga eftir ferðalag okk- ar um Bandaríkin, snemma á 8. áratugnum. Þar sótti hún ráð- stefnur um aðferðir til að berjast gegn feðraveldinu og sporna við mismunun kynjanna. Hún varð upptendruð og fór að skoða hlut- skipti kvenna í Biblíunni og krist- inni trúarhefð.“ Moltmann segir ýmislegt athygl- isvert koma upp úr dúrnum þegar það er gert. „Í krisnifræðikennslu er t.d. alltaf sagt að lærisveinarnir hafi allir farið þegar Jesús var krossfestur. Þetta er ekki rétt. Konurnar urðu eftir og fylgdust með úr fjarska. Auk þess vita fáir að kirkjufeð- ur til forna, t.d. í Sýrlandi, töluðu um heilagan anda í kvenkyni. Það er mikilvægt að rannsaka hlutverk kvenna í sögu kristinnar trúar. T.d. voru konur á borð við Hildegaard von Bingen miklir áhrifavaldar innan kirkjunnar. Að mínu viti var feðraveldið til staðar áður en kristin trú kom til sögunnar. Það er enn við lýði og hefur sannarlega áhrif innan trúarbragðanna, en ég held ekki að kristin trú sé karllæg í eðli sínu. Í augum Guðs er enginn munur á konum og körlum.“ Hjónin vinna mikið saman. „Konan mín kemur auga á ým- islegt sem fer fram hjá mér og við ræðum trúmál mikið. Ég held að það sé mikilvægt fyrir kvenna- guðfræðinga að ræða við aðra, hefðbundna guðfræðinga svo að guðfræðileg hugsun verði tekin til endurskoðunar. Ég hef lært margt af konunni minni,“ segir Moltmann og glottir. „Venjulega segja þýskir prófess- orar að hlutirnir séu svona eða hinseginn en í samræðum við kon- una mína lærði ég að bæta því við að hlutirnir væru að mínu mati svona. Það má ekki gleyma því að allar hugmyndir eru huglægar, og að saman sjáum við meira en við gerum ein.“ Græn guðfræði „Helsta breytingin sem orðið hefur á hugmyndafræði minni í gegnum tíðina er síaukin áhersla á náttúruvernd,“ segir Moltmann. Snemma á 8. áratugnum sendi Rómarklúbburinn frá sér ritið Takmörk vaxtar. Þar var spáð fyr- ir um afleiðingar fólksfjölgunar og áætlað hvenær takmarkaðar auð- lindir yrðu uppurnar. „Bókin hristi rækilega upp í mér,“ viðurkennir Moltmann. „Núna virðist margt af því sem þar var spáð vera að ræt- ast. Enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Hugsanlega eyðileggj- um við of stóran hluta náttúrunnar með iðnaði og mengun. Þá þurrk- ast mannkynið út. Sem betur fer vitum við það ekki. Það er gott að við getum ekki séð fram í tímann því þá getum við haldið í vonina að okkur takist að breyta gangi mála. Okkur ber skylda til þess að vernda Jörðina og viðhalda mann- kyninu,“ útskýrir hann. Þróun í trúmálum Moltmann telur heiminn vera að breytast. „Ólíkir hópar fólks búa þétt saman, innan hvers ríkis er fjölbreytni í trúmálum meiri en áður og ýmsar undarlegar trúar- stefnur eru áberandi. Erfitt er þó að segja til um hver staða trúmála er á heimsvísu því þróunin er mjög mismunandi eftir heims- hlutum. Þó er ljóst að árásargirni og heift geta þrifist vel undir yf- irvarpi trúar, og að slíkt ber að varast. Mikið er rætt um íslamska öfga- hópa og hryðjuverkamenn í því samhengi, enda torvelda sjálfs- morðsárásir og dauðadýrkun mönnum að halda friðinn. Á hinn bóginn hefur trú Bush Bandaríkjaforseta líka verið áber- andi. Í mínum huga er hægri- sinnaða, íhaldssama bókstafs- kristnin sem margir Bandaríkja- menn aðhyllast ekki mjög kristileg. Fylgismenn hennar líta ekki til fjallræðunnar heldur eru þeir helteknir af Opinberunarbók- inni, brotthrifningunni og heims- enda. Þeir trúa því að aðeins sanntrúaðir fái himnadvöl og aðrir verði dæmdir til vítisvistar. Þetta viðhorf á sér rætur í bandarískri sögu þar sem fólk hefur alla tíð verið dregið í dilka og annað hvort talið til vina eða fjandmanna,“ tel- ur Moltmann. „Þá hefur ný bylgja trúleysis, með menntafólk í fylkingarbrjósti, borist frá engilsaxnesku lönd- unum. Röksemdir þeirra finnst mér þó ekki mjög sannfærandi þar sem þekking þeirra á trúar- brögðum er í mörgum tilfellum takmörkuð.“ „Ég er gamall Evrópubúi og tel brýnt að trúarbrögð séu litin gagnrýnum augum. Ég hef orð guðfræðingsins Dietrichs Bonhoef- fer í hávegum: „Jesús færði okkur ekki nýja trú, heldur nýtt líf.“ Mér er mjög annt um þetta líf, hvað sem trúarlegri ástundun líður. Þegar allt kemur til alls, hvað er þá trú? Er það tilfinning? Eða iðk- un? Skilgreiningarnar eru svo margar, en þegar upp er staðið eru ást og virðing fyrir lífinu það eina sem gildir.“ Í HNOTSKURN »Moltmann og eiginkonahans eru bæði þekktir guð- fræðingar. »Hugmyndir hans höfðuvíða mikil áhrif á rétt- indabaráttu minnihlutahópa. »Hann las nýja testmentiðfyrst í fangabúðum banda- manna því þar var fátt annað við að vera. »Sum afbrigði kristinnartrúar finnst honum ekki mjög kristileg. »Hann leggur áherslu ánáttúruvernd í kenningum sínum. oddnyh@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 41 Borgarholtsskóli Innritun nemenda úr grunnskóla á haustönn 2007 stendur yfir og lýkur 11. júní                 Félagsfræðabraut Margmiðlunarhönnun Málabraut grafísk áhersla Náttúrufræðibraut Margmiðlunarhönnun fjölmiðlatækni      Grunndeild bíliðna Félagsliðabraut Fyrrihlutanám í málmiðnum Verslunarbraut     er einnig í boði fyrir þá nemendur sem ekki standast inntökuskilyrði á aðrar námsbrautir.        !!" #  " !!$!% &   '  &      Nánari upplýsingar um einstakar námsbrautir eru á heimasíðu. Borgarholtsskóli, v/Mosaveg, 112 Reykjavík. Sími 535 1700. Bréfasími 535 170. Sjá nánar á heimasíðu: www.bhs.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.