Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 65 TILLÖGUR Hafró að veiði- kvóta fyrir næsta ár fylgir sú nýj- asta í langri röð af svörtum skýrslum um ástand þorskstofns- ins. Af viðbrögðum að dæma velk- ist enginn í vafa um það lengur að núverandi veiðistjórnunarkerfi hafi brugðist í því sem var meg- intilgangur í upphafi, að byggja þorskstofn- inn upp í endurnýj- anlega auðlind. Orsökin er nokkuð ljós Grunnur kvótakerf- isins er útreikningur á veiðistofni og veiðar á fjórðungi hans í tonnum talið án þess að binda þær við veiðarfæri og svæði, þetta gengur bersýni- lega ekki upp, en við Íslendingar erum ekki einir um þá reynslu að tapa þorskinum. Norð- ursjórinn, Kanada og Nýja- Sjáland hafa gengið sömu leið. Líklegasta orsökin er, að stóri þorskurinn er einfaldlega drepinn áður en hann nær hrygning- araldri, þetta hefur orsakað erfða- fræðilega breytingu á stofninum. Áður varð íslenski þorskurinn kynþroska aðallega 8 ára gamall, en núna 4-5 ára og stækkar minna úr því. Þessi þróun er búin að vera 40-50 ár á leiðinni og engar líkur eru á að styttri tíma en 40- 50 ár taki að byggja stofninn upp aftur, e.t.v. allt að 100 ár. Í dag erum við að veiða mun minna magn en áður í tonnum, en vegna þess að fiskarnir eru minni, þá getur verið að við séum að drepa svipaðan fjölda og við höfum alltaf gert. En af hverju er haldið í kerfið? Kvótaeigendur og samtök þeirra eru afar vel skipulagður hópur með miklu meiri pólitísk ítök í öll- um flokkum en fjöldi þeirra segir til um. Það kostaði gífurleg átök að koma á kerfinu á sínum tíma, en ástæðan fyrir að útgerðarmenn samþykktu það er væntanlega sú staða sem komin er upp í dag. Þeir sáu einfaldlega lengra en við hinir. Þeir sáu, að með kerfinu fengu þeir óafturkræfa og óaf- skrifanlega skattfrjálsa eign upp á 400.000 milljarða sem þeir gátu verslað með og leigt sín á milli. Það er leigan fyrst og fremst sem gefur þeim varanlegar tekjur. Dæmi eru um að lítil sjávarþorp með nokkur hundruð íbúa, og þar af um 50 manns vinnandi í fiski, hafi borgað um 200 milljónir á ári í kvótaleigu. Þar munar mest um neyslufiskinn, hann sem var áður matur fátæka mannsins kostar nú 1.000-1.200 kr/kg fyrir flökin, þar af fara um 500 kr. í vasa kvótaeig- andans fyrir leiguna. Þannig fylgir kvótaeigninni réttur til að skatt- leggja markaðinn fyrir neyslufisk um 2-3 milljarða á ári. Því halda eigendur í kerfið. Það mun kosta gífurleg pólitísk átök að afnema kvótakerfið til að koma öðru og virkara fiskverndarkerfi á. Miklar líkur eru á að Hafrannsóknastofn- un treysti sér ekki í slík átök og það sé hin raunverulega orsök fyr- ir því að engar breytingar eru lagðar til þrátt fyrir að enginn ár- angur hefur orðið af kvótakerfinu í uppbyggingu þorskstofnsins. En hvað er til ráða Þegar hugleitt er hvaða ráð eru til að koma á virku uppbygging- arkerfi, þá verður fyrst sú stað- reynd á vegi, að möguleikarnir eru ekki mjög margir. Dr. Jónas Bjarnason hefur bent á að íslenski þorskstofninn væri orðinn erfða- breyttur og kanadískir vís- indamenn virðast sammála. Aflamarks- kerfi virkar ekki eitt sér móti þessu, sú staðreynd liggur fyr- ir, en samt sem áður er ekki ástæða til að afnema aflamarkið. Frekar þarf að bæta einhverju við, en hverju? Möguleik- arnir til þess eru mjög takmarkaðir, í raun og veru er ekki annað að gera en tak- marka veiðiaðferðir og hlífa viðkvæmum veiðistöðum. Færeyjar eru oft nefndar í þessu sambandi og þeirra dagakerfi. Yf- irmaður fiskirannsókna þar, segir að 75-85% af þorski og ýsu veiðist með krókum, er þetta leið? Takmörkun á togveiðum Með tilliti til þess að meiri part- ur aflans er frá togurum þá er í raun ekkert annað að gera en draga úr togveiðum og leyfa meiri krókaveiðar í trausti þess, að of- veiði sé ekki möguleg með krók- um. Frá togveiðum yfir í króka er það eina sem hægt er að gera, net eða dragnót þýðir ekki, og þá er krókurinn einn eftir. Annar mögu- leiki er ekki fyrir hendi. Í þessu liggur ákveðin hagræðing, engu þarf að bæta við bátaflotann, bara leyfa honum að sækja sjóinn, sá bátafloti sem til er getur auðveld- lega veitt þessi 130.000 tonn af þorski sem verið er að leggja til. Að auki fylgdi þessu gífurleg framför í byggðamálum, sjáv- arþorp landsins byggðust upp í kringum bátaútgerðina, útgerð á miklu minni og ófullkomnari bát- um en eru á stöðunum í dag. Þess- ar sjávarbyggðir ganga í end- urnýjun lífdaga ef þessi breyting verður gerð. Hvað ef ekki? Ef ekkert verður gert munu erfðafræðilegar breytingar halda áfram og þegar nægilega mikill hluti aflans er orðin undirmáls- fiskur, sem aðeins selst á lágu verði, mun útgerð hætta að borga sig. Þetta var það sem skeði í Kanada, þegar útgerðarmenn þar sáu fram á ekkert nema tap, létu þeir einfaldlega þorskveiðibannið yfir sig ganga. Hér á landi yrði sambærileg þróun mikið lengri og kvalafyllri, útgerðarmenn munu ekki fallast á neina breytingu meðan varanlegur kvóti selst fyrir 2.000 kr/kg og hækkar í verði í takt við það sem þorskum fækkar í hafinu. Hér er gífurlegur póli- tískur vandi á ferðinni, einfaldlega stærsti umhverfisvandi Íslendinga, fyrirsjáanlegt hrun þorskstofnsins. Kvótakerfið virkar ekki Jónas Elíasson um þorskstofn- inn og erfðafræðilegar breytingar hans. » Færa verður þorsk-veiðar frá togveiðum í krókaveiðar, aðrir kostir eru ekki fyrir hendi. Jónas Elíasson Höfundur er prófessor við HÍ. FASTEIGNASALA HÁTÚNI 6a SÍMI 512 1212 FAX 512 1213 Bragi Björnsson lögmaður og löggiltur fasteignasali ÁSVALLAGATA - NÝUPPGERÐ Foss fasteignasala, Hátúni 6a, sími 512 12 12, fax 512 12 13, netfang foss@foss.is Stórglæsileg 92,4 fm 4ra herbergja íbúð á annarri hæð í vel staðsettu þrí- býli við Ásvallagötu. Íbúðin er í skemmtilegum gömlum stíl, hátt til lofts með upphaflegum skrautlistum og fullningahurðum og rósettum. Íbúðin er öll endurnýjuð á þessu ári. Verð 33,9 millj. REYNIMELUR - 3JA HERB HÆÐ Björt og glæsileg mikið endurnýjuð, 3ja herbergja, 75,4 fm íbúð á mið- hæð í fallegu þríbýlishúsi á eftirsóttum stað í Vesturbænum. Stofa og eldhús eru samliggjandi. Rúmgóð stofa. Tvö parketlögð svefnherbergi. Baðherbergi nýlega standsett. Parket og flísar á gólfum. Verð 26,9 millj. OPIÐ HÚS SKÓLASTRÆTI - NEÐRI SÉRHÆÐ Skólastræti 5, 101 Reykjavík, neðri hæð. Opið hús í dag, sunnudag, frá kl 14-15. Einstaklega “sjarmerandi” neðri sérhæð í fallegu tvíbýlishús byggðu 1850 við Skólastræti í hjarta miðbæjarins. Hæðin er 115 fm. Tvær samliggjand bjartar stofur. Eldhús og borðstofa í alrými. Þrjú svefn- herbergi. Á öllum gólfum eru falleg gólfborð. Sérbílastæði. Verð 36,9 millj. Seljendur taka vel á móti væntanlegum kaupendum í dag frá kl 14-15. KJARTANSGATA - MIÐHÆÐ Björt og rúmgóð 4ra herbergja hæð á afar eftisóttum stað í Norðurmýr- inni í Reykjavík. Eignin er alls 143 fm (þar af 26 fm bílskúr). Eigin er alls 143 fm (þar af 26,9 fm bílskúr). Húsið er í góðu ásigkomulagi. Búið er m.a. að endurnýja garð, endur- nýja ofnalagnir í íbúðinni, búið er að endurnýja skólp og drenlagnir. Ný- leg gólfefni á íbúð. Tvennar svalir. Verð 37,8 millj. LANGHOLTSVEGUR - RAÐHÚS Gott raðhús á þremur hæðum við Langholtsveg í Reykjavík. Húsið er alls 216,1 fm. Stofa, eldhús og borðstofa í alrými. Eldhús með ný- legri innréttingu. Sólstofa og falleg- ur garður. Fjögur svefnherbergi. Stórar svalir. Góður 20 fm bílskúr fylgir eigninni. Í kjallara er rúmgott þvottahús, geymsla og bílskúr. Nýtt rafmagn í húsi. Hús er í góðu ásig- komulagi. Verð 44,9 millj. ÞORLÁKSGEISLI - 4RA HERBERGJA MEÐ BÍLSKÚR Björt og falleg 111,4 fm 4ra her- bergja íbúð á 2. hæð með sérinn- gang af svölum í litlu fjölbýli í Grafarholtinu. 27,7 fm bílskúr fylgir eigninni. Stofa, borðstofa og eldhús eru í alrými, fallegt parket á gólfum. Eldhús er með fallegri innréttingu og vönduðum tækjum. Þrjú rúmgóð svefnherbergi eru í íbúðinni. Bað- herbergi er flísalagt hólf í gólf. Verð 34,5 millj. • Verlaunaskipulag Ný byggð í Urriðaholti í Garðabæ hefur fengið verðlaun fyrir framúrskarandi skipulag frá hinu virta arkitekta- og skipulags- fræðingafélagi, Boston Society of Architects. • Frábær staðsetning - notaleg byggð við vatn Lóðirnar eru einstaklega vel staðsettar í Urriðaholtinu í Garðabæ. Landinu hallar til suðvesturs og er einstaklega skjólsælt og sólríkt. Urriðavatn gefur hverfinu einstakan svip. • Eftirsóttar lóðir Það er staðreynd að lóðir sem liggja að vatni eða sjó hafa verið gríðarlega eftirsóttar. Tryggðu þér lóð á einu besta byggingarsvæði landsins í dag. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali URRIÐAHOLT Byggingarlóðir á besta stað í Garðabæ Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.