Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 78
78 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Kalvin & Hobbes ER ÞETTA SKILTI? JÁ, ÉG ÆTLA AÐ NEFNA LÆKINN Í SKÓGINUM EFTIR MÉR EF MAÐUR ER FYRSTUR TIL AÐ FINNA EITTHVAÐ ÞÁ MÁ MAÐUR NEFNA ÞAÐ OG SETJA UPP SKILTI EN EF ÞÚ VARST EKKI FYRSTUR TIL AÐ FINNA LÆKINN? EN ÉG VAR FYRSTUR! ÞAÐ ERU ENGIN ÖNNUR SKILTI VIÐ LÆKINN HOB- BES Kalvin & Hobbes MAMMA, MEGUM VIÐ HOBBES FARA ÚT AÐ LEIKA Í RIGNINGUNNI? NEI! HVÍ EKKI? ÞVÍ ÞIÐ VERÐIÐ BLAUTIR OG HVAÐ ER AÐ ÞVÍ? ÞIÐ GÆTUÐ FENGIÐ LUNGNABÓLGU, LENT Á SPÍTALA OG DÁIÐ ÉG VAR BÚINN AÐ GLEYMA ÞVÍ HVAÐ MAMMA ER SVART- SÝN ÉG VISSI EKKI AÐ SMÁ SKÚRIR GÆTU VERIÐ SVONA HÆTTULEGAR Kalvin & Hobbes HOBBES, VILTU KOMA AÐ SPELUNKA MEÐ MÉR FINNDU ÞÉR BARA STEIN OG ÉG SKAL SÝNA ÞÉR ÞAÐ HVAÐ Í HEIMINUM ER SPELUNK? Litli Svalur © DUPUIS MÉR SÝNIST EINHVER HAFA FRAMIÐ SKEMMDARVERK Á FALLHLÍFINNI ÞINNI dagbók|velvakandi Fimm ættliðir mæðgna Fimm ættliðir mæðgna hittust í fyrsta sinn í Kragerø í SA-Noregi í lok maí sl. 91 ár skilur að elsta og yngsta fjölskyldumeðliminn. Kon- urnar eru allar elstu börn innan hverrar fjölskyldu. Frá vinstri: Kari Karólína Eiríksdóttir (áður Kari Lund-Hansen), f. 14. mars 1935 í Kragerø, Eva Katrín Sigurðardóttir, f. 25. júlí 1985 í Reykjavík, Miriam Lund-Hansen, f. 21. mars 1916 í Kragerø heldur á Karólínu Kol- brúnu Kristjánsdóttur, f. 2. mars 2007 í Reykjavík og Edda Dagmar Sigurðardóttir, f. 11. desember 1958 í Reykjavík. Miriam Lund-Hansen er með elstu núlifandi íbúum í Kra- gerø en bærinn er oft nefndur „Sum- arbærinn“ meðal Norðmanna og er um 250 km suður af Ósló. Dóttir hennar, Karí Karólína og langamma litlu Karólínu, er fædd í Kragerø en fluttist búferlum til Íslands 1957 og gerðist síðar íslenskur ríkisborgari. Að skjóta máva Ég þakka Sigrúnu Reynisdóttur fyr- ir skrif sín í Velvakanda hinn 3. júní. Hverjum dettur í hug að láta byssu- menn skjóta fugla í miðbænum? Við Reykjavíkurtjörn er fjölskyldufólk að njóta útiveru og návistar við fuglana. Hvaða fyrirmynd er þetta að fyrir augun barnanna er verið að drepa dýr? Hvers eiga mávarnir að gjalda? Þeir skilja ekki að þeir eru ekki boðnir í veislu þegar brauð er gefið. Auðvitað væri best að fólkið hætti brauðgjöfum á sumrin, þá er nóg til af fæði fyrir flesta fugla. En þetta er kannski erfitt að fram- kvæma því börnunum finnst svo gaman að vera góð við dýrin. Þetta er einmitt mikilvægur punktur – að rækta þessa væntumþykju fyrir öllu sem flögrar, skríður, syndir og hleypur. Það er allt of mikil grimmd á jörðinni okkar. Ef Gísla Marteini Baldurssyni og umhverfisnefnd borgarinnar dettur ekkert gagn- legra í hug en að skjóta fugla fyrir framan augu barnanna við Tjörnina ættu þau kannski að snúa sér að ein- hverju öðru en umhverfismálum. Ég ætla einnig að benda á að sú aðferð að eitra fyrir fuglana er afar ógeð- felld og hættuleg öðrum dýrum. Einasta leiðin til að fækka máv- unum á mannúðlegan og snyrtilegan hátt er að fara á varpstöðvar og gera eggin ónýt. Svo verðum við mann- fólkið að taka okkur sjálf í gegn og hætta öllum sóðaskap sem skapar mávunum svo góða afkomu að þeim fjölgar um of. Úrsúla Jünemann. Umferðarmál í ólagi Ég er íbúi í Kópavogi, nánar tiltekið á Smáratorgi. Takmörk eru fyrir því hvað hægt er að bjóða upp á hér í umferðarmálum. Ég átti viðtal við ráðamann fyrir nokkru og hann tjáði mér að nú lægi fyrir breikkun á Dal- vegi auk breikkunar á línu sem ligg- ur til Smáralindar. Nú er 20 hæða turninn að bætast við en þrátt fyrir það hefur ekkert hefur gerst í þess- um fyrirætlunum um nokkurra mán- aða skeið. Nýlega var byrjað að grafa fyrir nýjum grunni undir 15 hæða mannvirki við Smáralind. Það er mikið í ólagi hér, það fer ekki framhjá neinum, og svo í ofanálag flýtur saur íbúanna um jarðir í landi Lundar. Hann hefði ekki viljað vita þetta hann Geir heitinn bóndi. Ég spyr því: Hvað hafa ráðamenn Kópa- vogs að gera þessa dagana? Ein fokreið. Taska fannst í Laugardal Svört og rauð íþróttataska með kvensandölum í fannst í Laugardal. Upplýsingar í síma 861-2962. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Benidorm 14. eða 21. júní í 2 vikur frá kr. 39.990 Síðustu sætin Verð kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/stúdíó/íbúð í 14 nætur. Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn. Verð kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í 14 nætur. Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn. Munið Mastercard ferðaávísunina Nú bjóðum við frábært tilboð til Benidorm 14. og 21. júní í 2 vikur. Njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað. Þú bókar og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.