Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 82

Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 82
Svo hugsaði ég: hommi, lagasmiður, dópisti og þá vissi ég hvert ég ætti að leita … 84 » reykjavíkreykjavík Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is S töllurnar í amiinu hafa verið á ferð og flugi árum saman, ýmist við að hita upp fyrir Sigur Rós, að aðstoða sveitina við upptökur eða spila með henni á tónleikum. Meðfram þessu hefur amiina síðan verið að koma saman sóló- efni smám saman, taka upp lög á plötu og undir- búa útgáfu hennar. Í vor hófst svo nýr kafli í sögu amiinu, því þá fór hún í tónleikaferðir í eig- in nafni til Bandaríkjanna og Bretlands. Frek- ari spilamennska er framundan á árinu – allt gert til að kynna nýja plötu, fyrstu breiðskífuna, Kurr, sem kemur út á morgun. Lengi á leiðinni Eins og getið er kemur platan út á morgun hér á landi, en 18. júní í Evrópu og um heim all- an reyndar, meira og minna, en þó 19. í Banda- ríkjunum. Segja má að platan hafi verið býsna lengi á leiðinni og þær stöllur María Huld Markan og Sólrún Sumarliðadóttir rifja upp að þær hafi lokið við að mixa plötuna í ágúst í fyrra. „Svo það hefur ekkert gerst síðan það kom smáskífa 1. des 2004,“ segir Sólrún og dæs- ir og María heldur áfram: „Við vorum orðnar leiðar á að segja að platan færi að koma bráð- um, það fór bara svo mikill tími í samninga og annan bisness, við urðum bara að bíða.“ Þær biðu þó ekki lengur en þörf krafði, því þegar þær héldu í tónleikaferð um Bandaríkin fyrr í vor lét þær framleiða nokkuð af diskum til að hafa í farteskinu, enda segja þær ómögulegt að hafa ekki eitthvað til að selja á tónleikum. Allir eru eins Á undanförnum árum hafa þær amiinu- stöllur farið um heim allan með Sigur Rós og fengið mikla reynslu, komist að því að fólk er eins allstaðar í heiminum þó umhverfi þess sé kannski ólíkt. Þær segja til að mynda að það hafi verið gríðarlega spennandi að koma fyrst til Japans, en nú hafi þær komið þangað nokkrum sinnum og þá er Japan eins og hvert annað land. Það gefur þó óneitanlega sérstaka stemmningu að vera á sinni eigin tónleikaferð, að vera að að- alnúmerið, að kynna eigin tónlist, segja þær og rifja upp hvað þeim þótti ótrúlega spennandi að sjá sína fyrstu röð í ferðinni, að sjá að það var fólk komið í röð til að fylgjast með amiinu. Umsagnir um tónleika amiinu í Bandaríkj- unum og Bretlandi hafa verið einkar lofsam- legir og sumir gagnrýnendur hafa lýst þeim nánast sem helgistund þar sem allir hafi verið heillaðir frá fyrstu tónum. „Það er gaman að finna að fólk er að hlusta og að það hefur skilað árangri sem við erum að gera, það gefur okkur mjög mikið,“ segir María og Sólrún bætir við að það sé ekki síst skemmtilegt í ljósi þess hvað platan hafi verið lengi í fæðingu. „Það er líka mikilvægt að fá staðfestingu á því að við séum á réttri leið,“ segir hún og heldur svo áfram: „Fólk hefur alltaf tekið vel á móti okkur og okk- ur hefur gengið vel að tengjast því.“ María tekur í sama streng: „Fólk er tilbúið að hlusta og það er ómetanlegt, Vissulega er mað- ur stundum í svartsýniskasti, efast um að fólk gefi sér tíma til að hlusta á svo hljóðláta og fín- gerða, brothætta tónlist, en að má ekki vanmeta fólk, það vill fá eitthvað vandað.“ Ofursjóaðar og sviðsvanar Eftir svo mikið ferðalög með Sigur Rós og síðan tónleikaferðir þar sem amiina er í aðal- hlutverki mætti búast við að þær séu orðnar of- ursjóaðar og jafnvel nett kærulausar á sviðinu, en það er öðru nær. Þær segja að það sé mikið mál að láta allt ganga upp í svo brothættri tón- list. „Við þurfum til dæmis að skipuleggja laga- listann mjög vel eftir sviðinu og hvernig við get- um sem best hreyft okkur á milli hljóðfæra, því það má ekkert út af bregða. Við erum búnar að læra hvernig bjarga má smáslysum, bregðast við ef eitthvað fer aðeins úrskeiðis, og svo erum við líka farnar að geta talað aðeins við áheyr- endur milli laga,“ segja þær og kíma. Bæta við að þegar þær fari á svið séu þær komnar í bún- inga, klæði sig upp og stígi inn í ákveðna kó- reógrafíu. Eins og getið var eru þær stöllur nýkomnar heim úr stuttri tónleikaferð um Bretland og þar áður fóru þær um Bandaríkin. Þær ætla ekki að spila meira í útlandinu í bili, það sé ekkert við að vera nema á útihátíðum á sumrin og þeirra tónlist henti ekki vel fyrir slíka spilamennsku. „Okkur langar að vinna að einfaldara setti, en það er enn bara hugmynd,“ segir María og bendir á að til að spila á útihátíð þurfi menn að stilla magnarana á tíu, en hún sé með sinn gítarmagnara á hálfum þegar þær spila á tónleikum. Bakteríusmit Eftir að útihátíðavertíðinni lýkur fara þær aftur af stað, leggjast aftur í ferðalög í sept- ember og verða á ferðinni til jóla. „Þetta er baktería,“ segir María, „og hálfgert ástar/ haturs fyrirbæri, margir ókostir, en þó fleiri kostir.“ „Það er mjög sérstök tilfinning að vera í tón- leikaferð,“ segir Sólrún. „Þetta er ákveðið rót- leysi, en þó mjög skipulagt. Maður skilur allar hversdagsáhyggjurnar eftir heima og það er því oft slökun í því að fara á tónleikaferð. Svo eru það forréttindi að fá að spila fyrir fólk úti um all- an heim,“ segir hún og María tekur undir það. „Tónleikar eru flutningur á tilfinningum, við er- um að miðla tilfinningum til fólks og gott þegar maður kemst að því að það tekur við þeim. Við reynum alltaf að hitta fólk eftir tónleika, seljum sjálfar diska eftir tónleikana og þá tala margir við okkur. Það var erfitt að byrja á því, þarf oft átak að geta hitt fólk eftir tónleika, en það er ótrúlega hollt að hitta fólkið sem stendur í bið- röð til að sjá okkur, að tala við það og muna hvers vegna maður stendur í þessu öllu saman.“ Við þetta er svo því að bæta að þótt amiina ætli ekki að spila í útlandinu í sumar heldur sveitin tónleika hér á landi, nánar tiltekið út- gáfutónleika, sem haldnir verða í Iðnó 21. júní næstkomandi. Fólk er tilbúið að hlusta Tilfinningar Stöllurnar í amiinu; Hildur Ársælsdóttir, María Huld Markan, Edda Rún Ólafsdóttir og Sólrún Sumarliðadóttir. Ljósmynd/Egill Kalevi Karlsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.