Morgunblaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ VEGIR OG MIÐHÁLENDI ÍSLANDS Það var á fleiri sviðum en varð-andi hvalveiðar, sem ÞórunnSveinbjarnardóttir, nýskipað- ur umhverfisráðherra, gaf mikilvæg- ar yfirlýsingar í samtali við Morgun- blaðið sl. sunnudag. Í viðtalinu spyr Pétur Blöndal blaðamaður: „Ertu þeirrar skoðunar, að það eigi að malbika Kjöl?“ Og umhverfisráðherra svarar: „Það þarf að vinna landsskipulag fyrir miðhálendið og ég tel að það eigi ekki að ráðast í neinar stórfram- kvæmdir fyrr en að slíkt skipulag liggur fyrir. Skoðun mín hefur lengi verið að uppbyggðir vegir eigi ekki heima á miðhálendi Íslands.“ Þetta er afdráttarlaus yfirlýsing. Auðvitað ræður Þórunn Sveinbjarn- ardóttir þessu ekki ein. En fyrir þá, sem hafa barizt gegn slíkum fram- kvæmdum á miðhálendi Íslands, er mikilvægt að hafa fengið slíkan liðs- mann í umhverfisráðuneytið. Það er augljóst að áhugamenn um uppbyggðan veg yfir Kjöl með var- anlegu slitlagi hafa gert sér hug- myndir um að ný ríkisstjórn með samgönguráðherra úr Norðaustur- kjördæmi yrði hliðholl slíkum fram- kvæmdum. Kristján Möller, samgönguráð- herra, fer ekki lengra í þessu máli en umhverfisráðherrann úr Samfylking- unni er tilbúinn til. Umhverfisvernd- arsinnar í öllum flokkum hafa eignazt hauk í horni, þar sem Þórunn Svein- bjarnardóttir er. Einhverjir hafa orðið til að halda því fram, að Morgunblaðið hafi mis- túlkað orð umhverfisráðherra. Hún svari hvergi spurningu um malbik. Þetta er útúrsnúningur. Auðvitað liggur í augum uppi að uppbyggðir vegir á hálendinu yrðu með varan- legu slitlagi. Rökin gegn vegagerð á hálendinu með tilheyrandi benzínstöðvum og sjoppurekstri eru augljós. Eftir hinar víðtæku umræður um Kárahnjúka- virkjun er ljóst að það er mjög víðtæk samstaða meðal þjóðarinnar um að ekki verði gengið lengra í fram- kvæmdum á hálendinu. Það á við um frekari virkjanir. Það á við um vegi. Það á við um hótel í jaðri Langjökuls. Það á við um allar framkvæmdir, hverju nafni sem nefnast, á þessu landsvæði. Óbyggðir Íslands eru meðal mestu verðmæta í eigu íslenzku þjóðarinn- ar. Göngum ekki lengra en orðið er í að raska þeim. Nýr samgönguráðherra á heldur ekki að kalla yfir sig sterka andstöðu stórra hópa umhverfisverndarsinna, jafnvel þótt hann geti litið svo á að um einhverja þrönga hagsmuni kjör- dæmis hans sé að ræða. Slík andstaða gæti dregið úr stuðningi við önnur verkefni, sem ráðherrann ber fyrir brjósti. Og sem vafalaust eru góðra gjalda verð. FALLEG HUGSJÓN EN ÓRAUNHÆF? Skóli án aðgreiningar er einn afhornsteinum íslenskrar skóla- stefnu. Hugsunin að baki er sú að all- ir íbúar landsins búi í einu samfélagi og skólakerfið skuli bera því vitni að svo sé. En skólakerfið snýst ekki að- eins um hugsjónir. Lykilatriði er að hver og einn hljóti menntun og mögu- leika til að blómstra og njóta sín. Um leið og skólakerfið stendur ekki undir þeim fyrirheitum, sem gefin eru með hugmyndinni um skóla án aðgrein- ingar, er ástæða til að bregðast strax við. Börnin mega engan tíma missa. Í Morgunblaðinu á sunnudag birt- ist viðtal við Maríu Ellingsen eftir Ingu Rún Sigurðardóttur. Þar ræðir hún um dóttur sína, sem fæddist með vægan hjartagalla. „„Það hefur svo komið í ljós að þessi hjartagalli sem var lagaður og úr sögunni reyndist vera eitt einkenni af mörgum, sem hún hefur verið að glíma við og hefur tekið langan tíma að átta sig á. Í kjöl- farið hefur opnast fyrir manni heill heimur þroskaraskana barna og hvað gert er í þeim málum á Íslandi í dag,“ segir María en henni finnst til dæmis vanta fleira fagfólk á þessu sviði í skóla. „Nú heitir stefnan skóli án að- greiningar sem er falleg hugsjón en óraunhæf og hefur valdið því að fag- fólkið úr gömlu sérdeildunum er farið og það sett í hendur hvers skólastjóra fyrir sig með mjög takmarkað fjár- magn að mæta hverjum einstaklingi. Þetta virkar ekki.““ Aðalnámskrá kveður á um að allir skólar verði að taka á móti öllum börnum, hvort sem þau eru fötluð eða ófötluð. Það getur hins vegar verið erfitt fyrir grunnskólana að sinna hlutverki sínu þegar um alvarleg frá- vik er að ræða. Í greinaflokki eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur í apríl í fyrra um það hvernig þessum börnum reið- ir af í skólakerfinu kom fram að ætla mætti að á milli 12 og 15% barna væru með vægar geðraskanir og í þörf fyrir aðstoð og 2 til 5% barna og unglinga væru með alvarlegar hegð- unar- eða geðraskanir. Þessi börn mega síst af öllum missa tíma vegna þess að þeim er ekki sinnt. Þegar sett er háleitt markmið verður að vera bolmagn fyrir hendi til að ná því. Skóli sem verður að taka við öllum nemendum en fær ekki tæk- in og fjármagnið til að mennta þá stendur ekki undir nafni. „Þetta virk- ar ekki,“ segir María Ellingsen og mörg börn og foreldrar þeirra hafa reynt það sama. Hvað er til bragðs ef skólakerfið virkar ekki? Hvað er til bragðs ef fagfólkið er farið? Þessi mál eru ekki auðveld viðureignar, en það þarf að taka á þeim. Hér er ekki á ferð vandamál heldur verkefni. Börn eiga ekki að vera vandamál. Verkefn- ið er að búa þeim umhverfi þar sem þau dafna og njóta sín að verðleikum, þótt það kosti stuðning og umönnun. Ef núverandi kerfi virkar ekki þarf að finna leið sem virkar. Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Sigrúnu Rósu Björnsdóttur sigrunrosa@mbl.is Strangt aðhald í ríkisfjármálum ernauðsynlegt þrátt fyrir traustastjórn á þeim en skattalækkanir íbyrjun árs leiddu til ótímabærrar slökunar í ríkisfjármálunum. Endurskoða þarf starfsemi Íbúðalánasjóðs og sé horft til framtíðar þyrftu banka- og eftirlitsstofnanir að fylgjast sérstaklega með útlánaáhættu. Þetta kom fram í gær þegar sendinefnd á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kynnti álit sitt í kjölfar reglulegra viðræðna við fulltrúa íslenskra stjórnvalda og atvinnulífs. Brýnt að endurskoða Íbúðalánasjóð Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ítrekar þá skoðun sína sem kom fram í skýrslu hans um íslensk efnahagsmál á síðasta ári, að til- vist Íbúðalánasjóðs skuli tekin til endur- skoðunar en þar var lagt til að sjóðnum yrði breytt í heildsölubanka. „Endurskoðun á Íbúðalánasjóði, sem er í opinberri eign, er sérstaklega brýn til þess að auka skilvirkni peningastefnunnar og til þess að draga úr hættu sem innlendum stöðugleika getur stafað af sveiflukenndu fjármagnsflæði. Samkeppni á milli Íbúða- lánasjóðs og innlendra banka hindrar stýri- vexti Seðlabankans í að draga úr innlendum eftirspurnarþrýstingi með skilvirkum hætti og veldur því að skammtímavextir eru mun hærri en ella. Þetta getur haft varanlega skaðleg áhrif á þær atvinnugreinar sem ekki eiga kost á að verja sig gegn háum vöxtum og þannig skert hagvaxtargetu hagkerfisins til lengri tíma,“ segir í áliti sjóðsins. Er lagt til að lækka án tafar hámarkslán Íbúðalánasjóðs og lánshlutföll hans. Í fram- haldinu segir að ríkisstjórnin verði síðan að eyða fyrir fullt og allt þeirri bjögun á inn- lendum fjármálamarkaði sem stafi af tilvist Íbúðalánasjóðs í eigu hins opinbera og taka megi um leið upp sértækar aðgerðir sem tryggja aðgang að fasteignafjármögnun í öllum landshlutum. Vildu að beitt yrði aðhaldssamari efnahagsstefnu „Það stendur ekki til að leggja niður Íbúðalánasjóð sem slíkan,“ sagði Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra er leitað var viðbragða hjá honum við gagnrýni Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins á Íbúðalánasjóð. „Það er markmið okkar að standa vörð um félagslega hluta sjóðsins og allar breyt- ingar skoðast út frá því. Eins og félagsmála- ráðherra sagði í síðustu viku er ekki á döf- inni að breyta rekstri hans. Sjóðurinn setur fram brýnar athugasemdir sem við munum fara yfir og sjá hvað er gerlegt í stöðunni.“ Ingimundur Friðriksson, bankastjóri í Seðlabanka Íslands segir ábendingu sjóðs- ins um nauðsyn þess að endurskoða Íbúða- lánasjóð til að auka skilvirkni peningastefn- unnar sérstaklega þýðingarmikla. „Í það heila kemur ekkert á óvart í þessu áliti sem er sanngjarnt, vel ígrundað og ástæða til að gaumgæfa það vandlega. Það þarf að auka hér aðhald í efnahagsstjórninni ef tryggja á stöðugleika í efnahagslífi,“ segir Ingimundur. Guðjón Rúnarsson, formaður Samtaka fjármálafyrirtækja, segir samtökin taka heilshugar undir með Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum. Allir geti verið sammála um mik- ilvægi aðhalds í ríkisfjármálum til að tryggja stöðugleika. „Álit sjóðsins varðandi Íbúðalánasjóð end- urspeglar í raun að stjórnvöldum hafi verið mislagðar hendur hvað varðar Íbúðalána- sjóð og aðkomu ríkisins á húsnæðislána- markaði síðustu ár. Það er því brýnt fyrir stjórnvöld að taka á þeim uppsafnaða vanda sem þar er og fyrsta skrefið er að við- urkenna vandann og leita lausna,“ segir Guðjón. Aðhald í peningamálum nauðsynlegt Sé vel haldið á málum eru efnahagshorfur á Íslandi enn öfundsverðar til lengri tíma litið, er mat sjóðsins sem hvetur jafnframt til aðhalds í peningamálum svo draga megi úr verðbólguþrýstingi og verðbólguvænting- um. Í álitinu er gert ráð fyrir að verðbólgan verði áfram yfir markmiðum Seðlabankans um 2,5% verðbólgu, út árið 2008. Eru helstu áhrifavaldarnir þar taldir spenna bæði á neytenda- og vinnumarkaði auk hækkandi húsnæðisverðs. Sjóðurinn spáir 2–3% hagvexti í ár sem minnki síðan í 1% á næsta ári. Hagvöxt- urinn v neyslu síðan d hækka flutning Leggu Alþjó sé á að irspurn þess að ingaste sem rík „Í fy vexti o ur er. Í öðr að skap arþrýst Í þri koman aftur a þrátt fy að íhug flutning utan E flöskuh hækku Brýnt að herð hald í ríkisfjá Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að þörf sé á aðgerðum þrýstingur minnki nægilega án þess að of þungar byrð Efnahagur Benjamin Hunt, fulltrúi sendinefndar Alþjó horfur á Íslandi öfundsverðar til lengri tíma litið ef stjó Í HNOTSKURN »Markmið Alþjóðagjaldeyrissjóðsinser að efla alþjóðlega samvinnu í gjaldeyrismálum, stuðla að stöðugu gengi mynta og greiða fyrir frjálsum gjaldeyrisviðskiptum. »Sjóðurinn hefur eftirlit með efna-hagsmálum þeirra landa sem eiga þar aðild sem og alþjóðahagkerfinu. »Sjóðurinn veitir aðildarríkjum sín-um tæknilega aðstoð. »Sjóðurinn veitir lán til þeirra aðild-arríkja sinna sem eiga í greiðslu- erfiðleikum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.