Morgunblaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2007 23 FRÉTTASKÝRING Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Þó að Norðurál hafi samiðum orkukaup frá Orku-veitu Reykjavíkur (OR)annars vegar og hins veg- ar Hitaveitu Suðurnesja (HS) vegna fyrirhugaðs álvers í Helguvík þá er ekki þar með sagt að sú orka sé í hendi. Samkvæmt upplýsingum frá Hjörleifi Kvaran, aðstoðarforstjóra OR, er ráðgert að orkan fáist úr Hengilssvæðinu, en OR hefur rann- sóknarleyfi á stórum hluta þess svæðis. Um er að ræða rannsókn- arleyfi sem felur í sér forgang til nýtingar og því segir Hjörleifur ekkert því til fyrirstöðu að OR fái nýtingar- og virkjunarleyfi frá iðn- aðarráðuneytinu á grundvelli rann- sókna sinna á svæðinu finnist vinn- anleg orka á svæðinu. Að sögn Hjörleifs er OR að horfa til tveggja nýrra svæða á Hengilssvæðinu, annars vegar Hverahlíðar og hins vegar Bitru. Segir hann fyrirtækið þegar vera komið með rannsóknar- leyfi fyrir þessum tveimur stöðum, en að fara þurfi í gegnum mat á um- hverfisáhrifum áður en hægt sé að bora þar tilraunaholur. Hjá Júlíusi Jónssyni, forstjóra HS, fengust þau svör að ráðgert væri að fá umsamda orku með því að stækka núverandi virkjun á Reykjanesi, auk þess sem verið sé að skoða auknar virkjanir í Eld- vörpum í nágrenni Svartsengis. Segir hann einnig verið að rannsaka nánar jarðhitasvæði á Krýsuvíkur- svæðinu, þ.e. Seltún, Sandfell og Austurengjar, en HS er með rann- sóknarleyfi til þess. Að sögn Júl- íusar er ekki hægt að fara í tilrauna- boranir á Krýsuvíkursvæðinu fyrr en búið sé að breyta aðal- og deili- skipulagi sveitarfélagsins sem svæðið heyri undir, þ.e. Hafnar- fjarðar, til þess að heimilt sé að bora rannsóknarholur. Hvaða endar eru óhnýttir? Í umræðum á Alþingi sl. fimmtu- dag sagði Þórunn Sveinbjarnar- dóttir, umhverfisráðherra, að ný- gerður orkusamningur væri ekki ávísun á að framkvæmdir hæfust í Helguvík þar sem enn væru margir þröskuldar sem fara þyrfti yfir. Nefndi hún í því sambandi bæði um- hverfismat og skipulagsmál. Þegar leitað er viðbragða við þessu hjá Ragnari Guðmundssyni, fram- kvæmdastjóra viðskiptaþróunar- og fjármálasviðs Norðuráls, segir hann vissulega rétt að málið sé ekki end- anlega frágengið og að ýmislegt geti komið upp á. „En þessi mál eru öll í lögformlegum og eðlilegum farvegi og í góðri samvinnu við viðkomandi stofnanir, s.s. Skipulagsstofnun. Þetta er gert á sama hátt og gert hefur verið áður, en það hefur geng- ið ágætlega hingað til.“ Spurður hvaða leyfi og samning- ar þurfi að vera fyrir hendi og hvað sé þegar frágengið bendir Ragnar á að þegar sé búið að ganga frá lóða- og hafnarsamningum við Reykja- neshöfn. Einnig sé búið að leggja grunn að þjónustusamningi við Garð og Reykjanesbæ um þjónustu og þjónustugjöld. Eftir sé hins veg- ar að sækja um framkvæmda- og byggingaleyfi til sveitarfélaganna tveggja. Að sögn Ragnars er búið að leggja fram frummatsskýrslu vegna mats á umhverfisáhrifum álvers í Helguvík til umsagnar og fer hún í framhaldinu til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu, en stofn- unin gefur síðan út álit sit. Samhliða auglýsingu á frummatsskýrslu hafa tillögur til breytinga á aðalskipulagi Reykjanesbæjar og sveitarfélagsins Garðs verið auglýstar til umsagnar. En breyting á aðalskipulagi er með- al forsendna þess að hægt sé gefa út framkvæmdaleyfi. Önnur forsenda er álit Skipulagsstofnunar. Ekki verður lögð inn umsókn fyrir slíku leyfi fyrr en niðurstaða mats á um- hverfisáhrifum liggur fyrir. Segir Ragnar búið að vinna drög að starfsleyfi, sem auglýst sé í frum- matsskýrslunni, en það er Um- hverfisstofnun sem veitir slíkt leyfi, en það er ekki afgreitt fyrr en mati á umhverfisáhrifum er lokið. Aðspurður hvenær öll leyfi sem nauðsynleg eru gætu legið fyrir segir Ragnar að ef allt gangi eftir þá geti það orðið seinni hluta þessa árs. Segir hann miðað við að undirbún- ingsframkvæmdir gætu hafist strax í kjölfarið. Eftir því sem blaðamaður kemst næst þurfa bæði orkufyrirtækin tvö, OR og HS, að fara í gegnum á annan tug leyfisveitinga, hvort fyr- irtæki, áður en þau geta hafið orku- vinnslu á þeim svæðum sem þau nú þegar hafa rannsóknarleyfi fyrir. Meðal þess sem þarf að liggja fyrir áður en framkvæmdir og orku- vinnsla getur hafist er mat á um- hverfisáhrifum og starfsleyfi, auk þess sem eftir er að ganga frá ýms- um skipulagsmálum m.t.t. til aðal- og deiliskipulags viðkomandi sveit- arfélaga og sækja um fram- kvæmda- og byggingaleyfi fyrir virkjun, svo fátt eitt sé nefnt. Finnist orka í nægjanlegu magni til vinnslu þurfa fyrirtækin síðan að sækja um nýtingar- og virkjunar- leyfi, en hvort tveggja er á könnu iðnaðarráðuneytisins. Á þessu stigi er hvorugt fyrirtækið búið að sækja um nýtingar- og virkjunarleyfi vegna fyrrgreindra svæða sem þau hafa rannsóknarleyfi fyrir, enda segja forstjórarnir of snemmt að sækja um slík leyfi á þessu stigi. Benda þeir á að ekki sé sótt um slík leyfi fyrr en ljóst sé hvort nægjan- leg orka til vinnslu sé fyrir hendi á viðkomandi svæðum og full vissa fyrir því að hægt sé að virkja þar. Inntir eftir viðbrögðum við um- mælum umhverfisráðherra frá í síð- ustu viku benda forstjórar orkufyr- irtækjanna á að verið sé að vinna hlutina með nákvæmlega sama hætti og áður, með góðum árangri. Benda þeir þannig á að þótt ekki sé allt í höfn enn sem komið er þá hafi þeir fulla trú á að allt muni ganga eftir. Morgunblaðið/RAX Mikil orka Frá framkvæmdum Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði. Framkvæmdir kalla á fjölda leyfa Í HNOTSKURN »Stjórn Orkuveitu Reykja-víkur (OR) samþykkti í síðustu viku orkusölusamn- ing við Norðurál vegna fyr- irhugaðs álvers fyrirtækisins í Helguvík. »OR hyggst sjá Norðurálifyrir 100 MW raforku frá áramótum 2010-2011. »Norðurál og HitaveitaSuðurnesja (HS) undirrit- uðu í apríl sl. samning um að HS útvegi Norðuráli allt að 150 MW raforku fyrir fyrsta áfanga álvers í Helguvík. verði drifinn áfram af kröftugri einka- og stórauknum útflutningi í ár en dragi úr einkaneyslu á næsta ári með ndi greiðslubyrði lána og hærra inn- gsverði. ur til ýmsar aðhaldsaðgerðir óðagjaldeyrissjóðurinn telur að þörf ðgerðum sem tryggi að innlendur eft- narþrýstingur minnki nægilega án ð of þungar byrðar verði lagðar á pen- efnuna og bendir á ýmsar aðgerðir kisstjórnin geti gripið til. yrsta lagi ætti að draga úr þeim hraða pinberrar fjárfestingar sem áformað- ru lagi verður ríkisstjórnin að forðast pa nýja útgjaldaliði þar til eftirspurn- tingur í hagkerfinu hverfur. iðja lagi þarf að sýna sterka forystu í di kjaraviðræðum með því að halda af hækkun launa hjá hinu opinbera yrir skort á vinnuafli. Ennfremur ætti ga þann möguleika að liðka fyrir inn- gi á sérhæfðu vinnuafli frá löndum Evrópusambandsins til að draga úr hálsum á vinnumarkaði sem magna un launa umfram það sem samrýmist verðbólgumarkmiðinu,“ segir í áliti sendi- nefndarinnar. Bent er á að til lengri tíma litið þurfi að styrkja fjárlagarammann svo framlag hans til efnahagsstöðugleika eflist í takt við yf- irlýsingar nýrrar ríkisstjórnar landsins. Einnig þurfi ríkisstjórnin að finna leiðir til að tryggja að útgjaldamarkmið hins op- inbera náist á hverju ári. Telur sjóðurinn að afdráttarlaust samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga myndi hjálpa til í þessu efni. Enn er lagt til að ríkisfjármálin gætu unnið kerfisbundið gegn sveiflum og styrkt sameiginlega ábyrgð Seðlabankans og rík- isstjórnarinnar á verðbólgumarkmiðinu ef tekinn yrði upp fjárlagarammi með út- gjaldamarkmiði sem byggðist á því verð- bólgumarkmiði sem Seðlabankanum ber að ná. Verðbólguþrýstingur enn of mikill Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggur mikla áherslu á að herða enn aðhald í peninga- málum til þess að kveða niður eftirspurn- arþrýsting og halda verðbólguvæntingum í skefjum, þar sem verðbólga sé enn vel yfir markmiði og vísbendingar séu um að hún verði þrálátari en vænst var í síðustu útgáfu Peningamála. Í áliti sendinefndarinnar segir að þrátt fyrir lækkun mældrar verðbólgu vegna lækkunar virðisaukaskatts og vörugjalda hafi mælingar á undirliggjandi verðbólgu verið vel utan þolmarka Seðlabankans og áframhaldandi spenna á neytenda- og vinnu- markaði bendi til að verðbólguþrýstingur verði áfram mikill. Einnig er gert ráð fyrir að krónan lækki og er það ekki spurning um hvort, heldur hvenær. Lækkun krónunnar stuðli þannig að betra jafnvægi en þá verði peningastefna stjórnvalda líka að sjá til þess að verðlag hækki ekki síðar meir vegna óbeinna áhrifa. Vara við aukinni útlánaáhættu Í áliti sendinefndar Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins er íslensku bönkunum bent á að nauðsynlegt sé að þróa og efla aðferðir við áhættustýringu í samræmi við áframhald- andi vöxt og margbrotnari starfsemi. Til- tekur sjóðurinn sérstaklega útlánaáhættu og mikilvægi þess að lánareglur og gæði trygginga stuðli að sem minnstu útlánatapi. Horfir sjóðurinn þar til þess að útlán séu enn í hröðum vexti þó vanskil séu enn lág. Auk þess séu íslensk heimili í vaxandi mæli farin að taka erlend lán sem eru óvarin gegn gengisbreytingum og heimilin vanmeti jafnvel áhrif þeirra á greiðslubyrði sína. Nefndin bendir einnig á að umbætur vegna Íbúðalánasjóðs gætu stuðlað að því að bæta verðlagningu á áhættu á lánamarkaði. Varðandi ábendingar sjóðsins um vaxandi útlán og áhættu sem þeim tengist segir Ingimundur að Seðlabankinn hafi sjálfur bent á hið sama í riti sínu um fjármálastöð- ugleika í lok apríl og bent á að hraður útlán- avöxtur geti hugsanlega falið í sér hættu á útlánatöpum þegar dragi úr umsvifum og tekjumyndun og kominn sé tími til að bankarnir beini sjónum sínum að gæðum út- lána. Fagnar bættu fjármálaeftirliti Í umfjöllun sinni um bankana segir sjóð- urinn ennfremur að álagspróf sem gerð eru af Fjármálaeftirlitinu hafi gefið til kynna að bankarnir búi yfir nægu eigin fé til þess að standast samspil óvenjumikilla lána- og markaðsskella en vara við því að slík próf geti vanmetið óbein áhrif slíkra áfalla og því beri að halda áfram að endurbæta álagspróf. Segist sendinefndin því fagna frekari efl- ingu Fjármálaeftirlitsins í ljósi mikils vaxtar fjármálageirans sem og áherslu stjórnvalda á samstarf við stjórnvöld í öðrum löndum um eftirlit og viðbúnað. Í lok álits síns hvetur Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn síðan nýja ríkisstjórn til að taka þær erfiðu ákvarðanir sem nauðsynlegar séu til þess að styrkja efnahagsstöðugleika á Íslandi og því fyrr sem það gerist því fyrr verði jafnvægi endurheimt í íslenska hag- kerfinu. ða að- ármálum m sem tryggi að innlendur eftirspurnar- ðar verði lagðar á peningastefnuna Morgunblaðið/ÞÖK óðagjaldeyrissjóðsins sagði efnahags- órnvöld haldi vel á málum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.