Morgunblaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Svanhvít UnnurÓlafsdóttir fæddist í Reykjavík 19. júní 1916. Hún lést á heimili sínu, Hjúkrunarheimilinu Sóltúni, 25. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Pálína Þorfinnsdóttir, f. 1879, d. 1924 og Ólafur Sæmundsson sjómaður frá Reykjavík, f. 1886, d. 1953. Svanhvít var yngst í hópi fjögurra alsystkina en átti einnig þrjú yngri hálfsystkin. Alsyskinin eru Jónína húsmóðir, f. 1908, d. 1972, Sigurfinnur húsgagnasmið- ur, f. 1912, d. 2003 og Anna Ástrós, f. 1914. Hálfsystkin hennar eru Svanhvít Stella Ólafsdóttir, f. 27.10. 1921, Guðlaug Ólafsdóttir, f. 8.9. 1924 og Ólafur Sverrir Ólafs- son, f. 11.10. 1925, d. 31.8. 2000. Svanhvít giftist 1943 Páli Frið- skólastjóra, f. 1954 og átti með henni tvö börn, Guðmund Pál ráð- gjafa, f. 1974 og Theodór við- skiptafræðing, f. 1981. Börn Fanneyjar eru Sandra Baldvins- dóttir héraðsdómari, f. 1970 og Sigurjón Þorvaldsson verk- fræðinemi, f. 1975. 4) Leó sölu- stjóri, f. 22.7. 1955, kvæntur Ing- unni M. Þorleifsdóttur hárgreiðslumeistara, f. 1957. Börn þeirra eru Þorleifur Fannar hársnyrtir, f. 1977 og Unnur Ósk, f. 1987. Svanhvít ólst upp í Reykjavík og á Blöndholti í Kjósarsýslu. Hún fór til náms í Gagnfræðaskólanum að Laugarvatni og útskrifaðist þaðan. Hún fluttist til Suðureyrar við Súgandafjörð 1941 og bjó þar til 1984 er hún flutti að Miðleiti 7 í Reykjavík. Síðasta æviárið bjó hún á hjúkrunarheimilinu Sóltún í Reykjavík. Á Suðureyri tók hún virkan þátt bæði í atvinnulífinu þar og eins í félagsmálum. Kenndi þar á tímabili bæði prjónaskap og vefnað. Útför Svanhvítar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. bertssyni frá Súg- andafirði, versl- unarmanni og síðar útgerðarmanni, f. 1916, d. 1992. Svan- hvít eignaðist fjóra syni, þeir eru: 1) Sæv- ar, f. 19.1.1942, d. 1998. 2) Gunnar, f. 11.7. 1946. Núver- andi maki Hafdís Pálmadóttir. Gunnar var kvæntur Gerði Pálmadóttur og eign- uðust þau tvö börn, Pálma Þór viðskipta- fræðing, f. 1969 og Svanhvíti rekstrarfræðing, f. 1971. Börn Hafdísar eru Linda Björk Þor- grímsdóttir snyrtifræðingur, f. 1970 og Hrafnhildur Heiða Þor- grímsdóttir naglafræðingur, f. 1973. 3) Friðbert viðskiptafræð- ingur, f. 28.4. 1951, kvæntur Fann- eyju Gísladóttur framkvæmda- stjóra, f. 1953. Friðbert var kvæntur Margréti Theodórsdóttur Nú þegar kveðjustund er runnin upp og ég hugsa um hana Svönu ömmu koma fram góðar minningar eingöngu. Amma var ákaflega góð manneskja sem helst vildi aldrei láta neitt fyrir sér hafa en var alltaf tilbú- in að gera eitthvað fyrir aðra. Ég eyddi nokkrum sumrum hjá henni og Palla afa á Súganda þegar ég var lítill. Þegar ég rifja upp þenn- an tíma kemur ýmislegt skemmti- legt í ljós. Þegar ég fór í leikskólann á daginn útbjó hún nesti fyrir mig. Ég man sérstaklega eftir kakómal- tinu sem hún blandaði og tappaði á kókflösku úr gleri. Þetta tók maður svo með sér, alsæll. Einnig voru heimabökuðu vínarbrauðin, með bleikasta glassúr sem sögur fara af (þótt víða væri leitað), alltaf gómsæt og lifa sterkt í minningunni. Sennilega hlær amma enn að því þegar mér tókst að selja henni fiski- mjöl sem áburð í garðinn hennar. Þetta fiskimjöl var búið til úr fullum hjólbörum af marhnút sem ég og Njalli, vinur minn, veiddum í höfn- inni. Við fórum nefnilega með mar- hnútana í beinamjölsverksmiðjuna, og fengum mjöl í staðinn, sem ég seldi ömmu. Hún rifjaði þetta oft upp með mér og sagðist ekki hafa heyrt af neinum sem hefði tekist að koma marhnútum í verð! Þetta eru ljúfar æskuminningar sem koma til með að fylgja mér. Mér þótti þetta gott hrós. Amma hefur verið svo ómissandi hluti af tilverunni, bæði á Súganda- fjarðarárunum og síðar eftir að hún, afi og Sævi fluttu til Reykjavíkur. Það verður tómlegra á samveru- stundum fjölskyldunnar eftir að hún er farin. Hún setti alltaf sinn svip á þær með góðri nærveru sinni og oft óborganlegum húmor. Ég mun alltaf hugsa hlýlega til hennar Svönu ömmu fyrir allar góðu minningarnar sem ég á um hana. Guðmundur Páll Friðbertsson. Nú ertu farin, elsku amma mín. Söknuðurinn er mikill en ég á jafn- framt fjölmargar góðar minningar um þig. Ég er búinn að hugsa mikið til þín síðustu daga og það er skrýtið að hugsa til þess að þú sért farin. Ég hugsa einnig með bros á vör til allra þeirra frábæru stunda sem við átt- um saman og ég mun alltaf minnast þín í huganum þegar fjölskyldan hittist. Þú varst hógvær og vildir aldrei láta snúast of mikið í kringum þig. Þú varst svo góðhjörtuð og ert sennilega sterkasta fyrirmynd mín þegar talað er um að betra sé að gefa en þiggja. Ég man eftir þér fyrst þegar ég var fjögurra ára þegar þú, afi og Sævi voruð að flytja í Miðleitið. Sævi var auðvitað stressaður að flytja, enda var nýja umhverfið allt öðruvísi en Suðureyri. Mér er minnisstætt þegar ég kom í heimsókn til ykkar því alltaf voru rúllaðar pönnsur og mjólk á boðstólum. Dótakassinn var á sínum stað við hliðina á prjónavél- inni og oft hlustaði ég á snældur (eins og þú kallaðir þær) sem Sævi átti. Ég man þegar ég tók upp á því heima hjá þér í Miðleitinu að taka upp símann og gera símaat. Það gekk nú ekki betur en svo að ég hringdi óvart í lögregluna og skellti strax á. Eftir fimmtán mínútur hringdi svo dyrabjallan og í anddyr- inu stóð hávaxinn lögreglumaður í einkennisbúningi og spurði hvort það hefði ekki einhver hringt á lög- regluna. Afi var á þessum tíma hjartasjúklingur og lögreglan hefur ekki þorað annað en að senda mann á staðinn. Það tók ekki langan tíma að finna út hvað var í gangi þar sem ég stóð mjög skömmustulegur í for- stofunni. Þú varst nú ekki mjög ánægð með þetta og sagði við mig að núna færi ég bara í fangelsi. Ég varð svo rosalega hræddur að ég hljóp inn á klósett hágrenjandi og lokaði á eftir mér. Eftir stutta stund komst þú svo inn til mín, faðmaðir mig, kysstir og sagðist ekki vera reið en að ég mætti ekki gera þetta aftur. Ég kunni vel að meta þetta þótt ég hafi aldrei sagt það beint við þig. Ég er rosalega þakklátur fyrir það að hafa kynnst þér nánar í seinni tíð. Eftir því sem ég þroskaðist meira gerði ég mér grein fyrir hversu ein- stök þú varst. Það var alltaf gaman að spjalla við þig um gamla daga, hvernig þú kynntist afa þegar þú vannst á Hótel Borg, þegar þú fluttir vestur á Súgandafjörð á tímum her- námsins og hvernig lífið fyrir vestan var. Ég er einnig mjög þakklátur fyrir síðasta dansinn sem við áttum saman á árshátíð Súgfirðingafélags- ins fyrir nokkrum árum. Þar lést þú aldurinn ekki stoppa þig og dansaðir vel við tónlist Geirmundar Valtýs- sonar. Síðast en ekki síst er ég mjög þakklátur fyrir hversu góð amma þú varst, alltaf hlý og mikil vinkona mín. Ég mun alltaf sakna þín mikið en ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna. Theodór Friðbertsson. Líf okkar Svönu fléttaðist saman árið 1971. Þá var ég sautján ára, hún fimmtíu og sex. Ég bankaði upp á eitt síðsumarkvöld á Hjallaveginum númer 13 á Suðureyri við Súganda- fjörð til þess að skila bók sem sonur hennar, hann Friðbert, hafði lánað mér. Hún heilsaði mér hlýlega og bauð mér í stofuna sína. Fyrstu kynnin létu ekki mikið yfir sér en þau áttu eftir að taka á sig mörg blæbrigðin. Nokkrum mánuðum síðar varð hún tilvonandi tengdamóðir mín, síð- an tengdamóðir og amma strákanna minna tveggja. Fyrir fimm árum síð- an tók svo við þriðji kaflinn þegar hún varð ,,fyrrverandi“ tengdamóðir mín. Við tvær slepptum samt alltaf þessu ,,fyrrverandi“, það breytti engu fyrir okkur þótt líf okkar Frið- berts lægi ekki lengur saman og hún hélt svo sannarlega áfram að bjóða mér í stofu lífs síns, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Lífsverkið hennar var allt vel unnið, í einu og öllu. Eitt stærsta viðfangsefni henn- ar í lífinu var hann Sævar, elsti drengurinn hennar af fjórum góðum strákum, en Sævi var þroskaheftur. Hann dó frá okkur árið 1998, þá 56 ára gamall. Henni tókst einstaklega vel upp með uppeldi hans. Ég hef alla tíð undrast og dáðst að því hversu frábærlega henni fórst það úr hendi. Þegar Sævi fæddist var sú þekking sem nú er til staðar ekki til, þekking sem hjálpar vissulega þeim foreldrum sem eru nú í hennar spor- um forðum, að ég tali nú ekki um að- stoð samfélagsins. Ef ég man rétt var hann ekki skráður opinberlega sem þroskaheftur fyrr en um fer- tugt. Væntingar til þeirra sem fædd- ust þroskaheftir voru gjarnan mjög litlar á árum áður og þess vegna var hennar uppeldisaðferð ennþá merki- legri fyrir vikið – en sem betur fer hafa orðið stórstígar framfarir á því sviðinu. Sævi var mikill gleðigjafi alla tíð. Þegar ég kynntist fjölskyldunni góðu á Hjallaveginum; Palla, Svönu, Berta, Sæva, Gunnari og Leó, komst ég að raun um hversu mikil þraut- seigja, vinna og tími fólst í að gera Sæva að þeim gullmola sem hann varð. Svana gerði ávallt til hans miklar kröfur, setti honum skýran ramma og stuðlaði að því að hann tæki þátt, bæði í atvinnulífinu í plássinu svo og litskrúðugu mannlíf- inu. Hún varð honum úti um verk- efni og kenndi honum að bera ábyrgð, vera óaðfinnanlega til fara, vera sjálfstæður og þannig mætti lengi telja. Að fylgjast með þessu öllu saman var heilmikil lífsreynsla fyrir mig – og um leið varð Sævi einnig einn eftirminnilegasti ein- staklingur sem ég hef kynnst. Það er mikið Svönu að þakka. Nú hefur hún kvatt, blessunin, eftir rúmlega níu áratuga lífsgöngu. Hún lifði fallegu lífi. Hún kvaddi á ljúfan hátt og var tilbúin að leggja upp í ferðina sína. Ég er fyrst og fremst þakklát fyrir að hafa átt hana að, eiga að vini og deila með henni öllum ánægjustundunum en líka sorgarstundum. Allar þessar minn- ingar eru fjársjóður sem ég varð- veiti. Þrjátíu og sex ára samleið hef- ur einkennst af fallegum, litríkum og traustum mannlífsstefum. Þau voru einnig lituð af gagnkvæmri væntum- þykju alla okkar samveru. Margrét Theodórsdóttir. Svanhvít Ólafsdóttir Fallegir legsteinar á góðu verði Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 - www.englasteinar.is Sendum myndalista ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSTRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR frá Seljabrekku, Seilugranda, lést á líknardeild LHS, Landakoti, sunnudaginn 10. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Stefán Eiríksson, Guðmundur Már Stefánsson, Auður Margrét Möller, Stefán Hrafn Stefánsson, Ása Hrönn Kolbeinsdóttir, Helga Björk Stefánsdóttir, Ásta Hrönn Stefánsdóttir, Hrefna Stefánsdóttir og barnabörn. Elsku hjartans eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, stjúpmóðir, amma, dóttir, systir, tengdadóttir og mágkona, HALLDÓRA SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Denný, Suðurgötu 87, Akranesi, lést á Landspítalanum í Fossvogi sunnudaginn 10. júní. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 18. júní kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á ABC Barnahjálp. Magnús Finnur Jóhannsson, Guðmundur Birgir Theodórsson, Thelma Theodórsdóttir, Hörður Theodórsson, Lára Eymundsdóttir, Erla Magnúsdóttir, Íris Magnúsdóttir, Aron Snorri, Theodór Elmar, Brynjar Orri, Hildur Marín, Arnór, Karen, Sonja Rán, Kristófer Elí, Ísey og Víkingur Breki, Guðmundur Ingvar Sveinjónsson, Valdís Árnadóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Guðmundur V. Hauksson, Andrea Guðmundsdóttir, Eysteinn Sigurðsson, Helga Guðmundsdóttir, Ævar Rafn Kjartansson, Lára Árnadóttir, Sigurjón Jóhannsson, Árni Jóhannsson, Margrét Nanna Jóhannsdóttir, Jóhann Jóhannsson og aðrir aðstandendur. ✝ Okkar kæri bróðir og mágur, RAGNAR ÞÓRHALLSSON, lést á dvalarheimilinu Felli föstudaginn 25. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Margrét Þórhallsdóttir, Guðrún Þórhallsdóttir, Sigurður Stefán Þórhallsson, Margrét Steingrímsdóttir, Kristbjörg Þórhallsdóttir, Óskar Maríusson, Guðmunda Þórhallsdóttir, Snær Karlsson. ✝ Okkar elskaða móðir, tengdamóðir, amma og langamma, BRYNDÍS SIGURÐARDÓTTIR, Kríuhólum 4, Reykjavík, andaðist á Landspítala Landakoti 16. maí. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hennar. Þökkum auðsýnda samúð, umhyggju og vinarhug. Anna Kristín Brynjúlfsdóttir, Elías Snæland Jónsson, Jón Hersir Elíasson, Sigrún Arndís Hafsteinsdóttir, Úlfar Harri Elíasson, Arnoddur Hrafn Elíasson, Kristín Erla Jónsdóttir, Hafdís Rún Jónsdóttir. ✝ Móðir okkar, amma og langamma, Vigdís Bjarnadóttir, Jörfabakka 6, Reykjavík, lést laugardaginn 9. júní á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útför verður auglýst síðar. Þorgeir Ingvason, Guðrún Þorgeirsdóttir, Margrét Ingvadóttir, Kristinn Guðmundsson, börn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.