Morgunblaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR staðarins sem nefndur var Hólma- kaupstaður. Sem glaðir unglingar leituðum við uppi þessa fornu áletrun og hugsuð- um áreiðanlega ekki þá um hina al- varlegu áminningu þessara orða. „Minnstu dauðans“. Þetta löngu liðna atvik rifjaðist upp þegar ég frétti af andláti bekkj- arsystur minnar Ingileifar Hall- grímsdóttur síðastliðinn föstudag. Við Inga kynntumst fyrst þegar við settumst bæði í 4. bekk MR haustið 1936 og sú vinátta sem þá var stofnað til hefur haldist óslitin meðan bæði lifðu. Inga sameinaði bekkinn með höfðingsskap sínum og gestrisni því strax á skólaárunum var æsku- heimili hennar opið okkur skólafélög- unum og síðar á ævinni sýndi hún okkur skólasystkinunum sama við- mót á sínu eigin heimili. Helstu eig- inleikar Ingu voru höfðingsskapur, glæsileiki, gestrisni, velvilji og hjálp- semi. Inga og eiginmaður hennar Gunn- ar Pálsson voru góðvinir okkar hjóna meðan líf entist. Margs er að minnast frá þessum æskuárum, sem við skólasystkinin rifjum upp á bekkjarmótum sem ekki verður rakið hér. Einn var þó sá at- burður sem aldrei mun líða úr minni okkar bekkjarsystkinanna en það var 5. bekkjarferðin vorið 1937 sem farin var undir stjórn Pálma Hannessonar til Skagafjarðar. Í þessari ferð kom- umst við út í Drangey sem er okkur ógleymanlegur atburður og oft rætt og rakið á bekkjarmótum. Við hjónin sendum börnum Ingu og öðrum ættingjum innilegar sam- úðarkveðjur. Guðmundur Pétursson. Fyrir réttum sjötíu árum var ferð fimmta bekkjar Menntaskólans í Reykjavík farin til Skagafjarðar. Sjálfur rektor skólans, Pálmi Hann- esson, fór fyrir hópnum, og annar ástsæll kennari, einnig ættaður úr Skagafirði, dr. Ólafur Daníelsson, var með í för. Þessi ferð í sólbjörtu sumarveðri ásamt þeim Pálma og dr. Ólafi, sem allt vissu um náttúru og sögu héraðsins og hvarvetna var tek- ið sem endurheimtum sonum, varð okkur krökkunum minnisstæð. Við hittumst aldrei svo síðar á ævinni að samverustundir þessara daga væru ekki rifjaðar upp. Ári síðar lukum við stúdentsprófi. Þá vildi svo til að hald- ið var almennt stúdentamót á Þing- völlum og okkur boðið að taka þátt í þeirri virðulegu samkomu þar sem Sigurður Eggerz, sem enn stóð af ljómi frá tímum sjálfstæðisbarátt- unnar, hélt aðalræðuna. Okkur fannst til um að vera komin í slíkan félagsskap, en þótti um leið dálítið til okkar sjálfra koma, álitlegur hluti þátttakenda, nálega fjörutíu saman, þar af helmingurinn stúlkur, sem aldrei hafði áður verið, klæddur ljós- um drögtum undir hvítum kollum. Á þessum fagra degi voru þó ský á lofti, heimsstyrjöld rétt fram undan. Af hennar völdum tvístraðist hópurinn, og það liðu tíu ár áður en hann gæti sameinast að nýju og minnst dag- anna í skólanum, í Skagafirði og á Þingvöllum. Ætíð þaðan í frá var það Inga Hallgríms, ein af stúlkunum nítján, sem lét sig mestu varða að ekki slaknaði á tengslunum. Af örlátu hjarta varði hún til þess tíma og fé og dyr heimilis hennar stóðu ætíð opnar. Fyrir það vorum við bekkjarsystk- inin innilega þakklát, og með þeim huga minnumst við hennar í dag, þau sem enn standa eftir, og sendum börnum hennar og barnabörnum kveðjur okkar og samúð. Jónas H. Haralz. Einn dag segir dauðinn við lífið: Ó, ljá mér skel þína, bróðir. (Jón úr Vör) Þannig lauk langri ævi Ingileifar Bryndísar Hallgrímsdóttur, lýsing Jóns úr Vör á vel við líf sem fjarar út, eins og líf Ingileifar, en hún hafði lengi legið veik, eiginlega kvatt okk- ur vini sína og vandamenn tveimur og hálfu ári fyrr, með glæsilegri af- mælisveislu á 85 ára afmælisdaginn 10. nóvember 2004. Sú afmælisveisla var nákvæmlega eins og Ingileif vildi láta minnast sín, fjöldi prúðbúinna gesta á aldursbilinu sex ára til ní- ræðs, alúð lögð við allan undirbúning, gesturinn í öndvegi og þannig skipað til borðs að hver og einn fengi notið sín. Hver einasti gestur hafði átt sinn sess í lífi afmælisbarnsins árum sam- an og hún hafði hlúð að hverri mann- eskju sem þarna var og sinnt henni og ræktað vináttuna svo af bar. Um- gjörð veislunnar var glæsileg, allur viðurgjörningur einstakur, eins og gestgjafa var von og vísa, en umfram allt var hið huglæga. Boðin sem hún hélt voru eins og heimur sem maður gekk inn í. Við gengum öll inn í hug- arheim mannræktar, allt með brag heimsborgarans og veislustjórnin var í öruggum höndum Gunnars Snorra Gunnarssonar, sonar Ingileif- ar, sjarmerandi, í senn hlýr og ná- lægur og notalegur í góðlátlegu gríni þegar hann mælti til „stórveldisins“ móður sinnar. Veislan var í gömlu hefðinni eins og veislur gerðust best- ar, hún bar vissulega keim af veröld sem var, en veröld sem Ingileif hafði haldið að okkur vinum sínum og vildi ekki að glataðist, hún hafði gert hana klassíska. Elsti sonurinn Hallgrímur og hans kona Steinunn, og einkadótt- irin Áslaug og hennar maður Þór, höfðu lagt nótt við dag til að þessi stund mætti takast svo sem hinu kröfuharða afmælisbarni líkaði. Af- mælisbarnið vakti yfir hverju spori og fyrr en varði voru hin bráðmús- íkölsku barnabörn komin upp á svið og heiðruðu ömmu sína með tónlist- aratriðum. Veislan stóð lengi, svo sem gestgjafi lagði einatt áherslu á, og sjálf stóð hún uppi lengst allra og hefði þurft langtum lengri tíma, ekki eina kvöldstund, heldur þriggja daga samfelld veisluhöld upp á Gullaldar- mátann. Ég gleymi henni aldrei þar sem hún sat í öndvegi, silfurhærð og fal- leg, ættmóðirin sjálf sem haldið hafði svo mörgum veislu, en stóð nú í stafni, sem tilefni veisluhaldanna sem í raun voru uppskeruhátíðin hennar í þeirri mannrækt sem líf hennar hafði snúist um. Athugul blá augun misstu ekki af neinu sem gerð- ist og fylgdust með hverju fótspori og þar með feilspori veisluhaldara sem þó urðu engin, enda hópurinn hennar vel þjálfaður. Órætt bros lék um var- ir hennar allt kvöldið, hún var óend- anlega hamingjusöm, umvafin því dýrmætasta sem hún átti og mesta fjársjóðinum sínum: eftirlifandi börnunum sínum þremur, þeim Hall- grími, Gunnari Snorra og Áslaugu, mökunum Steinunni og Þór og barnabörnunum sjö. Þau voru innsti hringurinn, en kærleikurinn náði langt út fyrir þann hring. Frænd- rækni hennar var einstök og hún hafði náð í alla ættingjana sína, bernskuvini, skólasystkini úr menntaskólanum, elskulegan sauma- klúbbinn sinn sem gefið hafði henni svo mikla gleði gegnum árin, við vor- um þarna vinir barnanna hennar, börn vina hennar og allt það fólk sem vettlingi gat valdið og vildi heiðra hana þennan dag. Sorgin hafði knúið dyra fimm árum fyrr, haustið sem hún var áttræð, en þá dó næstelsti drengurinn hennar, hann Páll, sem hún hafði alið önn fyrir í tæp fimmtíu ár og sorgin og söknuðurinn var yf- irþyrmandi og lá yfir henni eins og mara og rændi hana allri lífsgleði. Hún jafnaði sig aldrei að fullu, tíminn læknar ekki öll sár, en hún gat engu að síður notið stundarinnar og við vorum öll svo glöð yfir því að henni entist aldur til að jafna sig ofurlítið á sonarmissinum. Þegar ég nú kveð kæra vinkonu mína kveð ég konu sem ég þekkti í næstum hálfa öld, og kynntist sem móður Gunnars Snorra, bernskuvin- ar míns, skólabróður og samstarfs- manns. Fyrir utan foreldra mína og systkini eru ekki margir sem hafa fylgt mér jafnlengi og hún. Heimili hennar stóð vinum barna hennar op- ið, ekki aðeins á okkar æskuárum, heldur einatt síðan og ekki síst á þeim árum, þegar bernskuvinir og skólasystkini eiga það til að tvístrast og ná oft aldrei saman aftur. Gest- risni hennar og viðleitni til að kalla saman Íslendinga búsetta hvar sem Gunnar Snorri starfaði á erlendum vettvangi var einstök og markaði hún í raun djúp spor á þeim vettvangi og tala ég þar af reynslu frá París, þar sem mörg vináttuböndin innan Ís- lendinganýlendunnar höfðu orðið til fyrir atbeina Ingileifar, er hún heim- sótti son sinn þangað tæpum tveimur áratugum fyrr. Hún kenndi margt, hún kenndi okkur að forgangsraða og setja mannúðina og ræktarsemina í öndvegi, hún þreyttist aldrei á að minna okkur á að „Maður er manns gaman“, og umfram skemmtun af öðru fólki höfum við gagn af samveru og samtali. Hún kenndi okkur að hugsa stórt og horfa framhjá hindr- unum, hún kenndi okkur að oft er vilji allt sem þarf. Með því að kenna okkur að umgangast okkur miklu eldra fólk lét hún okkur upplifa sjálfa það sem ella hefði verið ilmur af löngu liðinni fortíð. Svo haldið sé til Frakklands í lokum þessara minn- ingarorða um Ingu mína, þá þurfti hún hvorki að lesa né skrifa eitt frægasta bókmenntaverk franskrar tungu, „Í leit að liðnum tíma“ eftir Marcel Proust. Henni tókst að vefa liðna tíma inn í núið, halda nafni löngu genginna manna á lofti, við- halda hefðum sem aðrir höfðu kastað fyrir róða. Þannig munu liðnir tímar með Ingu fylgja mér og vinum henn- ar alla ævina sem eftir er, þeir eru samofnir núinu og framtíðinni. Ég þakka henni gjafir hennar í þeirri dýrlegu veislu sem hún hélt mér og öðrum þá hún lifði. Blessuð sé minning Ingileifar Bryndísar Hallgrímsdóttur. Sigríður Ásdís Snævarr. Vinátta er það hugtak sem við hjónin tengjum Ingileifu Bryndísi, sem nú er fallin frá í virðulegri elli. Vináttu, sem hún ræktaði á svo fal- legan hátt. Inga var óþreytandi við að hlúa að vinatengslum, innan fjöl- skyldu og meðal vina barna sinna. Þetta gerði hún meðal annars með heimboðum og veislum sem voru samboðnar höfðingjum. Þar heima á Lynghaganum kynntumst við hug- tökum eins og ættlæg vinátta, en með því átti Inga við að kynslóð eftir kynslóð, sömu fjölskyldu, tengdust vinaböndum. Hún hélt upp á merk- isdaga fjölskyldunnar og var það lím sem gerir fjölskyldur sterkar því Ingileifu var það ljóst að vináttuna verður að rækta við fjölskyldu og vini. Vissulega hafði Inga yndi af að umgangast fólk og fáa höfum við hitt sem skipuleggja veislur jafn vel og hún gerði. Inga var miðpunktur og kjölfesta menningarheimilisins á Lynghagan- um. Þar áttu skólasystkin og vinir barna hennar griðastað og oft var þröng á þingi. Stundum var eins og borðstofuborðið á Lynghaganum væri óendanlega stórt, allir voru drifnir að borði og Inga, sem vel hefði getað stýrt stóru veislueldhúsi, bar fram hverja kræsinguna af annarri og var umhugað um að enginn færi svangur frá borði. Ingileif Bryndís fæddist í miðbæ Reykjavíkur og var Reykvíkingur í húð og hár. Hún hafði ákveðnar skoð- anir, var pólitísk og lét í sér heyra. Hún studdi við bakið á fjölmörgum einstaklingum sem áttu um sárt að binda og skrifaði bréf til hughreyst- ingar ef mótlæti eða ástvinamissi bar að. Þannig bar hún andblæ fyrri hluta síðustu aldar og jafnvel þeirrar nítjándu, þegar handskrifuð bréf voru samskiptamáti, inn í nútímann. Inga var einnig stjórnandi, hafði fastmótaðar skoðanir hvernig stýra skyldi hlutunum, fyrirtækjum jafnt og þjóðarskútunni. Hún lét stjórn- málamenn heyra í sér ef henni mis- líkaði framganga þeirra og ég er viss um að hún hafði pólitísk áhrif. Inga var kröfuhörð, kannski fyrst og fremst á sjálfa sig, en einnig á aðra, fannst þeir ættu að standa sig. Hennar viðmið, trúfesti, vinátta, virðing og ættrækni höfðu áhrif á alla þá er þekktu hana. Við þökkum af heilum hug sam- fylgdina og biðjum fjölskyldunni blessunar. Hjördís og Jón Eyjólfur. Einstök og merkileg kona hefur kvatt þetta líf. Kynni okkar Ingu hófust er ég kom til starfa í utanríkisráðuneytinu og vann þar með syni hennar og síðar vini mínum, Gunnari Snorra Gunn- arssyni, sendiherra. Reyndar mætti segja að ég hafi kynnst Gunnari Snorra enn nánar í gegnum móður hans. Hún var glaðvær og hafði skemmtilega nærveru, en á sama tíma kvenskörungur mikill sem bar hag Íslands og utanríkisþjónustunn- ar mjög fyrir brjósti. Inga var afar félagslynd og naut þess að umgang- ast annað fólk, þekkti nánast alla starfsmenn utanríkisþjónustunnar og kom fólk ekki að tómum kofunum hjá henni þegar rætt var um ættir og uppruna Íslendinga. Henni var afar annt um son sinn og störf hans en fylgdist einnig grannt með sam- starfsfólki hans og leiðbeindi þeim í leik og starfi. Sjálf var Inga afkasta- mikil athafnakona, sat í stjórnum fyr- irtækja og samtaka og var áhrifamik- il í viðskiptalífinu. Ég er sannfærður um að ef Inga væri upp á sitt besta í dag þá stæði hún í framvarðarsveit íslenskrar útrásar. Meðalmennska var henni ekki í blóð borin. Við Dóra munum sakna Ingu, hennar góðu ráða og skemmtilegu nærveru. Gunnari Snorra, Hallgrími og Áslaugu og fjölskyldum þeirra færum við okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Grétar Már Sigurðsson. Ingileif Bryndís Hallgrímsdóttir ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRÐUR G. FINNBJÖRNSSON flugstjóri, sem lést 3. júní verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 14. júní kl. 13.00. Elísabet Elíasdóttir, Sigríður Þórðardóttir, Pétur K. Hlöðversson, Þorbjörg Auður Þórðardóttir, Viðar Bragi Þórðarson, Ragnheiður Bára Þórðardóttir, Timo Jenssen og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu samúð og hlýju við andlát og útför, ÞORLÁKS SIGMARS GUNNARSSONAR, Bakkárholti, Ölfusi. Margrét Gunnarsdóttir, Helga Guðný Kristjánsdóttir, Björn Birkisson, Fanný Margrét Bjarnardóttir, Eiríkur Gísli Johansson, Sindri Gunnar Bjarnarson, Sigrún Eva Sigurjónsdóttir, Aldís Þórunn Bjarnardóttir, Hólmfríður María Bjarnardóttir. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HJÖRDÍSAR HEIÐU BJÖRNSDÓTTUR frá Hnjúkum. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á hjúkrunardeild V2 á Grund, sem önnuðust hana svo vel í veikindum hennar. Guðrún Edda, Sigrún Jóna, Ásbjörn og Ásgeir Andrabörn og fjölskyldur. Lokað Vegna útfarar INGILEIFAR BRYNDÍSAR HALLGRÍMSDÓTTUR verður fyrirtækið lokað frá kl. 12:00 í dag, þriðjudaginn 12. júní. NÓI-SÍRÍUS HF. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGVAR ÓLAFSSON frá Syðra – Velli, Brávallagötu 42, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 13. júní kl. 13:00. Guðmunda H. Bjarnadóttir, Álfdís Ingvarsdóttir, Sigurbergur Hauksson, Þorsteinn Ingvarsson, Sombat Prasarn, Gréta Ingvarsdóttir, Jón Björnsson, Ólafur Ingvarsson, Hulda Stefánsdóttir, Atli Ingvarsson, Lilja Hallbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.