Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is         !"#$!% &  ''  & (  )##*+ +, -+,. /0 "'( ( (( 1 !"2%+"3%% Eftir Andra Karl andri@mbl.is NÝVERIÐ sneru aftur til Íslands sprengjusérfræðingar Landhelgis- gæslunnar ásamt bráðatæknum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eftir um fjögurra mánaða verkefni í suðurhluta Líbanons. Um var að ræða verkefni á vegum Íslensku frið- argæslunnar og sneri að sprengju- eyðingu en mikið er af ósprungnum sprengjum í landinu eftir átök Ísr- aela og Hizbollah síðastliðið sumar. „Svona friðargæsla er einfaldlega mannúðarverkefni,“ segir Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður sprengju- sveitar Landhelgisgæslunnar. „Þarna eru menn óeinkennisklædd- ir, bera engin vopn og eru að hreinsa akra, skóla og þorp svo fólk geti haldið áfram að lifa eðlilegu lífi.“ Þrír sprengjusérfræðingar Gæsl- unnar tóku þátt í verkefninu, Adrian J. King, Jónas K. Þorvaldsson og Marvin Ingólfsson, og voru tveir staddir í Líbanon hverju sinni. Teymið var með höfuðstöðvar í hafnarborginni Týrus sem er á suð- vesturströnd Líbanons. Verkefnin voru fjölbreytileg og aðstæður mis- jafnar. „Dæmi um verkefni voru t.d. að eyða 500 kg flugvélasprengju, fastri á klöpp á ellefu metra dýpi, eyða 200 g klasasprengju á appel- sínuakri eða uppi á húsþaki í miðjum bæ. Landslagið er erfitt fyrir vinnu af þessu tagi því mikið er af ólífu-, banana- og appelsínuökrum á svæð- inu og því erfitt eða jafnvel ómögu- legt að koma auga á sprengjurnar,“ segir í frásögn Marvins af aðstæðum á svæðinu. Sigurður segir verkefnið hafa gengið vonum framar og teymið hafa öðlast mikla reynslu og þekkingu. Verkefnið var hafið að frumkvæði Landhelgisgæslunnar og hugsað til þjálfunar sprengjusérfræðinga hennar. Sigurður hefur ekki útilokað fleiri slíkar ferðir sprengjusérfræð- inga og segir hugmyndina vera að geta haldið úti teymi í slíkri vinnu á veturna þegar erfitt er um æfingar hér á landi. Til þess þarf Gæslan hins vegar meiri mannafla. „Okkar hug- mynd er sú að ef við fáum nægan mannafla þá geta þeir verið í svona verkefnum á veturna. Því miður er þetta ekki komið á það stig en við vinnum að því og höfum ekki gefið hugmyndina upp á bátinn.“ Gríðarleg reynsla fyrir sprengjusérfræðinga LHG Sprengjueyðing í Líbanon gekk vonum framar Ljósmynd/LHG 500 kg Marvin Ingólfsson og Jónas K. Þorvaldsson, sprengjusérfræðingar Gæslunnar, við störf í Líbanon. Hér eru þeir við 500 kg flugvélasprengju. NÝR vefur var í gær opnaður á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is, um fyrirhugaða uppbyggingu þjónustuíbúða fyrir aldraða víðs vegar um borgina. Einnig undirritaði Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson samning við Hrafnistu um veitingu lóðar, byggingu þjónustu- íbúða og þjónustukjarna og samning við hjúkrunarheimilið Eir um bygg- ingarrétt í Spönginni í Grafarvogi, en áætlað er að bygging 112 öryggis- íbúða hefjist þar í haust. Þá skrifaði hann undir viljayfirlýsingu við Sam- tök aldraðra um lóð undir 50 þjón- ustuíbúðir fyrir aldraða í nýju skipu- lagi við Sléttuveg. Jórunn Frímannsdóttir, formaður velferðarráðs, segir um 350 manns nú á biðlista eftir þjónustuíbúðum, en með áætlunum þeim sem kynntar eru á vefsíðunni sé farið langt með að eyða listanum. Hún vildi ekki til- greina ákveðnar kostnaðartölur í samtali við Morgunblaðið, en lagði áherslu á að aðrir aðilar byggðu flestar íbúðirnar en borgin veitti þjónustuna. Nágrannavarsla um allt land Einnig veitti borgarstjóri Árna Sigfússyni, bæjarstjóra í Reykja- nesbæ, og Þórði Skúlasyni, fram- kvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, afnot af merki til- raunaverkefnis Reykjavíkurborgar í nágrannavörslu, sem staðið hefur yf- ir frá því í fyrrahaust. Vilhjálmur sagði í ræðu sinni að verkefnið hefði gengið vonum framar. Hugmyndin er sú að íbúar bindist samtökum um að hafa eftirlit með húsum og eign- um í fjarveru hver annars. Í þessu felst m.a. að fylgjast með grunsam- legum mannaferðum og láta sem ein- hver sé innandyra í mannlausum húsum, til dæmis með því að leggja bíl sínum hjá húsi nágranna sem ekki er heima eða gera sig sýnilegan fyrir grunsamlegu fólki svo það viti að vökult auga fylgist með. Þjónustuíbúðum fjölgað og nágrannavarsla efld Flott merki Hönnun Þórs Ingólfs- sonar hjá Ennemm auglýsingastofu. MARTA Guð- mundsdóttir náði um helgina tak- marki sínu um að ganga þvert yfir Grænlandsjökul til styrktar krabbameins- rannsóknum og verður efnt til sérstakrar mót- töku henni til heiðurs í kvöld hjá Krabbameins- félaginu. Marta var stödd í bænum Tassilaq á Austur-Grænlandi í gær og var að undirbúa heimförina. „Ég get einhvern veginn ekki áttað mig á því að ég hef náð takmarkinu, gengið þvert yfir risann,“ skrifar hún í dag- bók sína. „Hugurinn þarf eflaust að jafna sig og ég að ná áttum. Þetta er ótrúlega skrýtið en samt svo gott að vera komin á leiðarenda. Líður vel, er þreytt og aum og sviðin í andlit- inu, öll marin og blá, en glöð og pínu montin!“ Móttakan í kvöld er kl. 20.30 í Skógarhlíð 8 og eru allir velkomnir. „Glöð og pínu montin“ Marta komst yfir Grænlandsjökul Marta Guðmundsdóttir AÐALMEÐFERÐ í Baugsmálinu svonefnda heldur áfram í Héraðs- dómi Reykjavíkur í dag. Er þar um að ræða efnismeðferð í þeim liðum sem héraðsdómur vísaði frá með dómi sínum 3. maí sl. Ákæruliðirnir sem héraðsdómur vísaði frá eru númer 2-10 og 19. Auk þess sem hlutur Jóns Geralds Sull- enbergers í ákærulið 15 verður jafn- framt tekinn fyrir. Samkvæmt upplýsingum frá Jak- obi R. Möller, verjanda Tryggva Jónssonar, hefst dómþingið á skýrslutöku yfir vitni sem tengist 19. ákærulið en þar er Tryggvi ákærður fyrir fjárdrátt. Að skýrslutöku lok- inni tekur settur saksóknari, Sigurð- ur Tómas Magnússon, við og rekur mál sitt fram undir hádegi. Eftir há- degið taka svo við verjendur sak- borninga og að lokum andsvör. Áframhald Baugsmáls ♦♦♦ ÓGEÐFELLD aðkoma var að or- lofshúsi VR á dögunum eftir að ungur félagsmaður hafði haft húsið til afnota. Bjór- og vínflöskur lágu um allt hús, rotnandi matarleifar voru á borðum og vaskar fullir af drasli. Ekki var ástandið betra ut- andyra, þar sem notaðir smokkar héngu í trjágreinum og ælt hafði verið yfir vindsæng sem lá þar enn, samkvæmt upplýsingum af heima- síðu VR. Líklega hafa gestirnir ekki kunnað við sig þegar gamanið var búið og því ákveðið að leyfa einhverjum öðrum að þrífa eftir sig. Þórunn Jónsdóttir hefur yfirum- sjón með orlofshúsum VR. Hún seg- ir gróf tilfelli sem þetta undantekn- ingar, en þó hafi svona lagað aukist mikið á síðustu misserum. Nú er svo komið að tillaga liggur fyrir hjá stjórn VR um að setja 20 ára aldurstakmark á félagsmenn sem vilja leigja orlofshús. Þórunn segir að helst komi svona lagað upp þeg- ar ungt fólk á í hlut, annaðhvort fé- lagsmenn eða börn félagsmanna. Hún segir fólk yfirleitt vita upp á sig sökina en það komi jafnvel fyrir að það neiti öllu. „Víst þreif ég,“ sagði einn félagsmanna við hana í síma og skellti svo á. „Þetta er einhver firring sem er erfitt að átta sig á,“ segir Þórunn. „Það þarf að hrista upp í fólki og vekja það til umhugsunar. Við þurfum að breyta þessu.“ Æla, notaðir smokkar og rotnandi matarleifar tóku á móti gestum Ljósmynd/Þórunn Jónsdóttir Viðbjóðslegt Enginn býst við því að svona lagað blasi við þegar komið er í orlofshús úti á landi. Tillitsleysi þeirra sem skilja svona eftir sig er algjört. VR breytir úthlutunarreglum vegna umgengni í orlofshúsum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.