Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 6
Morgunblaðið/Sverrir Rannsókn Kolbrún Birna Árdal vann lokaverkefni um skýrslutökur af börnum í kynferðis- brotamálum í ML-námi sínu í lögfræði. Hún segir margt geta farið úrskeiðis við skýrslutökur. Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is „ÞAÐ er svo margt sem getur farið úrskeiðis við skýrslutökur af börnum þannig að þær séu ekki teknar gildar fyrir dómi, eins og nýleg dæmi sýna,“ segir Kolbrún Birna Árdal. Hún var að ljúka meistaranámi í lögfræði við Há- skólann í Reykjavík, en hún er með BA-gráðu í sálfræði. „Þegar ég lagði upp með rannsóknina mína, þá langaði mig svo mikið að blanda sam- an sálfræðinni og lögfræðinni og í skýrslutök- um af börnum skarast þessar greinar.“ „Á áratugnum í kringum 1990 komu upp mál í Bandaríkjunum þar sem starfsmenn leikskóla voru ákærðir fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Þegar upptökur frá því þegar börnin sögðu frá misnotkuninni voru skoðaðar sást að þau voru spurð mjög leiðandi spurninga,“ segir Kolbrún. „Nýjar aðferðir sem komið hafa fram síðan eiga það sammerkt að fólk forðast að spyrja lokaðra og leiðandi spurninga sem aðeins er hægt að svara með jái eða neii. Jafnframt er gott að minna barnið á að það sé í lagi að segj- ast ekki vita svarið. Börn virðast oft vera hik- andi við að segjast ekki vita svar við spurn- ingum fullorðinna.“ Þörf á margs konar þekkingu „Oftast kalla dómarar til sálfræðing eða sér- fróðan rannsóknarlögreglumann sér til að- stoðar við skýrslutökur af börnum og það kem- ur vel út þegar þessir aðilar vinna saman. Dómarinn hefur reynslu af réttarfari sem sál- fræðingar hafa yfirleitt ekki, en þeir hafa aftur á móti þekkingu á þroska barna sem nýtist vel í þessu samhengi. Að sama skapi veit reyndur rannsóknarlögreglumaður nákvæmlega hvað þarf að koma fram til þess að skýrslan verði gott sönnunargagn.“ Það hefur stundum komið upp ákveðin tog- streita á milli Barnahúss og Héraðsdóms Reykjavíkur um það hvor staðurinn sé heppi- legri til þess að taka skýrslur af ungum þol- endum kynferðisofbeldis. Kolbrún segir að mörgum finnist að sérfræðiþekking starfs- manna Barnahúss sé ekki nógu vel nýtt en aðr- ir hafi áhyggjur af því að starfsfólkið þar eigi erfitt með að nálgast kynferðisafbrotamál af hlutleysi. „Ég get alls ekki tekið undir þessa gagnrýni, konurnar þar eru mjög hæfar. En það kom mér líka á óvart þegar ég fór niður í héraðsdóm hvað það er vel staðið að málum þar. Ég reyndi náttúrlega að vera hlutlaus í rannsóknarvinnunni, en innst inni fannst mér fyrirfram að skýrslutökurnar ættu að fara fram í Barnahúsi. Eftir að hafa skoðað aðstöð- una og rætt við starfsfólk er ég ekki viss, því að á báðum stöðum starfar fólk með mikla reynslu, þekkingu og vilja til að sinna þessum málum vel. Best væri ef þarna gæti komist á gott samstarf.“ Aldur barna hefur áhrif „Eftir þriggja ára aldur fara fleiri börn að segja frá kynferðislegu ofbeldi. Sumir hafa túlkað það sem svo að yngri börn séu mjög sjaldan misnotuð. En svo lítil börn geta mun síður tjáð sig um misnotkunina. Brot gegn svo ungum börnum komast því yfirleitt ekki upp nema vitni verði að atburðinum, brotamað- urinn játi eða ofbeldið skilji eftir líkamlega áverka. Þetta þrennt er allt mjög sjaldgæft. Tjáningargeta barna eykst svo jafnt og þétt með aldrinum og við tólf ára aldur eru frásagn- ir barna jafnáreiðanlegar og skýrar og fullorðinna.“„Niðurstaða mín var sú að börn geta verið mjög áreiðanleg vitni, rétt eins og fullorðið fólk. En það þarf að huga gríðarlega vel að því hvernig skýrslutakan fer fram og þetta er mjög vandmeðfarið viðfangsefni því það er svo auðvelt að spilla áreiðanleikanum með því að spyrja rangra spurninga.“ Forðast leiðandi spurningar Þörf á samstarfi milli Barnahúss og héraðsdóms Auðvelt að spilla áreiðanleika barna í kynferðisbrotamálum Í HNOTSKURN »Háskólinn í Reykjavík hóf nýlega aðbjóða upp á meistaranám í lögfræði fyrir fólk úr öðru grunnnámi, en hingað til hefur verið gerð krafa um að nem- endur hefðu BA-próf í lögfræði. Þessir nemendur útskrifast með ML-gráðu en ekki fullnaðarpróf. »Kolbrún stefnir á að hefja BA-nám ílögfræði í haust, nú þegar hún hefur lokið meistaranáminu, til þess að öðlast réttindi sem lögfræðingur. »Frá 1999 hafa gilt sérstakar reglurum skýrslutöku af börnum sem kveða á um að dómari skuli hafa umsjón með þeim. Þetta þykir mikil bót á réttarstöðu barna. Gagnrýni á vinnubrögð við skýrslutöku komu þó nýlega fram í sýknudómi í kynferðisbrotamáli. 6 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞÓRUNN Sveinbjarn- ardóttir umhverfis- ráðherra segir það allt- af hafa legið fyrir að hún og Einar K. Guð- finnssson sjávarútvegs- ráðherra hefðu ólíka af- stöðu til hvalveiða. Þórunn lýsti sig and- víga hvalveiðum í við- tali við Morgunblaðið á sunnudaginn og að eng- um hefði tekist að sannfæra sig um að hvalveiðar í atvinnuskyni borguðu sig. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Þór- unn að þessi afstöðumunur þeirra skipti ekki máli varðandi samstarf Sjálfstæðis- flokksins og Samfylkingarinnar í ríkis- stjórn. Afstaða Einars hefði legið fyrir lengi og hún væri einfaldlega annarrar skoðunar. Hvalveiðar Íslendinga eru heimilaðar með reglugerð og benti Þórunn á að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra færi með það vald. Reglugerðin gildir til 1. september á þessu ári og var Þórunn ekki tilbúin að svara því hvað tæki við þá. Skoðanamun- urinn skipti ekki máli Þórunn Sveinbjarnardóttir Ráðherrar á rökstólum Á ríkisstjórnarfundi í gær gerðu Einar K. Guðfinnsson, sjávar- útvegsráðherra, og Öss- ur Skarphéðinsson, iðn- aðarráðherra, ríkis- stjórninni grein fyrir því hvað komið hefði út úr heimsókn þeirra beggja til Vestfjarða nú fyrir helgi. Engar ákvarðanir voru teknar á fundinum en farið yfir þau verkefni sem ætluð eru til að aðstoða hinar dreifðu byggðir landsins. „Í ferðinni fórum við á fund heima- manna og ég gerði grein fyrir þessum fundum á ríkisstjórnarfundi í morgun. Engar nýjar ákvarðanir voru teknar nema að haldið yrði áfram með þau verkefni sem þegar voru ákveðin, eins og að flytja op- inber störf og jafnframt hvaða ákvarðanir eru framundan sem varða hinar dreifðu byggðir, eins og úthlutun byggðakvóta. Eins fórum við yfir verkefni sem þegar eru í gangi, á sviði fjarskipta og samgöngu- mála, og lögðum við áherslu á að áætlanir sem þau vörðuðu stæðust.“ Einar segir að jafnframt hefði verið skoðað hvernig rík- isvaldið gæti lagt sveitarfélögunum lið við að aðstoða fólk sem misst hefði atvinnu sína en þau standa fyrir slíkri aðstoð. Fóru yfir mál- efni Vestfjarða Einar K. Guðfinnsson KRISTJÁN L. Möller samgönguráðherra seg- ir ekki tímabært að taka afstöðu til þess hvort leyfa eigi að leggja upp- hækkaðan eða upp- hækkaðan malbikaðan veg yfir Kjöl. Hann tel- ur Þórunni Sveinbjarn- ardóttur, umhverfis- ráðherra, ekki hafa lagst gegn malbikun Kjalvegar í viðtali við Morgunblaðið um helgina. „Ég hef sagt að þessi hugmynd sé svo nýtilkomin að það þurfi lengri tíma þar til kemur til framkvæmda. Umræðan er ekki búin að þróast og fyrr er ekki hægt að taka afstöðu til þess hvort vegurinn megi vera upphækkaður eða malbikaður. Þetta er allt saman á byrjunarstigi,“ sagði Krist- ján við Morgunblaðið í gær. Kristján var spurður hvort hann væri ósammála þeirri afstöðu Þórunnar Svein- bjarnardóttur sem birtist í viðtali við Morgunblaðið á sunnudaginn, að ekki ætti að malbika Kjalveg. Sagðist hann ekki telja að þetta væri afstaða Þórunnar. Hún hefði í viðtalinu einungis lýst sig andsnúna upphækkuðum vegi yfir Kjöl. Ótímabært að taka afstöðu Kristján L. Möller Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is ÞORGEIR Pálsson, forstjóri Flug- stoða ohf., segir ekkert hæft í full- yrðingum, sem fram komu í sænska dagblaðinu Dagens Nyheter í gær, um að íslensk flugmálayfirvöld maki krókinn með umsjón uppbyggingar- verkefna á alþjóðaflugvellinum í Pristina í Kosovo. Dagens Nyheter birti ítarlega grein eftir blaðamanninn Maciej Za- remba um meinta spillingu í tengslum við uppbyggingarstarf Sameinuðu þjóðanna í Kosovo. „Íslendingarnir fara ránshendi um flugvöllinn,“ hefur blaðamaður- inn eftir hagfræðingi á vegum SÞ í grein undir fyrirsögninni: „Land Sameinuðu þjóðanna og ræningj- arnir sjö“. Blaðamaðurinn heldur því m.a. fram að íslensk flugmálayfirvöld hafi dregið verkefni á langinn, enda verðleggi þau þjónustu sína hátt. Sé til dæmis tölvukerfi eða sérfræði- ráðgjöf keypt til flugvallarins renni 15% kaupverðsins beina leið til Reykjavíkur. starfsemi flugvallarins í Pristina og veita heimamönnum ráðgjöf um rekstur og endurbætur á flugvellin- um, auk þess að bera ábyrgð á flug- umferðarstjórninni. „Fullyrðingin um að við höfum verðlagt þjónustuna of hátt er alger- lega út í hött,“ sagði Þorgeir og bætti við að greiðslurnar væru í fullu samræmi við samning sem gerður var við SÞ áður en Íslendingar tóku við verkefninu í Pristina fyrir tæp- um þremur árum og hefur ítrekað verið endurnýjaður. Samningurinn byggðist á grundvallarreglum í samningnum sem gildir um alþjóð- legu flugumferðarþjónustuna. „Heildarvelta verkefnisins á þessum tæpu þremur árum er um 1.150 milljónir króna, enda eru um- svifin mjög mikil í tengslum við þetta verkefni,“ sagði Þorgeir. Hann benti meðal annars á að sam- tals hefðu 70 starfsmenn Flugstoða farið til Pristina til að annast verk- efnin. Eðlileg afkoma Eins og fram kom í frétt í Morg- unblaðinu á mánudaginn var er talið að jákvæð afkoma af uppbygging- arverkefni flugmálastjórnar og Flugstoða nemi 100 milljónum króna á þessum tæpu þremur árum. Þorgeir sagði þetta eðlilegt í ljósi þess hversu mikil umsvifin væru og starfseminni fylgdi ýmis áhætta, auk ógjaldfærðs kostnaðar. „Við fengum enga fjármuni frá hinu op- inbera í þetta verkefni og það hefur alltaf legið fyrir við mættum ekki verða fyrir fjárhagslegu tapi af þessari starfsemi.“ Þorgeir sagði ekkert hæft í því að Flugstoðir hefðu dregið verkefnin á langinn í hagnaðarskyni. „Þetta er algerlega út í hött og við höfum þvert á móti beitt okkur fyrir því að heimamenn taki við sem flestum verkefnum á flugvellinum þannig að hann verði að fullu undir stjórn þeirra.“ „Það stendur ekki steinn yfir steini í þessari umfjöllun blaða- mannsins,“ sagði Þorgeir Pálsson, forstjóri Flugstoða og fyrrverandi flugmálastjóri í samtali við Morgun- blaðið. Hann bætti við að í greininni kæmi t.a.m. fram sá misskilningur að íslensk flugmálayfirvöld hefðu annast rekstur flugvallarins í Pristina. Rétt væri að flugmála- stjórn og síðar Flugstoðir ohf. hefðu tekið við því hlutverki að beiðni Sameinuðu þjóðanna að vera bak- hjarl Pristina-flugvallar. Íslensku starfsmennirnir annast eftirlit með Neita því að Íslendingar stór- græði á þjónustunni í Pristina Uppbyggingarstarf Um 70 starfsmenn hafa farið til Pristina til að sinna verkefnum á vegum flugmálastjórnar og síðar Flugstoða. Flugstoðir vísa ásökun í Dagens Nyheter á bug

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.