Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2007 9 FRÉTTIR Opið virka daga kl. 10-18 laugardaga kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Buxur - peysur - bolir Opið hús í dag að Hringbraut 88 – 107 Reykjavík Íbúðin sem er 73 fm 3ja herbergja auk geymslu er á efri hæð. Húsið er í (Gamla Verkó), búið er að endurnýja mikið m.a nýlegur múr og þak. Umhverfi er allt hið snyrtilegasta. Páll Höskuldsson sölustjóri Fasteignakaupa sími 864 0500 tekur á móti gestum í dag miðvikudag á milli kl. 18 og 19. (Margrét á bjöllu) Erna Valsdóttir lögg. fast.-, skipa- og fyrirtækjasali. Sími 515 0500 www.fasteignakaup.is Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „AF ÞEIM 185 íslenskum karlmönnum sem árlega greinast með krabbamein í blöðruháls- kirtli hafa 2-3 þeirra þessa stökkbreytingu í BRCA2 geninu, þannig að þessar upplýsingar nýtast aðeins litlu broti beint af öllum þeim sem greinast með blöðruhálskirtilskrabba- mein. En vonandi geta þessar upplýsingar nýst til áframhaldandi rannsókna hvort heldur er hér- eða erlendis og vonandi verður þá hægt að fletta blaðsíðu í þeirri þykku bók sem rann- sóknir á orsökum krabbameins eru. Bókin er þykk og blaðsíðurnar margar og við erum sennilega enn aðeins í fyrsta kaflanum,“ segir Eiríkur Jónsson, yfirlæknir á þvagfæraskurð- deild Landspítalans, um niðurstöður rann- sóknarhóps frá Krabbameinsfélagi Íslands, Landspítala, Háskóla Íslands og Urði Verð- andi Skuld (UVS) dótturfélagi ÍE. Niðurstöðurnar eru birtar í hinu virta bandaríska vísindariti Journal of the National Cancer Institute og fjallað er sérstaklega um rannsóknina í ritstjórnargrein tímaritsins. Þar segir m.a.: „Þessi vinna getur varpað ljósi á það hvernig og hvers vegna BRCA2 stökk- breytingar hafa svo mikil áhrif á krabbameins- ferlið. Hún opnar einnig fyrir möguleika á að finna nýjar aðferðir til að geta gefið sjúkling- um nákvæmari upplýsingar þegar þeir grein- ast með krabbamein í blöðruhálskirtli.“ Einnig segir í ritstjórnargreininni að höfundarnir tak- ist á við mikilvægt verkefni er þeir kanna áhrif gena á framgang krabbameins og að aðal- styrkur rannsóknarinnar felist í hinum full- komnu íslensku upplýsingum um öll krabba- mein sem greinst hafa í landinu, allt aftur til ársins 1955. „Birting rannsóknarniðurstaðanna í þessu þekkta og víðlesna riti, sem þar að auki eru vel kynntar með ritstjórnargrein, mun hafa áhrif á rannsakendur víða um heim,“ segir Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabba- meinsskrárinnar og forsvarsmaður rannsókn- arinnar Segir hún að vonir standa til að rann- sóknarniðurstöðurnar geti orðið vísir að því að hægt verði að finna lausn fyrir miklu stærri hóp en arfberana eina. Þannig séu þetta mik- ilvægar upplýsingar sem nýtast muni til frek- ari rannsókna. „Markmiðið er einnig að kom- ast að því hvað valdi þessu krabbameini. Trúlega verður þetta alltaf einhvern blanda af erfðum og umhverfisþáttum, t.d. neysluvenj- um fólks,“ segir Eiríkur. Í rannsókninni voru, að sögn Laufeyjar, borin saman lifun og framgangur sjúkdóms hjá sjúklingum með krabbamein í blöðruháls- kirtli sem höfðu hina íslensku meðfæddu land- nemastökkbreytingu BRCA2 999del5 og sjúk- linga án stökkbreytingarinnar. Segir hún Krabbameinsskrána hafa verið grunn rann- sóknarinnar, ásamt upplýsingum sem safnað hefur verið síðustu 35 árin að frumkvæði Hrafns Tulinius, fyrrum yfirmanns Krabba- meinsskrárinnar, um ættir kvenna með brjóstakrabbamein. Í ættunum höfðu greinst 527 karlar með blöðruhálskrabbamein á ár- unum 1955-2004 og þar af voru 30 arfberar stökkbreytingarinnar eða 5,7%. Þess ber að geta að stökkbreytingin er fremur sjaldgæf og er almennt talið að 0,5% íslenskra karlmanna séu með umrædda stökkbreytingu. Að sögn Laufeyjar reyndust arfberarnir vera 5 árum yngri að meðaltali við greiningu krabbameinsins og hafa lengra genginn sjúk- dóm en sjúklingar án stökkbreytingarinnar. Þeir höfðu einnig mun styttri lifun og var helmingur hópsins látinn eftir 2,1 ár í stað 12,4 ára hjá mönnum sem ekki höfðu stökkbreyt- inguna. Einnig leiddi rannsóknin í ljós að 80% þeirra sem bera stökkbreytinguna greindust með útbreiddan sjúkdóm, sem þýðir að meinið hafi verið komið út fyrir kirtilinn sjálfan eða þeir voru með meinvörp annars staðar í líkam- anum, samanborið við 40% hjá þeim sem ekki voru með stökkbreytinguna. Bendir hún á að sú tiltekna stökkbreyting sem til skoðunar var í rannsókninni hafi aðeins greinst hérlendis sem og í Finnlandi, en erlendis finnast fleiri en ein tegund stökkbreytinga í BRCA2 geninu, en um sé að ræða flókið og stórt gen. Snýst um líf og lífsgæði Aðspurð segir Laufey meinlítið afbrigði af krabbameini í blöðruhálskirtli mun útbreidd- ara en talið var áður. Bendir hún í því sam- hengi á að við krufningu finnist krabbameinið hjá 2/3 allra karlmanna eldri en 65 ára, sem höfðu ekki sjúkdóminn svo vitað væri. „Vanda- málið er ekki svo mikið að finna og greina sjúkdóminn, heldur að spá fyrir um hegðun hans hjá hverjum einstaklingi. Við viljum geta ráðlagt einstaklingi sem greinist hvort ástæða sé til þess að fara umsvifalaust í meðferð eða hvort óhætt sé sleppa meðferð í bili og jafnvel um aldur og ævi, en fylgjast með meininu reglulega“ segir Eiríkur. Bendir hann á að árlega greinist hérlendis um 185 karlmenn með blöðruhálskirtils- krabbamein og þar af fari um 75-80 þeirra í róttæka meðferð, þ.e. ýmist geislun eða skurð- aðgerð þar sem kirtillinn er fjarlægður. Að sögn Eiríks eru skoðanir skiptar innan lækna- heimsins hvernig bregðast beri við blöðruháls- kirtilskrabbameini. Bendir hann á að meðferð sé aldrei alveg hættulaus og geti í einhverjum tilvikum haft mikil áhrif á lífsgæði sjúklinga, þ.e. áhrif á bæði þvaglát og kyngetu. „Stærsta vandamálið sem við stöndum frammi fyrir í dag, er skortur á aðferðum sem spá með vissu fyrir um framvindu krabba- meins í blöðruhálskirtli. Flestir þeirra manna sem greinast í dag eru með sjúkdóminn á lágu stigi og hann mun sennilega aldrei valda þeim skaða. Vandinn er sá að í dag er erfitt að skilja þarna á milli. Þess vegna fá nú margir karlar erfiða krabbameinsmeðferð, sem í raun þyrftu ekki á henni að halda,“ segir Eiríkur og bætir við: „Í raun snýst þetta um líf og lífsgæði. Við viljum varðveita hvoru tveggja. Það er mikil- vægt að ná þeim snemma sem þurfa á tafar- lausri meðferð að halda, en freista þess hlífa þeim sem ekki þurfa á henni að halda.“ Ættarsaga gæti gefið tilefni til prófs Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvort boðið sé upp á genapróf til að greina hvort karlmaður hafi umrædda stökkbreytingu og hverjir ættu að íhuga slíka rannsókna. Að sögn Tryggva Þorgeirssonar, læknanema við Há- skóla Íslands, er á Landspítalanum nú þegar farið að bjóða upp á erfðaráðgjöf „Talið er að tveir af hverjum hundrað sem fái þetta krabbamein beri þetta stökkbreytta gen, þannig að það er ekki ástæða fyrir alla karl- menn sem fá blöðruhálskirtilskrabbamein að fara í genapróf. Hins vegar mætti ráðleggja leit að stökkbreytingunni hjá körlum þar sem vitað er um stökkbreytingu í ættinni eða ef áberandi hefur verið innan fjölskyldunnar að margar konur hafi verið að fá krabbamein í brjóst eða eggjastokka, ekki síst ef þær grein- ast á unga aldri,“ segir Tryggvi. Aðspurð hvað framundan sé segja Laufey, Eiríkur og Tryggvi mikilvægt að kynna rann- sóknarniðurstöðurnar bæði með greinum og fyrirlestrum. Tryggvi er þegar búin að kynna hana á íslensku skurðlæknaþingi í mars sl. og mun nú í vikulok kynna hana á ársþingi nor- rænna þvagfæraskurðlækna sem fram fer í Danmörku. Að sögn Laufeyjar er einnig mark- miðið að rannsaka þetta svið nánar og hafa er- lendir vísindamenn t.d. við Harvard þegar sýnt því mikinn áhuga. Þess má að lokum geta að rannsóknarhóp- urinn var auk Laufeyjar, Eiríks og Tryggva, skipaður þeim, Elínborgu Jónu Ólafsdóttur, Guðríði Helgu Ólafsdóttur, Hrafni Tulinius og Jóni Gunnlaugi Jónassyni frá Krabbameins- skrá, en Jón starfar auk þess á rannsóknar- stofu Landspítalans í meinafræði, Lindu Við- arsdóttur og Jórunni Erlu Eyfjörð frá rannsóknarstofu HÍ og Krabbameinsfélagsins í sameinda- og frumulíffræði og Þórunni Rafn- ar og Steinunni Thorlacius frá UVS. Ný íslensk rannsókn um áhrif stökkbreytingar á BRCA2 geninu á krabbamein í blöðruhálskirtli Niðurstöður sem nýtast munu til frekari rannsókna Morgunblaðið/RAX Vísindamenn Tryggvi Þorgeirsson, Laufey Tryggvadóttir og Eiríkur Jónsson. ÞRIÐJA hollið sem lauk veiðum í Norðurá í sumar fékk þrjá laxa á átta stangir. Fyrri hollin fengu níu og tíu. Tveir veiddust á Berghyls- broti og einn kom á hits í Kross- holu. Annar laxanna af Berghyls- brotinu var fyrsti flugulax veiði- mannsins og jafnframt stærsti lax sem frést hefur af í vor, 87 cm löng hrygna. Að sögn eins veiðimannsins sást ekki mikið af laxi og þeir sem veiddust höfðu greinilega verið ein- hverja daga í ánni, sem annars var í frábæru standi og veðrið lék við veiðimenn. Það vantaði bara meira af fiski. Blanda hefur farið rólega af stað. Tveir laxar veiddust á sunnudag og veiðimenn sáu nokkra til. Nú í vik- unni hefst veiði í fleiri laxveiðiám; Laugardalsá opnaði í gær og meðal annarra opna Laxá í Kjós og Þverá á föstudag. Allt komið á fleygiferð Sigurbrandur Dagbjartsson hef- ur stundað Þingvallavatn vel í vor, og eftir einmuna kaldan maí, þar sem hann var samt að fá þrjár til fjórar bleikjur í ferð, segir hann að nú sé allt komið á fleygiferð í sil- ungnum. „Satt best að segja hef ég lent í ruglveiði á Þingvöllum undanfar- ið,“ sagði hann og viðurkenndi að hann hefði verið að fá „dálítið margar bleikjur í túr“ síðustu daga. Allt að 18 stykki. Sagði hann aðal- málið vera að „skrapa botninn,“ þar væri bleikjan. Hraunsfjörður á Snæfellsnesi var viðkomustaður Sigurbrands í fyrsta sinn á dögunum og kom hon- um ánægjulega á óvart. „Það er eins og lítið Hlíðarvatn, og bullandi af fiski. Ég lenti í logni og það var mikið æti, en eftir að ég hafði fund- ið réttu fluguna var botnlaus taka.“ Tilboð í Eyjafjarðará Veiðifélög á Akureyri; Stanga- veiðifélag Akureyrar, Stangaveiði- félagið Flúðir og Stangaveiði- félagið Flugan, hafa í sameiningu gert landeigendum við Eyjafjarð- ará tilboð í veiðirétt árinnar næstu tíu árin. Eyjafjarðará hefur löngum verið eitt besta bleikjusvæði lands- ins en hefur verið í öldudal síðustu ár. Þriðja hollið fékk þrjá laxa VEIÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.