Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Skógarhlíð 18 – 105 Reykjavík – sími 591 9000 Akureyri – sími 461 1099 • Hafnarfirði – sími 510 9500 www.terranova.is Golden Sands í Búlgaríu hefur sannarlega slegið í gegn hjá Íslendingum. Terra Nova býður nú frábært tilboð til þessa vinsæla sumarleyfisstaðar sem býður þín með frábæra strönd, einstakt loftslag, ótæmandi afþreyingarmöguleika, fjölbreytta veitingastaði og fjörugt næturlíf. Þú bókar sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Súpersól til Búlgaríu 25 júní. og 2 júlí. frá kr. 39.995 - SPENNANDI VALKOSTUR kr. 44.990 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði í viku. Aukavika kr. 10.000. Súpersólar tilboð 2. júlí kr 5.000 aukalega á mann. kr. 39.995 Netverð á mann, m.v. gistingu fyrir 2 fullorðna og 2 börn í íbúð m/einu svefnherbergi í viku. Aukavika kr. 10.000. Súpersólar tilboð 2. júlí kr. 5.000 aukalega á mann. Allra síðustu sætin Ég er sko ekkert hrædd við þig, Úlfurinn þinn, kanntu ekki ævintýrið? Ef þú gleypir lands- byggða-ömmuna og mig þá kemur Guðni veiðimaður og bara bang, og þú ert dauður. VEÐUR SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                     *(!  + ,- .  & / 0    + -                           12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                            :  *$;<                              !" !#   *! $$ ; *! !  "    #  $ =2 =! =2 =! =2 !#"%& ' % ( )*&%+ >2?         *  @A2? $       % & $                     =7       '        (              (  =                    ) !#   ,-&& .. %&  / *  ' % 3'45 B4 B*=5C DE *F./E=5C DE ,5G0F ).E 1 1 0 02 0 0 02 02  0 3 3 0  02 3 3    12 1 1 1 12 1 1 12 1 1 1 1 12 12            Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Guðrún Helgadóttir | 11. júní Barnvæn vegasjoppa Ég er alltaf jafn hrifin af hvernig er búið að börnum við Bauluna, sjoppuna við þjóðveg 1 milli Borgarness og Bifrastar, fyrir þá sem þekkja ekki allar sjoppurnar við hringveginn – sem eru reyndar frábært athugunarefni út af fyrir sig. Við Bauluna er afgirt svæði með útidóti fyrir yngstu veg- farendurna og opið úr kaffistofunni þangað út en ekki hægt að komast út á bílaplanið. Sem sagt hægt að sam- eina kaffiþorsta fullorðinna og leik- gleði barna. Meira: gudr.blog.is Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir | 12. júní Iss piss … Á meðan heimurinn er á öðrum endanum yfir því að Paris Hilton þori ekki á klósettið í fang- elsinu finnst mér tilefni til að benda fólki á afar áhugaverða bók sem ég er að lesa. Bókin heitir „A Long Way Gone“ og er um líf Ishmael Beah sem var neyddur til að taka þátt í stríðsátökum í Síerra Leóne þegar hann var aðeins 12 ára gamall. Í dag er hann 27 ára gamall og býr í New York og hefur gerst sérstakur talsmaður til að uppræta kúgun barna til að taka þátt í stríðsátökum. Meira: bryndisisfold.blog.is Helgi Jóhann Hauksson | 12. júní Ótrúlegt hvað fuglar leggja á sig til að verja afkvæmi sín Fuglar bera ótrúlega hlýjar og sterkar til- finningar til unganna sinna. Það er merkilegt að þegar gæsirnar geta forðað sér sjálfar svo auðveldlega með flugi gera þær það ekki ef öryggi ung- anna er í húfi heldur standa keikar, tilbúnar að berjast við risastórar skepnur, mennina, til að verja ung- ana sína. Meira: hehau.blog.is Eygló Harðardóttir | 12. júní Hópsamfarir unglinga Á síðustu vikum hafa tvö mál farið í gegnum dómskerfið sem fjallað hafa um hvort hóp- samfarir unglinga séu nauðgun eður ei. Í báð- um málunum eru þeir ákærðu 3-4 ungir piltar sem höfðu samfarir saman við unglingsstúlku og í báðum málunum var sýknað vegna skorts á sönnunum um að um nauðgun væri að ræða. Hvað er það sem fær unglings- pilta til að telja það eðlilegt að stunda kynlíf með 2-3 félögum sín- um, með stúlkum sem eru ekki lög- ráða og undir áhrifum áfengis og annarra vímuefna? Að geta haldið því raunverulega fram og fengið það samþykkt í dómskerfinu að stúlk- urnar hafi viljað þetta, og væru í raun hæfar til að segja já við ofan- greindu. Fréttir af dómsmálum sem þess- um valda mér miklum áhyggjum og ugg í brjósti. Unga fólkið okkar virðist fá mjög brenglaðar hugmyndir um hvað sé kynlíf og vil ég rekja það til kláms og Netsins. Klám hvetur til þess við- horfs að það sé í lagi að stunda hóp- kynlíf, og viðhorfs þess efnis að kon- ur séu viljalaus verkfæri, tilbúnar að leggjast með hvaða karlmanni sem er. Einstaklega auðvelt er fyrir börn og unglinga að nálgast klám [...] Því er kannski ekki skrítið að dóms- kerfið þarf að fást við hópkynlíf ung- linga á borð við þetta sem ég nefndi hér í byrjun. Og ekki bara dóms- kerfið. Kennarar takast á við orðróm og sögur um að ungar stúlkur séu að kaupa sér aðgang að partíum með munnmökum og óviðeigandi mynda- tökum með GSM-símum. Og land- læknir þarf að taka umræðuna um hvort endaþarmsmök séu „öruggt“ kynlíf við unglinga. Í byrjun sumars dynja á okkur auglýsingar þess efnis að við eigum ekki að kaupa áfengi handa börn- unum okkar, við eigum að takmarka tímann við tölvuna, fylgjast með úti- vistartímum og hvort börnin okkar séu hugsanlega farin að nota eit- urlyf. En ekki orð um hvað börnin okkar eru að gera ein í herberginu sínu með tölvunni og háhraðateng- ingunni. Er ekki kominn tími til að við ræðum klám og áhrifin sem það hefur á börnin okkar? Meira: eyglohardar.blog.is BLOG.IS Það er góðra gjalda vert hjá flutn-ingasviði Samtaka verzlunar og þjónustu að efna til kynningarátaks til þess að upplýsa almenning um mikilvægi landflutninga.     En það þjónar litlum tilgangivegna þess að fólk veit ósköp vel hvað flutningabílarnir eru að gera.     Vandinn er allt annar. Hann er sá,að flutningabílarnir keyra of hratt, í of mörgum tilvikum hægja þeir ekki á sér, þegar þeir mæta bíl- um úti á þjóðvegum.     Þeir eru stundum með vagna aftaní sér, sem geta sveiflazt til, þeg- ar bílarnir eru á miklum hraða og í of mörgum tilvikum er ekki gengið nægilega vel frá farmi bílanna.     Grundvallarvandinn er svo sá, aðvegirnir eru of mjóir og bera ekki þessa umferð og á fjölförnustu vegum þurfa að vera tvær akreinar í hvora átt.     Það sem Samtök verzlunar ogþjónustu ætla að stunda í sumar er auglýsingamennska. En hún dug- ar ekki til þess að koma í veg fyrir slys. Þjóðvegirnir á Íslandi eru því miður lífshættulegir ekki sízt vegna flutningabílanna.     Meiri ástæða hefði verið til aðsamtökin ræddu við flutninga- fyrirtækin um að draga úr hraða þegar bílar koma á móti og gera ráðstafanir til þess að tryggja við- unandi frágang á farmi.     Hvers vegna er athygli og fjár-munum Samtaka verzlunar og þjónustu ekki beint að þessum grundvallaratriðum? STAKSTEINAR Auglýsingamennska og alvara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.