Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ALVARLEGAR ATHUGASEMDIR Það er ekki hægt að horfaframhjá því, að Alþjóðagjald-eyrissjóðurinn er að gera al- varlegar athugasemdir við stjórn efnahagsmála á Íslandi, þótt fulltrú- ar hans undirstriki að efnahagsstaða okkar sem þjóðar sé traust og raunar öfundsverð. Í raun og veru eru fulltrúar sjóðs- ins að segja, að nú sé óhjákvæmilegt að stíga á allar bremsur, sem hægt er að stíga á. Það þýðir ekki fyrir rík- isstjórnina að láta sem ekkert sé. Það er athyglisvert hvað sjóðurinn leggur mikla áherzlu á tilvist Íbúða- lánasjóðs í þessu samhengi og telur greinilega, að ef ekki væri vegna samkeppni þessa opinbera sjóðs væru bankarnir búnir að hækka vexti á íbúðalánum sínum svo veru- lega að draga mundi úr fasteigna- kaupum og byggingu á nýju húsnæði. Stjórnmálamennirnir hafa haft áhyggjur af því, að ef Íbúðalánasjóð- ur væri ekki til staðar mundu bank- arnir engin lán veita til bygginga og kaupa á húsnæði á landsbyggðinni. Sjóðurinn kemur til móts við það sjónarmið með því að segja að taka megi upp sértækar aðgerðir til þess að tryggja þá lánsfjármögnun. Er það ekki eitthvað, sem Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmálaráðherra get- ur verið til viðræðu um? Þá er ljóst að fulltrúar sjóðsins telja, að þeir sem halda utan um rík- isfjármálin, þ.e. ríkisstjórn og Al- þingi, verði að draga úr opinberum fjárfestingum og útgjöldum. Er það svo erfitt í upphafi nýs kjörtímabils? Ennfremur fer ekki á milli mála, að fulltrúar sjóðsins hafa áhyggjur af launaþróuninni og eru í raun og veru að hvetja til þess, að innflutningur erlends vinnuafls verði aukinn til þess að halda launum niðri og koma í veg fyrir launahækkanir vegna skorts á vinnuafli. Í því sambandi hvetur sjóðurinn til að auknir mögu- leikar verði á innflutningi vinnuafls frá löndum utan Evrópusambands- ins. Þetta er hugmynd, sem er líkleg til að vekja deilur hér heima fyrir, og er þá ekki átt við andstöðu einstakra þjóðfélagshópa við útlendinga heldur að verkalýðshreyfingin muni ekki kunna vel slíkum aðferðum til að halda launum í skefjum. Í hugmyndum Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins er að finna fleiri ábendingar en þær, sem hér hafa verið nefndar, en af þessu er ljóst, að þetta eru ekki léttvægar tillögur, sem auðvelt er að yppta öxlum yfir, heldur er óhjá- kvæmilegt að fram fari umræður um þær og þá ekki sízt að ráðherrar í nú- verandi ríkisstjórn tjái sig um þær. Er sjálfsagt að opinberir aðilar leggi í miklar vegaframkvæmdir og aðrar framkvæmdir í samgöngu- málum í ljósi þessara viðvarana og ábendinga? Er sjálfsagt að orkufyr- irtæki í opinberri eigu leggi í eins miklar framkvæmdir og þau hafa haft áform um? Er nauðsynlegt að ríkissjóður grípi þegar til aðgerða á næstu vikum til þess að draga úr út- gjöldum ríkissjóðs? Samfylkingin boðaði aðhaldssama efnahagsstefnu. Þetta þarf því ekki að verða erfitt. BARNAÞRÆLKUN OG ÓLYMPÍUHUGSJÓNIN Alþjóðasamband verkalýðsfélaga,ITUC, birti í upphafi vikunnar skýrslu undir heitinu „Ólympíuleik- arnir fá engin verkalýðsverðlaun“ þar sem hörðum orðum er farið um aðstæður þeirra, sem framleiða varn- ing í kínverskum verksmiðjum með leyfi og undir merkjum Ólympíuleik- anna í Kína á næsta ári. Í skýrslunni er bent á „gróf brot á grundvallar verkalýðsréttindum í nokkrum kín- verskum verksmiðjum, sem fram- leiða vörur með leyfi Ólympíuleik- anna í Peking, þar á meðal að laun fyrir fullorðna verkamenn séu aðeins helmingur lögbundinna lágmarks- launa, ráðning verkamanna allt niður í 12 ára aldur og að verkamenn vinni tólf klukkustunda vaktir sjö daga vik- unnar við óöruggar og heilsuspillandi aðstæður.“ Bent er á að félagaaðild er ekki frjáls í Kína og því skorti verkamenn allar leiðir til að verja rétt sinn. Útsendarar ITUC tóku viðtöl í fjórum verksmiðjum og kemur af- raksturinn fram í skýrslunni. Að auki segir að verkamenn hafi verið neydd- ir til að vinna yfirvinnu, verið fyrir- skipað að ljúga að eftirlitsmönnum um laun sín og aðstæður á vinnustað og látnir vinna 30 daga í mánuði. „Ég vann frá því snemma um morguninn til klukkan tvö næstu nótt,“ segir 13 ára stúlka, sem ekki vildi láta nafns getið. „Þetta gerist ekki bara einu sinni heldur tvisvar til þrisvar í mánuði. Ég var úrvinda, en samt var ég látin fara í vinnuna næsta dag eins og venjulega.“ „[Þ]að er til skammar fyrir alla Ól- ympíuhreyfinguna að svona alvarleg brot á alþjóðlegum verkalýðsréttind- um skuli eiga sér stað í verksmiðjum, sem framleiða Ólympíuvarning með leyfi,“ var haft eftir Guy Ryder, framkvæmdastjóra ITUC. Kínversk stjórnvöld segjast munu kanna þetta mál og sagði Jiang Xia- oyu, varaforseti skipulagsnefndar Ól- ympíuleikanna, að kæmi í ljós að reglur hefðu verið brotnar með þeim hætti, sem fram kæmi í skýrslunni yrði tekið hart á málinu. 12 og 13 ára börn eiga ekki að ganga hálfs sólarhrings vaktir í verk- smiðjum. Það á ekki að skipta við fyr- irtæki, sem byggja tilvist sína á þrælkun barna. Kröpp kjör verka- fólks í Kína eru ekkert leyndarmál. Víða starfar fólk við hryllilegar að- stæður. Barnaþrælkun og ólympíu- hugsjónin eiga ekkert sameiginlegt. Vonandi verður þessi skýrsla til þess að kínversk yfirvöld taki á málinu í al- vöru. Og vonandi verður hún til þess að vekja athygli á aðstæðum á kín- verskum vinnumarkaði þar sem skammarlega oft gildir einu um ein- staklinginn, heilsu hans og velferð. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is HÁSKÓLI Íslands varð efstur í níu atriðum af þeim ellefu sem Ríkis- endurskoðun horfði til við saman- burð á kennslu í viðskiptafræði, lög- fræði og tölvunarfræði í fjórum íslenskum háskólum á árunum 2003-2005. Háskóli Íslands var ódýrastur en um leið með sterkasta akademíska stöðu í öllum náms- greinunum þremur auk þess sem hann var skilvirkastur í tveimur námsgreinum af þremur. Háskóli Reykjavíkur lenti í öðru sæti í sjö tilvikum. Almennt komu Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík mun bet- ur út úr samanburðinum en Háskól- inn á Akureyri og Háskólinn á Bif- röst. Ríkisendurskoðun setur tvenns konar fyrirvara við samanburðinn. Annars vegar sé margvíslegur munur á skólunum hvað varðar inn- tak náms, kennsluaðferðir og náms- mat. Menntunin sem skólarnir veiti sé að ýmsu leyti ólík þótt náms- greinar og prófgráður beri yfirleitt sömu eða svipuð heiti. Hins vegar séu mælikvarðar úttektarinnar ófullkomnir og gefi aðeins vísbend- ingar um samanburðaratriðin. Ríkisendurskoðun telur engu að síður að þær séu nægilega traustar til að hægt sé að greina mun á milli skóla. Mikill munur á menntun Úttektin leiddi í ljós mikinn mun á menntunarstigi fastra akadem- ískra starfsmanna en hlutfall slíkra starfsmanna með doktorspróf var á milli 10 og 100% eftir því hvaða deild eða skor um var að ræða. Þá var rannsóknarvirkni mjög mis- munandi. Í sumum deildum skrifaði hver starfsmaður hálft greinarígildi á ári en í öðrum deildum eða skor- um voru greinarígildin tvö. Á grundvelli þessara niðurstaðna leggur Ríkisendurskoðun til að stjórnvöld setji skýrari reglur um menntun akademískra starfs- manna. Fram kemur að samkvæmt ný- legum reglum menntamálaráð- herra um viðurkenningu háskóla byggist slík viðurkenning m.a. á mati á stöðu skóla á því fræðasviði sem um ræðir. Ríkisendurskoðun telur engu að síður að stjórnvöld hafi ekki sett fram nákvæm viðmið eða lágmarkskröfur í þessu sam- bandi. „Ríkisendurskoðun telur að stjórnvöld eigi að gera skýrar kröf- ur um akademíska stöðu háskóla, t.d. um lágmarkshlutfall doktors- menntaðra starfsmanna af föstum akademískum stöðum, og ætti við- urkenning að vera háð því að skóli uppfylli slíkar stöður,“ segir í út- tektinni. Bent er á að enginn íslensku skól- anna hefur hlotið vottun frá viður- kenndum erlendum vottunarstofn- unum líkt og margir erlendir skólar eða deildir innan þeirra hafa hlotið. Ennfremur er minnt á að OECD hafi lýst efasemdum um hvort að- ferðir stjórnvalda við viðurkenn- ingu nýrra prófgráða séu nægilega vandaðar til að tryggja gæði náms- ins. Kanni arðsemi viðskiptafræða Ríkisendurskoðun vekur einnig athygli á því að á undanförnum ár- um hafi háskólanemum fjölgað mik- ið en mismikið eftir greinum. Hlut- fallslega hafi fjölgunin verið mest í félagsvísindum, þ.m.t. viðskipta- fræði og lögfræði, en hlutfallslega mun fleiri stunduðu nám í þessum greinum hér á landi en annars stað- ar á Norðurlöndum árið 2005. Þetta á einkum við um viðskiptafræði. Fram kemur að viðskipta- og hag- fræðinemar voru 10% allra háskóla- nema árið 1997 og þriðji nemendahópur háskólann fjölmennur og nemendur í vísindum og stærðfræði. „Á voru þeir hins vegar orð mennasti nemendahópurin 18% af heildinni. Þessi stafar einkum af fjölgun v fræðinema í einkareknu um,“ segir í úttektinni. Að mati Ríkisendur þurfa stjórnvöld að taka sk stöðu til þess en gert he hvernig verja á fjárveitingu skóla og taki m.a. tillit til n fjölda, námsgreina og d kennslu á milli skóla. „Eðli slík stefna sé sett til nokk og taki m.a. mið af þjóð hagkvæmni mismunandi m ar. Mikilvægt er að kortlög samfélagsins fyrir mennta HÍ efstur í níu t Ríkisendurskoðun birti í gær úttekt á kostnaði, skilvirkni og gæðum há- skólakennslu í þremur námsgreinum hjá sam- tals fjórum íslenskum háskólum. Þetta er í fyrsta skipti sem slík út- tekt er gerð og óhætt er að fullyrða að háskóla- menn hafa beðið hennar með töluverðri eft- irvæntingu. „VIÐ erum afskaplega ánægð með niðurstöðu skýrsl- unnar og okkur finnst að þetta sé staðfesting á því að námið sé afburðagott og vel farið með fjármagn,“ segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Hún segir að í skýrslunni séu ábendingar um hluti sem betur megi fara en það séu allt þættir sem verið sé að bregðast við nú þegar og hafi þeir allir verið settir í stefnu háskólans sem þegar sé byrjað að framfylgja. Í nýju stefnunni komi m.a. fram að fram- vegis verði aðeins ráðnir kennarar með doktorspróf við deildina og svarar Kristín þannig gagnrýni á að mjög lágt hlutfall kennara við lagadeild HÍ sé með doktorspróf. „Þetta hefur þegar lagast frá því að út- tektin var gerð og mun breytast meira á komandi ár- um,“ segir Kristín. Aðstaða nemenda mun batna á næstunni Aðspurð um brottfall nemenda segir Kristín að það sé eitt af þeim málum sem verið sé að skoða mjög al- varlega og að þetta sé spurning bæði um að tíma ein- staklinga sé ekki nógu vel varið svo og kostnað rík- isins. „Viðskipta- og hagfræðideild okkar hefur sett sér stefnu næstu fimm ár þar sem enn verður gert betur og áhersla lögð á að bæta bæði kennslu og rannsóknir til muna,“ segir Kristín og bætir við í sambandi við óánægju nemenda með aðstöðu, sem fram kom í úttektinni, að háskólinn muni taka Há- skólatorg í notkun í desember 2007 en það sé 10.000 m² húsnæði sem muni bæta verulega aðbúnað nem- enda í þessum deildum. „Skýrslan felur í sér sóknarfæri“ Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, var staddur erlendis og hafði ekki náð að kynna sér skýrsluna nógu vel en vildi þó segja að skýrslan kæmi að mörgu leyti ágætlega út fyrir Háskólann á Bifröst. „Það er greinilegt að við erum með fæsta nem- endur á hvern kennara sem samrýmist okkar stefnu og er kostnaður okkar töluvert mikill miðað við aðra skóla og helgast það meðal annars af þessari stað- reynd, Bifröst „Við til umr og mun Bifröst ig sé at komi á það ísle Frumd frábru Svafa G ekki tjá in að k um nið Jóha ans við HR vild hefðu k skýring skýrslu urstöðu sendur stórum Stað mundu tektina betur, Rektor HÍ fagnar Kristín Ingólfsdó  Háskólinn í Reykjavík efstur í tveimur tilvikum og s Bifröst reka oftast lestina  Menntamálayfirvöld þurf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.