Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2007 29 Þegar breskur lögfræðingur, sem nú er nýlátinn, Peter Benenson, stofnaði Amnesty 1961 vakti fyrir honum að stofna hjálparsamtök, sem ekki berðu sér á brjóst í heilagri vandlætingu, heldur hjálpuðu þeim, sem sættu ofsóknum stjórnvalda og sætu í fangelsi vegna skoðana sinna. Hann forðaðist þó boð- bera vopnaburðar og ofbeldis, því hann vissi vel, að ekki eru allir svonefndir „samvisku- fangar“ saklausir fulltrúar lýðræðis og mannréttinda. Margir „samviskufangar“ hafa beitt ofbeldi og hvetja til styrjalda, ofbeld- isbeitingar og þjóð- skipulags, þar sem allt lýðræði og öll mann- réttindi eru fótum troð- in. Þeir Lenín, Stalín og Hitler voru t.d. allir „samvisku- fangar“ á sínum tíma, fangelsaðir vegna skoðana sinna. Þetta vakti andstöðu vinstri sinn- aðra „aðgerðarsinna“, sem fljótlega þyrptust í samtökin, Benenson var hrakinn út í horn, og fór svo að hann hætti alveg afskiptum af Amnesty 1973. Foreldrar eru alltaf tregir til að fordæma börn sín og hann mun aldr- ei hafa fordæmt valdaræningjana op- inberlega, mætti á afmælishátíðir og kveikti á kertum, en það duldist eng- um, að hann hafði fullkomna and- styggð á stefnu hinna nýju herra, sem breyttu Amnesty í þann nánast marklausa þrýstihóp vinstri manna, sem þau eru nú og hafa lengi verið. Umskiptin voru að mestu orðin þegar valdaræningjarnir tóku við friðarverðlaunum Nóbels 1977, ekki fyrir störf sín, heldur Benensons. Upp úr því hófst herferðin mikla gegn Íranskeisara, sem var kunnur stuðningsmaður Bandaríkjanna. Ástand mannréttindamála í Íran var vissulega slæmt, en þó engu verra en í nágrannalöndum sem Amnesty þagði um, svo sem Írak og Sýrlandi, þar sem stjórnvöld voru alfarið á bandi Sovétmanna. Merkilegri var þó þögnin háværa, sem fylgdi í kjölfarið eftir að „ást- mögur Amnesty“, Khomeini erki- klerkur, náði völdunum og blóðbaðið hófst fyrir alvöru. Upp úr því sneri Amnesty sér beint að Bandaríkj- unum sjálfum, þ.e. al- menningi, sem þar situr í kviðdómum og fellir sjálfur dauðadómana í landi þar sem yfirgnæf- andi stuðningur er við dauðarefsingar, líka í þeim ríkjum, þar sem fylkisþingmenn hafa af- numið þær í óþökk kjósenda sinna. Því má bæta við, að ólíkt því sem annars staðar ger- ist eru dómarar, sak- sóknarar og lög- reglustjórar kjörnir fulltrúar almennings í Bandaríkj- unum, ekki valdir af stjórnvöldum og í raun verkfæri þeirra eins og á Ís- landi, Kúbu og flestöllum öðrum löndum heims. Nú er ég enginn sér- stakur aðdáandi bandarísks réttar- fars eða stuðningsmaður dauðarefs- inga, en hvers vegna lýsti núverandi framkvæmdastjóri Íslandsdeildar því yfir fyrir nokkru, þegar fjöldamorð- ingi einn var tekinn af lífi samkvæmt fyrirskipun hóps samborgara sinna í kviðdómi, að „bandarísk stjórnvöld“ hefðu „myrt“ morðingjann? Hvers vegna ber Amnesty at- hugasemdalaust saman aftökur í Kína, þar sem menn eru teknir af lífi fyrir að hafa stolið svíni, eða í Íran, þar sem konur eru grýttar til bana af því að eiginmaðurinn segir þær ótrú- ar, og aftökur þeirra sárafáu banda- rísku morðingja, sem allra við- bjóðlegustu glæpina hafa framið og eru fyrirskipaðar af kviðdómi, skip- uðum almennum borgurum? Am- nesty heyrir ekki neyðaróp kvennanna eða grát barnanna, sem þessir ódæðismenn hafa nauðgað, pyntað og myrt. Samúðin er öll með morðingjanum, þ.e. sé hann banda- rískur. Irene Khan, aðalritari Amnesty International, bar nýlega saman fangabúðirnar í Guantánamo, þar sem miskunnarlausir Al-Qaida- liðar og tilvonandi sjálfsmorðs- morð- ingjar, menn sem eru reiðubúnir til að myrða fangaverði sína þó það kosti þá sjálfa lífið, eru hafðir í haldi og Gúlag Stalíns, þar sem milljónir saklausra manna og fjölskyldur þeirra voru myrtar með köldu blóði vegna þess að þeir voru taldir á ann- arri skoðun en harðstjórinn. Hver tekur mark á slíkum sam- tökum? Meira að segja því kunna vinstrablaði, Washington Post, of- bauð þessi „samanburðarfræði“. Og hvers vegna talar Amnesty nú bara um Guantánamo? Hvað með þá vesa- lings menn, sem sæta pyntingum í öðrum fangabúðum á Kúbu og hafa ekkert til saka unnið annað en kyn- hneigð sína? Er það kannski vegna þeirrar staðreyndar að liðsmenn „Kúbuvinafélagsins“ hafa um langt skeið verið í Amnesty? Hvað veit ég? Það var á árunum í kringum 1980 sem ég varð þess fyrst var á smáaug- lýsingasíðum Þjóðviljans, að sömu menn, úr forystusveit Alþýðu- bandalagsins (nú Samfylking og VG) voru að auglýsa fundi í „vináttu- félögum“, stuðningshópum við stjórnvöld á t.d. Kúbu, í Austur- Þýskalandi, Sovétríkjunum (MÍR), Víetnam, Albaníu, Norður-Kóreu, o.s.frv. og fundi í Amnesty, þar sem þeir höfðu gjarnan framsögu um „lýðræði“ og „mannréttindi“. Þjóð- viljinn liggur fyrir, og ekki þarf um þetta að deila. Þetta fólk er enn í fullu fjöri og ég veit ekki til að það hafi sagt sig úr Amnesty, þótt „vináttu- félögunum“ hafi fækkað. Ég lít svo á, að þeir, sem telja sig geta starfað að mannréttindamálum við hlið fólks sem starfar eða hefur starfað samtímis í skipulegum stuðn- ingshópum við stjórnir af þessu tagi, viti einfaldlega ekki hvort þeir séu að koma eða fara. Í sporum þeirra mundi ég fara. Svolítið meira um Amnesty Vilhjálmur Eyþórsson er lítt sáttur við ýmis störf Amnesty International »Hver tekur mark áslíkum samtökum? Meira að segja því kunna vinstrablaði, Washington Post, of- bauð þessi samanburð- arfræði. Vilhjálmur Eyþórsson Höfundur stundar ritstörf. SAMKVÆMT kenningum þeirra, sem tala fyrir svokallaðri sjálfstæðri peningastjórn smáþjóða, er hún afar mikilvægt og bráðnauðsynlegt hags- tjórnartæki fyrir Íslendinga. Aðrar smáþjóðir á borð við Íra, sem búa við síst minni hagvöxt en við, virðast hins vegar komast ágætlega af án þess. Hvernig birtist svo þessi sjálfstæða peningastjórn íslensk- um fyrirtækjum og heimilum? Ár eftir ár eru vextir hér mun hærri en í ná- grannalöndunum, stundum tvöfaldir eða jafnvel þrefaldir. Seðlabanki Íslands hef- ur að undanförnu enn reynt að halda verð- bólgu í skefjum með gífurlegum vaxta- hækkunum sem aftur valda gengishækkun íslensku krónunnar. Hún hefur styrkst um rúm 10% frá áramótum og sveiflast frá degi til dags eins og lauf í vindi. Erlendir spá- kaupmenn halda ís- lensku krónunni í gísl- ingu og halda áfram að gefa út svokölluð jökla- bréf fyrir hundruð milljarða. Óttast er að þeir leggi á flótta ef vextirnir lækka og þar með fellur gengi krónunnar. Þrátt fyrir allar vaxtahækkanirnar er verðbólga enn langt yfir mark- miðum. Vaxtahækkanirnar hafa lítil áhrif á almenna eftirspurn þar sem stærstur hluti skulda er annaðhvort verðtryggður eða í erlendri mynt. Hátt gengi krónunnar er jafnvel talið ýta undir eyðslu og innflutning öfugt við það sem til er ætlast. Það er ekki ofsögum sagt þegar framkvæmdastjórn Samtaka at- vinnulífsins heldur því fram að ný rík- isstjórn þurfi að „taka á þeirri sjálf- heldu sem stjórn peningamála og hagstjórnin hefur ratað í“. Viðbrögð Seðlabank- ans eru þau að gleðjast yfir því að okurvextirnir séu farnir að bíta. Það sé til marks um að stefna bankans virki loksins eins og til er ætlast. Flestir sem geta hafa flúið frá krónunni og taka nú lán í erlendri mynt. Það er miklu fremur hátt og sveiflu- kennt gengi krónunnar en vextirnir sjálfir sem bíta samkeppnis- og út- flutningsgreinar. Er það fagnaðarefni? Íslenskur hagvöxtur á því miður að allt of miklu leyti rætur að rekja til einkaneyslu og erlendrar skuldasöfn- unar. Slíkur hagvöxtur er ekki sjálfbær til lengdar. Lækningin get- ur ekki verið í því fólgin að drepa niður þau fyr- irtæki í iðnaði, sjávar- útvegi og ferðaþjónustu sem skila okkur gjald- eyristekjum. Er slík lækning ekki of dýru verði keypt? Er ekki veruleg hætta á að íslenskt efnahagslíf verði örkumla eftir slíka lækningu? Hvað má peninga- stjórnin kosta? Erlendir spákaupmenn halda íslensku krónunni í gíslingu segir Sveinn Hannesson m.a. í þessari grein Sveinn Hannesson » Sú lækninger of dýru verði keypt, sem felst í því að drepa niður þau fyrirtæki í iðn- aði, sjávarútvegi og ferðaþjón- ustu sem skila okkur gjaldeyr- istekjum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. NÚ gerðist það nýlega að fatlaður maður brenndist illa í húsi Ör- yrkjabandalagsins. Í árdaga hita- veitu var hugmyndin sú að láta af- fallið frá húsunum hita upp vatn í hitadunki sem áður hafði verið hit- aður af kolakatlinum. Á sumrin var affalið oft ekkert eða hálfkalt og var þá farið út í það að tengja hita- veituna beint inn á kranavatnslögn- ina. Hönnunarforsendur hitaveitna og hitakerfa eru mesta frost sem getur komið á nokkurra áratuga fresti. Fyrir suðvesturhorn landsins eru þetta mínus 15°C. Ofnar og pípukerfi eru miðuð við að vatnið komi 80°C heitt inn og fari 40°C út í 15 stiga frosti. Þegar hlýrra er má því notast við kaldara vatn. Lang- tímamælingar á hita sýna að það eru að jafnaði tveir dagar á ári sem hiti fer undir –10°C í Reykjavík. Lægra en –7°C eru 12 dagar og undir –2°C eru 58 dagar. þetta þýð- ir það að liðlega 300 daga á ári er hægt að hita öll hús upp með vatni sem er 60°C og vatnið þarf að vera heitara en 65°C í tólf daga. Frá Nesjavöllum og af Laugardalssvæð- inu er hægt að senda til notenda 60°C heitt vatn án mikilla tilfær- inga. Það er aðeins vatn frá Reykj- um sem liggur ekki beint við að kæla. Húsvíkingar leystu kæl- inguna á svoleiðis veitu með því að leiða vatnið gegnum raforkuver sem vinnur raforku úr vatninu þeg- ar ekki er þörf á svo heitu vatni. Rúm sextíu ár eru síðan fyrst var farið að leggja hitaveitur og á þeim tíma hefir margt breyst. Hús eru nú öll með tvöföldu gleri og mikilli einangrun, þannig að ekki er vitað nákvæmlega hvað upphitunarvatnið þarf að vera heitt. Ef vatnshiti yrði lækkaður í 60°C myndi eflaust nægja fyrir marga að loka bara gluggunum. Í kuldaköstum gætu svo orkuveitur hækkað hitann í 70°C. Svona aðgerðir myndu auka vatnsnotkun, því minni orka ynnist úr hverjum lítra vatns og þarf því að leiðrétta gjaldskrár hvað það varðar. Að hita upp með kaldara vatni en 80°C hefir einn kost, þegar loft kemst í snertingu við heitan flöt detta í sundur öragnir sem í loftinu eru og verða að ennþá smærri ögn- um. Þessar agnir geta komist inn í blóðrásina gegnum öndunarfærin og orsakað ýmsa kvilla. GESTUR GUNNARSSON, Flókagötu 8, Reykjavík. Brunaslys Frá Gesti Gunnarssyni Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í Morgunblaðinu 8. júní sl. gerði Gunnþór Guðmundsson, fyrrverandi bóndi og rithöfundur, nokkrar at- hugasemdir við grein eftir mig í Les- bók Morgunblaðsins 2. júní undir nafninu „Kapp er best með forsjá“ (sem ég tek heilshugar undir). At- hugasemdir Gunnþórs, sem ég þakka fyrir, eru hófsamar og málefnalegar. Gunnþór segir: „Með álverunum erum við ekki aðeins að auka mengun hjá okkur heldur erum við líka að auðvelda öðrum þjóð- um að viðhalda og auka hvers konar mengandi framleiðslu. Ál er mikið notað í einnota umbúðir sem ekki eru endur- unnar.“ Sú „mengun“ frá ál- iðnaðinum sem fyrst og fremst skiptir máli er losun koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda. Fyrir loftslagið á Íslandi (eða hvaða stað öðrum sem er á hnettinum) skiptir heildarlosun þessara loft- egunda á jörðinni ein máli en ekki hvar á hnettinum hún á sér stað. Fyr- ir þessa „mengun“ er því aðgreining í „mengun hjá okkur“ og „mengun hjá öðrum“ merkingarlaus. En aðal- atriðið er að það er misskilningur hjá Gunnþóri að álvinnsla á Íslandi auki „heildarmengun“ í heiminum. Losun gróðurhúsalofttegunda frá álvinnslu á Íslandi nemur 1,7 kg að CO2-ígildi á hvert kg af áli (sem er með því lægsta sem þekkist frá álvinnslu í heim- inum) en 14,2 kg CO2 á kg af áli ef það er framleitt með rafmagni úr elds- neyti. Væri ál alls ekki framleitt, en þyngri málmar notaðir í bíla í þess stað, ykist einnig losun koltvísýrings í heiminum um meira en sem fylgir framleiðslu álsins úr endurnýj- anlegum orkulindum eins og vatns- orku og jarðhita. Álvinnsla með raf- magni úr öðrum orkugjöfum en eldsneyti dregur þannig ein og sér úr losun gróðurhúsalofttegunda í heim- inum. Óraunhæft er að reikna með því að álvinnsla í heiminum drægist saman við að Íslendingar neit- uðu að hýsa slíka starf- semi. Það sem ekki væri leyft að vinna á Íslandi yrði unnið annars stað- ar; langlíklegast með raforku úr eldsneyti með 8,4 sinnum meiri losun koltvísýrings en fylgir vinnslu þess á Ís- landi. Óvirkjuð vatns- orka er orðin sjaldgæf nema í þróunarlöndum, þar sem þeir 1,6 millj- arðar fólks búa sem enn hafa ekki rafmagn til al- mennra nota. Það ástand er ekki til frambúðar. Það er rétt hjá Gunnþóri að ál er mikið notað í umbúðir en það er að- eins að hluta til rétt hjá honum að þær umbúðir séu ekki endurunnar. Endurvinnsla áls er sjálfsögð, enda fer hún hvarvetna vaxandi. Hún er ennþá mun minni í Bandaríkjunum en í Evrópu, en fer þó vaxandi þar líka. Til endurvinnslu á áli þarf aðeins 5% þeirrar raforku sem fór í frum- vinnslu þess, þannig að end- urvinnslan skiptir afar miklu máli. Ennfremur spyr Gunnþór: „Eigum við á nokkrum áratugum að gjörnýta orkulindir landsins svo að ekkert verði eftir fyrir komandi kynslóðir?“ Svarið er nei, en á þessu er engin hætta. Bæði vatnsorka og jarðhiti eru endurnýjanlegar orkulindir sem ekki ganga til þurrðar þótt nýttar séu, gagnstætt eldsneyti. Samningar við álver eru gerðir til nokkurra áratuga í senn. Þegar að því kemur að ekki er lengur til orka fyrir bæði álvinnslu og almenna notkun verður það álvinnsl- an sem lýtur í lægra haldi og fær ekki samninga endurnýjaða vegna þess að hún getur ekki keppt við almennu notkunina um rafmagnið. Almenn notkun greiðir hvarvetna meira fyrir rafmagnið en álvinnslan getur gert. Sú hefur verið reynslan bæði í Evr- ópu og Ameríku og hún á einmitt sinn þátt í eftirsókn álfyrirtækja eftir að staðsetja sig í fámennum, en orkurík- um, löndum eins og Íslandi, Samein- uðu arabísku furstadæmunum og víð- ar. (Ég hef hér haft orðið „mengun“ um losun koltvísýrings innan gæsa- lappa vegna þess að þar er ekki um að ræða mengun í eiginlegum skilningi; losun framandi efna í loft og vatn. Koltvísýringur er náttúrulegur hluti andrúmsloftsins, ekki framandi efni, og nauðsynlegur öllu lífi á jörðinni. Lífsnauðsynlegt efni. Annað mál er að það getur orðið of mikið af lífs- nauðsynlegum efnum. Vatn er lífs- nauðsynlegt. Samt ferst fjöldi manns ár hvert í of miklu vatni, flóðum). Svar við athugasemdum Jakob Björnsson svarar greinn Gunnþórs Guðmundssonar » Óraunhæft er aðreikna með því að ál- vinnsla í heiminum drægist saman við að Ís- lendingar neituðu að hýsa slíka starfsemi. Jakob Björnsson Höfundur er fv. orkumálastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.