Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2007 31 Tíminn líður hratt þegar maður eldist og ótrúlegt finnst mér að 43 ár séu síðan ég kynntist „Dídí ömmu“ fyrst. Þá var Herdís ekkja eftir fyrri mann sinn, Stefán Lyngdal, tónlistar- og verslun- armann, sem féll frá í blóma lífsins 48 ára gamall. Þau stofnuðu og ráku saman hljóð- færa- og gjafavöruverslunina Rín sem enn er í eigu fjölskyldunnar. Þar kynntist ég yndislegri stúlku, Elsu, sem vann í sumarafleysingum á móti hálfsystur sinni Huldu á því bít- laári 1964. Elsa var yngri dóttir þeirra hjóna, Stefáns og Herdísar. Svala, eldri dóttirin, var flogin úr hreiðrinu og bjuggu þær mæðgur Elsa og Herdís ásamt aldraðri fóstru Herdísar úr Straumfirði á Mýrum, Þórdísi, í Bogahlíðinni í Reykjavík. Svala og maður hennar, Gylfi Thorla- cius, aðstoðuðu Herdísi við rekstur búðarinnar eftir fráfall Stefáns og síð- ar áttum við Elsa bæði eftir að starfa við fyrirtækið. Þannig fóru leikar að Elsa varð eiginkona mín og Herdís þar af leiðandi tengdamóðir mín. Ég var í stöðugu sambandi við tengdó og hún vildi fylgjast með öllum okkar ferðum í tilhugalífinu af meðfæddri umhyggju fyrir dætrum sínum. Þeg- ar barnabörnin komu til skjalanna þá var Dídí amma óspör á góð ráð og við- varanir við ungana sína, og aldrei komu þau að tómum kofanum í sam- bandi við gott atlæti og umhyggju. Hún var tryggur vinur og hélt góðu sambandi við vini og vinkonur alla tíð. Herdís var tvígift og seinni maður hennar, Guðmundur Jónsson rafvirki, reyndist barnabörnunum eins og besti afi. Hann var mannkostamaður, þolinmóður við „tengdó“ og hjálpsam- ur með afbrigðum. Þegar Gummi féll frá fyrir nokkrum árum síðan var eins og hallaði undan fæti hjá Dídí ömmu. Heilsu hennar hrakaði og síðustu ár sín var hún á elli- og hjúkrunarheim- ilinu Eir, þar sem hún naut góðrar umönnunar. Hún lifði báða eiginmenn sína og yngri dótturina, konu mína, sem dó úr hjartaslagi árið 1999 aðeins fimmtug að aldri. Það var mikið áfall fyrir okkur öll. Herdís Sigurðardóttir Lyngdal kvaddi þennan heim núna í veðurblíð- unni síðast í maí, rúmlega níræð að aldri. Við minnumst með þakklæti heiðarlegrar og duglegrar konu sem var alin upp á þeim afskekkta stað, Straumfirði, og varð svo kaup- mannsfrú í Reykjavík. Betri tengdamóður en þig hefði ég aldrei getað hugsað mér. Farðu í Guðs friði Dídí mín, það verður örugglega tekið vel á móti þér. Magnús Eiríksson. Mig langar að kveðja mína elsku- legu Dídí ömmu með nokkrum orð- um. Efst í huga er auðvitað djúpstætt þakklæti fyrir að hafa átt svona frá- bæra ömmu að, sem alltaf stóð stolt með fólkinu sínu og umvafði allt með ótakmarkaðri væntumþykju. Hugurinn reikar aftur í Safamýr- ina 1977, þar sem amma og Gummi héldu heimili, og naut ungur drengur þess að fá að gista þar þegar foreldr- arnir voru á ferðalagi. Eins og gengur njóta börn einatt ýmissa aukafríðinda í ömmuhúsum, og minningar úr Safa- mýrinni tengjast að miklu leyti mun- aði í mat og drykk, pönnuköku- veislum og ævintýralegum sundferðum með Gumma í Vestur- bæjarlaugina, þar sem maður lærði að þvo sér líka á bak við eyrun og að ganga almennilega frá sunddótinu. Mér verður hugsað til Gumma með litlu brosi hvert sinn sem ég sýni fjög- urra ára syni mínum hvernig maður rúllar upp handklæðinu með skýlunni Herdís S. Lyngdal ✝ Herdís Sigurð-ardóttir Lyng- dal fæddist á Lamb- astöðum á Mýrum 11. október 1914. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Eir 29. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaða- kirkju 7. júní. innan í. Maður varð líka aðnjótandi framúr- skarandi hjartagæsku þeirra hjóna sem, þeg- ar að er gáð, eru mestu fríðindi sem maður gæti nokkru sinni ósk- að sér. Þegar ungi maður- inn hafði haft spurnir af sigurgöngu ham- borgarans um heiminn, og leitun var að veit- ingastað hérlendis sem bauð upp á þennan framandi sérrétt, var amma beðin að útbúa hann, og var við eldamennskuna stuðst við lýsingar vitna og ljósmyndir. Útkoman var saxbauti milli tveggja franskbrauðs- sneiða, og unga manninum fannst hann hafa himin höndum tekið. Annað skiptið voru frændur tveir, John og Steven, í heimsókn frá New York, og sátum við kapparnir í eld- húsinu hjá ömmu allsvangir að lokn- um margframlengdum boltaleik á Framvellinum. Brá svo við að hús- freyja sauð nokkur egg ofan í dreng- ina, sem voru svo yfir sig hrifnir af þessu lostæti að þeir linntu ekki lát- um fyrr en hátt á þriðja tug eggja lá í valnum. Amma hafði mikið yndi og var stolt af fjölskyldu sinni, og var umhugað um velferð allra, sérstaklega þeirra yngstu, enda barngóð með afbrigð- um. Þegar aldurinn tók að færast yfir fluttust amma og Gummi í nýja íbúð við Hæðargarð, þar sem þau nutu samvista við fólk á þeirra reki, auk þess að slá hvergi af í kaffiboða- og öðru veisluhaldi. Amma var mikill fagurkeri og smekkmanneskja alla tíð, og bar heimilishaldið merki þess. Hún naut þess að ferðast og mér þótti hún alla tíð vera mikill heimsborgari. Dídí amma var annar stofnenda að Hljóðfæraversluninni Rín árið 1943, ásamt Stefáni Lyngdal, fyrri manni sínum sem lést langt um aldur fram, og er synd að hafa ekki náð að hitta þann mæta mann, en hitt er ljóst að andi þeirra svífur yfir vötnum innan fjölskyldufyrirtækisins um ókomna tíð. Guð geymi þig, elsku amma. Stefán Már Magnússon, Edda Björg Eyjólfsdóttir og Kolbeinn Daði Stefánsson. Minningar eru það dýrmætasta sem við eigum hvað varðar ástvini og ættingja. Þegar við missum þá sem eru okkur kærir er gott að eiga góðar minningar til að gleðjast yfir. Þannig er það með Dídí móðursystur okkar sem nú er látin eftir langa og við- burðaríka ævi. Dídí og mamma voru nánar systur og líf fjölskyldna okkar samtvinnað. Við fjölskyldan bjuggum úti á landi í mörg ár, en þrátt fyrir það var samgangur mikill. Dídí og Stefán komu alltaf á sumrin til sumardvalar með dæturnar og stundum líka vina- fólk. Það var alltaf mikil spenna sem fylgdi því að fá þau í heimsókn og samveran var ævintýri fyrir okkur sveitabörnin. Við hlökkuðum alltaf til að heimsækja þau þegar við fórum til Reykjavíkur. Fjölskyldan var svo gestrisin og mikið um að vera á heim- ilinu. Það er einhver ævintýraljómi yfir þessum heimsóknum, heimili þeirra var svo stórt og fallegt. Þau áttu tvær yndislegar dætur sem voru svo miklar dömur í okkar augum. Þær kenndu meira að segja litlu syst- urinni að naglalakka sig. Okkur þótti óskaplega merkilegt að þau ættu hljóðfæraverslun og ekki lítið spenn- andi að koma þangað. Hjá þeim kynntumst við oft einhverju nýju sem við höfðum ekki upplifað áður. Árin liðu og við fluttum í bæinn og varð samgangurinn þá enn meiri. Ævin- týraljóminn hvarf kannski með árun- um en væntumþykjan fyrir Dídí og fjölskyldu hennar hvarf ekki og það var sannarlega gagnkvæmt.Um- hyggja hennar fyrir okkur systkinun- um var alltaf mikil og lét hún okkur finna það. Meðan hún hafði heilsu til hringdi hún reglulega í okkur til að fylgjast með börnunum okkar og sagði okkur stolt frá sínu fólki. En hún fylgdist ekki bara með okkur, heldur líka hinum systkinabörnum sínum og sagði okkur fréttir af þeim. Það var gott að koma í heimsókn til Dídíar og Guðmundar seinni manns- ins hennar. Mikið var spjallað, skoð- aðar gamlar myndir og rifjaðar upp liðnar stundir. Það var notalegt að sitja hjá þeim hjónum og þiggja kaffi og vöfflur sem Gummi bakaði. Nú eru þau bæði horfin en við eigum þessar góðu og dýrmætu minningar. Hún frænka okkar átti góða ævi en hún hefur líka þurft að þola miklar raunir. Hún hefur líklegast þurft að horfa á eftir fleiri nákomnum en flest okkar. Seiglan í henni á þeim erfiðu stundum var ótrúleg, en þegar hún missti Elsu dóttur sína fyrir nokkrum árum þá yf- irbugaði sorgin hana. Nú er ævi þess- arar mætu konu öll og hún líklegast hvíldinni fegin. Við systkinin sendum Svölu, Gylfa, Magnúsi og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Brynhildur, Þórólfur og Ingvar. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, EINAR HALLDÓRSSON frá Vestmannaeyjum, fv. skrifstofustjóri, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík aðfaranótt 7. júní, verður jarðsunginn frá Áskirkju fimmtudaginn 14. júní kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á DAS. Sigrún Bjarnadóttir, Þórunn Einarsdóttir Kelley, Richard Kelley, Halldór Einarsson, Esther Magnúsdóttir, Elín Einarsdóttir, Jón Gunnlaugsson, Ingibjörg Einarsdóttir, Birna Einarsdóttir, Guðmundur Þorsteinsson, Súsanna Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR SIGURBJÖRN KARLSSON, Bræðratungu 34, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Landakoti 11. júní. Útförin fer fram frá Maríukirkju í Breiðholti þriðjudaginn 19. júní kl. 13:00. Karl Emil Gunnarsson, Þóra Sigríður Ingólfsdóttir, Helga Gunnarsdóttir, Jón Hermannsson, Kristjana Dögg Gunnarsdóttir, Haraldur Haraldsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR SAMSONARDÓTTIR frá Þingeyri, lést á öldrunardeild Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði, mánudaginn 11. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Ingi S. Þórðarson, Jóhanna Helga Jónsdóttir, Jens Hallgrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSTRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR frá Seljabrekku, Seilugranda, lést á líknardeild LHS, Landakoti, sunnudaginn 10. júní. Jarðarförin auglýst síðar, Stefán Eiríksson, Guðmundur Már Stefánsson, Auður Margrét Möller, Stefán Hrafn Stefánsson, Ása Hrönn Kolbeinsdóttir, Helga Björk Stefánsdóttir, Ásta Hrönn Stefánsdóttir, Hrefna Stefánsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SVANHILDUR MARÍA JÚLÍUSDÓTTIR, áður til heimilis á Kirkjuteigi 17, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð mánudaginn 11. júní. Útförin fer fram frá Lauganeskirkju þriðjudaginn 19. júní kl.15.00. Bolli A. Ólafsson Hildur Bolladóttir, Ófeigur Björnsson, Gunnar Bollason, Svala Ágústsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Mig langar bara að minnast elsku mömmu minnar og þakka henni fyrir alla þá miklu umhyggju sem hún bar fyrir mér og börnum mínum og barnabörnum. Sérstaklega þakka ég henni fyrir ✝ Inga RagnhildurÓlafsdóttir fædd- ist í Reykjavík 4. nóvember 1914. Hún lést á líknardeild Landakotsspítala 29. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð í kyrrþey 10. apríl. hvað hún var mér hjálpleg þegar ég átti Lilju dóttur mína. Þá var elsku mamma góð og0 umhyggjusöm amma eins og hún var ætíð þegar barnabörn- in voru annars vegar. Ég segi bara takk fyrir að hafa átt þig og bið góðan guð að gæta þín, elsku mamma, og svo hittumst við þegar ég kem til þín. Við Lilja, Ólafur, Sigurjón og barna- börnin söknum þín svo mikið. Hjördís. Inga Ragnhildur Ólafsdóttir Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; Guðlaug Sigurjónsdóttir ✝ Guðlaug Sig-urjónsdóttir fæddist í Krums- hólum í Borg- arhreppi 12. apríl 1918. Hún lést á Dvalarheimili aldr- aðra í Borgarnesi fimmtudaginn 31. maí. Útför Guðlaugar var gerð frá Borg- arneskirkju 7. júní sl. en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. Eg veit einn að aldrei deyr: dómur um dauðan hvern. (Úr Hávamálum.) Hvíl í friði elsku amma. Þín nafna, Guðlaug Jóna Sigurjónsdóttir og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.