Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2007 35 Elsku pabbi. Ég átti ekki von á að vera að skrifa minning- arorð um þig núna. Baráttan er búin og hún var mjög stutt en erfið, ég sá það! Þú lést lítið á því bera og sagðir alltaf að þér væri hvergi illt. Elsku pabbi minn, ég mun ávallt sakna þín, þó ég viti að þú verðir alltaf með okkur. Ég hefði viljað hafa þig miklu lengur hér hjá okkur en Guð hefur víst önnur verkefni fyrir þig núna, því þú ert það úrræðagóður og klár að þú getur leyst allt sem þú tek- ur þér fyrir hendur. Síðan þú kvaddir þennan heim hef ég hugsað mikið til baka og hugsað um öll ferðalögin sem við fórum í og bara allt það sem við höfum gert saman í gegnum tíðina og kom þá strax margt í huga minn. Manstu þegar við fórum vestur í gæslubústaðina og vorum að synda í sjónum og skoða arnarhreiðrin? Svo þegar við vorum á leiðinni heim úr bú- staðnum kom gat á bensíntankinn og þér datt það snjallræði í hug að við krakkarnir myndum tyggja tyggjó, eins mikið og við vorum með, þar til þú gætir stoppað lekann sem tókst að lokum og við komumst heim á litla bílnum sem við vorum á, Fiat 127. Ég hugsa líka mikið um fyrstu al- vöru sjóferðina mína. Hún var með þér þegar ég fékk að fara með á v/s Tý 1 túr og við lentum í björguninni í Vöðlavík áramótin 1993-1994. Þá hafði Bergvíkin strandað þar, það var haugasjór alla leiðina og margir sjó- veikir um borð og þar á meðal ég. Ég ældi eins og múkki öllum greipsafan- um sem ég var búinn að þamba þar til við lentum í brælunni fyrir utan Garð- skaga. Þér fannst það nú ekki mikið mál að hugsa um litla strákinn þá sem lá í kojunni og ældi öllu úr sér, en allir sem þig þekkja vissu hvað þú kúg- aðist við lítið og ældir sjálfur jafnvel, þú komst þá með poka og sást til þess að ég væri alltaf með hreinan poka og kipptir þér ekki upp við það þótt ég væri að gubba. En ég fékk ekki að hanga lengi í kojunni því um leið og ég sagði við þig að ég vildi fara heim og færi aldrei á sjó aftur, hjálpaðir þú mér úr kojunni og fékkst mig til að hressa mig við og fara upp í brú að vinna, ég fann ekki lengur fyrir sjó- veiki og hef lítið gert síðan. Ég á margar sögur af okkar stundum sam- Örn Ásgeirsson ✝ Örn Ásgeirssonfæddist í Reykjavík 4. júní 1942. Hann andaðist á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi við Hringbraut 24. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grafarkirkju 5. júní. an en þær voru alltof fáar eftir að ég eltist en eftir að þú veiktist fyrir um 5 vikum hef ég hugsað mikið um þær allar og við rifjuðum þær líka aðeins upp á spítalanum og þótti mér það mjög góður tími sem við áttum þar saman, við horfðum á fótboltaleiki og fórum yfir ættfræðina o.fl. Ég veit við munum hittast síðar og halda áfram okkar ferðlögum þó það verði bara á öðrum stað! Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Elsku pabbi, ég kveð þig með tár- um en veit að þú fylgir mér. Elska þig að eilífu. Þinn sonur Bjarki Þór. Það er ótrúlegt en tæp 24 ár eru síðan ég kynntist þessari fjölskyldu. Þá bjuggu þau í Hamrabergi, Siggi Rúnar maðurinn minn flutti til mömmu sinnar og stjúpa 6 ára gamall og þá bjuggu þau á Flateyri. Í mörg ár stundaði Örn sjómennsku og þ. á m. á varðskipunum. Líklega hefur það haft þau áhrif að allir synirnir voru á varðskipunum í lengri eða skemmri tíma. Þegar maður fer að rifja upp standa upp úr minningarnar úr Skorradalnum, höllinni sem Örn fékk að láni í tilefni af afmælum sín- um, það var gaman að koma öll saman á þessum frábæra stað. Örn hafði mjög gaman af því að ferðast og lygndi aftur augunum þegar minnst var á útilegur, honum fannst frábært að sofa í tjaldi. Þau Þórey voru mjög dugleg að skreppa út úr bænum þó að í seinni tíð hafi tjaldið vikið fyrir sum- arbústöðunum. Eftir að Ásgeir og fjölskylda fluttu til Svíþjóðar voru hjónin dugleg að heimsækja þau í Sví- þjóð og mig grunar að þessar utan- ferðir hafi verið honum mjög dýr- mætar og ógleymanlegar og honum leið greinilega vel þar. Það var alltaf stutt í grínið hjá honum, jafnvel í al- varlegum veikindum sínum gat hann látið brandara vaða, hvort sem það vorum við ættingjarnir eða starfsfólk- ið á 11 E sem vann frábært starf og annaðist hann vel, enda sagðist hann vera á a.m.k. 5 stjörnu hóteli. Þar sem við stóðum í flutningum á sama tíma og veikindin dundu yfir vorum við minna hjá honum en við hefðum vilj- að, þó var hugur okkar ávallt hjá hon- um. Ég held að það sé óhætt að segja að tengdafaðir minn hafi verið stoltur af fólkinu sínu og öruggt að hann hafi metið mikils að hafa það hjá sér til loka. Elsku Þórey mín og fjölskyldan öll, megi guð styrkja ykkur í sorginni. Þórunn Magnúsdóttir. Þá kveð ég hann tengdapabba minn, það er svo margt um þig að skrifa en ég kem einhvern veginn ekki orðum að því vegna þess að þú fórst svo fljótt frá okkur, það var eng- inn undir þetta búinn. Ég gleðst þó yfir því að þú þjáist ekki meira og ég veit að þú ert kominn á góðan stað og líður betur. Ef ég hugsa til baka eru mér svo minnisstæð öll þau ferðalög sem við fórum með ykkur. Þú varst svo fróður maður og sagðir svo skemmtilega frá. Bjarki varaði mig nú einu sinni við þér þar sem landa- fræðikunnátta mín hefur ekki verið upp á marga fiska. Hann sagði við mig: „Ef pabbi spyr þig um Norðfjörð þá svarar þú bara Neskaupstaður, al- veg sama hver spurningin er.“ Auð- vitað kom hrekkjalómurinn upp í þér og þú spurðir mig að þessu, Bjarki þekkti þig svo vel, enda sami húm- orinn í ykkur feðgum. Þú kallaðir mig alltaf „litla villinginn“, ég veit nú ekki alveg hvaðan það hefur komið en mér fannst líka gaman að grínast í þér á móti. Ef ég var komin út í móa með grínið sagðir þú bara hátt og skýrt: „Halló, bingó, come one maður.“ Meira þurftir þú ekki að segja og við hlógum mikið að þessum fleygu orð- um þínum. Þú varst svo mikill sumarbústaða- og útilegumaður enda voruð þið svo dugleg að ferðast. Við komum svo oft til ykkar hjóna í bústaðinn, grilluðum og spiluðum langt fram á nætur. Ef við, Bjarki og Emilía fórum í ferðalög hringdir þú alltaf í okkur til að heyra hvernig veðrið væri, hvaða leið við hefðum farið og bara að fylgjast með ferðalaginu almennt. Manstu þegar við vorum austur á Egilsstöðum? Þið Bjarki lögðuð net út í Lagarfljótið á hverju kvöldi og þið veidduð vel. Eitt skiptið datt Bjarki út í fljótið og við kölluðum hann Lagarfljótsorminn eftir það. Þú hélst að mamma hans ætlaði að stökkva á eftir fullsyndum, fullorðnum karlmanninum en við hlógum bara að þessu. Við fórum einnig sunnanverða Vestfirðina fyrir 2 árum og situr sú minning fast í okk- ur því þú naust þess svo að sitja í aft- ursætinu og njóta landsins. Ef við keyrðum hjá kunnugum stöðum sagðir þú okkur sögur í kringum þá, það gerði ferðalagið svo skemmtilegt. Við ætlum austur í ár og við búumst við þér með okkur, við ætlum að skoða þá staði sem við náðum ekki að skoða þegar við vorum síðast fyrir austan. Elsku tengdapabbi, þessi ferð verður farin til minningar um þig, þú munt vera í hjarta okkar allra. Við söknum þín sárt en lifum í þeirri von að við sjáumst síðar. Ég vil enda þetta á að senda öllum í fjölskyldunni inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Arnar. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt lát- inn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Ingveldur Gísladóttir. Elsku tengdapabbi, hver hefði trú- að því fyrir örfáum vikum að þú yrðir ekki lengur með okkur, að við ættum ekki eftir að fara í veiðiferðir og ferðalög saman, við Gunni að kíkja á þig og tengdamömmu í sumarbústöð- um vítt og breitt um landið, nú eða þið á okkur. Tilvera okkar er undarlegt ferða- lag þar sem æðri máttur ræður för. Baráttan þín við illvígan sjúkdóm tók ekki langan tíma en erfið var hún bæði þér og ástvinum. Nú er baráttu þinni lokið og þrátt fyrir sorg í hjarta okkar sem eftir erum yfir ótímabæru andláti þínu er gott til þess að hugsa að þjáningum þínum er lokið. Við biðjum þess í bænum okkar bakvið lítil tár, að Guð sem lífið gaf og slökkti græði sorgarsár. Við þökkum Guði gjafir allar gleði og vinarfund og hve mörg var ávallt með þér ánægjunnar stund. (Sigurður Hansen) Elsku Gunni minn, tengdamamma, Siggi, Þórunn, Hrafnhildur, Geiri, Hanna Rósa, Bjarki, Inga og barna- börnin þín, ég færi ykkur mínar dýpstu samúðarkveðjur. Ykkar miss- ir er mikill og sár. Megi góður Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Bella Freydís. Við barnabörnin munum ábyggi- lega öll eftir a.m.k. 10 gátum sem afi hefur kennt okkur þótt þær hafi verið miklu fleiri. Afi var alltaf hress og skemmtilegur og alltaf kunni hann nýja og nýja gátu fyrir okkur til að glíma við þegar maður bað hann um. Oftast þurfti maður þó ekki að biðja. Ég á alltaf eftir að hugsa til þín þegar ég sé „appelsínugulu bílana“ og svo miklu miklu oftar. Leiðinlegt að hafa ekki komist með þér að veiða í sumar afi minn en þú munt alltaf vera hjá mér þegar ég fer sjálfur. Mér þykir voðalega vænt um þig afi minn. Þinn, Tryggvi Örn. Elsku afi, takk fyrir allar þær stundir sem ég fékk með þér, ég hefði viljað hafa þær miklu fleiri. Ég var pínu hrædd við þig þegar þú varst með slönguna í nefinu og allir voru hvítklæddir í kringum þig, held að það sé minning frá því að ég fór í að- gerðin mína í fyrra. Ég bað samt mömmu og pabba að koma í heim- sókn til afa á spítalann þó svo að ég væri nýfarin frá þér þaðan, ég bið reyndar mömmu og pabba enn að koma til afa á spítalann. Elsku afi minn, mér þótti svo vænt um það þeg- ar þú beiðst eftir mér fyrir utan leik- skólann minn bara til að segja hæ og kyssa mig. Einnig þegar amma sótti mig í leikskólann, þegar þú komst heim settumst við og horfðum á sjón- varpið og þú varst að útskýra fyrir mér hvað væri í gangi. Takk afi, fyrir stuttan en frábæran tíma með þér, ég veit að þú munt allt- af fylgja mér í mínu lífi, hjálpa mér þegar eitthvað bjátar á og styrkja mig á þeim stundum. Kveðja, afastelpan Emilía Líf Bjarkadóttir. Hinn 24. maí sl. var mér ekki rótt því afi minn lá uppi á spítala, hann lést þá um nóttina. Afi var æðislegur mað- ur, það var alltaf tvennt sem hann gerði þegar við barnabörnin komum í heimsókn, það var að gera spilagaldra og bjóða okkur nammi. Þið sem þekktuð hann vitið að hann var sterk- ur og hraustur maður sem kvartaði aldrei, daginn sem hann fór upp á spítala mikið veikur var hann í fullri vinnu. Afi minn hjálpaði mér og öllum í kringum sig svo mikið. Það verður mikil breyting á lífi mínu við fráfall afa. Takk fyrir allt, afi minn. Ég, Tryggvi bróðir og mamma munum sakna þín mikið. Þín Magnea. Elsku afi Örn er farinn frá okkur, hann fór alltof fljótt, hefði orðið 65 ára 4. júní. Við sem sitjum eftir huggum okkur við það að hann finnur ekki til núna, er laus við krabbameinið. Þó kvartaði hann aldrei þótt hann fyndi greinilega mikið til. Okkur fannst alltaf gaman að hitta hann, það var stutt í grínið og stríðn- ina, hann kom manni alltaf til að brosa og var fljótur að læða að okkur gátum sem við áttum að leysa. Meira að segja sendi hann mömmu og pabba heim með gátu á miða þegar við vor- um ekki með þeim einu sinni. Við munum alltaf eftir því þegar afi kom á skólavöllinn í hverfinu eða á fótboltavöllinn til að skipta um mörk, net eða laga leiktækin og salta í hálk- unni. Við fórum alltaf að heilsa upp á hann, það verður skrýtið að sjá hann ekki oftar í þessu hlutverki. Við biðjum góðan guð að veita ömmu Þóreyju, pabba, Hröbbu, Geira, Gunna og Bjarka styrk á þess- ari erfiðu stundu. Guð geymi þig elsku afi. Sigrún Birna og Freysteinn Sölvi. Ég veit að Marinó er hvíldinni feginn, hann sagði mér það í síðustu tvö skipti sem ég kom til hans hvað hann þráði það að fá að fara eins og hann sagði. Hann hefur alltaf saknað Hansínu sinnar sem dó fyrir rúmum 6 árum þau voru alltaf eins og eitt. Maður talaði aldrei um annað þeirra svo ekki maður nefndi hitt. Þau voru svo samrýmd, spiluðu saman og gerðu allt saman. Ég veit að Hansína frænka tekur á móti hon- um núna og fegin að fá hann til sín. Marinó bjó við hliðina á mér og minni fjölskyldu á Suðurgötunni á Skagan- um og ég ólst upp við það að hlaupa yfir til Hönnu og Marinós í tíma og ótíma. Alltaf var manni tekið fagn- andi. Þau voru líka með kött sem Marinó E. Árnason ✝ Marinó E. Árna-son fæddist á Ísafirði 5. nóvember 1912. Hann lést á Dvalarheimilinu Höfða 2. júní síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Akra- neskirkju 11. júní. hafði mikið aðdrátt- arafl. Marinó vann mörg ár sem skipstjóri en byrjaði svo hjá fyr- irtæki foreldra minna 1964 og vann þar í um 29 ár, hætti þar þegar hann varð 80 ára. Mar- inó vann í Skagaplasti. Hann vann við að steypa einangrunar- plast og það var ekki leiðinlegt að heim- sækja Marinó í plastið, fá að hamast í plast- kúlunum aðeins áður en að þær urðu að föstu formi. Alltaf var Marinó jafn blíður og góður. Traustari mann er sjálfsagt erfitt að finna. Alltaf ljómaði Marinó þegar hann sagði manni frá heima- slóðum sínum í Bolungarvík hann hafði sterkar taugar þangað. Margar góðar minningar koma í huga manns nú þegar að kveðjustund kemur. Ég vil þakka þér Marinó minn fyr- ir allt gott og ég veit að nú líður þér vel. Samúðarkveðjur sendi ég til Vallýar, Atla, Árna, Þóris og fjöl- skyldna þeirra. Einnig innilegar kveðjur og þakk- læti frá foreldrum mínum. Megir þú hvíla í friði. Ingibjörg Guðmundsdóttir. Afi Marinó lifði viðburðaríkt skeið í Íslandssögunni. Almenn fátækt var í landinu á hans uppvaxtarárum. All- ir þurftu að leggja hönd á plóginn og nýta varð allt vel. Sem dæmi um breytinguna sem hefur orðið á þess- ari tæpu öld má nefna að afi gekk um á roðskóm á sínum uppvaxtarárum. Hann er af þeirri kynslóð Íslendinga sem náði að lyfta Íslandi, stofna sjálfstætt ríki og gera það að einu af ríkustu löndum heims. Þeirri kyn- slóð eigum við mikið að þakka. Hann afi var léttur á fæti og kvik- ur í hreyfingum. Hann stundaði úti- veru svo lengi sem hann gat og gekk meðal annars á Heiðarhornið á Skarðsheiði á áttræðisaldri. Hann var skarpgáfaður og lífið hafði kennt honum nægjusemi og hógværð. Hon- um var einstaklega annt um afkom- endur sína og fylgdist vel með þeim allt fram á síðasta dag og spurðist fyrir um hvernig þeim gengi í skóla og íþróttum. Hann ólst upp við störf til sjávar og sveita. Ungur að árum eða um tví- tugt ákvað hann að fara til Reykja- víkur og leita fyrir sér um pláss á sjó. Afi fékk pláss á bát sem stundaði sjó- sókn frá Akranesi, en þar kynntist hann konuefni sínu, Hansínu Guð- mundsdóttur. Þau gengu í hjóna- band árið 1935. Á stríðsárunum byggði afi Marinó húsið á Suðurgötu 97. Þar bjuggu þau hjón þar til þau fluttu á efri árum á Dvalarheimilið að Höfða. Marinó og Hansína voru afar samheldin hjón og máttu varla hvort af öðru sjá. Afi stundaði sjóinn stóran hluta af sínu lífi. Hann tók skipstjórapróf 1934 og var lengst skipstjóri á fiski- bátum frá Akranesi eða til 1965. Hann var mikill áhugamaður um allt sem sneri að sjósókn og fylgdist vel með þróun þeirra mála. Þegar sjósókn lauk vann afi hjá Guðmundi Magnússyni, uppeldis- bróður ömmu, við gerð einangrunar- plasts fyrir húsnæði. Þangað var gott fyrir okkur systkinin að koma, spjalla við afa og horfa á hann vinna. Við vorum alltaf velkomin. Hús afa og ömmu varð miðpunkt- ur í lífi okkar barnabarnanna og þar var iðulega mikið skrafað og rætt. Gestkvæmt var hjá þeim, bæði systkini ömmu og annað vinafólk var þar iðulega að spjalli. Það voru skemmtilegir tímar fyrir ungu kyn- slóðina að heyra álit fullorðna fólks- ins á þeim málum sem ofarlega voru á baugi í þjóðfélaginu hverju sinni. Eitt af helstu áhugamálum afa og ömmu var spilamennska. Þau voru fastagestir í félagsvist á Akranesi og líka í nágrannasveitunum. Mikið safn verðlaunagripa í félagsvist var á heimili þeirra. Félagsskapurinn við aðra íbúa Akraness og nærliggjandi sveita var þeim mikils virði. Föst hefð var að þau spiluðu ásamt börn- um og barnabörnum félagsvist á jóladag á heimili sínu. Það var mikið tilhlökkunarefni fyrir okkur barna- börnin. Eftir spilamennskuna voru veitingar með súkkulaði, rjóma og vinsælu kaniltertunni sem aðeins var bökuð um jólin. Afi hafði líka mikinn áhuga á úti- vist og náttúrunni almennt. Á vorin var farið í eggjaleit í Akrafjall, Mið- fellsmúla eða Katanesflóa og oft fengum við krakkarnir að fljóta með okkur til mikillar ánægju. Á haustin var farið í berjatínslu í Hraundal eða á aðra góða staði á Vesturlandi. Afi tók bílpróf þegar hann var um fimm- tugt og eignaðist bíl. Þau hjónin nýttu bílinn vel til ferða um landið, æskuslóðir í Bolungarvík voru heim- sóttar og eins voru farnar styttri ferðir um nágrenni Akraness. Við systkinin erum þakklát fyrir allar góðu minningarnar sem við eig- um um hann afa Marinó. Blessuð sé minning hans. Hrönn og Ingólfur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.