Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand VIÐ ÆTTUM AÐ STRENGJA ÁRAMÓTAHEIT NEI, Í ALVÖRUNNI GERÐU ÞAÐ... EKKI EYÐILEGGJA AUGNABLIKIÐ KALLI, HVAÐ MUNDIR ÞÚ GERA EF ÞÉR VÆRI BOÐIÐ AÐ UPPLIFA ÆVI ÞÍNA AFTUR? JÁ... HVER YRÐU VIÐBRÖGÐ ÞÍN? ÁTTU VIÐ AÐ HÚN VERÐI NÁKVÆMLEGA EINS? ENGAR BREYTINGAR? ALLT MUNDI GERAST MEÐ SAMA HÆTTI? AAAUGHH! ÚPS! HVAÐ VAR ÞETTA? ÉG ER AÐ TAPA LEIKNUM EN ÉG ER AÐ VINNA ÆVI ÁN ÞESS AÐ ÞURFA HJÓLASTÓL LANGAR ÞIG AÐ FARA TIL MÓÐUR MINNAR Í MAT Í KVÖLD? ÉG VÆRI FREKAR TIL Í AÐ VERA MEÐ TANNPÍNU, FASTUR Á EYÐIEYJU, MEÐ SEX HUNGRUÐUM TÍGRISDÝRUM Í MIÐJUM FELLIBYL! ÉG SKAL UMORÐA ÞETTA! VIÐ ERUM AÐ FARA TIL MÓÐUR MINNAR Í MAT Í KVÖLD! KOMDU SNEMMA HEIM !! HANN HEFUR ALDREI VILJAÐ VERA MEÐ ÓL, ÞANNIG AÐ ÉG KEYPTI HANDA HONUM IPOD VISSIR ÞÚ AÐ ÞAÐ ER FYRIRTÆKI Á INDLANDI SEM GERIR HEIMAVINNU FYRIR BÖRN? GLÆSILEGT! ÞAÐ GERIR MIG STOLTAN AF ÞVÍ AÐ VERA INDVERJI FYRIR STUTTU SÍÐAN FANNST FÓLKI INDLAND VERA LANGT Á EFTIR ÖLLUM EN NÚNA ER INDLAND AÐ STINGA OKKUR AF SEM GERIR MIG FREKAR ÁHYGGJUFULLAN KANNSKI ÆTTUM VIÐ BARA AÐ FLYTJA EKKI HAFA ÁHYGGJUR AF BÚNINGNUM ELSKAN MAÐURINN SEM FANN HANN GETUR EKKI RAKIÐ HANN TIL ÞÍN EN HANN ER AÐ REYNA AÐ VERA HETJA. HANN GÆTI FARIÐ SÉR AÐ VOÐA ÉG VERÐ AÐ FINNA HANN ÁÐUR EN ÞAÐ GERIST HVAÐ NÚ? dagbók|velvakandi Eru Íslendingar monthanar? FYRIR mörgum árum spurði Norð- maður mig þessarar spurningar: „Hvorfor er Islendingene saa stolte?“ Mér vafðist tunga um tönn enda ekki með nema menntaskóla- próf í dönsku og meðalfær í sænsku. Mörgum árum seinna rann upp fyrir mér ljós: Maðurinn hafði verið að spyrja hvers vegna Íslendingar væru svo montnir. Fjandinn sjálfur, hvers vegna að pirra sig á löngu liðnu? Hins vegar, að málinu betur skoðuðu, rann upp fyrir mér ljós. Landinn telur allt vera best á Ís- landi. Íslendingar séu allra manna best menntaðir og best gefnir. Á landinu séu bestu kýrnar, kindurnar og hestarnir, sterkustu karlarnir og fegurstu fljóðin. Svo ekki sé nú minnst á landið, fallegustu fjöllin, besta og hreinasta loftið, minnsta ólæsið, flestar bækur prentaðar á haus o.s.frv. Hvaða hormón hafa Ís- lendingar verið að éta? Sjálfbyrg- ingsskap smáeyjamontrassa eða hvað? Setjumst nú niður og lítum betur í eigin barm. Land og þjóð eru ágæt, en gætum hófs og fyllumst ekki „stolte“ eins og ónefndur Norð- maður lýsti landanum. Páll B. Helgason. Vegna greinar um lyfjaverð VEGNA greinar um lyfjaverð sem birtist í Velvakanda þriðjudaginn 12. júní síðastliðinn vill undirritaður koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri. Apótek ákveða ekki sína álagningu sjálf. Mánaðarlega gefur lyfjagreiðslunefnd út lyfjaverðskrá þar sem heildsöluverð til apóteka og smásöluverð úr apótekum er ákveð- ið. Samkvæmt því heildarverði sem nefnt er í nefndri grein hefur fyrri skammturinn verið leystur út í nóv/ des 2006 og seinni skammturinn eft- ir áramótin. Það sem skýrir þennan mikla verðmun er að 1. janúar 2007 lækkaði heildsöluverð frá Actavis á þessu lyfi um 35%. Álagning apóteka er föst samkvæmt lyfjaverðskrá og lækkar því útsöluverðið sem þessu nemur hjá öllum apótekum. Heild- arverð Lyfju eftir afslátt á Terbinaf- in 250 mg 28 stk. var á þessum tíma og er í dag 4.938 kr. og afslátturinn óbreyttur í krónutölu eða 747 kr. sem eru 13,1%. Verð hverrar töflu hjá Lyfju er því 176 kr. eða 7,8% lægra en það verð sem viðkomandi greiddi í Lyfjavali. Hefði viðkomandi einnig skoðað verðið hjá Lyfju þegar hann leysti seinni skammtinn út hefði hann get- að sparað sér 424 kr. F.h. Lyfju: Þórbergur Egilsson. Margt jákvætt hjá Hátúnshúsunum GUÐRÚN K. Þórsdóttir djákni hef- ur haldið úti gospelkvöldum einu sinni í mánuði og kyrrðarstundum á fimmtudögum. Súpueldhús er alltaf á þriðjudögum í Hátúni 12. Auk þess eru systurnar í Maríukirkju með bænastund, föndur og mat alla mánudaga. Ég fullyrði að þetta fólk hefur gert meira fyrir íbúa í Hátúns- húsunum hjá Brynju heldur en fé- lagið Væntumþykja þó að nafnið sé fallegt. Íbúi. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is HÚN var montin, gæsamamman með ungana sína sex. Fjölskyldan var á ferð um Laugardal, eflaust til að sýna sig og sjá aðra. Morgunblaðið/Sverrir Stolt móðir FRÉTTIR FÉLAGIÐ Ísland-Palestína heldur palestínskt matar- og menningar- kvöld á morgun, fimmtudaginn 14. júní. Þríréttuð palestínsk máltíð verður á boðstólum ásamt mynda- sýningu, ljóðalestri og fleiru. Kvöldið hefst klukkan 19 og fer fram í Kebabhúsinu, Grensásvegi 3. Skráning fyrir kvöldið stendur yfir þessa daganna. Tekið er við pöntunum gegnum síma 694 6748 og 864 6636 og gegnum tölvupóst- fangið palestina@palestina.is – fram til kl. 12 á miðvikudag. Miða- verð er kr: 1.990 kr. (matur inni- falinn) og eru allir velkomnir. Palestínskt menningar- og matarkvöld HELENA Óladóttir verkefnisstjóri Náttúruskóla Reykjavíkur verður með leiki og fræðslu í Grasagarð- inum fyrir 8–12 ára börn og for- eldra þeirra í kvöld, fimmtudaginn 14. júní kl. 20. Gróðurinn í Grasagarðinum er afar fjölbreyttur og hann býður upp á mismunandi upplifun og fræðslu. Þar eru ævintýraleg skóg- arrjóður, litskrúðug blóm, íslensk- ar villtar plöntur og nytjaplöntur. Með skemmtilegum leikjum fræð- umst við um plönturnar og um leið nýtur fjölskyldan útiverunnar sam- an, segir í fréttatilkynningu. Mæting er í lystihúsinu klukkan 20. Eftir leikina er boðið upp á pip- armintute úr laufum piparmintu sem ræktuð er í Grasagarðinum. Ókeypis fræðsla og skemmtun, allir velkomnir. Náttúruleikir fyrir börn og foreldra ÞJÓÐHÁTÍÐARGANGA verður meðfram Varmá í Mosfellsbæ laug- ardaginn 16. júní. Lagt verður af stað frá Reykjalundi kl. 10 og geng- ið niður með Varmá í gegnum Ála- fosskvos þar sem meðal annars verður sagt frá fánadeginum sem haldinn var hátíðlegur að Álafossi á árum áður. Gangan endar við Skiphól hjá hesthúsahverfinu um kl. 13 og það- an verður bílferð til baka að Reykjalundi. Leiðsögumaður verð- ur Guðmundur Jónsson á Reykjum. Allir eru velkomnir og ekkert þátt- tökugjald. Það er Atvinnu- og ferðamálanefnd Mosfellsbæjar sem skipuleggur gönguna. Þjóðhátíðar- ganga í Mosfellsbæ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.