Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BRANDARAKARLARNIR! Fyrir krakkana, mömmurnar, pabbana og öll hin Sumardiskurinn í ár. Stútfullur af bröndurum. Hentar hvar og hvenær sem er, ekki síst í ferðalagið. FÆST Í BÓKABÚÐUM Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ÞESSI knái körfuknattleiksmaður rekur út úr sér tunguna þegar hann býr sig undir að skjóta boltanum á körfuna. Það gæti verið til heiðurs Michael Jordan sem þekktur var fyrir sama tiltæki enda er bolurinn vel merktur körfuboltagoðinu og númerinu 23 sem var númer hans. Michael Jordan er fyrrverandi leik- maður bandaríska liðsins Chigaco Bulls og er greinilega enn í miklum metum hjá unga fólkinu. „Ég flýg eins og Michael Jordan“ Morgunblaðið/Golli Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is FUNDUR Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra og Nicholas Burns, aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, um tvíhliða samstarf þjóðanna í öryggis- og varn- armálum, sem hefst í dag fyrir há- degi, er haldinn í því skyni að leggja pólitískan þunga á nauðsyn þess að ganga frá þeim málum á varnar- og utanríkissviðinu sem Ísland og Bandaríkin eru með í vinnslu en er ólokið. Málefni ratsjárstöðva, sem Bandaríkjaher hefur rekið hér á landi um áratugaskeið, verða einnig rædd og sömuleiðis lofthelgiseftirlit við Ís- land. Bandaríkjaher hefur fjárveitingu til reksturs ratsjárstöðvanna til 15. ágúst og því ligg- ur nokkuð ljóst fyrir hvenær ís- lenska ríkið tekur við stöðvunum, en verið er að vinna í ýmsum útfærslu- atriðum vegna skiptanna og sömuleiðis huga að framtíðarsam- vinnu við Bandaríkjamenn vegna málsins. Ingibjörg Sólrún og Burns ræða á fundi sínum í dag ýmis hagnýt mál sem varða varnarsamstarf ríkjanna og í framhaldinu verða rædd öryggis- mál á ýmsum svæðum heimsins á al- mennum nótum. Einnig verða rædd öryggismál í norðri, s.s. í tengslum við Rússland, Írak og Afganistan. Ræða ratsjár- stöðvar og eftirlit Nicholas Burns HALLDÓR Blön- dal verður að öll- um líkindum næsti formaður bankaráðs Seðla- banka Íslands. Hann var ásamt Ernu Gísladóttur og Hannesi Hólmsteini Giss- urarsyni kosinn í nýtt bankaráð Seðlabankans fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í hlut- bundinni kosningu á Alþingi í gær. Hannes Hólmsteinn hefur setið í ráðinu undanfarin ár og Erna Gísladóttir hefur verið varamaður í ráðinu. Fyrir Samfylkingu voru þeir Jón Sigurðsson og Jón Þór Sturluson kosnir í ráðið, en sá síð- arnefndi hefur átt sæti í ráðinu. Jónas Hallgrímsson og Ragnar Arnalds halda sæti sínu í ráðinu fyrir hönd Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Halldór líklega nýr formaður bankaráðs SÍ Halldór Blöndal HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úr- skurð Héraðsdóms Reykjavíkur um framlengingu gæsluvarðhalds yfir karlmanni sem grunaður er um að- ild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. Rétturinn stytti varðhaldið þó og mun maðurinn sæta gæsluvarðhaldi allt til 13. júlí nk. Maðurinn hefur sætt varðhaldi frá 10. febrúar sl. vegna gruns um aðild að innflutningi á 3,7 kg af kókaíni sem falið var í bifreið sem kom til landsins frá Þýskalandi í nóvember á sl. ári. Í greinargerð ríkissaksókn- ara kemur fram að ákærði hafi ann- ast tollafgreiðslu bifreiðarinnar og tekið hana í sína vörslu. Aðalmeðferð málsins átti að hefj- ast 4. júní sl. en vegna beiðni ákærða um dómskvaðningu matsmanna til að meta geðheilbrigði hans, var að- almeðferðinni frestað um einn mán- uð. Áframhaldandi gæsluvarðhald ÞRJÚ herskip eru væntanleg til hafnar í Reykjavík í dag. Tvö koma inn í Sundahöfn og eitt í Reykjavík- urhöfn, en skipin eru hér á vegum NATO. Stærst er beitiskipið USS Normandy, sem hefur 364 manna bandaríska áhöfn og leggst við Skarfabakka. Hin eru SPS Patino með 140 manna spænskri áhöfn og FGS Sachsen með 202 manna þýskri áhöfn. Skipin þrjú mynda heild sem kallast Standing NATO Maritime Group 1. Þrjú herskip í Reykjavík FYRSTA hollið er nú við veiðar í Þverá í Borgarfirði og um miðjan dag í gær höfðu tveir laxar veiðst. Jón Ingvarsson veiddi þann fyrsta, sem var tveggja ára fisk- ur, við Kaðalstaði. Tók hann svartan Frances. Hallgrímur Gunnarsson náði hinum laxinum við Bása en það var þó smálax. Voru fiskarnir ekki lúsugir og höfðu þeir því verið í ánni í ein- hvern tíma. Að sögn Jóns Ólafssonar, leigu- taka Þverár–Kjarrár, var minnk- andi vatn í ánni í gær, en þó nóg vatn engu að síður og sagði hann einnig að laxar hefðu sést á nokkrum stöðum í ánni. Veiði hefst á efri hluta vatna- svæðisins, í Kjarrá, á föstudaginn næstkomandi. Tveir laxar veiddir í Þverá EKKI verður annað séð en að lítill munur sé á al- mennu verði sem í boði er hjá þeim flugfélögum sem fljúga til og frá Íslandi, að minnsta kosti fyrir þá sem eru ekki mjög forsjálir og eru nú að leita leiða til að komast út fyrir landsteinana á næstu vikum. Lausleg athugun á verði sem í boði er hjá þeim flugfélögum sem fljúga frá Íslandi til ann- arra staða í Evrópu leiðir í ljós að munurinn þar á er ekki ýkja mikill Óhætt er að segja að tilkoma Iceland Express hafi skapað samkeppni á flugmarkaði til og frá Ís- landi sem áður þekktist ekki, þegar starfsemi fé- lagsins hófst í febrúar árið 2003. Hins vegar hefur verðmunur á milli Iceland Express og Icelandair minnkað stöðugt og er það í samræmi við það sem þeir er til þekktu spáðu fljótlega eftir að lágfar- gjaldaflugfélagið Iceland Express hóf að fljúga til og frá Íslandi fyrir rúmum fjórum árum. „Eins og önnur hefðbundin flugfélög þá höfum við horft á lágfargjaldaflugfélögin og þeirra að- ferðir og tekið eitthvað af þeim upp. Það sama hafa lágfargjaldaflugfélögin reyndar einnig gert,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Möguleikar á flugi til og frá Íslandi hafa hins vegar aukist mikið á umliðnum árum og er nú svo komið að fimm flugfélög bjóða upp á reglubundn- ar flugferðir til og frá öðrum Evrópulöndum á þessu sumri. Þetta eru Icelandair, Iceland Ex- press, SAS, British Airways og þýska félagið LTU. Ódýrustu flugsætin sem í boði eru hér á landi eru væntanlega hjá Iceland Express. Það á sér- staklega við þegar opnað er fyrir sölu á ákveðnum flugleiðum. Þá eru allajafna nokkur sæti í boði fyrir um átta þúsund krónur aðra leið- ina, með sköttum. Dýrustu sætin hjá Iceland Ex- press eru hins vegar síðustu sætin sem seld eru í vél, en þá getur verðið farið allt upp í um 24 þús- und krónur aðra leiðina, án skatta. Alþjóðasamtök flugfélaga, IATA, spá því að þegar á heildina er litið muni flugfélögin í heim- inum skila hagnaði í ár, í fyrsta skipti frá því á árinu 2000. Hækkun á eldsneytisverði og aukin samkeppni frá lágfargjaldaflugfélögum setti strik í reikning- inn hjá mörgum af hefðbundnu flugfélögunum. Giovanni Bisignani, framkvæmdastjóri IATA, sagði á aðalfundi samtakanna í Vancouver í Kan- ada í síðustu viku, að niðurskurður á rekstrar- kostnaði flugfélaganna og hagræðing í starfsemi þeirra væru farin að skila árangri. Því væri útlit fyrir að fluggeirinn í heild mundi skila um fimm milljarða Bandaríkjadollara hagnaði á þessu ári. Munur á verði minnkar  Fimm félög fljúga reglulega á milli Íslands og annarra landa í Evrópu í sumar  Verð hefðbundnu flugfélaganna hefur færst nær lágfargjaldaflugfélögunum Í HNOTSKURN »Horfur í flugrekstri í heiminum erubetri um þessar mundir en þær hafa verið í langan tíma. »Er það rakið til þess að hefðbundnumflugfélögum hefur tekist að laga rekst- ur sinn að breyttum aðstæðum.  Viðskipti FRESTUR vegna umsókna um 115 lóðir í Úlfarsárdal í Reykjavík er út- runninn. Alls hafa 374 umsóknir bor- ist um lóðirnar sem hafa bygginga- rétt fyrir 388 íbúðir. Reykjavíkurborg auglýsti þann 24. maí síðastliðinn eftir umsóknum um fjórar lóðir fyrir fjölbýlishús, 38 par- og raðhúsalóðir og 73 einbýlishúsa- lóðir í Úlfarsárdal, alls 388 íbúðir. Lóðirnar verða seldar á föstu verði sem borgaryfirvöld segja að sé kostnaðarverð. Fyrst um sinn létu viðbrögðin á sér standa og aðeins 15 sóttu um lóðir fyrstu vikuna. Ágúst Jónsson er skrifstofustjóri Framkvæmdasviðs Reykjavíkur- borgar. Í samtali við netútgáfu Morgunblaðsins sagði hann tregð- una hafa verið ósköp eðlilega vegna þess mikla magns upplýsinga og gagna sem umsækjendur þurftu að leggja fram. Þá sagði Ágúst einnig að samanburður á lóðaumsóknum í Úlfarsárdal við umsóknir um lóðir við Lambasel í Reykjavík, þegar á sjöunda þúsund umsóknir bárust, væri ekki sanngjarn því þá hefði fólk fyrst sótt um og síðan þurft að af- henda ýmis gögn ef svo fór að það var dregið úr pottinum. 374 sóttu um í Úlf- arsárdal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.