Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR UPPLIFÐU NÁTTÚRUNA Einstakar bækur sem allir áhugamenn um íslenska náttúru ættu að lesa. NÝ! HÁKON Franklín Jó- hannsson, fyrrverandi stórkaupmaður, lést hinn 12. júní síðastlið- inn á Landspítalanum í Fossvogi. Hákon fæddist 23. september 1915 á Langárfossi í Álftaneshreppi en ólst upp á Fjólugötu 25 í Reykjavík. Hann út- skrifaðist úr Verzlun- arskóla Íslands 1934. Hann stofnsetti versl- unina Sport árið 1958 og rak bæði innflutn- ingsfyrirtæki og fast- eignasöluna Sölu og samninga. Hákon var mikill áhugamaður um stangveiðimál, sér í lagi bann við laxveiði í hafi. Hann var formaður Landssambands stangveiðifélaga 1973- 1976 og sat í stjórn þess í 18 ár. Þá var hann formaður Nor- disk Sportfisker Union 1977-1980 og í stjórn þess í 14 ár. Hákon ritaði árið 1994 bók um störf og stefnu stangveiði- félaganna. Hann var mikill hestamaður, tók þátt í kappreiðum og var áhugamaður um velferð hesta. Svala Eyjólfsdóttir, eiginkona Hákonar, lést í júní 2006. Hann lætur eftir sig fjögur börn, fimm barnabörn og tvö barnabarna- börn. Hákon Franklín Jóhannsson Andlát Eftir Ástu Sóley Sigurðardóttir astasoley@mbl.is SVAFA Grönfeldt, rektor HR sagðist í gær fagna gerð úttektar Ríkisendurskoðunar á kennslu há- skóla. „Háskólinn í Reykjavík hefur á örskömmum tíma sýnt hvaða ár- angri er hægt að ná með einka- framtaki á háskólastigi,“ segir Svafa. Þvert á ráðleggingar Í fréttatilkynningu frá HR kem- ur fram að sjálfsaflafé, sem er það fjármagn sem háskólar afla sér til rannsókna frá samkeppnissjóðum, hafi verið einn liður í stigagjöfinni í frumdrögum úttektarinnar en Rík- isendurskoðun sleppt þessum mik- ilvæga mælikvarða í endanlegri skýrslu, þvert á ráðleggingar er- lendra sérfræðinga. Þar með hafi röð skólanna í endanlegu mati breyst. Mest gæði kennslu í HR Svafa segir að skýrslan sýni HR vera með afgerandi sterkasta stöðu þegar komi að gæðum kennslu en að eðlilegt sé að HÍ sé með sterk- ustu akademísku stöðuna því hún sé metin fyrst og fremst út frá rann- sóknarvirkni. „Frá því að úttekt- artímabili Ríkisendurskoðunar lauk, hefur umfang rannsókna í HR aukist verulega“ segir Svafa. Í fréttatilkynningunni segir að niðurstöður skýrslunnar sýni að HR sé í forystu háskólanna fjög- urra þegar kemur að gæðum kennslu. Þar segir að um 80% nem- enda HR hafi jákvætt viðhorf til skólans en aðeins um 40% nemenda HÍ. Þá séu laun útskrifaðra nem- enda og nýting menntunar álíka góð hjá HR og HÍ en þar sé HR með 29,1 stig og HÍ 29,7. „Niðurstöður um brautskráða nemendur koma ekkert allt of vel út úr úttektinni en það stafar fyrst og fremst af því að flestir nemendur okkar búa á landsbyggðinni og eru þar bæði verri launakjör og at- vinnuframboð minna,“ segir Guð- mundur H. Frímannsson, staðgeng- ill rektors Háskólans á Akureyri. Guðmundur segir að eitt af aðal- atriðunum sé að skýrslan sé ekki heildarúttekt á starfsemi skólanna, enda sé í henni aðeins fjallað um þrjár kennslugreinar. Einnig bend- ir hann á að þetta sé í fyrsta skipti sem svona skýrsla er gerð og viti menn því ekki nákvæmlega hvernig eigi að túlka hana fyrr en komnar séu samanburðartölur eftir 3–5 ár. Sérstök aðstaða „HA er í þeirri sérstöku aðstöðu að lögfræðin er ekki tilbúin og tölv- unarfræðin í mjög sérkennilegum fasa, en of fáir sóttu um síðasta ár úttektarinnar og var því ekki inn- ritað það ár en það leiddi til þess að kostnaður jókst verulega,“ segir Guðmundur en skólinn kom heldur illa út úr kostnaðarliðum úttektar- innar. Niðurstöðurnar segir Guðmund- ur þurfa að taka til verulegrar skoð- unar en þar megi nefna akademíska stöðu starfsmanna. „Staðreyndin er sú að okkur hefur gengið erfiðlega að fá vel hæfa kennara í þeim grein- um þar sem er samkeppni er á markaðnum og skiptir þar staðsetn- ing miklu máli,“ segir Guðmundur. „Mikilvægum mæli- kvarða var sleppt“ Í HNOTSKURN »Tekið er fram í úttektinniað viðhorf nemenda sé huglægt en einkareknu skól- arnir komu mun betur út í við- horfskönnun meðal nemenda. »HÍ kom oftast best út í út-tektinni, þar á eftir HR en HA og HB reka lestina. Svafa Grönfeldt Guðmundur H. Frímannsson Í LOK maí fannst ný sveppategund sem óx út úr furu- plönkum í garði í Grafarvogi. Þetta kemur fram á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. Téður sveppur er fúa- sveppur sem veldur brúnfúa í viði, einkum barrviði og nefnist Fomitopsis pinicola á latínu. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir er umsjónarmaður með svepparann- sóknum hjá Náttúrufræðistofnun og tók myndina sem hér er til hliðar. Hún segir fúann brúnan á lit því fúa- sveppir eins og randbarði brjóti niður beðmið í viðn- um en ekki trénið sem er brúnt. Sveppnum hefur ver- ið veitt þjóðlegra nafn en hið latneska – randbarði. Nafnið helgast af hinni ljósrauðleitu rönd við brún aldinsins sem sést á myndinni, en sveppurinn sjálfur er inni í viðnum og myndar þar þéttriðið net þráða. Guðríður segir sveppinn þó ekki líklegan til að valda miklum skaða á húsum. Þetta er ekki matsveppur eft- ir því sem Guðríður kemst næst, enda aldinið allhart viðkomu og óhentugt mannfólki til átu, áhugasömum blaðamanni til mikilla vonbrigða. Nú má Sveppi fara að vara sig Randbarði er nýjasti sveppurinn í íslenskri fungu INGIBJÖRG Sól- rún Gísladóttir ut- anríkisráðherra átti í gær fund með utanríkisráð- herra Þýskalands, Frank-Walter Steinmeier, en á fundinum ræddu ráðherrarnir m.a. um öryggismál á norðurslóðum og mögulegt samstarf Íslands og Þýska- lands á sviði varnar- og öryggismála. Jafnframt var farið yfir hugsanlega samvinnu ríkjanna á sviði endurnýj- anlegra orkugjafa. Var fundurinn haldinn í tilefni af fundi utanríkisráð- herra Eystrasaltsráðsins sem haldinn var í Malmö í Svíþjóð í gær. Þar var sjónum beint að baráttunni gegn mansali. Ræddu um samstarf í varnarmálum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir HÆSTIRÉTTUR hefur framlengt gæsluvarðhald yfir karlmanni á fimmtugsaldri sem játað hefur að hafa stungið annan karlmann tvívegis með hnífi í brjóstkassa. Maðurinn mun því sitja í gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 11. júlí nk. Atvikið átti sér stað hinn 3. apríl sl. þegar fimm félagar sátu að drykkju heima hjá einum þeirra. Eftir að til rifrildis kom á milli tveggja greip ann- ar til hnífs og stakk hinn í brjóstholið. Lá hann lífshættulega særður eftir og fór hnífurinn m.a. í gegnum brjóst- vegg mannsins en við það kom gat á framvegg hjartans. Maðurinn var handtekinn á vett- vangi og tilkynnti strax lögreglunni að hann hefði stungið manninn. Kærði játaði að hafa misst stjórn á sér í samskiptum við fórnarlambið og hefur ákæra verið gefin út í málinu. Varðhald framlengt vegna árásar MARKAÐSSETNING sem beinist að börnum hefur farið vaxandi. Und- anfarin tvö ár hafa umboðsmaður barna og talsmaður neytenda unnið að því að setja mörk við markaðs- sókn, sem beinist að börnum, í sam- ráði við hagsmunaaðila. Til eru ýmis lagaákvæði en fylla má upp í með leiðbeinandi reglum að sögn um- boðsmanns barna. Fjórar mögulegar leiðir eru færar, samkomulag embætta talsmanns neytenda og umboðsmanns barna við fulltrúa atvinnulífsins; leiðbein- andi reglur embættanna tveggja til atvinnulífsins að höfðu samráði; ein- hliða löggjöf og eigin reglusetning. Markmiðið er að búa til eitt skjal með gildandi laga- og siðareglum og leiðbeiningum um markaðssetningu gagnvart börnum. Sátt um mörkin „Við beinum sjónum okkar að markaðssetningu sem beinist gagn- gert að börnum, að auglýsingum sem stríða ef til vill ekki gegn lögum en má gera athugasemdir við,“ segir Ingibjörg. „Við viljum koma á sátt við markaðinn og almenning um mörkin,“ bætir hún við og segir slík- ar aðgerðir fela frekar í sér að setja hlutlæg mörk sem miði við tíma, vettvang eða inntak. Til dæmis gefi það betri raun að auglýsa ekki í kringum barnatíma en að meta efni og gildi hverrar auglýsingar. Óviðeigandi auglýsingar segir Ingibjörg sýna til dæmis of mjó ung- menni, áfengisnotkun ungs fólks eða þær séu til þess gerðar að hræða eða höfða til áhrifagirni barna. Spurð hvort vefurinn sé einnig til athug- unar segir Ingibjörg að lagareglur gildi um alla miðla auk þess sem „við eigum að beita sömu mannasiðum í netheimum og mannheimum“. Segir hún, að það sé í þessu tilviki sem öðr- um erfitt að henda reiður á því sem fer fram á vefnum. Góð viðbrögð frá atvinnulífinu Gert er ráð fyrir að eftirlit með markaðssetningu sem beinist að börnum verði meðal annars á hönd- um fyrirtækjanna sjálfra. „Við höf- um fengið góð viðbrögð frá samtök- um og fyrirtækjum, sem þykir betra að samræma reglur svo þau þurfi ekki að óttast það að næsti gangi lengra,“ segir Gísli, en segir annars konar eftirlit einnig skipta máli svo sem aðhald almennings og fyrir- tækja auk tilmæla frá hinu opinbera. Þegar fram í sækir segjast Ingi- björg og Gísli tilbúin til að skoða fleiri hliðar málsins svo sem bann við sjónvarpsauglýsingum á óhollum matvörum fyrir ákveðinn tíma á kvöldin líkt og gert var í Bretlandi og athuga samráð við skólayfirvöld og nemendafélög framhaldsskóla um friðhelgi innan grunn- og framhalds- skóla. Vilja stöðva markaðssókn gagnvart börnum ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.