Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Við tryggjum þér faglega ráðgjöf Vörður tryggingar hf. I Borgartúni 25 I sími 514 1000 I www.vordur.is G O TT FÓ LK FIMMTÁNDA þing norrænna heimilislækna verður haldið í Reykjavík dagana 13.-16. júní. Um 1.300 manns frá 19 löndum sækja þingið. Þetta er fyrsta þing norrænna heimilislækna sem einnig er alþjóðlegt. Yfirskrift þingsins, sem fer fram á ensku, er „The human face of medic- ine in a hi-tech world“ sem þýða mætti sem Mannleg hlið læknisfræðinnar í hátækniheimi. Á þinginu verða um 200 vísindaviðburðir; fyrirlestrar, mál- þing, málstofur og veggspjaldasýningar. Efnið sem fjallað er um á þinginu er afar fjölbreytt. Kynntar eru ýmsar hliðar á veitingu veikindaleyfa, fjallað er um framtíð norræna velferð- arkerfisins og ýmsar ögranir sem heimilislæknar takast á við. Varpað er fram spurningunni: Þarf læknirinn að vita hvort þú ert lesbía? og rætt er um hvort gefa eigi öllum yfir 55 ára fyrirbyggjandi pillu gegn hjarta- og æðasjúkdómum, svo aðeins örfá og ólík dæmi séu tínd til. Nánari upplýsingar um þingið, markmið þess, dagskrá og gesti er að finna á slóðinni http://www.meetingiceland.com/gp2007/. Hvað þarf læknirinn að vita? Ólafsvík | Það hvein í vængjum hrafnsins því hann neytti allra sinna krafta á flótta undan kríu- hópi, svartur og sekur með egg í goggnum. Varðliðið fylgdi honum lengi eftir en varð svo frá að hverfa. Þarna fór illa fyrir einu af fáum nýorpnum eggjum kríunnar í Rifi. Hún kom seint vegna vorkulda en daginn sem hlýnaði iðaði loftið af lífi. Lítið hefur samt orðið úr varpi enn sem komið er. Fuglinn hegðar sér eins og geldfugl og situr í stórum hópum á kvöldin. Þetta get- ur svo breyst á einni nóttu komi síl- isganga í fjörðinn. Morgunblaðið/ÞÖK Svartur og sekur með egg í goggnum UMSÓKNUM í grunnnám við Há- skóla Íslands hefur fjölgað um rúm 18% frá fyrra ári. Að teknu tilliti til þeirra stúdenta sem þreyta inn- tökupróf í greinar heilbrigðisvís- inda og umsókna erlendra stúdenta í grunnnámið má ætla að hátt á þriðja þúsund nýnema hefji nám við Háskólann næsta haust, segir í frétt frá HÍ. Sé litið til einstakra námsleiða má nefna að um 50% fleiri stúd- entar sækja um að hefja nám í við- skiptafræði en síðastliðið haust og nærri 100% fleiri vilja hefja nám í iðnaðarverkfræði núna. Nærri 75% fleiri vilja læra tölvunarfræði við Háskólann en haustið 2006. 16 stúdentar sækja um að hefja nám í rússnesku og 20 í Austur- Asíufræðum. Báðar þessar náms- leiðir eru nýjar við HÍ. Innan ein- stakra námsleiða raunvís- indadeildar má nefna að rúmlega fjórðungi fleiri sækja um í líf- fræðinám og í hátæknieðlisfræði hafa fimm stúdentar sótt um skóla- vist. Það er 150% aukning. Sé litið til fjölda umsókna eftir deildum Háskólans sækja um þriðjungi fleiri stúdentar um í læknadeild, viðskipta- og hagfræðideild og verkfræði. Stúdentar sem sækja um í greinum læknadeildar þreyta inntökupróf næstu daga. Enn aukin ásókn í viðskiptafræði UMSÓKNARFRESTUR um nám í dag- skóla á haustönn 2007 rann út á mánudag. Um 4.200 af 4.500 nemendum 10. bekkjar grunnskóla höfðu þá sótt um skólavist á haustönn 2007. Flestar umsóknir bárust Verzlunarskóla Íslands, Menntaskólanum við Hamrahlíð, Menntaskólanum í Reykja- vík og Kvennaskólanum. Þessir skólar þurfa að vísa frá rúmlega 400 nemendum sem höfðu valið þá sem fyrsta kost. Þeir eiga þó vísa vist í öðrum skólum þar sem pláss er nægilegt í framhaldsskólunum, segir í frétt frá menntamálaráðuneytinu. Frá og með kl. 18 á morgun geta umsækjendur opnað umsóknir sínar aftur og fylgst með afgreiðslu þeirra. Afgreiðslu á að vera lokið fyrir miðnætti þriðjudaginn 19. júní. Flestir vilja í VÍ, MH, MR og Kvennó Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is FERÐAMENN sem stunda heilsu- bótarferðir stoppa lengur á landinu og koma hingað á öllum árstímum. Þeir skila þjóðarbúinu því meiri peningum en aðrir ferðamenn. Vilji er fyrir uppbyggingu á Mývatni í þessum geira og Náttúrulækninga- félagið hyggur á markaðssetningu erlendis. Gunnar Páll Pálsson, nýútskrif- aður ferðamálafræðingur frá Hóla- skóla, kannaði nýlega möguleika Ís- lands í heilsuferðaþjónustu. Hann segir að hér á landi hafi mest áhersla verið lögð á svokallaða lækningaferðaþjónustu þar sem fólk sækir sér meðferð og end- urhæfingu vegna kvilla á borð við psoriasis og gigt. Samkvæmt könnun sem Sam- gönguráðuneytið stóð fyrir árið 2005 hafa ferðamenn sem hingað koma þær hugmyndir um landið að það sé hreint, fagurt og öruggt. Þessi ímynd landsins út á við er góður grundvöllur fyrir markaðs- setningu þess sem heilsuparadísar. Nú þegar sækja um 244 þúsund ferðamenn sundstaði á hverju ári og 84 þúsund stunda annarskonar líkamsrækt. Staldra lengur við og eyða meiri peningum. Meðaldvöl ferðamanna á Íslandi er aðeins tíu dagar og þróunin í heiminum hefur verið sú að ferða- menn hafa sífellt styttri viðdvöl á hverjum stað. Heilsuferðaþjónusta lýtur öðrum lögmálum og þetta ferðafólk hefur lengri viðkomu, um tvær vikur. Þessi tegund ferða- mennsku er líka óbundnari árstíð- unum en til dæmis náttúruskoðun. Gunnar segir að samkvæmt erlend- um rannsóknum eyði heilsu- ferðamenn um tífalt meiri pen- ingum á ferðum sínum en aðrir ferðamenn. Náttúrulækningafélagið stefnir á erlendan markað Hingað til hefur Heilsustofnun Náttúrulækningafélagsins í Hvera- gerði nánast eingöngu sinnt Íslend- ingum. Þeir fáu ferðamenn sem þangað koma hafa yfirleitt frétt af meðferðum þar hjá íslenskum kunningjum, en Gunnar segir það vera að breytast. „Ekkert hefur verið gert af hálfu HNFLÍ til þess að efla markaðssetningu erlendis eða til þess að ná athygli erlendra gesta sem hingað koma. Nú hafa þeir ráðið til sín markaðsfræðing og eru í startholunum.“ Á Mývatni er einnig vilji til þess að byggja upp heilsulind að sögn Gunnars. „Innan Heilbrigðistofn- unar Þingeyinga eru uppi hug- myndir um að splæsa saman óhefð- bundnar lækningar og hefð- bundnar. Fjöldi starfsmanna stofnunarinnar hefur kynnt sér óhefðbundnar lækningar og notar þær í starfi. Stofnunin hefur áhuga á því að stofna endurhæfingastöð svipaða þeirri sem starfrækt er hjá HNFLÍ í Hveragerði í samstarfi við Jarðböðin við Mývatn. Ég myndi vilja sjá opinberar stofnanir fá að stíga þetta skref í átt að ferðaþjónustunni, þetta er líka spurning um að efla byggð úti á landi,“ sagði Gunnar að lokum. Heilsuferðamenn stoppa lengur og eyða meiru Góð heilsa gulli betri Morgunblaðið/Sverrir Heilsuferðir Gunnar Páll Pálsson, nýútskrifaður ferðamálafræðingur frá Hólaskóla, kannaði möguleika Íslands í heilsuferðaþjónustu Markaðssetning og uppbygging að hefjast í Hvera- gerði og á Mývatni Í HNOTSKURN »Heilsuferðaþjónustaspannar allt frá gestum sundlauga til þeirra sem gang- ast undir hátæknilegar skurð- aðgerðir. »Nota ber hugtökin heilsaog hreinleiki í öllu kynn- ingarefni og markaðssetningu á Íslandi samkvæmt Ferða- málaáætlun 2006-2015. »2003 komu sex þúsundmanns að utan til lækn- ingameðferðar í Bláa lóninu. VEL gekk að flytja burt húsið sem áður stóð á lóð Laugavegar 74. Húsið var flutt til geymslu en mun síðar öðlast nýtt líf við Nýlendu- götu þar sem nýir eigendur hyggj- ast koma því fyrir. Um klukkutíma tók að flytja hús- ið frá Laugavegi niður á Granda og hófst ferðin á miðnætti í fyrri- nótt. Helgi Ólafsson, einn af eig- endum Þústar ehf., hafði yfirum- sjón með verkinu og var ánægður með hvernig til tókst. „Þetta gekk eins og í lygasögu. Við höfðum reiknað með að verkið tæki tvær klukkustundir en þetta var vel undirbúið og bílstjórinn var góð- ur.“ Keyrt var á gönguhraða upp Laugaveginn, niður Barónsstíg og af Skúlagötu niður á Sæbraut og loks Geirsgötuna. Húsið er tæp 40 tonn að þyngd og segir Helgi að mesta vinnan hafi falist í að koma krananum sem hífði húsið upp á bílpallinn fyrir á Laugaveginum. Taka þurfti niður marga ljósa- staura á leiðinni auk umferðarskilta og segir Helgi að margir hafi komið að undirbúningi flutninganna. Morgunblaðið/Júlíus Gekk eins og í lygasögu Ekið með hús um borgina. VEFVARP mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.