Morgunblaðið - 14.06.2007, Page 8

Morgunblaðið - 14.06.2007, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is GEIR H. Haarde forsætisráðherra segir að stjórnarflokkarnir hafi ekki samið um hvort taka skuli ný vatnalög til endurskoðunar og að óbreyttu taki lögin gildi 1. nóvember nk. þar sem fyrrverandi ríkisstjórnarflokkar hafi veitt málinu brautargengi á síðasta þingi. Geir segir málið á forræði núverandi iðnaðarráðherra og kveðst hann gera ráð fyrir að hann muni fara yfir málið og meta það hvort ástæða sé til breytinga á þeim lögum sem Alþingi hafi veitt samþykki sitt. Þetta kom fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna, í umræðum um störf Alþingis í gær. Þakkaði Steingrímur Geir skýr svör sem hann sagði til marks um það að ekkert hefði verið samið milli stjórnarflokkanna um þetta mál sem Samfylkingin, með núverandi iðnaðarráðherra í broddi fylkingar, hefði mótmælt harðlega þegar það var afgreitt á Alþingi. „Þá er hér á ferðinni enn eitt málið þar sem Samfylkingin virðist engu hafa náð fram í samræmi við sínar áherslur á fyrra kjörtímabili og það í einu harðasta og heit- asta deilumáli kjörtímabilsins.“ Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að þótt vatnalaga væri ekki getið í stjórn- arsáttmála lægi það fyrir að um málið yrði rætt og komist að niðurstöðu innan ríkisstjórnarinnar. Hann sagði að yfirlýsingar fyrri stjórnarandstöðu um að afturkalla lögin, fengi hún til þess þing- meirihluta í alþingiskosningum, ættu ekki lengur við þar sem stjórnarandstaðan hefði ekki fengið þingmeirihluta til þess. Stjórnarflokkarnir halda sinni sterku skírskotun Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, tók undir með Steingrími og sagði að stjórnarflokkarnir væru ósammála um hækkun launa seðlabankastjóra og ættu eftir að semja um niðurstöðu í því máli og hið sama gilti um hvalveiðar í atvinnuskyni, friðun Þjórs- árvera, málefni Íbúðalánasjóðs og sennilega ætti eftir að koma í ljós að stjórnarflokkarnir væru ósammála um rekstrarform Ríkisútvarpsins. „Það skýrist enn frekar með hverjum deginum að við búum við ríkisstjórn hins ófullgerða stjórn- arsáttmála,“ sagði Kristinn. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknar- flokksins, sagðist vorkenna hinum hrekklausa og meinlausa forsætisráðherra fyrir það hversu grandalaus hann væri að ganga til ríkisstjórn- arsamstarf við Samfylkinguna sem væri hópur fólks úr gjörólíkum áttum. Hann sagði að þing- menn Samfylkingarinnar væru hver og einn með hina og þessa handsprengjuna í vösum sem þeir hikuðu ekki við að henda í ráðherra Sjálfstæð- isflokksins. „Ég sé hér í þingsalnum, undir öllum þessum skelfingarræðum samfylkingarmanna, að hárin rísa á höfði margra sjálfstæðismanna,“ sagði Guðni. Lúðvík Bergvinsson, í Samfylkingunni, varpaði þeirri spurningu fram hvort þess misskilnings gætti hjá stjórnarandstöðunni að stjórnarsam- starf tveggja flokka þýddi það að flokkarnir sam- einuðust algjörlega, eins og verið hefði undanfar- in 12 ár. „Þessir tveir flokkar hafa ekki sameinast, þeir hafa áfram sína sterku skírskotun og þannig verður það,“ sagði Lúðvík. „Ríkisstjórn hins ófull- gerða stjórnarsáttmála“ Stjórnarandstaðan segir stjórnarflokkana á öndverðum meiði í mörgum málum Í HNOTSKURN »Hart var tekist á um afstöðu stjórn-arflokkanna til vatnalaganna á Alþingi. »Vatnalög voru samþykkt sem lög 18.mars 2006 og taka gildi 1. nóvember samkvæmt tillögu meirihluta iðnaðarnefnd- ar »Samfylkingin lagðist alfarið gegn nýj-um vatnalögum og sagði að með lög- unum væri einkaeignarréttur á vatni festur í lög. »Helgi Hjörvar telur að yfirlýsingarfyrri stjórnarandstöðu um afturköllun laganna eigi ekki lengur við. Morgunblaðið/ÞÖK Sumarþingi lokið Nokkrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar á þingi. Þá var fundum þess frestað til 1. október næstkomandi. Þingi frestað til 1. október TILLAGA forsætisráðherra um frestun á fundum Alþingis var sam- þykkt samhljóða og tekur Alþingi að öllu óbreyttu til starfa á ný 1. október. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, spurði ráðherra hvort til stæði að kveðja Alþingi fyrr saman en 1. október, þar sem oft hefði heyrst úr ranni Samfylkingarinnar að æskilegt væri að kalla Alþingi fyrr saman að hausti til að vinna að fjárlagagerð og fleiri mikilvægum málum. Geir sagði að engin sérstök áform væru að kalla þingið saman fyrir 1. októ- ber. Í stjórnarskránni væri hins vegar gert ráð fyrir því að hægt væri að ákveða með lögum sér- stakan samkomudag Alþingis og það hefði komið til tals að kalla það saman fyrr en gert hefði verið. Um það væri hins vegar engin nið- urstaða fengin að þessu sinni og engin lög í breytingaátt samþykkt. Átta lagafrumvörp og tvær þingsályktunartillögur voru sam- þykkt á sumarþinginu, sem var óvenju langt að þessu sinni, þar sem ný ríkisstjórn hefur tekið við. Telja forgangs- röðun ranga LÖG um breytingu á lögum um al- mannatryggingar og á lögum um málefni aldraðra hafa verið samþykkt á Alþingi og taka þau gildi fyrsta júlí. Breytingarnar hafa það í för með sér að atvinnutekjur ellilífeyrisþega og vistmanna 70 ára og eldri munu ekki hafa áhrif á fjárhæð ellilífeyris, tekju- tryggingar, vasapeninga og vist- unarframlags Tryggingastofnunar. Þá hafa atvinnutekjur vistmanna 70 ára og eldri ekki áhrif á greiðsluþátt- töku þeirra í dvalarkostnaði á dvalar- og hjúkrunarheimilum fyrir aldraða. Þingmenn stjórnarandstöðu eru ósammála þeirri leið sem farin er í frumvarpinu og telja hag eldri borg- ara og öryrkja fremur borgið með því að hækka frítekjumarkið úr 300.000 kr. í 960.000 kr. á ári. Þannig gætu elli- og örorkulífeyrisþegar unnið sér inn 80.000 kr. á mánuði án þess að líf- eyrisgreiðslur þeirra skertust. Marg- ir stjórnarandstæðingar tóku til máls og lögðu áherslu á að eitt skyldi yfir alla ganga meðal aldraðra og bentu á að einstaklingar á bilinu 67–70 ára væru að jafnaði betur í stakk búnir til að afla sér atvinnutekna en þeir sem væru 70 ára og eldri. Ályktun af landsþingi lögleidd Þuríður Backman, fulltrúi Vinstri grænna í heilbrigðisnefnd, sagði að með þessu frumvarpi væri verið að leiða í lög ályktun af Landsþingi Sjálfstæðisflokksins um bætt kjör aldraðra. Hún sagði það mjög miður að ekki hefði verið haft betra samráð við hagsmunasamtök og aðila vinnu- markaðarins. Bjarni Harðarson í Framsóknarflokki sagði, að Sjálf- stæðisflokkurinn réði ferðinni í vel- ferðarmálum og með lagabreyting- unni væri stigið mikið óheillaskref. Formaður Vinstri grænna, Stein- grímur J. Sigfússon, sagði fyrsta skref nýrrar ríkisstjórnar í málum eldri borgara athyglisvert og spurði hvort jafnaðarmannaflokkurinn væri stoltur. „Hvað með þá öldruðu sem ekki geta bætt sína fjárhagsstöðu heilsunnar vegna? Það segir sína sögu á hverju er byrjað,“ sagði Stein- grímur. Ellert B. Schram, Samfylkingu, sagði að verið væri að auka tekju- möguleika fólks eldra en 70 ára. Hann kvað tillögu stjórnarandstöðu ágæta út af fyrir sig og fagnaði því að góður andi virtist vera fyrir því að vinna vel í málefnum eldri borgara í þingsölum á næstu misserum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.