Morgunblaðið - 14.06.2007, Síða 9

Morgunblaðið - 14.06.2007, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2007 9 FRÉTTIR ÞAÐ geta ekki öll kauptún státað af tveimur starfandi hæstaréttarlög- mönnum sem þar búa,“ segir Jón Ís- berg hrl. og fyrrverandi sýslumaður Húnvetninga, sem á dögunum mætti starfsbróður sínum, Stefáni Ólafs- syni, nýbökuðum hrl., í dómþingi Héraðsdóms Norðurlands vestra sem haldið var á Blönduósi. Stefán Ólafsson fékk málflutningsréttindi sín sem hrl. 24. maí sl. og ekki all- löngu síðar vildi svo til að þessir tveir hæstaréttarlögmenn og Blöndu- ósbúar urðu málflytjendur í einka- máli sem tekið var fyrir hjá dóm- stólnum 6. júní. Var þetta í fyrsta skipti sem tveir Blönduósbúar sem einnig eru hæstaréttarlögmenn mætast í heimadómþingi. Jón Ísberg er fæddur árið 1924 og er heiðursborgari Blönduóss. Hann var skipaður sýslumaður Húnvetn- inga 1960 og varð fyrsti Blönduósbú- inn sem fékk málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti. Nú hefur samborg- ari hans Stefán Ólafsson hrl. skipað sér á þann bekk en hann er fæddur árið 1964 og hefur starfað sem hér- aðsdómslögmaður á Blönduósi í all- nokkur ár. „Það barst aðeins í tal hjá okkur Jóni þarna um daginn að það væri ábyggilega ekki algengt hjá litlum stöðum eins og Blönduósi að heima- menn gætu mætt sem hæstaréttar- lögmenn í dómsal,“ segir Stefán. „En þetta er vissulega skemmtilegt.“ Þess skal getið hæstaréttarlög- menn hafa áður flutt mál í dómþingi héraðsdóms á Blönduósi en nýlund- an að þessu sinni er að lögmennirnir sem um ræðir eru báðir búsettir í bænum. Flytja þarf fjögur prófmál fyrir Hæstarétti til að verða hrl. Jón Ísberg hrl. Mættust í sama málinu Blönduós státar af tveimur hæstarétt- arlögmönnum Stefán Ólafsson hrl. Brúðarkorselett í úrvali Tilboð Nýtt kortatímabil Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Laugavegi 53, s. 552 1555 TÍSKUVAL Opið virka daga kl. 10-18, lau. kl. 11-16 Tækifærið gríptu greitt 17% afsláttur af öllum vörum www.yogaretreat.is Hálfsdags námskeið laugardaginn 16. júní í Norræna húsinu, kl. 14.00 – 18.00 Leiðbeinendur eru Swami Janakananda og Ma Sita Upplýsingar og skráning: Hugleiðsla, fyrirlestur, jóga og djúpslökun KRINGLUNNI - Sími: 568 9955 www. t k . i s OPIÐ TIL 9 KRINGLU- KAST Í GANGI Brjálað Útskriftargjafir Bloom skál 26cm Kr. 12.340.- Bloom skál 34cm Kr. 14.980.- Bloom kertastjakar 2 stk. Kr. 5.890.- Kringlukast fimmtudag, föstudag og laugardag 30% afsláttur af öllum vörum Tilboðsslá: Verð aðeins 1.990 sími 568 1626 www.stasia.is www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Sumarfrakkar Ljósir og brúnir Str. 42-56 Nýtt kortatímabil Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 20% afsláttur af öllum stökum jökkum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.