Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ AÐALMEÐFERÐ Í BAUGSMÁLINU Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is SIGURÐUR Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í Baugsmál- inu, gagnrýndi frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á níu ákæruliðum sem varða meintar ólöglegar lánveitingar býsna harðlega í ræðu sinni fyrir dómnum í gær og sagði m.a. að í dómnum væri verið að eltast við „fræðilega tískubólu“. Ekki væri heldur nokkur leið að átta sig á for- sendum dómsins í tilteknum atriðum og hann minnti dóminn rækilega á mikilvægi þess að dómsniðurstaðan væri ítarlega rökstudd. Ekkert mál hefur verið rekið jafn- lengi í dómssölum þessa lands eins og Baugsmálið. Orð Arngríms Ís- bergs dómsformanns við upphaf réttarhaldanna í gær voru því vel við hæfi. „Þetta ætlar að endast okkur,“ sagði hann. Í liðum 2-10 er Jón Ásgeir kærður fyrir brot á 104. grein hlutafélaga- laga með því að veita ólögleg lán. Héraðsdómur komst að þeirri niður- stöðu að verulegur brestur væri á refsiheimild vegna brota á þessari grein laganna en samkvæmt henni væri eingöngu heimilt að refsa félagi en ekki einstaklingi. Þar af leiðandi væri óhjákvæmilegt að vísa málinu frá að þessu leyti. Hæstiréttur komst á hinn bóginn að þeirri niðurstöðu að skortur á skýrleika refsiheimildar gæti einn og sér ekki leitt til frávísunar. Ekkert skortir á skýrleikann Sigurður Tómas sagði að ekkert skorti á skýrleika refsiheimildar og hann bætti við að ekki væri „nokkur leið“ að átta sig á í hvaða túlkun á Mannréttindasáttmála Evrópu dóm- urinn væri að vísa. Niðurstaðan að þessu leyti virtist því marklaus. Í kjölfarið vísaði hann til nokkurra dóma Mannréttindadómstólsins sem hann sagði sýna að refsiákvæði vegna brota á 104. grein væru nægi- lega skýr. Þar að auki vísaði hann til danskra dómafordæma en danska bannákvæðið væri að stofni til hið sama og í 104. grein. Jafnvel þótt ís- lenska ákvæðið væri skoðað sam- kvæmt „framsæknustu kenningum“ væri ekki hægt að skilja það sem svo að refsiheimild gagnvart einstak- lingum væri óskýr. Og gagnrýnin hélt áfram. Sigurð- ur Tómas benti m.a. á að 104. grein væri ætlað að vernda hagsmuni hlutafélags gegn stjórnendum. Fé- lagið sem slíkt gæti ekkert aðhafst, heldur væri því ávallt stjórnað af ein- staklingum og að halda öðru fram væri alvarleg rökvilla. Ennfremur yrði að hafa í huga að brot á 104. grein beindist gegn lög- aðilanum, þ.e. félaginu, og það væri því rökrétt að refsing yrði lögð á þann sem bryti gegn því en ekki á fé- lagið sjálft sem væri brotaþolinn. Hann bætti við að væri dómurinn með niðurstöðu sinni á einhvern hátt að taka undir sjónarmið í olíumálinu svokallaða, væri hann á villigötum og það væri með ólíkindum að telja að tiltekin ákvæði í 104. grein renndu stoðum undir þá skoðun að refsi- heimild vegna hennar væri óskýr. Í því tilviki væri verið að eltast við „fræðilega tískubólu“ sem hefði ekki hlotið brautargengi í Hæstarétti. Allir læsir menn gætu staðreynt að brot á lögunum vörðuðu sektum eða fangelsi en þegar fræðimenn héldu öðru fram, yrðu menn hræddir við að benda á hið gagnstæða. Þetta minnti á vissan hátt á ævintýrið um nýju fötin keisarans. Sigurður Tómas sagði ásetning Jóns Ásgeirs skýran og hann hefði sjálfur framið brotin en ekki undir- menn hans hjá fyrirtækinu. Um meintan fjárdrátt Tryggva Jónssonar sagði hann brotin full- sönnuð. Þá hefði Jón Gerald Sullen- berger játað atvikalýsingu í ákæru þótt hann hefði ekki játað brotið og sekt hans væri einnig sönnuð. Héraðsdómur eltist við „fræðilega tískubólu“ í mati á refsiheimild Morgunblaðið/G.Rúnar Gagnrýninn Settur saksóknari reyndi að sannfæra fjölskipaðan héraðsdóm um að refsiheimildir væru skýrar. Í HNOTSKURN » Héraðsdómur Reykjavíkurfelldi seinni dóm sinn í Baugs- málinu hinn 3. maí sl. » Jón Ásgeir Jóhannesson varsakfelldur fyrir einn lið ákær- unnar en sýknaður af sjö liðum. Tryggvi Jónsson var sakfelldur í fjórum ákæruliðum og sýknaður í jafnmörgum. » Jón Ásgeir hlaut þriggjamánaða skilorðsbundið fang- elsi og Tryggvi níu mánaða skil- orðsbundið fangelsi. » Ákæruliðum 2-10 og 19 varvísað frá í heild sinni auk þess sem ákærulið 15 var vísað frá að því er varðar þátt Jóns Geralds Sullenberger. » Hæstiréttur vísaði þessumákæruliðum aftur heim í hér- að. Eina undantekningin var að héraðsdómi var eingöngu falið að fjalla um varakröfuna í 10. lið ákærunnar. FYRRVERANDI fjármálastjóri Aðfanga, sem bar vitni í Baugsmálinu í gær, sagði, að það hefðu í raun og veru verið fyrir hennar mistök sem Tryggva Jónssyni, fyrr- verandi aðstoðarforstjóra Baugs, var ekki gerður reikn- ingur fyrir sláttudráttarvél sem hann flutti inn frá Bandaríkjunum en á nafni Aðfanga. Innflutningur sláttudráttarvélarinnar er meðal sak- arefna í ákærulið 19 sem Hæstiréttur vísaði aftur heim í hérað eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafði vísað honum frá dómi. Í þessum lið er Tryggvi ákærður fyrir fjárdrátt upp á 1,3 milljónir króna með því að hafa látið Baug greiða ýmiss konar persónuleg útgjöld, þ. á m. dráttarvélina. Fjármálastjórinn fyrrverandi, Ingibjörg Stefánsdóttir, var eina vitnið sem kom fyrir dóminn í gær. Hún hafði raunar einnig verið boðuð sem vitni 13. mars sl. þegar aðalmeðferð málsins stóð yfir en af því varð ekki og lík- lega sökum þess að dagskráin riðlaðist töluvert þann dag. Fyrir dómi í gær sagðist Ingibjörg hafa vitað að Tryggvi ætti traktorinn og að hún hefði átt að gera honum reikning vegna hans, þ.m.t. vegna tolla og aðflutnings- gjalda. Þetta hefði verið algengt þegar Aðföng fluttu inn „leikföng“ fyrir starfsmenn, eins og hún orðaði það. Hún hefði hins vegar annaðhvort gleymt að gefa reikninginn út eða láðst að setja nýjan fjármálastjóra inn í málið. Aðspurð af Jakobi R. Möller, verjanda Tryggva, sagði hún að enginn hefði beðið um að ekki yrði gefinn út reikn- ingur vegna dráttarvélarinnar. Jakob spurði hana einnig að því hvers vegna hún væri komin fyrir dóminn nú og sagði Ingibjörg að hún hefði tal- ið að málið væri úr sögunni eftir að héraðsdómur vísaði því frá að þessu leyti. Fyrir um tveimur vikum hefði hún hitt Tryggva Jónsson, fyrrum aðstoðarforstjóra Baugs, tvíveg- is, annars vegar í Kaupmannahöfn og hins vegar í Ósló. Hún hefði sagt við hann í gríni að hún ætti einn ákærulið- inn og vísað til dráttarvélarinnar. Þau hefðu hlegið að þessu en eftir að Hæstiréttur vísaði málinu aftur heim í hérað, hefðu þau séð að þetta var ekkert gamanmál. Í kjöl- farið hefði hún komið til að bera vitni fyrir dómi. Fluttu oft inn „leikföng“ starfsmanna Eftir Andra Karl andri@mbl.is GESTUR Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, kom fjöl- skipuðum héraðsdómi til varnar þegar málflutningur í Baugsmálinu hélt áfram eftir hádegi í gær. Áður hafði settur saksóknari gagnrýnt dómendur fyrir að vísa ákæruliðum frá dómi, eins og lesa má um í grein Rúnars Pálmasonar hér að ofan. Gestur sagði m.a. að niðurstaða dómsins væri skotheld og benti á að Hæstiréttur hefði ekki gert efnis- legar athugasemdir við hana, aðeins að niðurstaðan ætti að leiða til sýknu – ekki frávísunar. Lögmaður sagði við upphaf mál- flutnings síns að hann ætlaði ekki að endurflytja málið og vísaði til fyrri málflutnings. Hins vegar minnti hann dómendur á það að ákæruvald- ið hefði ekki rannsakað sakarefnið til hlítar, auk þess sem hann hnykkti aðeins á hugtakinu lán. Sagði Gestur að ákæruvaldið þyrfti að sanna að Jón Ásgeir hefði látið veita meint lán, gegn neitun hans, auk þess sem huglæg skilyrði um vísvitandi gjörð þyrftu að liggja fyrir. Þá rakti hann stuttlega fyrri dóma í Baugsmálinu og benti á að ákæruliðir 2–9 hefðu verið hluti af upphaflegri ákæru í Baugsmálinu. Þá hefðu þeir beinst gegn Jóni Ás- geiri, Tryggva Jónssyni og Kristínu Jóhannesdóttur. Þessum liðum hefði verið vísað frá áður en verið settir inn í ákæruna á nýjan leik undir öðr- um formerkjum. Í stað þess að ákæruefnin væru talin brot á al- mennum hegningarlögum og þrír ákærðir, væri Jón Ásgeir nú einn ákærður og fyrir brot á hluta- félagalögum. Í kjölfarið fór Gestur yfir nið- urstöðu héraðsdóms frá því 3. maí sl. sem væri sú sama og vörnin hélt fram í málflutningi. Hann sagði mik- ið vanta upp á til þess að hægt væri að refsa Jóni Ásgeiri og hélt því fram að mikið og frjótt ímyndunarafl þyrfti til þess að halda öðru fram. „Héraðsdómur hefur komist að því að ekki er hægt að refsa einstaklingi [fyrir umrædd ákæruefni] og þessi niðurstaða dómsins getur ekki verið til endurskoðunar hjá sömu dóm- endum,“ sagði Gestur og bætti því við að forsendur og niðurstöður hér- aðsdóms væru endanlegar á meðan æðri dómstóll hefði ekki sagt til um annað. „Mér finnst það bera vott um sakfellingarþrá hjá saksóknara að hann tekst á við dómendur í málinu. Hann er að deila við dómara málsins um réttmæti niðurstöðunnar.“ Hafði ríflega risnuheimild Eftir málflutning Gests tók við verjandi Tryggva Jónssonar, Jakob R. Möller, sem fór fram á sýknu yfir skjólstæðingi sínum. Hann fór efn- islega yfir ákæruefni 19. liðar sem snúa að meintum fjárdrætti Tryggva, en hann var með kred- itkort skráð á Nordica inc., félag Jóns Geralds, og greiddi Baugur þá reikninga sem stofnað var til vegna viðskipta. Jakob sagði að útskýringar Tryggva hefðu aldrei verið rannsak- aðar, s.s. hvað varðaði kvöldverði í New York og Flórída sem voru vegna viðskipta. Jafnframt benti Jakob á að Tryggvi hefði samkvæmt samningi við Baug haft ríflega risnu- heimild. Brynjar Níelsson talaði að lokum máli Jóns Geralds en hann er ákærð- ur fyrir að hafa útbúið tilhæfulausan kreditreikning upp á 62 milljónir króna og sent hann Tryggva Jóns- syni. Brynjar segir Jón Gerald hafa talið reikninginn svo tilhæfulausan að hann hefði ekki hugsað sér að hann færi í gegnum bókhaldsdeild Baugs og inn í bókhaldið. Hann sagði það ekki ásetning Jóns Ger- alds að aðstoða Baugsmenn við það að rangfæra bókhaldið. Niðurstaðan ekki til endurskoðunar Gestur Jónsson segir Hæstarétt ekki hafa gert athugasemdir við efnislega niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í maí sl. og því sé ljóst að sýkna eigi skjólstæðing sinn, Jón Ásgeir Jóhannesson Morgunblaðið/G.Rúnar Útganga Verjendur og aðstoðarmenn þeirra ganga út úr héraðsdómi. Arngrímur Ísberg: Þetta ætlar að endast okkur VEFVARP mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.