Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Stökktu til Rhodos 30. júní í 2 vikur frá kr. 49.990 Allra síðustu sætin Bjóðum nú síðustu sætin til Rhodos 30. júní í 2 vikur á frábæru tilboði. Þú bókar flugsæti og gistingu og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tækifærið og njóttu lífsins á þessari perlu gríska eyjahafsins. Verð kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, m.v. stökktu tilboð í 14 nætur. Verð kr. 59.990 Netverð á mann , m.v. 2 fullorðna saman í herbergi/stúdíó/íbúð, m.v. stökktu tilboð í 14 nætur. NÝLISTASAFNIÐ hefur opn- að nýjan vef hannaðan af Ólafi Breiðfjörð. Slóðin er www.nylo.is. Þar má finna upp- lýsingar um sýningar safnsins frá árinu 2000 og myndir, ásamt hugleiðingum um það sem er á dagskrá. Opn- unartímar safnsins hafa breyst og er það nú opið frá mið- vikudegi til sunnudags klukkan 12-17 og á fimmtudögum til kl. 21. Með því vill Nýlistasafnið gefa fólki færi á að nýta eitt kvöld vikunnar til þess að heimsækja safnið. Þar verða veitingar á vægu verði og alls kyns fimmtudags- uppákomur sem verða auglýstar síðar. Myndlist Nýjungar í starfsemi Nýló Frá sýningu í Nýló Á STÖKU stað – með einnota myndavél heitir ný ljóðabók eftir Árna Ibsen sem Bjartur gefur út. Árni fékk heilablóð- fall fyrir tveimur árum og hef- ur verið alvarlega veikur síðan. Ljóðin orti hann eftir að hann áttaði sig á að hann myndi ekki ferðast framar og í ljóðunum dregur hann upp ljóslifandi myndir af nálægum og fjar- lægum stöðum. Árni Ibsen fæddist árið 1948 og hefur verið af- kastamikið leikskáld, ljóðskáld og þýðandi. Hann hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa og var lengi for- maður Leikskáldafélags Íslands. Bókmenntir Ný ljóðabók eftir Árna Ibsen Árni Ibsen ALÞJÓÐ gefst nú kostur á að virða fyrir sér landslag og þjóðlíf Rjómaíslands fyrsta sinni í dag, þegar opnuð verð- ur sýning í Galleríi 101 á pastellituðum rjómaísfoss- um, ægilegum vöðvafjöllum, ísi þöktum Herðabreiðum og fleiri girnilegum fyrirbærum sem þessi þversagnakennda þjóð geymir í fylgsnum sín- um. Myndlistarmaðurinn Guðmundur Thorodd- sen hefur dvalið um nokkurt skeið í Rjómaíslandi og hefur fangað litskrúðugar og girnilegar ímynd- ir þessa stórkostlega og nær óþekkta lands í plastmálverk og blýantsteikningar sínar. Myndlist Gúmmelaði Rjómaíslands Herðabreið Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is LISTASAFN Árnesinga í Hvera- gerði hefur verið opnað að nýju eft- ir viðgerðir og breytingar. Lista- safnið er í eigu Héraðsnefndar Árnesinga, sem velur safninu stjórn. Ný stjórn tók til starfa fyrr á þessu ári og réð Ingu Jónsdóttur myndlistarmann sem safnstjóra. Inga var ein af upphafsmönnum listahátíðarinnar á Seyði á Seyð- isfirði, síðar menningarfulltrúi í Sveitarfélaginu Hornafirði og var þar einnig verkefnastjóri Jöklasýn- ingarinnar. Stjórn safnsins skipa Knútur Bruun formaður, Ísólfur Gylfi Pálmason og Jóhanna Ró- bertsdóttir. Nýja stjórnin hefur fengið til liðs við sig þrjá ráðgjafa sem í samvinnu við stjórn og safnstjóra vinna að framtíðarsýningarstefnu safnsins. Verði lifandi vettvangur Inga Jónsdóttir safnstjóri segir að stefnt verði að því að opna þrjár stórar sýningar á ári, sem standi að minnsta kosti í tvo mánuði hver og þeim verði fylgt úr hlaði með út- gáfu. „Stefnumótun safnsins er í vinnslu, en okkur langar til að safn- ið verði lifandi vettvangur fyrir svæðið í kring og gesti annars stað- ar frá, og að safnið verði þekkt kennileiti með gott orðspor. Við vilj- um að hér verði í boði fjölbreyttar listsýningar og aðrar uppákomur líka. Í haust stefnum við að því að hefja námskeið í listasögu, og okkur langar líka að kynna aðrar list- greinar eftir því sem kostur er.“ Metnaðarfull vetrardagskrá Inga segir augljóst að áherslur í vetrarstarfi séu aðrar en á sumrin, þegar meira er um ferðamenn. Á sumrin er opið lengur í safninu. „Við viljum samt halda metn- aðarfullri dagskrá yfir vetrarmán- uðina. Sú dagskrá þarf að fá að þróast eftir væntingum um aðsókn gesta og þeim fjármunum sem við höfum úr að spila. Við viljum sækja þá fjármuni sem til þarf, því okkur er í mun að halda úti metnaðarfullu starfi og að safnið þjóni íbúum hér og gestum sem best.“ Áhersla verður einnig á aukna fræðslustarfsemi svo sem leiðsögn um sýningarnar, námskeið, fyr- irlestra og málþing. „Mig langar til þess að fólk hafi það á tilfinningunni að hingað sé gaman að koma, og að hér gangi það að einhverju áhuga- verðu. Smekkur fólks er misjafn, en hingað eru allir velkomnir og von- um við að allir finni hér eitthvað við hæfi.“ Hvað myndlistina sjálfa varðar og þá stefnu sem verið er að móta um sýningarhaldið og áherslur þar, segir Inga að óskastaðan sé sú að hægt verði að skipuleggja sýningar eitt til tvö ár fram í tímann. Slíkt plan er í vinnslu. „Við viljum sýna ákveðna breidd í myndlist. Stund- um verða þetta stórar sýningar þar sem við ráðum sérstaka sýning- arstjóra. Sennilega verður innlend myndlist viðameiri, en okkur langar líka að sækja út og vera í samstarfi við aðila þar. Við erum líka opin fyr- ir metnaðarfullu samstarfi við menningarstofnanir hér á svæðinu.“ Í jaðri Reykjavíkur Myndlistin verður í öndvegi að sögn Ingu, og önnur starfsemi spunnin kringum hana. Sókn- arfærin segir hún liggja víða. „Hús- næði safnsins er á mjög góðum stað, við erum í jaðri Reykjavíkur, á stóru og fjölmennu svæði. Hús- næðið er fallegt og skemmtilegt og býður upp á mjög marga mögu- leika. Hér var áður veitingastaður, en okkur dreymir um að hér verði aftur kaffihús.“ Listasafn Árnesinga hefur ráðið nýjan safnstjóra og stefnir að metnaðarfullu starfi Sóknarfærin liggja víða Í HNOTSKURN » Listasafn Árnesinga hét áð-ur Lista- og byggðasafn Ár- nesinga. Starfsemi safnanna tveggja var síðar aðskilin. » Listasafnið var fyrst starf-rækt á Selfossi en var flutt til Hveragerðis árið 2003. » Stofninn að safninu er gjöfBjarnveigar Bjarnadóttur (1907-1933) og sona hennar, sam- tals 73 verk eftir eftir marga þekkta listamenn. FYRSTA sýning Listasafns Árnesinga á þessu ári er sýningin Að flytja fjöll, þar sem skoða má málverk eftir Ásgrím Jónsson í samhengi við verk núlifandi listamanna, þeirra Brynhildar Þorgeirsdóttur, Georgs Guðna, Guðrúnar Krist- jánsdóttur, Húberts Nóa, Magnúsar Pálssonar, Magnúsar Tómassonar, Ólafs Elíassonar og Þorbjargar Þorvalds- dóttur. Kjarni sýningarinnar er fjallasýn þessara myndlistarmanna og hvernig þeir flytja þá sýn í mismunandi miðla og til annarra staða. Það er óhætt að segja að fjölbreytni í efnistökum sé nokkur og áhugaverð. Sýningin var opnuð um helgina og stendur til 29. júlí. Hún er opin alla daga kl. 12-18 og á sunnudögum kl. 15 er boðið upp á leiðsögn. Að flytja fjöll Ásgrímur Jónsson Frá Vopnafirði, vatnslitir, 12x20cm, 1907 ALÞJÓÐLEGA tónskáldaþingið – International Rostrum of Compo- sers, var haldið í 54. sinn dagana 5.-9. júní í húsakynnum Franska útvarpsins í París. Að þessu sinni tóku 33 fulltrúar útvarpsstöðva frá fjórum heimsálfum þátt í þinginu, kynnt voru alls 64 verk. Kosið var um eftirtektarverðustu verkin í tveimur flokkum; verk samin af tónskáldum 30 ára og yngri og verk í almennum flokki, en í hon- um voru öll verk sem kynnt voru á hátíðinni. Í almennum flokki varð framlag Austurríska útvarpsins hlutskarp- ast, verkið Mouthpiece IX – fyrir rödd og hljómsveit eftir banda- ríska tónskáldið Erin Gee. Í flokki verka eftir tónskáld 30 ára og yngri varð framlag Eist- neska útvarpsins fyrir valinu: Jen- Zeits eftir Ülo Krigul. Jafnframt var mælt með þeim verkum sem náðu 2.- 9. sæti í almennum flokki, sem og 2.-3. sæti í flokki verka eft- ir tónskáld 30 ára og yngri. Eftirfarandi verk voru framlag Íslands til þingsins í ár: In- stallation around a heart eftir Þur- íði Jónsdóttur, Hvein eftir Davíð Brynjar Franzson, og Self eftir Hildi Ingveldardóttur Guðnadótt- ur, en það er að finna á plötu hennar Mount A sem kom út fyrir síðustu jól. Verk Hildar og Davíðs voru bæði meðal 10 stigahæstu verka í flokki yngri tónskálda, verk Hildar nr. 6 og Davíðs nr. 8. Öll þrjú verkin röðuðu sér í kring- um miðju í almennum flokki. Verk Hildar í sjötta sæti Verk íslenskra ung- tónskálda meðal tíu stigahæstu á Rostrum Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir Safnstjórinn Inga Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.