Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2007 19 MENNING SAUMUMÍSUMAR Við erum fagfólk í saumavélum. Íslenskur leiðarvísir og/eða kennsla fylgir öllum saumavélum frá okkur. Eigin varahluta- og viðgerðarþjónusta. Eingöngu sérmenntaðir viðgerðarmenn 25%afsláttur af öllum fylgihlutum með saumavélum, s.s. forritum, quiltborðum, útsaumsdiskum, nálum, fótum, tvinna, o.fl. PFAFF, REYKJAVÍK LJÓSGJAFINN, AKUREYRI VERSLUNIN VÍK, AUSTURLANDI LÓNIÐ, HÖFN VOGUE, SELFOSSI ÞRISTUR, ÍSAFIRÐI FULLKOMIN HEIMILISSAUMAVÉL 16 spor 60 aðgerðarmöguleikar Stillanlegur fótþrýstingur Nálaþræðari Alsjálfvirk hnappagöt EINFÖLD HEIMILISSAUMAVÉL. 28 spor, hnappagöt, teygjusaumar og falleg skrautspor. Stillanlegur fótþrýstingur. FRÁBÆR Í BÚTASAUMINN. 88 innbyggð spor, 13 bútasaumsspor, yfirflytjari, 4 gerðir af hnappagötum og fleira. Bútasaumsborð og bútasaumsfótur fylgir frítt með. SKEMMTILEG OG ÞÆGILEG HEIMILISSAUMAVÉL. 35 spor, alsjálfvirkt hnappagat og sjálfvirkur nálaþræðari. EINFÖLD OG ÞÆGILEG OVERLOCKVÉL. 2, 3, 4 þráða vél, mis- munaflutningur, stillanleg sporlengd og sporbreidd, stillanlegur fótþrýstingur. FULLKOMIN HEIMILISSAUMAVÉL. 22 spor, 80 aðgerðamöguleikar, stillanlegur fótþrýstingur, nálaþræðari, hraðastilling, nálastilling, nálin uppi, nálin niðri og alsjálfvirk hnappagöt. AR-4260 GUFUSTRAUJÁRN m/katli 0,9 ltr. stanslaus gufa kr. 22.400.- Stórt og stöðugt STRAUBORÐ. Vinnuflötur 120 x 40 cm. kr. 13.900.- PFAFF SMART 100 TILBOÐ 19.900.- PFAFF 2046 TILBOÐ 119.900.- BÚTASAUMSBORÐ OG FÓTUR FYLGIR FRÍTT MEÐ BROTHER BM-3600 TILBOÐ 24.900.- HUSQVARNAHS-901 OVERLOCKVÉL TILBOÐ 39.900.- HUSQVARNA HS-122 TILBOÐ 39.900.- HUSQVARNA HS-116 TILBOÐ 35.900.- PROFESSIONAL GUFUSTRAUJÁRN OG BORÐ Í START art listamannahúsi sýnir Þuríður Sigurðardóttir málverk undir yfirheitinu Starir. Rýnir lista- konan ofan í mýrar þar sem litir gróðurs og yfirborð vatns taka breytingum eftir birtu og árstíðum. Hún varpar þar með ljósi á fegurð votlendis í nærmynd sem er þáttur í umræðu á verndun íslenskrar nátt- úru, en það hefur löngum verið ár- átta Íslendinga að þurrka slík land- svæði upp. Af því sem ég hef séð eftir lista- konuna síðan hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2001 hefur hún sótt á svipaðar slóðir nærmynd- araunsæis. Myndrænt séð er þetta nokkuð viðtekin nálgun og algeng allegoría í málverki, þ.e. eitthvað sem sýnir yfirborð í nærmynd, og því má segja að ókannaðir fletir mál- verksins knýi ekki listakonuna til verka heldur virðist hún ætla að þroska sig gegnum handverkið. Til þess kýs hún að ögra sér tæknilega og lendir fyrir vikið í erfiðleikum með að skapa sannfærandi dýpt, undirlag og yfirlag, í sléttri pens- ilskrift raunsæisins. Það er engu að síður af hinu góða að hún skuli ögra sjálfri sér með þessum hætti því hún gæti svo sem haldið aftur af sér og staðnæmst á óhultu svæði og hafið sálarlausa framleiðslu á einföldum yfirborðsmyndum. En ef við horfum á list sem sjálfsþróun, sem hún er, þá ber listamanni að taka á móti þeirri ögrun sem að honum sækir, hvort sem hún er tæknilegs, tilfinn- ingalegs eða hugmyndalegs eðlis. Þá er sálin líka ráðandi í sköpunarferl- inu og ég fæ ekki betur séð en það sé sál í þessum málverkum Þuríðar. Sál í nærmynd Morgunblaðið/Ásdís Votlendi að vetri Þuríður Sigurðardóttir rýnir ofan í íslenskar mýrar. MYNDLIST Start Art Opið virka daga frá 10-17 og laugardaga frá 13-16. Sýningu lýkur 28. júní. Að- gangur ókeypis. Þuríður Sigurðardóttir Jón B. K. Ransu „FRUM-hátíð“ íslenzk-þýzka kammerhópsins adapters, er hóf hérlenda göngu sína í fyrra með tón- leikum í Iðnó, fór aftur af stað á föstudag með þrídægru samtíma- tónverka á Kjarvalsstöðum við að- sókn liðlega 30 manna er tóku öllu mjög vel. Áttu tónleikar næsta dags að helgast verkum eftir Franco Donatoni (1927-2000) og sunnudags- ins verki eftir Morton Feldman (1926-87), en á fyrstu tónleikum há- tíðarinnar voru hins vegar Íslands- frumflutt sjö ný verk eftir ofangetna þýzka og íslenzka höfunda af yngri kynslóð, öll pöntuð af adapter- hópnum og nýlega flutt í Berlín, Hamborg og Kiel. Það mátti því gera ráð fyrir að tón- smíðarnar væru þegar þaulæfðar, auk þess sem einbeitt spilamennska hinna ungu hljómlistarmanna bar hvergi með sér annað en að vera í beztu höndum. M.ö.o. virtist ekkert út á túlkunarhliðina að setja. Öðru máli gegndi um sjálf verkin. Með til- skildum fyrirvara um þau happ- drættislögmál er ávallt hljóta að gilda um framsækna unga tón- sköpun, þá sló heildarútkoma kvöldsins mig sem einhver sú drep- leiðinlegasta sem ég lengi hef heyrt á slíkum vettvangi. Vissulega hefur n.k. sjálfkjörin „aðskilnaðarstefna“ höfunda oft virzt svífa yfir þeim vötnum, líkt og mús- íkin lýsi leynt og ljóst yfir að hún sé aðeins fyrir innvígðustu innvígðra. En umrætt kvöld sló flestu við, m.a.s. prófessoraverkum Norrænna mús- íkdaga í fyrrahaust – og það án þess að örlaði á meginafsökun og tilefni leitandi tilraunasmíða, nefnilega að bera á borð raunverulegar nýjungar í formi, hljómblæ og framsetningu. Allt hafði maður heyrt margsinnis áður á undanförnum áratugum. Ef þetta lýsir ekki listrænni kreppu nýrrar tónsköpunar, þá þekki ég ekki betri dæmi. Innvígt og aðskilið TÓNLIST Kjarvalsstaðir Frumflutt verk eftir Asmus Trautsch, Davíð Brynjar Franzson, Inga Garðar Er- lendsson, Sebastian Elikowski-Winkler, Yoav Pasovsky, Atla Ingólfsson og Tom Rojo Poller. Kammerhópurinn adapter (Kristjana Helgadóttir flautur, Ingólfur Vilhjálmsson klarínett, Gunnhildur Ein- arsdóttir harpa, Marc Tritschler píanó og Mathias Engler slagverk). Stjórnandi: Manuel Nawri. Föstudag 8. júní kl. 20. Kammertónleikar  Ríkarður Ö. Pálsson Adapter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.