Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is Reykjavík | Miðborgarþing var haldið í Ráð- húsi Reykjavíkur í gær. Þar kom m.a. fram að nýlega hefði verið stofnað félagið Miðborg Reykjavíkur sem á að standa að hagsmuna- málum miðborgarinnar. Það mun taka yfir rekstur Þróunarfélags miðborgarinnar og í kjölfarið verður hverfisráð miðborgarinnar lagt niður. Í setningarávarpi sínu sagðist Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri binda vonir við að þetta nýja félag yrði lyftistöng fyrir mið- borgina í náinni framtíð. Hann sagðist að auki telja það mjög mikilvægt að Reykjavík- urborg legði enn frekari áherslu á að auka lífsgæði í miðborginni í samvinnu við hags- munaaðila, m.a. með fegrun og hreinsun mið- borgarinnar. „Það er sannfæring mín eftir skoðun á fyrirkomulagi miðborgarmála að hægt sé að ná mun betri og meiri árangri við að efla miðborgina okkar ef hagsmunaaðilar og Reykjavíkurborg leggja lóð sín á sameig- inlega vog.“ Miðborgin þjóðarhagur Á fundinum var einnig rætt um hvernig hægt væri að efla verslun og þjónustu í mið- borg Reykjavíkur. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi og formaður Miðborgar Reykjavíkur, sagði borgina ekki geta gengið á sjálfstýringu heldur skipti samvinna borgar og hagsmunaaðila í miðborginni sköpum. Hann sagði jafnframt ferðaþjónustu vera meðal helstu atvinnuvega landsins og það væri því þjóðarhagur að miðborg Reykjavík- ur væri sérstök, áhugaverð og ógleymanleg þeim sem þangað kæmu. Skv. niðurstöðum viðhorfskönnunar Capa- cent Gallup versla 40% aðspurðra nær aldrei í miðborginni og sagði Júlíus Vífill nauðsyn- legt að bæta úr því. Helstu ástæður fólks voru of mikil fjarlægð frá heimili og bíla- stæðavandi miðborgarinnar. Júlíus Vífill tók það fram að Reykjavík- urborg ætlaði sér ekki að ráðskast með at- vinnulífið eða fara út í deiliskipulagsgerð sem gæti heft frelsi til nýsköpunar eða dregið úr áhuga á breytingum. Markmiðið væri fyrst og fremst að efla verslun og þjónustu. Verslunarmiðstöð í miðborginni? Svava Johansen, kaupmaður og eigandi NTC, sagði gaman að koma í miðbæ Reykja- víkurborgar en nauðsynlegt væri að gera verslanirnar sýnilegri. Hún lagði fram nokkr- ar tillögur að betrumbótum miðbæjarins og í þeim fólst m.a. að verslanir samræmdu af- greiðslutíma sinn í takt við stóru versl- unarhúsin og að stöðumælagjald og sektir yrðu lækkuð. Að lokum lagði hún til að versl- unarmiðstöð yrði reist í miðborginni. Því var Jan Olav Braaten, sem hefur um tuttugu ára reynslu af þróun og uppbyggingu verslunarmiðstöðva í Evrópu, alveg sammála. Hann taldi lykilatriði í uppbyggingu miðborg- arinnar felast í fjölgun smásöluverslana en gæta þyrfti að því að blanda verslunum sam- an við mismunandi menningu, afþreyingu og fallega hönnun til að ná tilætluðum árangri og tryggja mikið mannlíf í miðborginni. Jan Olav lagði mikla áherslu á að aðaldrifkraft- urinn fælist í smásöluverslunum. Tækist að byggja fjölbreytta afþreyingarmiðstöð sem félli vel að miðborginni myndi hún draga að sér fleiri verslanir og geta keppt við Smára- lind og Kringluna. Hans reynsla af álíka verkefni hefði verið sú að viðskipti jukust nær strax. Nýtt félag lyftistöng fyrir miðborgina Morgunblaðið/G.Rúnar Miðborgarþing Að sögn Júlíusar Vífils Ingvarssonar, formanns Miðborgar Reykjavíkur, er mikilvægt að miðborg Reykjavíkur sé sérstök, áhugaverð og ógleymanleg þeim sem þangað komi. Samvinna borgar og hagsmunaaðila í miðborginni geti ráðið miklu þar um. Í HNOTSKURN »Hið nýstofnaða félag MiðborgReykjavíkur tekur yfir rekstur Þró- unarfélags miðborgarinnar. Markmið félagsins er að efla þjónustu og verslun í miðborginni. »Félagið er skipað sjö aðilum; fjórumúr hópi hagsmunaaðila og þremur sem borgarráð velur. » Í nýlegri könnun sögðust 40% að-spurðra versla sjaldan eða aldrei í miðborginni. Helstu ástæður fyrir því eru of mikil fjarlægð frá heimili og skortur á bílastæðum. »80% landsmanna telja mikilvægt aðefla verslun í miðbænum. Stefnt að eflingu verslunar og þjónustu í miðbæ Reykjavíkur AKUREYRI ÞAÐ ER rétt að taka það strax fram að fyrirsögnin er rétt stafsett. Um er nefnilega að ræða sérstakt fyr- irbæri: hreingjörninginn. Það er heitið á gjörningum listakonunnar Önnu Richards, sem miða að því að hreinsa heiminn. Anna hefur semsagt unnið að því um áraraðir að hreinsa heiminn í gegnum gjörninga sína. Áður vann hún ein að gjörningunum, en síðastliðin þrjú ár hefur hún boðið listafólki víðsvegar að úr heiminum að taka þátt með henni. „Og ekki veitir af,“ segir Anna. Áhugi Önnu á hreingjörningum kviknaði að hennar sögn í hennar eigin innri hreingjörningi: „Þannig færð- ust hreingjörningarnir úr mínum eigin sálarherbergjum og út í veröldina.“ Hreingjörningar fólks um allan heim til sýnis „Hinn þriðji Alheimshreingjörningur“ verður sér- staklega útfærður fyrir Þorgeirskirkju og vatn, sem fékk Önnu til að hugleiða þýðingu vatnsins fyrir trúar- brögðin. Hann verður haldinn á dulmögnuðum stað: í Þorgeirskirkju við Ljósavatn og hefst kl. 21 nk. föstu- dagskvöld. „Þar munu verk og gjörningar kvenna og karla alls- staðar að úr heiminum verða til sýnis til að magna áhrif- in við að þrífa heiminn.“ Auk fjölda verka sem Anna hef- ur fengið send frá listafólki, mun hún njóta fulltingis Ragnhildar Gísladóttur söngkonu. „Ragnhildur mun spinna rödd sína í fléttu við Hreingjörning sem ég flyt. Við hófum samstarf 1991 og við höfum meðal annars framið hreingjörning í Japan.“ Valgerður H. Bjarnadóttir mun einnig um kvöldið leiða gjörning þar sem goðin verða heimt aftur úr Goða- fossi: „Goðin hvíldu í fossinum í 1008 ár og nú er tími til kominn að kalla þau til okkar aftur,“ segir Valgerður. „Ekki til að taka yfir, heldur lifa í sátt við öll önnur þau goð sem við kjósum í lífi okkar. Náttúran sjálf er goð- mögnuð og með hennar fulltingi hreinsum við heiminn.“ Kvöldið hefst með samstarfi Önnu og Ragnhildar, en eftir það er haldið út í náttúruna til að endurheimta goð- in. Eftir það verður áhorfendum boðið að sjá mynd- og textaverk af gerningum í safnaðarheimili kirkjunnar. Alheimshreingjörningur haldinn í Þorgeirskirkju Hreinsar heiminn Anna með hreingjörning í Joensuu í Finnlandi þar sem hún tók þátt á jaðarlistarhátíð. Í HNOTSKURN »Anna gat sér orðstír þegar hún stóð fyrir viku-legum hreingjörningum í miðbæ Akureyrar í heilt ár frá 1998-99. »Eftir það ákvað hún að þrífa allan heiminn oghefur starfað við það síðan. »Síðastliðin ár hefur hún staðið fyrir árlegum al-heimshreingjörningum ásamt öðru fólki og er þetta þriðja skiptið af alls 10. Goðin endurheimt úr Goðafossi á sýningunni BRYNDÍS Kjartansdóttir, Hákon Hákonarson, Kristín Anna Kristjáns- dóttir, Lilja Kristín Sæmundsdóttir og Valborg Kjærbech Óskarsdóttir út- skrifuðust úr rekstrar- og stjórnunarnámi Símenntunar Háskólans á Ak- ureyri. Útskriftin fór fram hinn 8. júní í Listasafni ASÍ. Félagsmálaskóli alþýðu býður upp á háskólanám fyrir forystu og starfsmenn stéttarfélaga í samstarfi við Símenntun HA. Þetta er þriðji útskriftarhópurinn. Í fréttatilkynningu segir um námið: „Markmið þess er að gera félögin öflugri í opinberri umræðu, beittari í kjarabaráttunni og um leið að efla þátttakendur í starfi og leik. Námið er skipulagt með þarfir forystu og starfsmanna stéttarfélaga í huga, bæði hvað varðar námsgreinar og skipu- lag. Kennsla fer fram á vinnutíma og eru kennsluhættir og aðferðir sniðn- ar að þörfum fólks sem vinnur samhliða námi.“ Samstarfsútskrift Í KVÖLD kl. 20 mun Pétur H. Ár- mannsson arkitekt fjalla um Guðjón Samúelsson og verk hans í fyrirlestri sem haldinn er á 1. hæð í Rósenborg (Barnaskóla Akureyrar.) Í framhaldi af því verður fólki boðið að ganga um þann hluta bæjarins sem ber hvað sterkust einkenni Guðjóns. Rósenborg verður opnuð klukkan 19.30, þannig að fólki gefst tækifæri til að skoða húsið eftir yfirgripsmikl- ar endurbætur á því. Þær miðuðu að því að halda í sem mest af upphaf- legu útliti hússins, sem Guðjón hann- aði. Auk Rósenborgar eru fjölmörg opinber hús á Akureyri sem Guðjón var höfundur að, til að mynda Ak- ureyrarkirkja, elsti hluti Sundlaug- arinnar og gamla íþróttahúsið fyrir neðan hana, auk Húsmæðraskólans við Þórunnarstræti. Áhrif Guðjóns á bæjarmynd Akureyrar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.