Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2007 21 SUÐURNES Nýtt félag á First North Century Aluminum Company OMX Nordic Exchange á Íslandi býður Century Aluminum Company velkomið á First North Iceland. Century Aluminum Company, móðurfélag Norðuráls á Grundartanga, rekur álver í Bandaríkjunum og á Íslandi. Auk þess á félagið hlut í báxít og súrálsframleiðslu- fyrirtækjum í Bandaríkjunum og á Jamaica. Century Aluminum er skráð á Nasdaq og verður skráð á First North Iceland 14. júní. Félagið tilheyrir hráefnisgeira á markaðnum. omxgroup.com/nordicexchange/firstnorth Fjárfesting í félagi á markaði First North kann að fela í sér meiri áhættu en fjárfesting í félagi á aðalmarkaði. First North er hliðarmarkaður Nordic Exchange og einn mest spennandi markaður fyrir fyrirtæki í vexti í Evrópu. Þetta félag hér að ofan er einungis nýjasta viðbótin á stöðugt vaxandi First North markaðnum sem býður upp á áhugaverða fjárfestingarkosti. Skoðaðu lista yfir öll félög á First North markaðnum sem nú er mögulegt að fjárfesta í á www.omxgroup.com/nordicexchange/ firstnorth. Þar eru einnig veittar nánari upplýsingar um fjárfestingarkostina. Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | Styrkir úr Mann- gildissjóði Reykjanesbæjar voru af- hentir í Bíósal Duushúsa á 13 ára af- mæli Reykjanesbæjar, 11. júní. Jafnframt voru undirritaðir samn- ingar við ýmis félagasamtök í bæn- um. Alls nam úthlutunin 40 milljón- um króna. Manngildissjóður Reykjanesbæj- ar var stofnaður árið 2003 með það að markmiði að styrkja manngildis- verkefni í sveitarfélaginu. Haft er að leiðarljósi að verkefnin sem styrkt eru komi samfélaginu til góða og geri Reykjanesbæ eftirsóknarvert bæj- arfélag í vaxandi samkeppni. Breytingar á sjóðnum Á þessu ári voru gerðar breyting- ar á sjóðnum í þá veru að framvegis mun stjórn Manngildissjóðs hafa yf- irumsjón með fjármunum sem í sjóðnum eru, en undirsjóðir sem undir hann falla, sjá um styrkúthlut- anir eftir að umsóknir hafa fengið umfjöllun í viðkomandi fagsviðum sveitarfélagsins. Undirsjóðirnir eru Íþróttasjóður, Ólympíusjóður, Tóm- stundasjóður, Framkvæmdasjóður aldraðra, Menningarsjóður, For- varnarsjóður og Þróunarsjóður skóla, sem er nýr sjóður. Ekki tókst þó að breyta reglugerð menningar- sjóðs áður en til úthlutunar kom og því var einungis hægt að undirrita samninga við íþróttafélögin tvö í bænum, UMFN og Keflavík, vegna hátíðarhalda 17. júní. Aðrar menn- ingarumsóknir verða afgreiddar í haust. Styrkhafar 25 Stærsti samningurinn að þessu sinni var við Íþróttabandalag Reykjanesbæjar vegna íþróttaþjálf- unar barna, samtals 10,7 milljónir. Alls 19 íþrótta-, tómstunda- og menningarsamningar voru undirrit- aðir í Bíósalnum og styrkhafar voru 25. Flestir styrkirnir fóru til þróun- arverkefna á sviði fræðslu- og for- varnaverkefna sem ýmist eru í um- sjón samtaka, skóla eða einstaklinga. Einnig fengu þrír íþróttaafreks- menn úr Reykjanesbæ, sundfólkið Erla Dögg Haraldsdóttir og Birkir Örn Jónsson og borðtenniskappinn Jóhannes Rúnar Kristjánsson, styrki vegna ólympíuleikanna í Kína á næsta ári, en þau eiga öll raunveru- lega möguleika á því að ná lágmarki til þátttöku á leikunum. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Styrkir 40 milljónir afhentar úr Manngildissjóði Reykjanesbæjar. Forsvarsmenn félagasamtaka í Reykjanesbæ og styrkhafar komu saman í Bíósalnum á 13. afmælisdegi Reykjanesbæjar, tóku við styrkjum og undirrituðu samninga. Verkefni sem koma samfélaginu til góða 40 milljóna úthlutun úr Manngildissjóði Reykjanesbæjar Í HNOTSKURN »Stærsti samningurinn aðþessu sinni var við Íþrótta- bandalag Reykjanesbæjar vegna íþróttaþjálfunar barna, samtals 10,7 milljónir króna. »Flestir styrkirnir fóru tilþróunarverkefna á sviði fræðslu- og forvarnaverkefna sem ýmist eru í umsjón sam- taka, skóla eða einstaklinga. »Haft er að leiðarljósi aðverkefnin, sem styrkt eru, komi samfélaginu til góða og geri Reykjanesbæ eftirsókn- arvert bæjarfélag í vaxandi samkeppni. Reykjanesbær | Fyrstu ÍAK-einka- þjálfararnir voru útskrifaðir frá Íþróttaakademíunni á laugardag. Alls útskrifuðust 15 ÍAK-einka- þjálfarar. Dúxinn var Freyja Fanndal Sigurjónsdóttir og hlaut hún í með- aleinkunn 8,59. Fram kom í ræðu Hrannars Hólm, stjórnarformanns Íþróttaakademí- unnar, að útskrift þessara fyrstu ÍAK-einkaþjálfara væri stór þáttur í að lyfta einkaþjálfun á Íslandi á hærra plan. Mikilvægt væri að í einkaþjálfun, sem er ört vaxandi at- vinnugrein, væri tryggt að þeir sem vildu nýta sér þjónustu einkaþjálfara gætu gengið að því vísu að um vel menntaða starfstétt væri að ræða. „Það sem greinir ÍAK-einkaþjálf- ara frá öðrum einkaþjálfurum er fyrst og fremst djúp og yfirgripsmikil þekking sem þeir hafa á öllu sem við kemur þjálfun og næringu. ÍAK- einkaþjálfararnir eiga að baki um 400 kennslustundir sem samanstanda af lífeðlisfræði, næringarfræði, líffæra- fræði, þjálffræði, íþróttasálfræði, verklegri þjálfun, meiðslaforvörnum og skyndihjálp ásamt sérsniðnum fyr- irlestrum tengdum starfi einkaþjálf- arans. Allir kennararnir eru masters- og/ eða doktorsmenntaðir eða fremstir á sínu sviði hér á landi, auk þess að vera með íþróttalegan bakgrunn og mikla og haldgóða reynslu af heilsurækt,“ segir í frétt frá Íþróttaakademíunni. Námið tekur níu mánuði og hægt er að vera í fullu starfi samhliða því. Íþróttir Frá útskrift einkaþjálfara frá Íþróttaakademínunni. Einkaþjálfarar útskrifaðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.