Morgunblaðið - 14.06.2007, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 14.06.2007, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2007 21 SUÐURNES Nýtt félag á First North Century Aluminum Company OMX Nordic Exchange á Íslandi býður Century Aluminum Company velkomið á First North Iceland. Century Aluminum Company, móðurfélag Norðuráls á Grundartanga, rekur álver í Bandaríkjunum og á Íslandi. Auk þess á félagið hlut í báxít og súrálsframleiðslu- fyrirtækjum í Bandaríkjunum og á Jamaica. Century Aluminum er skráð á Nasdaq og verður skráð á First North Iceland 14. júní. Félagið tilheyrir hráefnisgeira á markaðnum. omxgroup.com/nordicexchange/firstnorth Fjárfesting í félagi á markaði First North kann að fela í sér meiri áhættu en fjárfesting í félagi á aðalmarkaði. First North er hliðarmarkaður Nordic Exchange og einn mest spennandi markaður fyrir fyrirtæki í vexti í Evrópu. Þetta félag hér að ofan er einungis nýjasta viðbótin á stöðugt vaxandi First North markaðnum sem býður upp á áhugaverða fjárfestingarkosti. Skoðaðu lista yfir öll félög á First North markaðnum sem nú er mögulegt að fjárfesta í á www.omxgroup.com/nordicexchange/ firstnorth. Þar eru einnig veittar nánari upplýsingar um fjárfestingarkostina. Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | Styrkir úr Mann- gildissjóði Reykjanesbæjar voru af- hentir í Bíósal Duushúsa á 13 ára af- mæli Reykjanesbæjar, 11. júní. Jafnframt voru undirritaðir samn- ingar við ýmis félagasamtök í bæn- um. Alls nam úthlutunin 40 milljón- um króna. Manngildissjóður Reykjanesbæj- ar var stofnaður árið 2003 með það að markmiði að styrkja manngildis- verkefni í sveitarfélaginu. Haft er að leiðarljósi að verkefnin sem styrkt eru komi samfélaginu til góða og geri Reykjanesbæ eftirsóknarvert bæj- arfélag í vaxandi samkeppni. Breytingar á sjóðnum Á þessu ári voru gerðar breyting- ar á sjóðnum í þá veru að framvegis mun stjórn Manngildissjóðs hafa yf- irumsjón með fjármunum sem í sjóðnum eru, en undirsjóðir sem undir hann falla, sjá um styrkúthlut- anir eftir að umsóknir hafa fengið umfjöllun í viðkomandi fagsviðum sveitarfélagsins. Undirsjóðirnir eru Íþróttasjóður, Ólympíusjóður, Tóm- stundasjóður, Framkvæmdasjóður aldraðra, Menningarsjóður, For- varnarsjóður og Þróunarsjóður skóla, sem er nýr sjóður. Ekki tókst þó að breyta reglugerð menningar- sjóðs áður en til úthlutunar kom og því var einungis hægt að undirrita samninga við íþróttafélögin tvö í bænum, UMFN og Keflavík, vegna hátíðarhalda 17. júní. Aðrar menn- ingarumsóknir verða afgreiddar í haust. Styrkhafar 25 Stærsti samningurinn að þessu sinni var við Íþróttabandalag Reykjanesbæjar vegna íþróttaþjálf- unar barna, samtals 10,7 milljónir. Alls 19 íþrótta-, tómstunda- og menningarsamningar voru undirrit- aðir í Bíósalnum og styrkhafar voru 25. Flestir styrkirnir fóru til þróun- arverkefna á sviði fræðslu- og for- varnaverkefna sem ýmist eru í um- sjón samtaka, skóla eða einstaklinga. Einnig fengu þrír íþróttaafreks- menn úr Reykjanesbæ, sundfólkið Erla Dögg Haraldsdóttir og Birkir Örn Jónsson og borðtenniskappinn Jóhannes Rúnar Kristjánsson, styrki vegna ólympíuleikanna í Kína á næsta ári, en þau eiga öll raunveru- lega möguleika á því að ná lágmarki til þátttöku á leikunum. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Styrkir 40 milljónir afhentar úr Manngildissjóði Reykjanesbæjar. Forsvarsmenn félagasamtaka í Reykjanesbæ og styrkhafar komu saman í Bíósalnum á 13. afmælisdegi Reykjanesbæjar, tóku við styrkjum og undirrituðu samninga. Verkefni sem koma samfélaginu til góða 40 milljóna úthlutun úr Manngildissjóði Reykjanesbæjar Í HNOTSKURN »Stærsti samningurinn aðþessu sinni var við Íþrótta- bandalag Reykjanesbæjar vegna íþróttaþjálfunar barna, samtals 10,7 milljónir króna. »Flestir styrkirnir fóru tilþróunarverkefna á sviði fræðslu- og forvarnaverkefna sem ýmist eru í umsjón sam- taka, skóla eða einstaklinga. »Haft er að leiðarljósi aðverkefnin, sem styrkt eru, komi samfélaginu til góða og geri Reykjanesbæ eftirsókn- arvert bæjarfélag í vaxandi samkeppni. Reykjanesbær | Fyrstu ÍAK-einka- þjálfararnir voru útskrifaðir frá Íþróttaakademíunni á laugardag. Alls útskrifuðust 15 ÍAK-einka- þjálfarar. Dúxinn var Freyja Fanndal Sigurjónsdóttir og hlaut hún í með- aleinkunn 8,59. Fram kom í ræðu Hrannars Hólm, stjórnarformanns Íþróttaakademí- unnar, að útskrift þessara fyrstu ÍAK-einkaþjálfara væri stór þáttur í að lyfta einkaþjálfun á Íslandi á hærra plan. Mikilvægt væri að í einkaþjálfun, sem er ört vaxandi at- vinnugrein, væri tryggt að þeir sem vildu nýta sér þjónustu einkaþjálfara gætu gengið að því vísu að um vel menntaða starfstétt væri að ræða. „Það sem greinir ÍAK-einkaþjálf- ara frá öðrum einkaþjálfurum er fyrst og fremst djúp og yfirgripsmikil þekking sem þeir hafa á öllu sem við kemur þjálfun og næringu. ÍAK- einkaþjálfararnir eiga að baki um 400 kennslustundir sem samanstanda af lífeðlisfræði, næringarfræði, líffæra- fræði, þjálffræði, íþróttasálfræði, verklegri þjálfun, meiðslaforvörnum og skyndihjálp ásamt sérsniðnum fyr- irlestrum tengdum starfi einkaþjálf- arans. Allir kennararnir eru masters- og/ eða doktorsmenntaðir eða fremstir á sínu sviði hér á landi, auk þess að vera með íþróttalegan bakgrunn og mikla og haldgóða reynslu af heilsurækt,“ segir í frétt frá Íþróttaakademíunni. Námið tekur níu mánuði og hægt er að vera í fullu starfi samhliða því. Íþróttir Frá útskrift einkaþjálfara frá Íþróttaakademínunni. Einkaþjálfarar útskrifaðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.