Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 24
neytendur 24 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Björn Daníelsson, lögg. fasteignasali Eikjuvogur Þverholti 14 | 101 Reykjavík | Sími 595 9000 | Fax 595 9001 | www.holl.is | holl@holl.is Einstakt tækifæri – 2ja herbergja 73,2 fermetra íbúð í tvíbýli á þessum skemmtilega stað í hverfi 104. Gott svefnherbergi og rúmgóð stofa. Verð 17,9 millj. Laus til afhendingar strax. tákn um traust Ítarlegri upplýsingar liggja fyrir á skrifstofu Hóls, Þverholti 14. Upplýsingar gefur Stefán Bjarni Bjarnason í s. 694 4388. N okkur verðmunur er á mánaðarlinsum ann- ars vegar og dagsl- insum hins vegar. Hægt er að minnka kostnaðinn með því að kaupa stórar pakkningar. Könnun sem danski neytendavef- urinn forbrug.dk gerði á verði snertilinsa í Danmörku leiddi í ljós að dagslinsurnar voru að meðaltali um þriðjungi dýrari yfir árið en mánaðarlinsurnar. Að sögn Helgu Kristinsdóttur, sjóntækjafræðings í versluninni Auganu í Kringlunni, er verðmunurinn svipaður hér á landi. „Hjá okkur kostar þriggja mán- aða skammtur af algengum mán- aðarlinsum um 3.700 krónur en mánaðarskammturinn af dags- linsum um 4.500. Hreinsiefnin fyrir mánaðarlinsurnar kosta svo um 1.000 krónur á mánuði að auki. Ef linsurnar eru keyptar í stærri pakkningum er hins vegar hægt að fá mánaðarskammtinn af dagslins- unum fyrir 3.700 krónur.“ Silíkonlinsur hollastar En hver er munurinn á þessum tveimur tegundum linsa? Jóhannes Kári Kristinsson, augnlæknir hjá augnlæknastöðinni Sjónlagi, segir hann aðallega felast í þægindunum. „Áður notaði fólk linsur sem þurfti að hreinsa reglulega en dagslins- unum er einfaldlega fleygt að kvöldi eftir notkun. Sem augnlæknir er ég mjög hrifinn af dagslinsunum því þar sem fólk hendir þeim í lok dags- ins er engin hætta á að það noti þær of lengi.“ Helga tekur undir þetta. „Það er mjög þægilegt að geta hent dagslinsunum enda eru þær mjög vinsælar. Svo er algengt að fólk noti þær ekki daglega. Sumir bregða þeim bara upp um helgar en nota gleraugu á virkum dögum.“ Jóhannes segir minni sýking- arhættu fylgja dagslinsunum. „Það kemur þó fyrir að fólk noti linsurnar rangt og lengur en á að gera en með því er maður að bjóða heim sýk- ingum og skyldum vandamálum. Söluaðilar fullyrða stundum að fólk megi sofa með mánaðarlinsurnar en samkvæmt minni reynslu tel ég það alls ekki ráðlegt, þar sem þol fyrir linsum er afar mismunandi meðal einstaklinga og geta afleiðingar slíkrar notkunar verið alvarlegar. Ég hef séð allnokkur dæmi þess að fólk hefur verið með linsur við- stöðulaust í augunum jafnvel svo mánuðum skipti, bæði nótt og dag, og fengið afar slæm hornhimnusár út frá því. Það hefur jafnvel valdið sjónskerðingu og sjónskaða.“ „Rollsinn“ í mjúkum snertilinsum eru svo silíkonlinsurnar að sögn Jó- hannesar. „Þær hleypa súrefni í gegnum sig betur en aðrar linsur en þar sem þær eru nokkuð dýrari kostur eru þær yfirleitt ekki valdar nema þegar fólk á erfitt með að nota aðrar linsur.“ Aðspurð sam- sinnir Helga þessu. „Silíkonlins- urnar eru miklu hollari, ekki síst ef fólk notar þær mikið. Þær hafa það líka umfram aðrar linsur að það má sofa með þær.“ Hún segir þá stað- reynd geta skilið milli þess hvort fólk geti notað linsur yfirhöfuð eða ekki, til dæmis þegar fólk á í erf- iðleikum með að stjórna hreyfingum sínum. „Til mín kemur fólk reglu- lega, sem getur ekki sett í sig linsur eða tekið þær úr, og ég skipti um þær fyrir það. Það getur gengið ár- um saman því augað fær nægt súr- efni og helst heilbrigt. Hins vegar ráðlegg ég öllum sem geta að taka linsurnar úr og hvíla sig á þeim reglulega. Silíkonlinsurnar eru hins vegar dýrari en aðrar mán- aðarlinsur því þriggja mánaða skammtur kostar um níu þúsund krónur.“ Ónæmi og augnþurrkur Fleiri nýjungar eru í boði þegar kemur að augnlinsum. „Það er alltaf verið að þróa betri og betri linsur fyrir þá sem eru með sjónskekkju og þær eru á viðráðanlegra verði en áður. Þær eru líka afgreiddar í pakka með nokkrum pörum þannig að enginn þarf að verða fyrir fjár- hagslegu áfalli þótt önnur linsan týnist,“ segir Helga. Þá halda lit- aðar linsur vinsældum sínum, sér- staklega meðal yngra fólks. „Þær eru þó meira notaðar í fegr- unarskyni – þeir sem vilja fá sjónina sína virkilega í lag eru lítið að spá í litalinsur.“ Inntur eftir því hvort eitthvað geti hindrað linsunotkun hjá fólki svarar Jóhannes játandi. „Lins- urnar eru í raun aðskotahlutir í aug- unum og líkaminn skynjar það þó í mismiklum mæli sé. Í sumum til- fellum bregst ónæmiskerfi líkamans harkalega við þessum aðskota- hlutum og þá verður viðkomandi mjög rauður í augunum. Aðrir bregðast lítið við og eiga hægara um vik að nota linsur.“ Augnþurrk- ur getur líka komið í veg fyrir linsu- notkun. „Linsurnar liggja á þunnu vökvalagi ofan á hornhimnunni og ef vökvalagið er of þunnt finnst fólki óþægilegt að nota þær. Á bilinu tíu til tuttugu prósent einstaklinga geta ekki notað linsur vegna þurrks eða ónæmisviðbragða.“ Hann undir- strikar mikilvægi þess að fólk, sem ætli sér að fá linsur, leiti til augn- læknis til að skoða augun nákvæm- lega. Jafnframt sé mikilvægt að leita síðan til aðila sem mátar lins- urnar nákvæmlega og fræðir við- komandi um notkun þeirra. „Í dag höfum við þrjá möguleika til að bæta sjónina; gleraugu, snertilinsur og aðgerð. Á sama hátt og ekki eru allir kandídatar fyrir aðgerð þá hentar ekki öllum að nota linsur.“ Aðspurður segir Jóhannes að linsur hafi í raun aldrei náð viðlíka útbreiðslu hérlendis og t.d. í Banda- ríkjunum. „Það vekur athygli að sérstaklega lágt hlutfall Íslendinga notar svokallaðar harðar linsur. Sé litið til annarra landa þá nota til dæmis 70% Japana harðar linsur. Sjálfur þykir mér harðar linsur afar skemmtilegur kostur því þær hleypa betur súrefni í gegnum sig en mjúku linsurnar og því fylgir minni áhætta. Það getur tekið að- eins lengri tíma að venjast þeim en hins vegar er sjónskerpan og sjón- gæðin afar mikil.“ Mánaðarlinsur ódýrasti kosturinn Morgunblaðið/Eyþór Valkostir Mánaðar, dags eða sílíkon? Ólíkar tegundir augnlinsa hafa ólíka kosti og galla fyrir þá sem þær þurfa. Ýmsir kostir eru í boði fyrir þá sem þurfa augn- linsur. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir kynnti sér muninn á mán- aðarlinsum, dagslinsum og silíkonlinsum og komst að því að harðar linsur eru sérstaklega vinsælar meðal Japana. Í HNOTSKURN »Mánaðarlinsur eru ódýrastikosturinn en þær þarf að hreinsa daglega. »Dagslinsur eru heldur dýrarien mánaðarlinsur en þeim er hent að kvöldi þannig að ekki þarf að þrífa þær. »Silíkonlinsur hleypa súrefni ígegnum sig og eru því holl- astar auganu. Þær eru dýrari en hefðbundnar mánaðarlinsur en Helga segir óhætt fyrir þá sem ekki geta sjálfir sett linsurnar í augun og tekið þær úr að sofa með þær yfir nokkurn tíma. Fjarðarkaup Gildir 14. júní - 16. júní verð nú verð áður mælie. verð Lamba-ribeye úr kjötborði...............2398 2798 2398 kr. kg FK grill lambakótilettur ...................1498 1994 1498 kr. kg Fjallalambs grillsneiðar .................. 998 1198 998 kr. kg Ali partískinka ...............................1329 1712 1329 kr. kg Nautahamborgarar 2x115+brauð.... 298 358 298 kr. kg Nautapiparsteik úr kjötborði ...........2198 2998 2198 kr. kg Matfugl kjúklingur læri/leggir .......... 426 609 426 kr. kg Ný laxaflök .................................... 898 1198 898 kr. kg Capri-sonne ávaxtasafar 5x250ml ... 149 170 30 kr. stk. Egils kristall 6x0.5L, 6 fyrir 4........... 376 564 63 kr. stk. Hagkaup Gildir 14. júní - 17. júní verð nú verð áð- ur mælie. verð Barbeque svínarif fors. úr kjötborði .. 998 1445 998 kr. kg Lambakótilettur kryddl. úr kjötborði.. 1498 1675 1498 kr. kg Lambalærissn. kryddl. úr kjötborði ... 1498 1829 1498 kr. kg Holta kjúkl.vængir í texmex-kryddl.... 230 328 230 kr. kg Holta kjúkl.læri/leggir í texas-kryddl. 424 605 424 kr. kg Siggi sterki hamborgari 2 stk. .......... 558 797 558 kr. pk. Myllu steinbakað baguette brauð..... 169 0 169 kr. stk. Nautalundir innfluttar frosnar .......... 2729 3899 2729 kr. kg Ítölsk margarita pizza 2 í pk............. 249 389 248 kr. pk. Krónan Gildir 14. júní - 17. júní verð núverð áð- ur mælie. verð Krónu grísakótilettur kryddaðar....... 1189 1698 1189 kr. kg Krónu grísahnakkasnei.kryddaðar... 1189 1698 1189 kr. kg Lambafille með fiturönd................. 2580 3283 2580 kr. kg Krónu kjúklingabr.Texas/Mediter..... 1898 2799 1898 kr. kg Kókómjólk 1/4 ltr.......................... 35 52 140 kr. ltr Myllu fjölkornasamlokubr. 770 gr ... 119 214 154 kr. kg Shop Right lífrænn eplasafi 2,25l. .. 299 349 133 kr. ltr Nativa Tea & Water 750 ml 4 teg. ... 79 99 105 kr. ltr Hanes stelpu/drengjasokkar 6 í pk. 529 699 529 kr. pk. Super þvottaefni 3 kg .................... 399 499 133 kr. kg Nóatún Gildir 14. júní - 17. júní verð núverð áð- ur mælie. verð Nóatúns grísarif BBQ ..................... 998 1398 998 kr. kg Lambakóróna að hætti Grikkja ....... 2498 2998 2498 kr. kg Rauðsprettuflök ............................ 898 1198 898 kr. kg Stórlúða í sneiðum ........................ 1598 1998 1598 kr. kg Móa kjúklingabringur..................... 1698 2515 1698 kr. kg Nóatúns grillpinnar 3 tegundir ........ 799 998 799 kr. kg Nóatúns heilsubrauð ..................... 236 314 236 kr. stk. Nóatúns brauðsalöt 4 teg. 200 gr... 179 280 895 kr. kg Nóatúns skinka 200 gr .................. 224 374 1120 kr. kg Egils Appelsín/Egils Mix 2 lítrar ...... 119 180 59 kr. ltr Samkaup/Úrval Gildir 14. júní - 17. júní verð núverð áð- ur mælie. verð Goði lambakótil. í ítalskri marín. ..... 1599 2298 1599 kr. kg Bautabúrs hangiálegg í pakka ........ 1811 3019 1811 kr. kg Goði lambalærissneiðar NZ style .... 1639 2348 1639 kr. kg Borgarnes grísahn. úrb. mediteran.. 1069 1527 1069 kr. kg Matfugl ferskur 1/1 kjúklingur ........ 419 699 419 kr. kg Góu æðibitar ................................ 159 211 159 kr. stk. Egils pepsi 2 lítrar ......................... 109 167 109 kr. kg Kell. special K 750 gr. ................... 399 475 532 kr. kg Sítrónur........................................ 99 199 99 kr. kg Blómkál erlent .............................. 199 299 199 kr. kg Þín verslun Gildir 14. júní - 20. júní verð núverð áð- ur mælie. verð SS kryddlegnar lambalærisneiðar ... 1799 2251 1799 kr. kg SS Caj’p lambalæri hálfúrb. ........... 1499 1876 1499 kr. kg Búr brauðskinska reykt 202 gr........ 228 285 1129 kr. kg Borgarnes skinka 165 gr................ 227 284 1376 kr. kg Borgarnes ítalskar pylsur ............... 850 1063 850 kr. kg McVit Digestive Plain 300 gr .......... 139 198 463 kr. kg Crawford kremkex 500 gr ............... 199 269 398 kr. kg Pik-Nik kartöflustrá 113 gr ............. 169 219 1496 kr. kg Capri Sonne 5 stk. ........................ 149 199 29 kr. stk. Coca Cola 1 ltr. ............................. 119 153 119 kr. ltr Sumarlegur helgarmatur VEITTUR verður 20-50% afsláttur af nýjum vörum á Kringlukasti um helgina sem hefst í dag. Kringlan hefur gefið út tímarit með tilboðum sem dreift hefur verið um allt land. Í fréttatilkynningu frá Kringlunni kemur fram að fólk á landsbyggðinni sé duglegt við að nýta sér afsláttakjörin í gegnum póstkröfu. Kringlukast helgartilboðin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.