Morgunblaðið - 14.06.2007, Side 28

Morgunblaðið - 14.06.2007, Side 28
28 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HÁSKÓLARNIR PRÓFAÐIR Niðurstöður úttektar Ríkisend-urskoðunar á starfsemistærstu háskóla landsins eru mikilvægt innlegg í umræðuna um hvert skuli stefna í þeirri miklu sókn sem orðið hefur í íslensku háskóla- samfélagi á undanförnum árum. Ríkisendurskoðun setur tvenns konar fyrirvara við samanburðinn, annars vegar að margvíslegur munur sé á skólunum sem ekki komi fram og hins vegar að mælikvarðar úttekt- arinnar séu ófullkomnir en þó nægi- lega traustir til að unnt sé að greina mun á milli skóla. En það má sömuleiðis setja þann fyrirvara við úttektina að ef til vill sé Ríkisendurskoðun ekki rétti aðilinn til að framkvæma úttekt á starfsemi háskólanna hvað varðar akademískt starf og gæði kennslunnar. Enda er meginhlutverk stofnunar- innar af öðrum toga, s.s. ýmiss konar fjárhagsleg endurskoðun, eftirlit og mat á því hvort hagkvæmni og skil- virkni sé gætt í rekstri fyrirtækja og hvort þau fylgi gildandi lagafyrir- mælum í þessu sambandi. Um leið vaknar sú spurning hvort ekki þurfi annan skilgreindan farveg fyrir mat á gæðum kennslu háskól- anna. Erlendir fjölmiðlar hafa meðal annars staðið fyrir slíku mati, t.d. Economist. Og bent er á það í úttekt- inni að enginn íslensku skólanna hafi hlotið vottun frá viðurkenndum er- lendum vottunarstofnunum líkt og margir erlendir skólar eða deildir innan þeirra hafi hlotið. Ennfremur er minnt á það að OECD hafi lýst efasemdum um hvort aðferðir stjórn- valda við viðurkenningu nýrra próf- gráða séu nægilega vandaðar til að tryggja gæði námsins. Hvað niðurstöðurnar varðar þarf engum að koma á óvart að Háskóli Íslands hafi orðið efstur í flestum þeim atriðum sem Ríkisendurskoðun horfði til, en gerður var samanburð- ur á kennslu í viðskiptafræði, lög- fræði og tölvunarfræði í fjórum ís- lenskum háskólum. Háskóli Íslands var ódýrastur en um leið með sterk- asta akademíska stöðu í námsgrein- unum þremur auk þess sem hann var skilvirkastur í tveimur námsgrein- anna. Auðvitað hefur Háskóli Íslands forskot á hina skólana og stendur á traustari grunni; skóli sem stofnaður var árið 1911 og hefur á löngum tíma haslað sér völl sem rannsóknarhá- skóli, en þar eru starfræktar 40 rannsóknarstofnanir. Raunar má færa rök fyrir því að Háskóli Íslands sé eini háskólinn hér á landi sem standi undir nafngiftinni rannsókn- arháskóli. Ef yfirburðir Háskóla Íslands hafa komið einhverjum á óvart, þá er það kannski vegna þess, að aðrir háskól- ar hafa byggt upp miklar væntingar um eigið ágæti á undanförnum árum. Það tekur meira en nokkur ár að byggja upp háskóla, sem stendur undir nafni. BRÆÐRAVÍG PALESTÍNUMANNA Innbyrðis átök Palestínumanna áGaza hafa stigmagnast undan- farna daga og einnig hafa verið róst- ur á Vesturbakkanum. Átökin milli Hamas og Fatah á hernumdu svæð- unum eru alvarlegt mál. Hamas vann stórsigur þegar gengið var til kosn- inga á hernumdu svæðunum í janúar í fyrra og nú á að heita að við völd sé samsteypustjórn Hamas og Fatah, hreyfingarinnar, sem Yasser Arafat leiddi um áratugaskeið. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, lýsti átök- unum í gær sem vitfirringu og óttast nú margir að borgarastríð brjótist út. Hamas hefur haft meira fylgi í Gaza þar sem fátækt er meiri en á Vest- urbakkanum og virðist nú vera að ná þar völdum. Hermt er að í Gaza-borg hafi Fatah aðeins á valdi sínu bústað og skrifstofur forsetans og höfuð- stöðvar öryggissveita ríkisins. Abbas hefur hingað til neitað að leyfa Ha- mas að stjórna þeim. Þegar á hólminn er komið er mótspyrna öryggissveit- anna hins vegar lítil þótt styrkur þeirra sé sjöfaldur á við Hamas. Nú krefjast Hamas-liðar þess að Fatah- liðar í Gaza afhendi vopn sín í síðasta lagi á morgun. Leiðtogar Fatah hafa nú lýst yfir að þeir muni draga sig úr stjórninni haldi sveitir Hamas áfram að rjúfa vopnahléð, sem undanfarnar vikur hefur aðeins haldið með höpp- um og glöppum. Átökin milli þessara tveggja fylk- inga hafa verið grimmileg og hafa Mannréttindasamtökin Human Rights Watch sakað bæði Fatah og Hamas um stríðsglæpi, þar á meðal aftökur án dóms og laga, eins og kem- ur fram í umfjöllun Kristjáns Jóns- sonar í Morgunblaðinu í dag. Nú gæti orðið klofningur milli Pal- estínumanna. Fatah-hreyfingin fari með völd á Vesturbakkanum og Ha- mas á Gaza. Þrátt fyrir kosningasig- ur Hamas hefur Fatah ekki viljað deila völdum með þeim, þar á meðal stjórn á öryggissveitunum. Ísraelar hafa verið tregir til að semja við Hamas á þeirri forsendu að samtökin neiti að viðurkenna tilvist Ísraels. Hvernig eiga þeir nú að snúa sér? Munu þeir reyna að einangra Gaza með hervaldi? Utanríkisráð- herra Ísraels, Tzipi Livni, hefur þeg- ar sagt að nái Hamas völdum í Gaza muni það draga úr möguleikunum á að semja við Fatah. Segja má að Ísraelar hafi hlaðið undir Hamas með því að þrengja jafnt og þétt að Palestínumönnum á herteknu svæðunum og draga mátt úr Fatah, sem hefur verið við völd án þess að hafa völd, þótt ekki megi gleyma þeirri spillingu, sem étið hef- ur hreyfinguna innan frá. Nú segjast Ísraelar vilja semja við hófsömu öflin í röðum Palestínumanna, en það var ekki gert af neinum heilindum þegar þess var kostur. En nú verður erfitt að ganga framhjá Hamas, en um leið verður jafnvel erfiðara að ganga til samninga við hreyfinguna en áður vegna átakanna. Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs um þessar mundir gef- ur ekki mikið tilefni til bjartsýni. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Arðsemi Kárahnjúkavirkj-unar er auðvitað ekkihæpin. Hún mætir þeimkröfum sem gerðar eru á þeim tíma þegar fjárfestingar- ákvörðunin var tekin,“ sagði Stefán Pétursson, framkvæmdarstjóri fjármálasviðs Landsvirkjunar, í pallborðsumræðum á morgunverð- arfundi Framtíðarlandsins í gær. Með honum í pallborði sátu Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráð- herra, Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs Landsbankans, og Sigurður Jó- hannesson, hagfræðingur. Um- ræðum stjórnaði Hafliði Helgason, blaðamaður. „Landsvirkjun er fyrirtæki sem vill vaxa eins og önnur fyrirtæki. Við náum ekki að vaxa án þess að virkja fyrir orkufrekan iðnað af ein- hverju tagi, vegna þess að innlend- ur markaður fyrir heimili og fyr- irtæki er mettaður,“ sagði Stefán. „Mér finnst í fínu lagi að Lands- virkjun stækki og ég óska henni alls góðs í því, en hún má bara ekki gera það fyrir mína peninga,“ sagði Sig- urður, en eitt af því sem bent er á í skýrslu Atvinnuhóps Framtíðar- landsins er að rök hafi verið færð fyrir því að almennur markaður niðurgreiði í reynd niður stóriðj- urafmagnið. Í skýrslunni segir að miðað við arðsemiskröfur sem eðli- legt sé að gera sé stóriðjuskattur á almenna viðskiptavini Landsvirkj- unar vel yfir 2 milljarðar króna á ári. Þegar Stefán var spurður út í þessa útreikninga skýrsluhöfunda sagðist hann hafna þessari gagn- rýni algjörlega. „Við teljum fráleitt að setja fram þá fullyrðingu að það sé stóriðjuskattur upp á 2 milljarða á ári á almenning. Við teljum að verkefni eins og Kárahnjúkavirkj- un standi ljómandi vel undir sér,“ sagði Stefán ogt benti á að í engu hefði verið slegið af þegar komið hefði að eiginfjárkröfu. Getum ekki látið eins og landið sé einskis virði Annað sem bent er á í fyrr- greindri skýrslu er að engir tilburð- ir hafi verið hafðir uppi af opinberri hálfu til þess að meta umhverfis- kostnað af Kárahnjúkavirkjun, þrátt fyrir að áhersla hefði verið lögð á það í úrskurði Skipulags- stofnunar frá 16. ágúst. 2000. „Ég er þeirrar skoðunar að við getum ekki látið eins og land sé einskis virði. Við getum deilt um hversu mikils virði það er, t.d. með tilliti til eftirspurnar og huglægs gildis, eins og gert er í skilyrtu verðmætamati,“ sagði Þórunn og tók fram að það væri einfaldlega markaðsbrestur ef umhverfiskostn- aðurinn, sem m.a. lýtur að verð- mæti lands, væri ekki reiknaður með í arðsemisreikningsdæminu. María Ellingsen, stjórnarmaður í Framtíðarlandinu, spurði Stefán hvort orkufyrirtækin væru að bíða eftir náttúrulegu þaki, þ.e. myndu ekki hætta að virkja fyrr en ekkert væri eftir til að virkja. „Eruð þið að skoða þetta sjálf eða eruð þið bara að bíða eftir því að Þórunn segi stopp?“ spurði María. „Við náttúrlega vonum að hún segi ekki stopp,“ svaraði Stefán um hæl og bætti síðan við: „Auðvitað er það ekki svo að við göngum um eins og náttúruböðlar og viljum virkja hverja einustu sprænu sem við sjáum á færi,“ sagði Stefán. Þessu mótmælti María. Sagði Stefán að ef Landsvirkjunarmenn sæju fram á önnur not fyrir raforkuna, t.d. inn- an vetnisgeirans, þá væri ekkert því til fyrirstöðu að þeir gætu framleitt orku fyrir annan iðnað. „Þetta er sjálfbær rekstur,“ sagði Stefán og fékk við það ýmis mótmæli utan úr sal. „Við erum að nýta þessar ár í dag, vatn sem annars myndi renna til sjávar. Við teljum ok vera að fórna miklum af armöguleikum með því þetta núna,“ sagði Stefán fram að þetta vatn myndi e til sjávar án þess að skila arði. Markaðslausnir geta nýst vel „Miðað við það umhv stjórnvöld hafa skapað o tækjum og miðað við stóri una sem hefur til skamms ið í gangi, þá í sjálfu sér undir það að menn hef ímyndað sér að það væri fara eins langt og maður þangað til einhver stöðv sagði Þórunn og benti á a isstjórn hefði það að mar ljúka vinnu við rammaáæ verndun og nýtingu náttú Stefnt væri að því að þeir „Eruð þið að bíða að Þórunn segi st Ný skýrsla Atvinnulífs- hóps Framtíðarlandsins var kynnt á morgun- verðarfundi í Norræna húsinu í gær. Niðurstaða hennar er að bygging Kárahnjúkavirkjunar hafi hvorki verið rétt eða skynsamleg miðað við m.a. arðsemi, lýðræði og hagstjórn. Silja Björk Huldudóttir hlýddi á kynningu og pallborðs- umræður í kjölfarið. Í pallborði Að kynningu lokinni tóku Sigurður Jóhannesson, Yng unn Sveinbjarnardóttir þátt í pallborðsumræðum um efni skýrslu „VAR bygging Kárahnjúkavirkj- unar og álvers á Reyðarfirði rétt og skynsamleg miðað við arðsemi, umhverfiskostnað, lýðræði, byggðasjónarmið og hagstjórn?“ Þetta er rannsóknarspurningin sem reynt er að svara í nýrri skýrslu Atvinnulífshóps Framtíð- arlandsins sem kynnt var í Nor- ræna húsinu í gær. Í lokaorðum skýrslunnar segir: „Hlutverk hins opinbera er ekki að velja út einstakar atvinnugreinar og leggja almannafé í þær til að fjölga störfum í einstökum byggð- arlögum. Hlutverk hins opinbera er að efla grunngerð samfélagsins og beita almennum aðgerðum til þess að hver einstaklingur fái not- ið sín og einkaframtakið geti blómstrað. Bestu stjórnarhættir voru ekki hafðir að leiðarljósi við undirbúning og ákvarðanatöku tengda Kárahnjúkavirkjun. Við- horf minnihlutans voru ekki virt né krafa um réttlæti á milli kyn- slóða. Auk þess fer því fjar sýnt hafi verið fram á að K hnjúkavirkjun standist arð iskröfur sem gera ber til fj inga í atvinnulífi. Veruleg verður á framkvæmdinni að er með lágmarks afgjal landnotkun og hóflegar bæ greiddar fyrir umhverfiss samningum við hið erlend irtæki var ekki litið til þei mæta sem felast í gjaldi fy blástur gróðurhúsaloftteg Áliðnaður er frumframlei skilar tiltölulega litlum vir inn í hagkerfið miðað við h mikla umhverfis- og virkja kostnað sem leggja þarf í. Svarið við spurningunn lögð var fyrir í upphafi, um hvort bygging Kárahnjúk unar og álvers á Reyðarfir verið rétt og skynsamleg, alls vafa nei.“ Skýrsluna má nálgast í h sinni á: framtidarlandid.is Framkvæmdin var hvor rétt né skynsamleg Morgunbl Kárahnjúkar Frá byggingu Kárahnjúkavirkjunar sumarið 2006.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.