Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN H verjar skyldu vera líkurnar á því að kennsla og hjúkr- unarfræði verði ein- hvern tíma eftirsótt störf á Íslandi? Nei, líklega verður það seint. Morgunblaðið vakti máls á því í leiðara á sunnudaginn að íslensk- um hjúkrunarfræðingum þættu störf sín ekki metin að verð- leikum. Líklega þýðir það hvort tveggja að launin séu harla lág miðað við hve krefjandi störfin eru, og svo hitt að ímynd starf- anna sé ekki sérlega glansandi. Með öðrum orðum, þetta eru ekki svöl störf. Leiðarahöfundur hvatti til þess að íslenska þjóðin gerði breytingu þarna á og færi að meta þessi störf, sem allir geta verið sammála um að eru líklega með þeim mikil- vægari í samfélaginu. Það verður einfaldlega að segjast eins og er, að hjúkrunarfræðingur hefur mikilvægara hlutverki að gegna en fjárfestir. Þjóðfélag getur starfað og haldið uppi ágætum lífskjörum þótt enginn sé þar fjárfestirinn, en án hjúkrunarfræðinga getur þjóð- félag ekki verið. Svona einfalt er málið ef grannt er skoðað. Þrátt fyrir þetta hafa Íslend- ingar að því er virðist óseðjandi áhuga á fjárfestunum sínum, hús- unum þeirra og einkaþotunum, en um kennarana og hjúkrunarfræð- ingana vilja Íslendingar helst ekki þurfa að hugsa, að minnsta kosti sýna þeir fréttum af þessum stétt- um lítinn áhuga, en áðurnefndir fjárfestar og forstjórar eru eins og kóngafólk á Íslandi. Hvað í ósköpunum væri hægt að gera til að breyta ímynd hjúkr- unarfræðinnar, vekja athygli á henni og veita hjúkrunarfræð- ingum þá virðingu í samfélaginu sem þeir eiga skilda? Er yfirleitt hægt að breyta þessu með hand- afli? Líklega er aðeins eitt ráð til. En það verður að segjast að ekki er mjög sennilegt að til þessa ráðs verði gripið. Hver er ástæðan fyr- ir fjárfesta- og forstjóradýrkuninni á Íslandi? Jú, þeir eiga svo mikið af peningum. Ef hjúkrunarfræð- ingar hefðu eins og þrjár til fjórar milljónir í mánaðarlaun gæti virð- ingin fyrir starfinu þeirra hugs- anlega farið að aukast. Það verður einfaldlega að horfast í augu við það, að svona einfalt er málið. Allt tal um aðrar leiðir er bara tal. Leiðarahöfundur Morgunblaðs- ins höfðaði til nýs heilbrigð- isráðherra, Guðlaugs Þórs Þórð- arsonar, í von um að hann gerði hvað hann gæti til að breyta ímynd hjúkrunarfræðistarfsins. Hvað gæti heilbrigðisráðherra gert? Ekki má greiða hjúkr- unarfræðingunum hærri laun, þótt af einhverjum ástæðum sé hægt að hækka laun seðlabankastjór- anna um hundruð þúsunda eins og ekkert sé. Nei, það er ekki líklegt að Guð- laugur Þór muni breyta nokkru um ímynd hjúkrunarfræðistarfs- ins, eða hlutskipti hjúkrunarfræð- inga yfirleitt. Það er reyndar ólík- legt að Guðlaugur muni verða sérlega eftirtektarverður heil- brigðisráðherra. Hann hefur sennilega fengið starfið sem eins- konar fyrsta skref inn í ráðherra- hóp Sjálfstæðisflokksins, og mun í besta falli halda í horfinu. Ef einhver breyting á heilbrigð- iskerfinu er líkleg í ráðherratíð Guðlaugs er það aukin einkavæð- ing, sem Sjálfstæðisflokkurinn og Morgunblaðið hafa lengið talað fyrir. Ekki er nú líklegt að það auki veg hjúkrunarfræðinnar. Ekki er einkavætt til þess að bæta kjör hjúkrunarfræðinga. Ó nei, það er einkavætt til að auðvelda auðmönnum að njóta auðsins til hins ýtrasta með því að kaupa sér skjóta og fyrsta flokks heilbrigð- isþjónustu. Hér er ekki verið að halda því fram að ríkisrekstur heilbrigð- iskerfisins sé skilvirk leið til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga; ég á einungis við að tilgangur auk- innar einkavæðingar er ekki að bæta kjör þeirra eða gera starfið eftirsóknarvert, eins og Morg- unblaðið hvetur til að gert verði, heldur er tilgangur aukinnar einkavæðingar að auðvelda auð- mönnum lífið. Með öðrum orðum, einkavæðing í heilbrigðiskerfinu er gerð fyrir auðmenn Íslands, ekki fyrir heil- brigðisstéttir Íslands (nema í þeim tilvikum þar sem þetta tvennt fer saman). Hér á ég ennfremur við, að allar líkur eru á að einu breyt- ingarnar sem nýr heilbrigð- isráðherra muni stuðla að í emb- ætti – það er að segja ef hann yfirleitt gerir nokkuð eftirtekt- arvert – verði auðmönnum til góða, en ekki hjúkrunarfræðingum eða öðrum heilbrigðisstéttum. Líklega mun svo fara, eins og svo oft áður í sögu Íslands, að björgin kemur að utan. Það verða innflytjendur sem halda uppi heil- brigðiskerfinu og hugsa á end- anum um alla íslensku auðmenn- ina þegar þeir, þrátt fyrir allt ríkidæmið, verða veikir eins og annað fólk. Á þetta munu stjórn- völd líklega veðja; að hægt verði að fá innflytjendur til að vinna grundvallarstörf í samfélaginu fyr- ir lúsarlaun. Af einhverjum ástæðum verður líklega ekki fremur en verið hefur veðjað á að greiða laun í samræmi við samfélagslegt mikilvægi starfa. Það er þó hugmyndin sem liggur til grundvallar því útbreidda við- horfi að laun til dæmis hjúkr- unarfræðinga og kennara séu of lág. Það sem virðist öllu heldur ráða því hversu mikið er greitt fyrir störf og hversu glansandi ímynd þau hafa er einfaldlega að hve miklu leyti þau snúast um pen- inga. Látum nú vera þótt þetta sé ríkjandi viðhorf meðal þeirra sem starfa í fjármála- og kaupsýslu- geiranum. En þetta er líka ríkjandi viðhorf hjá stjórnvöldum, sem sést til dæmis á því að laun seðlabankastjóranna eru hækkuð án þess að svo mikið sem reynt sé að réttlæta það, og í stað þess að hækka laun í heilbrigðisgeiranum á að veðja á að innflytjendur séu til í að koma hingað og sinna umönnunarstörfum fyrir smán- arlaun. Svalt starf » Þjóðfélag getur starfað og haldið uppi ágætumlífskjörum þótt enginn sé þar fjárfestirinn, en án hjúkrunarfræðinga getur þjóðfélag ekki verið. Svona einfalt er málið ef grannt er skoðað. BLOGG: kga.blog.is VIÐHORF Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is Á BLAÐSÍÐU 32 í Morg- unblaðinu þann 12. júní sl. er lítil auglýsing undir heitinu fundir og mannfagnaðir. Aug- lýsing þessi vakti athygli mína fyrir þær sakir að þar er boðað til aðalfunda hjá eignarhalds- félögunum Samvinnutrygg- ingum og Andvöku. Aðalfundir félaganna, sem hefjast kl. 14.00 föstudaginn 15. júní, verða haldnir að Bitruhálsi 2, Reykjavík, sem er hús Mjólk- ursamsölunnar. Eignarhaldsfélag Sam- vinnutrygginga og Eign- arhaldsfélagið Andvaka eru vá- tryggingafélögin sem félagsmenn kaupfélaganna og Samband íslenskra samvinnu- félaga, SÍS, áttu og urðu að tryggja hjá meðan sam- vinnurekstur tíðkaðist hér á landi að einhverju marki á síð- ustu öld. Flest kaupfélög landsins urðu hins vegar gjald- þrota fyrir síðustu aldamót og félagsmenn þeirra og við- skiptamenn töpuðu miklum fjármunum. Ekkert fengu þrotabú kaupfélaganna úr sjóð- um SÍS, eins og dómur í máli Jóns Laxdals v/þrotabús Kaup- félags Svalbarðseyrar gegn SÍS sannar. SÍS er enn til og á nú heima í Borgarnesi. Hver á gömlu vátrygginga- félög sambandsins í dag væri fróðlegt að fá að vita áður en til aðalfundar þeirra kemur í húsi Mjólkursamsölunnar næstkomandi föstudag. Af sam- þykktum Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga má ráða að félagsmenn þess félags hafi upphaflega verið annars vegar þeir, sem voru með einhverja tryggingu hjá Samvinnutrygg- ingum g.t. árin 1987 og 1988 eða lögboðana brunatryggingu húsa 1992 og 1993. Geta þeir allir mætt á aðalfundina eða eru þeir aðeins fyrir útvalda samvinnumenn og afkomendur þeirra, sem hafa komið sér fyr- ir í Samvinnutryggingasjóðn- um? En til sjóðs þessa falla eignaréttindi félagsmanna Eignarhaldsfélags Sam- vinnutrygginga við andlát. Því er spurt hver á Samvinutrygg- ingasjóðinn að síðasta trygg- ingatakanum látnum? Sigurður G. Guðjónsson Hver á Samvinnutrygg- ingar og Andvöku? Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Hinn 7. júní sl. birtist lítill frétta- pistill í Morgunblaðinu undir fyr- irsögninni „Kostir samkeppn- innar“ þar sem vitnað er í ræðu forstjóra Samkeppniseftirlitsins á málþingi 5. júní um samkeppn- ishindranir. Þar koma fram nokkr- ar vangaveltur um fasteignamark- aðinn og Íbúðalánasjóð þótt forstjórinn hafi ekki nafngreint hann í erindi sínu. En lítið fer fyr- ir kostum samkeppninnar í grein- inni. Aftur á móti er dreginn fram sá galli að „það er erfiðara fyrir flesta að festa kaup á sinni fyrstu íbúð nú en það var áður, en sam- keppnin á íbúðamarkaðnum hófst á árinu 2004“. Og undir þau orð greinarhöfundar geta allir tekið. En það er fleira sem versnaði við innrás bankanna á fasteignamark- aðinn. Fasteignamat á íbúðar- húsnæði hækkaði hrikalega og skattheimta ríkisins þar með, þannig að ráðstöfunartekjur hús- eigenda minnkuðu til mikilla muna. Ókostirnir við samkeppnina eru því miklir í þessu tilviki og hefði því nafnið á fyrrnefndum pistli átt að vera Gallar sam- keppninnar, en ekki Kostir. TORFI GUÐBRANDSSON, fv. kennari og skólastjóri. Samkeppnin er ekki alltaf til góðs Frá Torfa Guðbrandssyni ÁSTÆÐA þess að ég skrifa þessar línur er sú að í Morg- unblaðinu 8. júní er lögð næstum því heil opna í umfjöllun um Smá- þjóðaleikana og afrek okkar fólks þar, hvort sem er í frjálsum, sundi, fimleikum eða öðru sem við keppum í. Vil ég þakka Morg- unblaðinu fyrir góða og faglega umfjöllun og vona að þetta sé vísir að meiru. Ég vona að fjölmiðlar á Íslandi séu að upp- götva það að fleira er til í flóru íþrótta en boltaíþróttir. Það er með ólík- indum að fjölmiðlar skuli ekki hafa veitt því íþróttafólki athygli sem hefur sýnt svo gríðarlegan árangur á alþjóðlegan mælikvarða í einstaklingsíþróttum sem raun ber vitni. Á smáþjóðaleikum í ár eigum við frábært afreksfólk sem unnið hefur í mörg ár að því markmiði í skjóli fjölmiðla að ná árangri í sinni íþrótt. Við eigum alltaf að miða við okkur sjálf og okkar árangur en maður getur ekki horft fram hjá þeim að- stöðumun sem íþróttum í þessu landi eru sýndar. Við eigum að sjá sóma okkar í því að hlúa vel að afreksfólki okkar í ein- staklingsíþróttum sem hefur stað- ið í ströngu við undirbúning og keppni í áraraðir án þess að fá viðlíka umfjöllun um sína íþrótt og miðlungslið í neðri deildum hópíþrótta. Oft heyrir maður í fréttum að viðkomandi hafi verið sem dæmi í 28. sæti af 50 mögu- legum og finnst ekki mikið til koma. Hér er rætt um fulltrúa okkar sem keppa í einstaklingsíþróttum, frjálsum, skíðum, sundi og fleiri grein- um. Oftast er lögð mikil áhersla á röð keppenda og að við- komandi hafi verið í ákveðnu sæti miðað við fjölda keppenda! Ekki er fjallað um árangur fótbolta- landsliða okkar á sama hátt og bið ég um að ég sé leiðréttur ef svo er. Við eigum mikið af gríðarlega efnilegu fólki í einstaklingsíþróttum sem myndi án efa ná langt á heimsmæli- kvarða væri því sýndur meiri áhugi og veittur sá stuðningur sem þarf . Miklu skiptir að við- komandi fái stuðning til að sinna sinni íþrótt sem skyldi. Ég gæti nefnt nokkra frjálsíþróttamenn í dag, að minnsta kosti fimm ein- staklinga sem eiga fullt erindi í alþjóðlega keppni, standa sig þeg- ar vel á þeim vettvangi og eiga virkilega góða möguleika á að ná í eftirsótt alþjóðleg verðlaun. Ég ætla ekki að fara út í samanburð við aðrar hópíþróttagreinar hér en bið fjölmiðlamenn að skoða vel heimslista hverrar greinar fyrir sig og sjá með eigin augum hvar við stöndum í einstaklingsíþrótt- um og sýna það í raun á síðum blaða eða í umfjöllun um íþróttir almennt hver staða okkar á heimsvísu er í raun og veru. Eins og áður sagði er kveikjan að þess- ari umfjöllun sú að Morgunblaðið fjallar á jákvæðan og uppbyggj- andi hátt um einstaklingsíþróttir hinn 8. júní. Þetta eru því ekki skammir til fjölmiðla heldur er þessum skrifum ætlað að reyna að opna augu okkar allra fyrir því hversu frábært íþróttafólk við eigum í einstaklingsgreinum. Gef- um því pláss, fjöllum um afrek þess á sanngjarnan hátt og við munum eignast fleiri ólympísk verðlaun áður en langt er um lið- ið. Umfjöllun um einstaklings- íþróttir í fjölmiðlum Logi Sigurfinnsson skrifar um íþróttaumfjöllun Morgunblaðsins »Ég vona að meðþessari umfjöllun Morgunblaðsins fari fjölmiðlar á Íslandi að uppgötva það að fleira er til í flóru íþrótta hér- lendis en boltaíþróttir. Logi Sigurfinnsson Höfundur er formaður Frjáls- íþróttadeildar Breiðabliks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.