Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 Sími 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali. EINBÝLI og AUKAÍBÚÐ (leigutekjur): Aðalhús er 187,6 fm einbýli á tveimur hæðum. 4 svefnherbergi. Nýtt eldhús og 42 fm sólpallur. Aukahús er 89,9 fm m/ góðri 64,5 fm 2ja herb. íbúð m/ lofti og 25,4 fm bílskúr við hliðina. SPENNANDI EIGN FYRIR STÓRA FJÖLSKYLDU. VERÐ 59,0 millj. Jón og Hjördís bjóða þig og þína velkomna, s. 557 6410. OPIÐ HÚS í DAG KL. 18:00 - 20:00 HRAUNBERG 23 – 111 RVK FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 Sími 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali. • Sérlega glæsileg fullbúin raðhús með stórum bílskúr. • Mjög vandaðar innréttingar og tæki. • Parket og flísar á gólfum. • Þrjú rúmgóð svefnherbergi. • Gott baðherb. með glugga. • Þvotth. innan íbúðar. • Möguleiki á að útbúa vinnuaðstöðu/herb. með sér útgangi og glugga innaf bílskúr. • Eldhús opið inn í stofu. • Mikil lofthæð. • Hellulagt og tyrft, komin skjólgirðing. VANDAÐAR EIGNIR Á GÓÐUM STAÐ: VERÐ FRÁ 32,9 millj. SÖLUSÝNING EINNIG NK. LAUGARDAG 16. júní 14.00 – 16.00 BIRKIHÓLAR 2-4-8 SELFOSSI SÖLUSÝNING Í DAG KL. 17:00 - 19:00 SUMARHÚS Á GÓÐUM STAÐ VIÐ ÞINGVALLAVATNIÐ BÚSTAÐURINN STENDUR Á 5.000 FM EIGNARLÓÐ MEÐ EIGIN VATNSUPPSPRETTU Komið er inn í forstofu með spónaparketi á gólfi. Á vinstri hönd er svo baðherbergi með sturtuklefa innaf. Barnaher- bergi með koju og spónapark- eti, hjónaherbergi með spóna- parketi á gólfi. Opið eldhús er með ágætri innréttingu. Stofa og borðstofa eru bjartar og rúmgóðar, með útgengi út á nýjan pall sem snýr að Þing- vallavatni. Búið er að bora eftir köldu vatni og er borhola sem fylgir landinu. Búið er að láta teikna stækkun og fylgja þær teikningar með. Verð 13.500.000. Sími 534 8300 • Kirkjustétt 4 • 113 Reykjavík • www.storborg.is • storborg@storborg.is MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi greinargerð frá Sig- urgeiri Brynjari Kristgeirssyni, framkvæmdastjóra Vinnslustöðv- arinnar í Vestmannaeyjum: „Við Gummi þekkjumst frá gam- alli tíð, fyrst sem strákar vegna fisk- viðskipta feðra okkar. Pabbi seldi Kristjáni Guðmunds saltfisk af trill- unni sinni. Þau viðskipti voru afar farsæl, án klögumála. Seinna sem ungur maður, eða kannski óknytt- astrákur, varð ég háseti á neta- og línubátnum Tjaldinum sem var í eigu Kristjáns. Þar vorum við fé- lagar, sveitamenn í áhöfninni, frekar brokkgengir í ýmsu. Við vorum áreiðanlega harðduglegir sjómenn en einu sinni, án þess að ég fari frekar út í þá sálma, hefði Kristján átt að reka okkur alla með tölu. Eins og venjulega brosti hann bara sínu hægláta brosi og bað okkur að gera þetta aldrei aft- ur. Við skömmuðumst okkar og tókum tillit til orða Kristjáns. Við Gummi (Guð- mundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf.) höfum að jafnaði talað saman í síma eða við þau tilefni sem okkur hafa gefist. Nú ber svo við að þeir bræður, Gummi og Hjálmar, senda Morgunblaðinu bréf og í því er í nokkru vikið að mér og öðrum Eyjamönnum. Og það í Mogganum. Að sjálfsögðu sýni ég þá kurteisi að svara, tek skrif þeirra kannski örlítið lengra og bæti við frekari útskýringum. Vangaveltur um tilboð í VSV Nú er það svo að ég er hluthafi í Vinnslustöðinni (VSV) ásamt mörg- um öðrum en mál æxluðust þannig að ég varð áberandi sem talsmaður Eyjamanna ehf., hóps hluthafa sem gerði á dögunum samkomulag um stjórnun og rekstur Vinnslustöðv- arinnar. Munurinn á mér og mörg- um öðrum hluthöfum er hins vegar sá að ég á ekki hlutabréfin mín held- ur skulda þau. Bræðurnir Gummi og Hjálmar reiknuðu eitt og annað í grein sinni hér í blaðinu mánudag- inn 4. júní síðastliðinn og af því til- efni leyfi ég mér að reikna svolítið líka fyrir lesendur þess. Setjum nú svo að ég velti fyrir mér að kljúfa mig út úr Eyjamönn- um ehf., snara síðan fram sam- keppnistilboði og bjóða í allt hlutafé Vinnslustöðvarinnar. Það eina sem ég hefði að leggja í púkkið væru skuldir í þeim eignarhaldsfélögum sem ég nú þegar á og eiga svo aftur hlut í Vinnslustöðinni. Ég þekki marga bankastjóra ágætlega og treysti mér til að slá einhvern þeirra um lán. Okkur semst um að taka allt lánið í erlendum myntum, sam- ansett úr íslensku myntkörfunni. Grunnvextir þess láns eru 4,55%. Ég hef ágæta sögu innan bankakerf- isins, þó ekki áfallalausa, og tekst að semja um 1,45% álag, tala sem hent- ar vel til útreiknings en er líklega allt of lág. 2,00-2,50% álag væri lík- lega nær lagi. En verum ekkert að spenna útreikningana upp. Samtals yrðu vextir lánsins 6,00%, sem er nú bara nokkuð gott (svo öllu sé til skila haldið yrði þessi tala í raun 4,92% en ekki 6% þegar tekið er til- lit til skattafrádráttar vegna lánsins en hann mun ekki nýtast vegna tap- reksturs í kjölfar skuldsetningar). Ég þekki VSV vel, bæði rekstur félagsins og fjárfestingargetu, auk þeirra talna sem rekstur og efnahagur félagsins samanstendur af. Ef við horfum til síð- ustu 5 ára, þess tíma sem rekstur VSV hefur gengið hvað best, hefur meðalframlegð félags- ins (EBITDA) verið 1.098 milljónir króna. Stjórnarmenn og stjórnendur félagsins hafa verið fremur ánægðir með þá afkomu. Eftir nýj- ustu fréttir af ástandi þorskstofns- ins er ljóst að ekki er á vísan að róa með slíka framlegð næstu árin og því ráðlegt að ætla að hún minnki frekar en hitt. Eftir samninga um lánsfjármögn- unina berum við bankastjórinn sam- an tilboð Eyjamanna, tilboð Stillu og svo upplausnarverð VSV, sem Gummi og Hjálmar stilla upp í út- reikningum sínum í Morgunblaðs- greininni, eins og ég skil framsetn- ingu þeirra. Hugleiðum nú hve hátt við eigum að bjóða í VSV og hvernig við getum rekið fyrirtækið í framhaldinu. Engin forsenda til að keppa við þá bræður Við bankastjórinn berum nú sam- an tölur og sjáum að ef við gerum tilboð, svipað tilboði Eyjamanna ehf., eigum við eftir 351 milljón króna þegar búið er að borga allan rekstrarkostnað og vexti. Þessar eftirstöðvar, 351 milljón króna, nýt- ast mér til afborgana lána, fjárfest- inga (bæði til viðhalds- og nýfjár- festinga) og til útgreiðslu arðs, sem skiptir reyndar litlu máli í þessu til- felli þar sem eigið fé er sáralítið. Áhættan er hins vegar mikil og ávöxtunarkrafan ætti því að vera nokkuð há, að minnsta kosti hærri en stýrivextir Seðlabankans (sem hækkar að sjálfsögðu veginn fjár- magnskostnað en sleppum því líka). Ég veit að árlegar afskriftir tækja og búnaðar í VSV eru um 350 millj- ónir króna, enda hafa fjárfestingar félagsins verið takmarkaðar und- anfarin ár. Margvíslegur búnaður og tæki eru því orðin fremur gömul og úr sér gengin eins og Gummi og Hjálmar bentu réttilega á í grein sinni. Afskriftir endurspegla venju- lega árlega fjárfestingarþörf til að viðhalda tækjum, fasteignum og skipum í eðlilegu ástandi. Við bankastjórinn sjáum strax að ég hef lítið svigrúm til fjárfestingar í end- urnýjun gamalla tækja og búnaðar VSV, að minnsta kosti fyrst um sinn. Við þurfum að semja um lán til Bréf til vinar míns, Gumma Kristjáns Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson              
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.