Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2007 33 35 ára svo ég geti greitt af lánunum. Ef við svo leggjum inn tilboð, í sam- keppni við Gumma og Hjálmar, blasir við að bankinn þarf að lána mér til verulega langs tíma, svo langs tíma reyndar að ég legg ekki einu sinni í að reikna lánstímann út! Okkur bankastjóranum er báðum jafnljóst að engir fjármunir eru eftir til afborgunar lána, endurnýjunar tækja, skipa og fasteigna og ekkert er eftir til að greiða arð eða hagnast á einhvern hátt á þessum við- skiptum. Augljóslega þurfum við að hafa mikla trú á hagstæðum breyt- ingum í framtíðinni til að unnt verði að standa undir rekstri félagsins í óbreyttri mynd. Sá er vinur er til vamms segir Í greinargerð sem fylgir tilboði bræðranna í allt hlutafé VSV, svo- kölluðu opinberu tilboðsyfirliti, segj- ast þeir ekki ætla að breyta kjarna- starfsemi félagsins heldur reka það áfram með sömu áherslum og selja hvorki fasteignir þess né aflaheim- ildir. Þetta kalla ég veruleikafirr- ingu. Ég get nefnilega ómögulega séð að þessi framtíðarsýn þeirra standist og færi fyrir því rök með því að leggja á borðið fram- angreinda útreikninga. Það á hvert mannsbarn að geta séð að Vinnslu- stöðin verður ekki lengi rekin í óbreyttri mynd yrði niðurstaðan sú að selja félagið á því verði sem Gummi og Hjálmar bjóða. Eina færa leiðin til að láta slíkt dæmi ganga upp væri að selja hluta af aflaheimildum og skipum félagsins, hver svo sem kynni að kaupa og hvar á landinu sem sá kaupandi yrði. Um það get ég auðvitað ekkert sagt. Afleiðingar þessa blasa hins vegar við. Veruleg breyting yrði á rekstri félagsins, högum starfsfólks og líklega allra Eyjamanna umfram það sem hlýst af eðlilegri þróun hverrar atvinnugreinar eða byggð- arlags. Um kaup á VSV á upplausnarvirði þurfum við bankastjórinn því ekki að hugsa lengi. Svo vitlaus er sú hugmynd að engu tali tekur. Öllum getur orðið á í messunni eins og okkur félögunum á Tjald- inum í gamla daga. Ég fer að ráði Kristjáns Guðmundssonar, föður þeirra Guðmundar og Hjálmars og bið þá bræður að gera ekki þessa vitleysu aftur. Og ég ætla að hið fornkveðna eigi nú við „að sá er vin- ur er til vamms segir“.“ AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111 Meðalframlegð (EBITDA) ’02-’06 1.098 1.098 1.098 Tilboð Eyjamanna Tilboð Stillu Upplausn- arverð Nafnverð útistandandi hlutafjár 1.504 1.504 1.504 Tilboðsgengi 4,60 8,50 15,57 Markaðsverðmæti hlutafjár 6.918 12.784 23.417 Heildarskuldir að frádr. peningum 5.525 5.525 5.525 Heildarverð félags 12.443 18.309 28.942 Vextir 6,0% 6,0% 6,0% Vaxtagreiðslur 747 1.099 1.737 Framlegð að frádregnum vöxtum 351 -1 -639 – til greiðslu lána, fjárfestinga og arðs Lánstími lána í árum: 35 Óvíst Óendanleg skuldasöfnun GIMLI Nú eru aðeins 3 íbúðir eftir við Hagaflöt 9 og tæplega helmingur við Hagaflöt 11. Um er að ræða glæsilegar 3ja og 4ra herb. Íbúðir í fimm hæða lyftuhúsi. Íbúðirnar verða af- hentar fullbúnar án gólfefna. Innifalið í verði íbúðanna er gjafabréf frá Harðviðarvali frá kr. 550.000 til 750.000. Sýningaríbúð tilbúin á 2. hæð við Hagaflöt 9. Frábær staðsetning. Hafið samband við okkur í síma 570 4824 og pantið skoðun eða komið á Hagaflöt og sjáið með eigin augum. HAGAFLÖT 9 OG 11 AFHENDING STRAX Á HAGAFLÖT 9 3 íbúð ir eftir f a s t e i g n a s a l a Kirkjubraut 5 - Akranes - Sími 570 4824 Hákon Svavarsson, lögg. fasteignasali - Sími 898 9396 A K R A N E S 18:00 – 18:30 ÁLFHEIMAR 34 ÍBÚÐ 202 - 104 REYKJAVÍK 5 herbergja íbúð sem mikið er búið að taka í gegn í Álfheimunum. Það sem hefur verið endurnýjað er baðherbergi flísalagt, rafmagn, gluggar, gler og gólfefni, en gólfefni íbúðarinnar eru gegnheil eik, marmari og flísar. Eldhúsinnrétting er nýleg, sprautulökkuð háglans hvít. Í kjallara er útleiguherbergi um 8 fm með aðgang að salerni í sameign, eins er geymsla í kjallara um 7 fm. Komið er inn í hol með parketi á gólfi. Á hægri hönd er stofa og borðstofa, með parketi og marmara á gólfum. Svo kemur hjónaherbergið, en það er með útgengi á svalir og með góðum fataskápum. Eldhúsið er rúmgott með góðri eldhúsinnréttingu og borðkrók. Næst er baðherbergið, en það er nýuppgert og flísalagt. Barnaherbergin eru tvö og eru bæði parketlögð. Valdimar Örn, sölufulltrúi, tekur á móti fólki. GSM: 823-2217 - valdimar@storborg.is 19:00 – 19:30 KJARTANSGATA 3 ÍBÚÐ 201 - 105 REYKJAVÍK Falleg 4 herbergja sérhæð á 2. hæð við Kjartansgötu í Norðurmýri, ásamt bílskúr. Sameiginlegur inngangur með efri hæðum. Komið er inn í parketlagt hol með skáp. Herbergin eru tvö og eru þau öll parketlögð og er eitt þeirra með góðum skápum. Baðherbergið er bjart með glugga, dúk á gólfi og baðkari. Eldhúsið er með hvítri innréttingu, borðkrók og flísum á gólfi. Stofan og borðstofan eru rúmgóðar, björtar og er gólfið parketlagt, ásamt útgengi á svalir. Bílskúr er með hita og rafmagni, en hurðin er léleg. Stór og gróinn garður. Snyrtileg sameign með sameiginlegu þvottahúsi í kjallara og þurrkherbergi ásamt sér geymslu með hillum. Frábær eign á frábærum stað. ATH Mikið endurnýjuð, sjá lista hjá sölumanni. Valdimar Örn, sölufulltrúi, tekur á móti fólki. GSM: 823-2217 valdimar@storborg.is 17:30 – 18:00 BOÐAGRANDI 2A ÍBÚÐ 302 - 107 REYKJAVÍK Nýleg íbúð á þriðju hæð í fjölbýli við Boðagranda. Innihurðir og karmar eru spónlagðar og yfirfeldar mahony. Fataskápar og eldhúsinnrétting er úr mahony. Íbúðinni fylgir geymsla í kjallara og stæði í bílskýli. Húsið er viðhaldslítið þar sem það er klætt að utan. Lóð snyrtileg og malbikuð bílastæði. Íbúðin telur: Eldhús, baðherbergi, svefnherbergi, geymslu (í kjallara), þvottahús auk stæðis í bílageymslu. Íbúðin er í heild sinni snyrtileg, baðherbergi flísalagt í hólf og gólf með sturtu, annars eru gólfefni flísar á votrímum og ljóst plastparket á rest. Tvennar svalir eru í íbúðinni, önnur er úr stofu og snýr hún í suðvestur, hin er gengt eldhúsi og hún snýr í suðaustur. Magnús Ninni Reykdal, sölufulltrúi, tekur á móti fólki GSM: 694-9999 - magnus@storborg.is 18:30 – 19:00 GRANDAVEGUR 5 ÍBÚÐ101 - 107 REYKJAVÍK Falleg og björt 3-4ra herbergja íbúð á jarðhæð ásamt bílskúr. Íbúðin skiptist í hol, stofu, þrjú herbergi, eldhús, baðherbergi, stofu, þvottahús og geymslu. Góður bílskúr með millilofti. Komið er inn á flísalagt hol með fataskápum. Eldhúsið er flísalagt og með góðri viðarinnréttingu, eyja með eldavél og háf yfir. Flísar eru á milli efri og neðri skápa. Innaf eldhúsi er lítið herbergi með flísum á gólfi. Stofan er parketlögð og er gengið út á suðurverönd með hellum. Hjónaherbergið er parketlagt og með fataskápum og barnaherbergið er parketlagt. Baðherbergið er flísalagt og með sturtuklefa og innréttingu. Innaf holi er þvottahús með hillum og er geymsla þar innaf. Bílskúr er með hita, vatni og rafmagni og með sjálfvirkum opnara. Magnús Ninni Reykdal, sölufulltrúi, tekur á móti fólki. GSM: 694-9999 - magnus@storborg.is 26 ,9 m illj . 12 1,0 fm . 31 ,9 m illj . 13 2 fm . 25 ,3 m illj . 83 ,6 fm 37 ,8 m illj . 14 3 fm . O P I N H Ú S Í D A G
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.