Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Einar Hall-dórsson fæddist í Vestmannaeyjum 2. júní 1923. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík aðaf- ararnótt 7. júní síð- astliðins. Foreldrar hans voru Elín Sig- urðardóttir, f. 1899, d. 1966, og Halldór Jón Einarsson, f. 1894, d. 1972. Þau voru bæði ættuð frá Rauðafelli í Austur- Eyjafjöllum en bjuggu allan sinn búskap í Vest- mannaeyjum. Systur Einars eru Sigríður Jakobína, f. 1921, d. 1977, og Guðrún Súsanna, f. 1929. Einar kvæntist hinn 26. desem- ber 1946 Sigrúnu Bjarnadóttur, f. 11. apríl 1928. Foreldrar hennar voru Þórunn Gísladóttir frá Mos- felli, f. 1894, d. 1940, og Bjarni Bjarnason frá Hofi Öræfum, f. dórsson. 3) Elín, f. 5. febrúar 1951, gift Jóni Gunnlaugssyni. Synir þeirra eru: a) Gunnlaugur Jóns- son, í sambúð með Kristínu Hall- dórsdóttur, þau eiga soninn Jón Breka. b) Stefán Jónsson. 4) Ingi- björg, f. 19. apríl 1955. 5) Birna, f. 13. janúar 1966, í sambúð með Guðmundi Helga Þorsteinssyni. Börn þeirra eru Lára Líf og Einar Lár. Einar ólst upp í Eyjum, en um tvítugt lagði hann leið sína til höf- uðborgarinnar til að nema við Verzlunarskólann og ekki síst til að spila knattspyrnu með Val, enda var sú íþrótt hans uppáhald. Hann starfaði lengst sem skrif- stofustjóri hjá Björgun ehf., en átti einnig trilluna Sæbjörgu sem hann gerði út til fjölda ára ásamt æskuvini sínum, Ástþóri Mark- ússyni. Var sjómennskan hans áhugamál og einnig tekjulind í lífsins ólgusjó. Kartöflurækt, lax- og skotveiði var honum einnig einkar hugleikin. Einar verður jarðsunginn frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 1891, d. 1977. Systir Sigrúnar var Þór- halla Ingibjörg, f. 1929, d. 1931. Síðari kona Bjarna var Jónína Dagný Al- bertsdóttir, f. 1904, d. 1977. Börn Einars og Sigrúnar eru: 1) Þór- unn, f. 4. október 1946, gift Richard Kelley. Börn þeirra eru: a) Eileen Grace, gift Eric Lundquist, börn þeirra eru Kel- ley Ann og Kenny. b) Richard yngri, kvæntur Töru Kelley, dótt- ir þeirra er Rhyse Eileen. Þau eru öll búsett í Bandaríkjunum. 2) Halldór, f. 23. desember 1947, kvæntur Esther Magnúsdóttur, börn þeirra eru: a) Bergþóra Hall- dórsdóttir, í sambúð með Óskari Péturssyni, þau eiga soninn Hall- dór Inga. b) Einar Bjarni Hall- Elsku pabbi. Í dag kveðjum við þig með sorg og með friði. Þú varst hetjan okkar systkinanna og mömmu. Þú gekkst að hverju verkefni með þolinmæði og einbeitingu, og markmiðið var að klára. Á þann veg tókst þú okkur systkinin með þér í eitt af uppá- haldsverkum þínum – kartöflurækt. Við fylgdum þér eins og ungar á eftir andamömmu. Það ríkti glaðlegt andrúmsloft heima á Ljósvallagötu þegar jólin nálguðust og þú málaðir og gerðir heimilið okkar fínt. Gleðin var ekki síðri þegar Valur vann fótboltaleik og þú og liðsfélagarnir komuð heim í kaffi eftir leik. Fótboltadagar þínir eru eftirminnilegir. Við fengum ekki alltaf að fara á leikina, en við fylgdumst með umferðinni inn og út af Melavellinum úr glugganum heima. Pabbi, þú varst sérstaklega reglusamur með alla pappíra og eins flest annað. Öll skjöl fóru í möppur og ég held svei mér þá, að ég hafi eitthvað lært af þér í þeim efnum! Þú meira og minna byggðir húsið okkar í Norðurbrún og fékkst okk- ur systkinin í lið með þér. Þar fengu yngri systkinin að blómstra og þar voru margar fagnaðarstund- ir með börnum þínum, barnabörn- um, ættingjum og vinum. Frá Norðurbrúninni horfðum við út á sjóinn sem alla tíð heillaði þig. Og á Sæbjörginni veiddir þú marga góða ýsuna og tókst okkur með í skemmtiferðir. Pabbi, ég er ákaflega glöð að ég fékk að knúsa þig fyrir fjórum stuttum vikum síðan. Við Rick, Ei- leen og Eric, Rick og Tara og litlu barnabarnabörnin þín Kelley Ann, Kenny og Rhyse kveðjum þig með miklu þakklæti fyrir samfylgdina og fyrir allt sem þú kenndir okkur og fylgir okkur í framtíðinni. Guð blessi þig. Þórunn (Tóta). Á kveðjustund er það fyrst og fremst þakklæti sem fyllir hugann. Þakklæti fyrir það að hafa átt jafn- vandaðan mann fyrir föður og þú varst ávallt. Heiðarleiki og tryggð var það sem einkenndi þig mest, auk mikillar vinnusemi. Starfs- stúlka í Björgun hf., þar sem þú starfaðir stóran hluta starfsævinn- ar, orðaði það svo í mín eyru; það voru mín forréttindi að starfa með Einari Halldórssyni. Starfsvett- vangarnir voru tveir, hinn fyrri Gísli Jónsson og Co. og síðan hjá Björgun hf. þar sem Einar starfaði á meðan heilsan leyfði. Þó ævistarf- inn hafi fyrst og fremst legið á því sviði að stjórna skrifstofuvinnu hjá tveimur fyrirtækjum, þá hefði pabbi ekki síður notið sín sem skipstjóri á fiskiskipi. Um langt árabil gerðu hann og æskuvinur hans úr Eyjum, Ástþór Markússon út trillu sem tómstundagaman og til þess að drýgja tekjurnar, sem byrjaði með skelinni Lundey og endaði með Sæ- björgu þriðju sem allar báru ein- kennisstafina RE-315. Sameiginleg- ur vinur þeirra úr Eyjum, Leifur Arnbjörnsson, átti um tíma þátt í þessari útgerð þeirra og oft voru það brottfluttir Eyjapeyjar sem reru með túr og túr. Á sjónum naut pabbi sín afar vel og þannig var reyndar um hvers kyns veiðar sem hann lagði fyrir sig. Stangaveiði í vötnum og ám, skotveiði og lunda- veiði með háf og aflakló var hann svo af bar. Einar Halldórsson var Vest- mannaeyingur af bestu gerð, kjarn- yrtur þegar við átti. Hann var ekki allra en gagnvart þeim sem hann tók ástfóstri við varaði eilíf tryggð. Eyjarnar með alla sína fjölbreytni buðu upp á allt sem peyja gat dreymt um. Íþróttir voru hans stóra áhugamál, jafnt frjálsar íþróttir sem fótbolti. Hann varð fyrstur Eyjamanna til að leika með landsliðinu í fótbolta í leik gegn Finnum 1948 sem jafnframt var fyrsti sigurleikur Íslands í þeirri grein. Eftir að hafa vanist því að pabba varð hreinlega ekki misdæg- urt voru það mikil viðbrigði þegar heilsunni tók að hraka fljótlega eftir sjötugsafmælið fyrir fjórtán árum. Þrátt fyrir erfið veikindi og viðvar- andi dvöl á sjúkrabeði heyrði ég hann aldrei kvarta, nei aldrei. Þannig var hann harðger og líka þrjóskur. Biði einhver bátsverja um hvort ekki væri kominn tími til að halda í land var hann þeim mun lík- legri til að stíma aðeins lengra frá landi í leit að næstu töku. Það átti ekki við Einar skipstjóra að koma í land nema að hólfin væru full af fiski eða því sem næst. Allt hefði þetta þó getað endað svo löngu fyrr hjá okkur báðum einn örlagaríkan laugardag fljótlega upp úr hádegi fyrir einum 45 árum þegar ég fékk kastspjót í gegnum hægri fótinn, milli stóru táar og þeirrar minnstu í leik úti á Melavelli og þú flæktir löppinni í keðjuna í keðjukassa Sandeyjar í þann mund sem akker- inu var slakað. Þitt lán var að kloss- inn sem þú varst klæddur var illa eða óreimaður, mitt lán var að standa ekki metranum framar. Það var ekki aðeins ég, sem eini sonurinn í fimm systkina hópi, sem hef fyrir mikið að þakka, Esther varð þeirrar gæfu aðnjótandi að verða þín tengdadóttir og er ævar- andi þakklát fyrir samfylgdina, hún kunni alla tíð að meta þína miklu mannkosti. Þið mamma áttuð ástríkt hjóna- band saman og getið stolt litið yfir farinn veg. Takk fyrir allt og við sjáum síðar. Halldór. Vornótt og spegilsléttur Faxafló- inn; pabbi á leið á sjó eftir stutta hvíld að lokinni sinni daglegu vinnu. Þannig var hann í essinu sínu, elsk- aði sjóinn og ekki síður það að færa björg í bú: spriklandi nýjan fisk, sem var á borð borinn ásamt kart- öflum úr eigin ræktun. Kartöfluræktin var auðvitað sér kapítuli, við vorum komin með ára- tuga starfsreynslu á því sviði og verklag pabba var til fyrirmyndar enda vorum við alltaf fyrst með okkar garð, og vorum á leið heim þegar aðrir voru hálfnaðir, segjum við! Pabba var margt til lista lagt, hann var góður teiknari og hafði frábæra rithönd, hann tók upp saumavél ef á þurfti að halda og að búa til rúllupylsu var honum jafn auðvelt og að flaka fisk. Mikil stemning var á heimilinu þegar verið var að undirbúa Þor- láksmessuboðið, sem haldið var meðan heilsa hans leyfði, með skötu og tilheyrandi. Þá voru þau sam- taka pabbi og mamma við undir- búninginn og iðulega var mann- margt og fjörugt. Ferðir okkar í kirkjugarðinn um jólin koma upp í hugann, notalegt spjall á göngu í marrandi sólgyllt- um snjó og hátíðleikinn í loftinu. Voru ekki alltaf hvít jól? Góða minningu á ég frá gamlárs- kvöldi þegar við pabbi vorum að elda önd í appelsínusósu, sem varð nú meira svona Grand marnier- sósa, sem vakti ágæta lukku hjá heimilisfólkinu, enda tveir kokkar að smakka til! Meðan aðrir óku um rykmettaða og holótta þjóðvegi landsins, þá voru okkar fjölskylduferðir út á lygnan sjó á Sæbjörgunni, og tel ég að það hafi verið góð skipti! Þó var nú einstökum sinnum far- ið þjóðveginn, og var þá sumarbú- staður Sunnu og Atla líklegur við- komustaður, þar sem nýjungar á við grillmat voru á borð bornar fyrst fyrir fjörutíu árum, þegar grill þekktist vart hér á landi nema í er- lendum pöntunarlistum. Það eru forréttindi að eiga góðar æskuminningar í faðmi stórfjöl- skyldunnar með pabba fremstan í flokki, fyrst á Ljósó, þar sem engin var lognmollan, og oft hátíð í bæ, t.d. þegar Steina og Chuck komu frá framandi löndum með ævintýra- sögur og útlenskt sælgæti. Pabbi byggði að mestu sjálfur Norður- brún 18, og þangað fluttum við fjöl- skyldan 1968 og þótti nú heldur betur höll, með tvö baðherbergi, enda var oft biðröð á baðið á Ljósó. Elskulegur pabbi minn er lagður upp í sína hinstu siglingu, og kveð ég hann með virðingu og væntum- þykju. Ingibjörg Einarsdóttir. Minn kæri tengdafaðir Einar Halldórsson hefur kvatt þessa jarð- vist eftir langt og farsælt ævistarf. Með honum er genginn mikill drengskaparmaður. Með nokkrum orðum vil ég þakka honum fyrir ómælda vináttu og góða samfylgd. Strax við fyrstu kynni var eins og við hefðum þekkst lengi. Við náðum vel saman og þar var fótboltinn fyr- irferðarmikill, en einnig vorum við miklir áhugamenn um sjósókn og veiðar og ófáar ferðirnar fórum við á bryggjurnar til að kanna afla- brögð og annað sem þar var að ger- Einar Halldórsson ✝ Útför bróður okkar, GÍSLA GUÐJÓNSSONAR bónda í Hrygg í Hraungerðishreppi, sem andaðist mánudaginn 4. júní, fer fram frá Hraungerðiskirkju föstudaginn 15. júní kl. 14.00. Guðrún Guðjónsdóttir, Þorbjörg Guðjónsdóttir. ✝ Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur, ATLI VIÐAR JÖRUNDSSON, Hringbraut 4, Hafnarfirði, er látinn. Jarðsett hefur verið í kyrrþey. Þökkum þeim sem sýndu okkur vinarhug og samúð. Guð blessi ykkur öll. Steinar Örn Atlason, Edda Björnsdóttir, Sigríður Erla Steinarsdóttir, Brynja Jörundsdóttir, Birgir Úlfsson, Guðmundur Jörundsson, Eiríkur P. Jörundsson, Heiða Viðarsdóttir. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR SIGURBJÖRN KARLSSON, Bræðratungu 34, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Landakoti 11. júní. Útförin fer fram frá Maríukirkju í Breiðholti þriðjudaginn 19. júní kl. 13:00. Karl Emil Gunnarsson, Þóra Sigríður Ingólfsdóttir, Helga Gunnarsdóttir, Jón Hermannsson, Kristjana Dögg Gunnarsdóttir, Haraldur Haraldsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, HJÖRLEIFUR GUÐNASON frá Oddstöðum, lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja miðviku- daginn 13. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Inga J. Halldórsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hins látna. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GERÐUR AÐALBJÖRNSDÓTTIR frá Hólabæ, lést aðfaranótt þriðjudagsins 12. júní á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi. Jarðarför verður auglýst síðar. Björg Pétursdóttir, Hafsteinn Pétursson, Sigríður Bjarkadóttir, Pétur Pétursson, Þorbjörg Bjarnadóttir, Dagný Pétursdóttir, Þórir K. Agnarsson, börn og barnabörn. ✝ Okkar ástkæri, HÁKON FRANKLÍN JÓHANNSSON, Miðleiti 7, lést á Landspítala Fossvogi þriðjudaginn 12. júní. Katrín Hákonardóttir, Arthur Echelberger, Jóhann Hákonarson, Dagný Jóhannsdóttir, Erna Hákonardóttir, Gernot Pomrenke, Tryggvi Franklín Hákonarson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.