Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2007 35 ast. Einar var áberandi dugnaðar- forkur, einn af þeim sem féll aldrei verk úr hendi. Þannig var hann bæði í sínu daglega starfi og ekki síður í sínum frítíma. Hann sinnti áhugamálum af krafti. Hæst bar sjómennsku hans, en hann gerði út trillubátinn Sæbjörgu um langt skeið, bæði einn og með félögum sínum. Hann sinnti líka garðrækt, bæði matjurtum og blóma- og trjá- rækt. Þá átti hann sitt skjól í bíl- skúrnum þar sem hann dyttaði að hlutum sem úr lagi voru gengnir. Hann var mikill aðdáandi íþrótta, einkum knattspyrnu. Sjálfur var hann sigursæll knattspyrnumaður með Knattspyrnufélaginu Val og landsliðsmaður um árabil. Oft naut ég góðs af kunnáttu hans og reynslu í þeim efnum. Einar átti auðvelt með að umgangast sam- borgara sína, í eðli sínu væri hann hlédrægur og gegn því að trana sér fram. Hann var Sillu konu sinni mikil stoð í langvarandi veikindum hennar og umhyggja hans við lífs- förunaut sinn var aðdáunarverð og sýndi svo sannarlega hvern mann hann hafði að geyma. Einar var mikill fjölskyldumaður og vildi hag fjölskyldu sinnar sem mestan. Hann átti einstaklega góða eiginkonu og börn og ekki hvað síst barnabörn sem hann bar á höndum sér þegar svo bar við. Margar skemmtilegar minningar rifjast upp á þessari stundu, minningar sem við í fjölskyldunni munum varðveita með okkur um ókomin ár. Einar hafði sterkar taugar til Vestmanna- eyja, enda fæddur þar og uppalinn. Í mínum huga fór það aldrei á milli mála að þar hafði honum liðið vel og hann átti þar marga góða vini sem hann ræktaði kynni sín við meðan hægt var. Einar bar hag minn, Ellu og strákanna okkar fyrir brjósti. Það ber sérstaklega að þakka að leið- arlokum. Þegar árin færðust yfir og komið var að starfslokum hans sá hann fyrir sér skemmtilegan tíma þar sem hann gæti sinnt hugðarefn- um sínum betur. Fljótlega fór þó að bera á veikindum og fyrir tíu árum fór hann inn á sjúkrastofnun. Það voru þungbær spor að fylgja honum þangað á sínum tíma og enn þung- bærara að fylgjast með honum síð- ustu árin í baráttu við sjúkdóm sinn. Þrautagöngu hans er lokið. Hann kvaddi á hljóðlegan hátt, líkt og einkennt hafði líf hans. Einars Halldórssonar er sárt saknað í fjölskyldunni. Jákvætt lífs- viðhorf, dugnaður og hjálpsemi eru hlutir sem vert er að muna þegar hans er minnst á hinstu stund. Ég þakka Einari tengdaföður mínum góð kynni og ómælda vináttu. Bjartar minningar um hann verða Sillu hans og fjölskyldu huggun í sorginni. Blessuð sé minning Einars Hall- dórssonar. Jón Gunnlaugsson. Mikilmenni er fallið frá. Afi Einar er sú persóna sem við höfum borið hvað mesta virðingu fyrir á lífsleiðinni. Hann fór fyrir fjölskyldu sinni og á heimili hans og Sillu ömmu á Norðurbrún 18 var gaman að koma og minningarnar eru óteljandi. Afi byggði húsið upp frá grunni og þetta var ævintýra- heimur fyrir okkur í uppvextinum. Afi var afar íhaldssamur maður. Hann kaus alltaf sama stjórnmála- flokkinn, fór á alla heimaleiki hjá landsliðinu í knattspyrnu en þver- neitaði að sitja í stúkunni og stóð alltaf á sama stað í stæðunum. Alla okkar lífstíð átti hann sömu bílteg- undina, Saab frá Svíþjóð. Hann ræktaði sitt grænmeti sjálfur og dugði ekki minna en þrír matjurta- garðar, nutu margir góðs af þeirri iðju hans. Afi vann síðustu þrjátíu ár starfsferils síns hjá sama fyr- irtækinu, Björgun hf., og undi þar hag sínum vel. Afi átti trillu og var harður sjósóknari. Það var gaman að fylgjast með honum í trillunni gera að afla og dytta að ýmsu sem með þurfti. Þar var hann svo sann- arlega á heimavelli. Fjölskylduferð- irnar inn á Sundin og viðkoma í ein- hverri eyjunni í kringum Reykjavík voru ævintýraferðir og okkur yngra fólkinu sérlega minnisstæðar. Eitt það eftirminnilegasta í sam- skiptum við afa var jólahátíðin, en þar var gamli maðurinn í aðalhlut- verki. Skötuveislan á Þorláksmessu og undirbúningur hátíðarinnar var enn eitt ævintýrið. Afi leyfði okkur sem yngri vorum að vera með í þeim undirbúningi og gekk oft á ýmsu. Þegar hátíðin hófst var hann svo hrókur alls fagnaðar. Afi fylgdi okkur bræðrum eftir á knattspyrnuvellinum og var ávallt mættur á völlinn þegar við spil- uðum á höfuðborgarsvæðinu. Knattspyrnuáhugi hans var ódrep- andi. Sjálfur var hann gömul kempa, spilaði í vörninni og var lyk- illeikmaður og fyrirliði í liði sínu Val og m.a. Íslandsmeistari 1956. Hann lék einnig um árabil í lands- liðinu. Í bók einni var hann kallaður beljakinn, svo harðskeyttur þótti hann inni á vellinum. Það hefði ver- ið að gaman að sjá hann í leik. Afi, þín verður minnst um ókomna tíð. Blessuð sé minning þín. Gunnlaugur og Stefán. Elsku besti afi. Það er svo margs að minnast þegar við hugsum um þig. Ógleymanlegar stundir í Norð- urbrúninni, ævintýralegar Viðeyjar- ferðir um borð í Sæbjörginni, smíðakennslan í bílskúrnum og kartöflutínslan í garðinum svo eitt- hvað sé nefnt. Við munum heldur aldrei gleyma því hvernig þú lýstir upp götuna um hver áramót með skipablysunum. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Takk fyrir allt sem þú kenndir okkur, það er okkur ómetanlegt. Hvíldu í friði elsku afi, Bergþóra og Einar Bjarni. Ber er hver að baki, nema sér bróður eigi. (Njálssaga) Þessi orð koma í hugann er ég kveð bróður minn í hinsta sinn. Reyndar má segja að hann hafi kvatt okkur fyrir mörgum árum er hann veiktist af heilabilun. Er litið er yfir lífshlaup hans er mér efst í huga hvað að hann var drengur góður. Aldrei hljóp hann frá ábyrgð sinni í lífinu. Hann hafði flest það til að bera, sem prýða má einn mann, að utan sem innan. Sagt er, þeir verða að missa sem eiga. Vertu guði falinn, elsku Einar bróðir. Súsanna systir. Nú þegar þú frændi minn og ævi- langur besti vinur hefur lokið lífs- göngu þinni langar mig til þess að minnast þín í nokkrum orðum. Við vorum jafnaldrar og ólumst upp saman í Vestmannaeyjum. Við lék- um okkur saman í æsku og vorum saman í skóla. Knattspyrna var okkar helsta áhugamál þegar við vorum unglingar og ungir menn og við lékum saman í nær öllum ald- ursflokkum Týs. Þú varst síðar einn af bestu knattspyrnumönnum Ís- lands og lékst með landsliðinu. Er við fluttumst til Reykjavíkur hélst frændræknin, vináttan og tengslin með sameiginlegum ferð- um á heimaslóðir, veiðitúrum í ár og vötn, ferðum á knattspyrnuvöll- inn og fjölskylduboðum. Eiginkonur okkar kynntust og tengdust órofa vináttuböndum. Á hugann leita nú gleðistundir frá liðinni tíð tengdar ofangreindum atburðum og mörg- um fleiri. Uppvaxtarárin í Eyjum mótuðu sameiginlegan áhuga okkar alla tíð á sjósókn og fiskveiðum og saman stunduðum við frístundaútgerð um árabil. Trillurnar okkar urðu alls fjórar. Í útgerðinni varst þú skip- stjórinn og ég hásetinn og þar nýtt- ist okkur við margvíslegar aðstæð- ur kraftur þinn, dugnaður og dómgreind. Aldrei kastaðist í kekki á milli okkar. Þegar börnin ykkar Sillu voru orðin uppkomin og far- sælli starfsævi þinni lokið varð síð- asti hluti ævikvölds þíns því miður ekki eins sólríkur og ævi þín hafði verið. Skömmu eftir að þú hættir störfum greindist þú með sykur- sýki. Síðar sótti á þig hrörnunar- sjúkdómur sem á skömmum tíma náði ofurtökum á þér og þú hefur mátt glíma við um árabil. Það hefur verið mér sárara en orð fá lýst að horfa upp á þig fjarlægjast þennan heim og að lokum þekkja ekki þína nánustu fjölskyldu og vini. Nú hefur sá sem öllu ræður flaut- að til leiksloka í lífshlaupi þínu Ein- ar minn og líklegast ert þú kallinu feginn. Þetta er hins vegar það sem á fyrir okkur öllum að liggja. Ein- hvern tíma síðar munum við aftur fara saman á völlinn og renna færi í sjó á gjöfulum miðum. Við Dóra sendum Sillu, börnum og fjölskyldum þeirra okkar inni- legustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau í sorg- inni. Ástþór S. Markússon. Kveðja frá KSÍ Fallinn er frá góður félagi ís- lenskrar knattspyrnu, Einar Hall- dórsson. Hann var fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum þar sem hann hóf ungur að leika knattspyrnu. Eftir að hann fór til náms til Reykjavíkur gekk hann til liðs við Val og lék með félaginu í áratug 1947–1957. Á þessu tímabili lék Einar 9 lands- leiki. Hann var í fyrsta sigurliði Ís- lands, gegn Finnum 1948, og var valinn maður leiksins í leik gegn Finnum á Ólympíuleikvanginum í Helsinki 1956. Þá varð Einar Ís- landsmeistari 1956 með liði sínu Val. Ég kynntist Einari löngu eftir að knattspyrnuferlinum lauk. Ég fann að þar fór maður sem hafði mikið dálæti á knattspyrnuleiknum og hugsaði hlýtt til íþróttarinnar. Það var augljóst að hann hafði til að bera mannkosti góða, kosti sem gera góðan leikmann að afreks- manni. Ég sendi fjölskyldu og ættingjum Einars innilegar samúðarkveðjur. Geir Þorsteinsson, formaður. Kveðja frá Knattspyrnu félaginu Val Við Valsmenn kveðjum í dag Ein- ar Halldórsson, einn af máttarstólp- um Vals á árum áður. Einar var fæddur Vestmannaey- ingur og steig þar sín fyrstu spor á knattspyrnuvellinum, en gekk til liðs við Val árið 1946 er hann stund- aði nám í Verslunarskólanum í Reykjavík. Einar var áberandi í Valsliðinu á árunum 1947-1957 sem traustur varnarmaður og fyrirliði og einnig sem landsliðsmaður Íslands í knatt- spyrnu. Einar stóð t.d. vaktina í vörn íslenska landsliðsins, sem vann einn sinn fræknasta sigur fyrr og síðar er það lagði landslið Svía að velli 4-3 í Reykjavík árið 1951. Eins og títt var um forystumenn okkar Valsmanna á þessum árum þá var Einar ekki síður virkur utan vallar en innan og sat hann m.a. í aðalstjórn félagsins um skeið. Það er augljóst að störf Einars fyrir Val gerðu það að verkum, að Halldór, sonur hans, betur þekktur sem Dóri í Henson gerðist að sjálf- sögðu Valsmaður um leið og hann gat sparkað bolta, en betri og öfl- ugri Valsmann er ekki að finna og hefur Halldór sýnt félaginu ein- staka ræktarsemi og áhuga með sama hætti og faðir hans gerði á sínum tíma. Að leiðarlokum þakkar Knatt- spyrnufélagið Valur Einari fyrir samfylgdina að Hlíðarenda og send- ir Halldóri og fjölskyldu hans sam- úðarkveðjur. Grímur Sæmundsen, formaður. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGUNN EIRÍKSDÓTTIR, Skúlagötu 20, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 8. júní. Útförin fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 15. júní kl. 11.00. Gunnar Randrup Valdimarsson, Steinunn Þorsteinsdóttir, Hreinn Gunnarsson, Agnes Jónsdóttir, Jón Ólafsson, Eyrún Jónsdóttir, Stefán Stefánsson, Guðmundur Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og frænka, SIGURBJÖRG GUÐRÚN ALBERTSDÓTTIR, Skipasundi 51, lést á gjörgæsludeild Landspítala í Fossvogi sunnu- daginn 3. júní. Útför hennar fer fram frá Áskirkju föstudaginn 15. júní kl. 13.00. Brynjar Eiríksson, Ólöf Jónatansdóttir, Jakob Brynjarsson, Sigurbjörg Guðrún Brynjarsdóttir, Sigrún Tinna Brynjarsdóttir, Sara Hrund Brynjarsdóttir, Ólöf Brynja Brynjarsdóttir, Minnie Karen Walton, Óskar Gunnar Sampsted, Bryndís Óskarsdóttir, Gunnhildur Amelía Óskarsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur, tengdasonur og bróðir, SVEINN STEINDÓR GÍSLASON húsasmíðameistari, Arnarheiði 20, Hveragerði, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands fimmtudaginn 7. júní. Útför fer fram frá Hveragerðiskirkju 16. júní kl. 14.00. Magnea Ásdís Árnadóttir, Árni Steindór Sveinsson, Jóhanna Sigurey Snorradóttir, Snorri Þór og Eva Björg, Sigurbjörg Sara Sveinsdóttir, Þorsteinn Karlsson, Ásdís Erla, Katrín Ósk og Bjarkar Sveinn, Eva Rós Sveinsdóttir, Sigurbjörg S. Steindórsdóttir, Árni St. Hermannsson, Sigurbjörg Gísladóttir og Svanhvít Gísladóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, PÁLL GUÐBJARTSSON, Hamravík 2, Borgarnesi, sem lést föstudaginn 8. júní á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi, verður jarðsunginn laugardaginn 16. júní kl. 14.00 frá Borgarneskirkju. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabba- meinsfélag Íslands. Herdís Guðmundsdóttir, Gréta Þ. Pálsdóttir, Ægir Ellertsson, Herborg Pálsdóttir, Úlfar Guðmundsson, Einar G. Pálsson, Guðrún Jónsdóttir, Snorri Páll Davíðsson, Iris Hansen og barnabörn. ✝ Okkar ástkæri, SIGFÚS STEFÁNSSON, Dalsgerði 7e, Akureyri, sem andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 5. júní, verður jarðsunginn frá Höfðakapellu föstudaginn 15. júní kl. 13:30. Áslaug Þorleifsdóttir, Gunnhildur Hilmarsdóttir, Guðbjörn Jónsson, Gylfi Hilmarsson, María Ýr Donaire og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.