Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hjördís HeiðaBjörnsdóttir fæddist á Hnjúkum við Blönduós 2. apríl 1938. Hún lést á hjúkrunardeild- inni á Grund 3. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Björn Eiríkur Geir- mundsson bóndi, f. 25.5. 1891 á Hóli, N-Múlasýslu, d. 7.2. 1965, og kona hans Guðrún Jónína Þor- finnsdóttir, f. 9.11. 1895 á Kagaðarhóli, A-Hún., en ólst upp á Strjúgsstöðum í Langa- dal, A-Hún., d. 1.12. 1994. Systk- ini Hjördísar Heiðu eru: Jón Kon- ráð, f. 3.12. 1918, Geir Austmann, f. 20.2. 1920, Garðar, f. 4.7. 1921, rún Jóna, f. 22.5. 1960, búsett í Garðabæ, eiginmaður hennar er Björn Þór Svavarsson, dætur Sigrúnar eru: a) Íris María, f. 22.10. 1979, hún er gift Hlyni Þór Ragnarssyni og eiga þau tvö börn, Arnar Má, f. 21.7. 1999, og Katrínu Sunnu, f. 21.12. 2003. b) Hjördís Heiða, f. 5.1. 1988, og á hún eina dóttur, Elísabeth Ösp, f. 26.11. 2004. 3) Ásbjörn, f. 4.12. 1962, búsettur í Danmörku. 4) Ásgeir, f. 9.3. 1967, búsettur í Hveragerði, eiginkona hans er Anna Margrét Þorfinnsdóttir, sonur þeirra er Andri Þorfinnur, f. 10.4. 1994, og stjúpdóttir Ás- geirs er Ásdís Alda, f. 18.11. 1986, sambýlismaður hennar er Anton Örn Pálsson en þau eru búsett í Danmörku. Hjördís Heiða stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi og einnig við Húsmæðraskólann í Reykholti. Hjördís vann lengst af við verslunarstörf. Útför Hjördísar Heiðu fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Svana Helga, f. 8.3. 1923, Ari Björgvin, f. 29.5. 1924, d. 12.3. 2001, og Ingólfur Guðni, f. 6.1. 1930. Hjördís Heiða var gift Andra Sigurði Jónssyni, f. 4.10. 1934, d. 14.4. 1997. Þau skildu en voru gift í 18 ár og áttu fjögur börn saman. Þau eru: 1) Guðrún Edda, f. 20.9. 1958, búsett í Englandi, maki hennar er Gunnlaugur Ingvarsson, dætur Eddu eru: a) Anja Ísabella, f. 7.6. 1984, búsett í Reykjavík. b) Nanna Belinda, f. 6.3. 1986, bú- sett í Englandi, sambýlismaður hennar er James Beaven. 2) Sig- Elsku mamma mín! Ég er svo fegin að þú fékkst að fara á meðan þú gast haldið þínu stolti, því þú varst orðin svo veik og það versta sem þú gast hugsað þér var að vera háð öðrum. Það var svo mikið áfall þegar þú fékkst blóðtapp- ana fyrir tveimur árum, eftir að þú varst komin yfir krabbameinið. Síð- an uppgötvaðist Parkinsonsveikin og hjartasjúkdómurinn og versnaði þér hratt frá því í janúar síðastliðn- um. Ég er stolt af því að hafa átt þig sem móður. Ég man hvað margar skólasystur mínar öfunduðu mig af því hvað ég átti unga, fallega og skemmtilega mömmu. Ég man þegar ég var 8 ára og stofnaði saumaklúbb með 6 stelpum, þú bakaðir og bjóst til salöt fyrir okkur og blandaðir djús og við feng- um að hafa sparistofuna út af fyrir okkur. Hinar mömmurnar tóku ekki í mál að halda saumaklúbb fyrir okk- ur. Þremur mánuðum seinna sagði ég þér að það væri aftur komið að mér að halda saumaklúbb og þó að þú vissir að það væri ekki rétt, þá bakaðir þú aftur og ég fékk að halda aftur saumaklúbb. En þér fannst svo sætt hvað við tókum saumaklúbbinn bókstaflega og saumuðum af kappi og kölluðum alltaf af og til á þig til aðstoðar við saumaskapinn. Þú varst líka eina foreldrið sem gafst þér tíma til að fara með okkur systkinunum og vinum okkar, þegar við vorum unglingar, á bindindismótið í Galta- læk og ekki nóg með það, heldur sóttir þú bestu vinkonu mína í Borg- arfjörðinn, sem var þar í sveit og skilaðir henni aftur eftir helgina. En það var ekki nóg með að þú færir með okkur í Galtalæk, þú hélst uppi stuðinu, þú kveiktir varðeld og spil- aðir á gítar og söngst og allir tóku undir og fyrr en varði var mesta fjör- ið hjá okkur. Það er svo margt sem rifjast upp, þegar ég hugsa um liðna tíð, m.a. þegar við systurnar fórum með þér á ball, þá trúði enginn að þú værir mamma okkar. Þegar við sögðumst vera mæðgur og vorum oft spurðar, ha, ha, og hver á að vera mamman? Þó að ég sé fegin að þú fékkst að fara, þá á ég eftir að sakna þín hræðilega. Elsku mamma mín, ég sé ekki lengur á blaðið sem ég er að skrifa á fyrir tárum, svo ég kveð þig með þessum ljóðlínum með þakklæti fyrir allt. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín dóttir Sigrún Jóna. Elsku amma mín. Á lífsleiðinni hittum við marga sem móta okkur og gera okkur að þeim einstaklingum sem við erum. Fólk sem hefur áhrif á okkur og skipar sess í hjörtum okkar. Þannig varst þú fyrir mér. Þú varst ljósið mitt bjarta sem hefur kennt mér svo margt og gert mig að þeirri mann- eskju sem ég er í dag. Að fletta í gegnum allar þær góðu minningar sem ég á af okkur saman er eins og myndaalbúm hugans. Ég loka augunum, fer hratt yfir sögu og stoppa mislengi við hverja fyrir sig. Ég fer fyrst til Danmerkur þar sem við bjuggum einu sinni, man nú ekki mikið eftir því en eftirminnileg- ast þaðan er líklegast stóra frysti- kistan þín. Þar gekk ég alltaf að því vísu að geta fengið ís. Nema þann daginn sem við systurnar ákváðum að fikta í tökkunum og slökktum á henni og skemmdum þar af leiðandi allt sem í kistunni var. Síðan fer hugur minn heim á Grettisgötuna, þar sem við áttum okkar bestu stundir. Þú kenndir mér að lesa eins og pabbi þinn hafði kennt þér. Þolinmæðin gagnvart öllu staminu, hikinu og fjölda lesturs yfir sama textann var ótrúleg. Stundirnar sem við áttum í gegn- um árin þar sem við hnipruðum okk- ur saman, allt upp í fjórar í einu, í þínu litla rúmi á meðan við spjöll- uðum um allt milli himins og jarðar sitja sterkt eftir. Þú kenndir mér að haga mér eins og dama, sem vill þó ennþá einstaka sinnum gleymast, en það fyrirgefst eflaust svona inn á milli allavegana. Þegar ég varð eldri og orðin nokk- urn veginn siðprúð stúlka urðum við líka bestu vinkonur. Ég gat sagt þér allt sem mér lá á hjarta og oft vorum við þær einu sem virkilega skildum hvor aðra. Enda oft fengið að heyra hvað ég líkist þér. En ég verð nú að minnast á hann Pjakka okkar. Það væri ómögulegt fyrir mig að skrifa þennan texta án þess að minnast á fimmta og minnsta meðlim fjölsyld- unnar á Grettisgötunni. Klárari kött var ekki hægt að finna enda ætti hann fyrir löngu að vera kominn í allar metorðabækur. Þú naust þess tímunum saman að „njósna“ um hann í hans daglegu útréttingum hvað sem það nú var sem hann fann upp á þann daginn. Ég gæti tekið miklu fleiri dæmi úr mínu myndasafni, en ætla að halda restinni fyrir mig sjálfa. Ég mun geyma þig í hjarta mínu um aldur og ævi. Eins og þú sagðir alltaf áður en við fórum burt frá þér; „farðu nú alltaf varlega og Guð veri með þér“. Þín dótturdóttir, Anja Ísabella Lövenholdt. Elsku, sæta amma mín. Ég vil byrja á að segja takk fyrir að hafa tekið svona mikinn þátt í uppeldi okkar. Ég er þess fullviss að við værum ekki þær manneskjur sem við erum ef ekki væri fyrir þig. Þegar þú varst að komast á þín efri ár varstu líka í fullu starfi við að sinna okkur og huga að. Þrjóskari manneskju en þig er varla hægt að finna, en með tímanum lærðum við inn á þig með því að fara stundum okkar leiðir og fengum þig yfirleitt til að brosa að okkar heiðarlegu til- raunum. Þú varst tillitssamasta manneskja sem ég hef kynnst og gerðir allt til að auðvelda okkur lífið og auðga okkur sem manneskjur. Jæja, amma mín, ég vil ekki vera að fara of djúpt í málin, þú veist sjálf hvað við áttum góða tíma saman. Eitt máttu vita að ég mun alltaf elska þig og hugsa um þig daglega þar sem ég veit að þú leiðir okkur áfram, alltaf. Þín dótturdóttir, Nanna Belinda Lövenholdt. Ég er svo heppin að hafa verið elsta barnabarnið hennar ömmu svo ég fékk að upplifa það að dvelja hjá henni þegar hún bjó í Danmörku, þá fór ég til hennar í stað þess að jafn- aldrar mínir fóru í sveit. Eitt atvik man ég svo vel, sem amma minnti mig stundum á, það var þegar ég var 3ja ára og við fórum saman að kaupa í matinn. Mig langaði í Coco Popps, en amma var nýbúin að kaupa eitt- hvað annað sem mér fannst líka gott og hún vildi að ég kláraði það fyrst, en ég var ekki á því og varð svo reið að fá ekki mínu framgengt að ég öskraði alla leiðina úr búðinni, í lest- inni og alla leiðina heim til ömmu, sem var í ca 20 mínútur. Ég veit að amma skammaðist sín hryllilega fyr- ir mig og hún var mjög fegin þegar við komum loksins heim. En yfirleitt var allt látið eftir mér og hún keypti t.d. fyrsta hjólið handa mér. Ég man þegar ég var 4 ára og hún sendi mér stærsta jólapakka sem ég hef fengið, það var stórt dúkkuhús á tveimur hæðum, með húsgögnum. Eins var hún alltaf að senda mér pakka með fötum og dóti. Því miður sá ég hana oftast bara einu sinni á ári þangað til að hún flutti loksins aftur heim til Íslands þegar ég var 12 ára. Ég held að hún hafi alltaf saknað Danmerkur, eftir að hún flutti heim, en hafi flutt til að missa ekki af uppvexti okkar barna- barnanna, sem vorum orðin fjögur þegar hún flutti heim. Ég man hvað hún amma var alltaf í flottum kjólum og hugsaði vel um útlitið. Það var líka alltaf stutt í kímnigáfuna, meira að segja þegar hún átti mjög stutt eftir ólifað. Henni þótti rosalega gaman á sjón- um þegar hún var skipsþerna í nokk- ur ár og alltaf hugsaði hún fyrst og fremst um okkur barnabörnin og keypti alltaf fallegar gjafir handa okkur og hafði oft ekki tíma fyrir vikið að kaupa eitthvað handa sjálfri sér, en þarna er henni best lýst, hún hugsaði alltaf fyrst um aðra. Rosalega fannst mér gott að ég gat komið að austan í maí til að hitta hana og hún leit betur út þá en hún gerði um páskana. Alltaf þegar ég kom í heimsókn með börnin mín þá var hún fljót að draga fram namm- iskálina og fylla hana af góðgæti til að bjóða okkur. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Ég mun ávalt elska þig og sakna þín svo mikið, amma mín, en ég mun ylja mér við góðu minningarnar um þig. Þín Íris María og fjölskylda. Elsku frænka, nú líður þér vel. Ég mun minnast þín eins og ég sá þig í draumnum nóttina áður en þú kvaddir, svo unglega og geislandi af hamingju og þá vissi ég að þú ættir ekki langt eftir. Ég minnist Hjördísar föðursystur minnar fyrst heima á Flókagötunni þegar hún flutti í bæinn frá Hnjúk- um til að fara að vinna í hinni stóru Reykjavík og pabbi og mamma tóku að sér að líta eftir „litlu systur“. Pabbi sagði þegar hann frétti um andlát hennar „hver hefði trúað að hún litla systir færi á undan mér?“ Ég minnist sunnudagsmorgnanna þegar við Guðrún systir fórum með pabba að sækja hana í hádegissteik- ina. Hún var ekki alltaf hrifin af þessu ónæði svona snemma morg- uns, sérstaklega ef hún hafði farið að skemmta sér kvöldið áður. Hún þorði samt ekki annað en mæta svo mamma yrði ekki sár, enda þótti henni jafnvænt um Geir bróður og Arnheiði og sína eigin foreldra eins og hún sagði svo oft við mig. Ég minnist bíóferðanna með þeim Hjör- dísi og Andra er þau voru í tilhugalíf- inu og er mér mjög minnisstætt er þau fóru með okkur systurnar í Hafnarfjarðarbíó að sjá Gúliver í Putalandi og ég varð svo hrædd við risann að Andri þurfti að fara með mig út og ég hætti ekki að skæla fyrr en hann keypti fullan poka af sæl- gæti. Síðan var haldið í Hellisgerði en sá staður var mjög í uppáhaldi hjá þeim hjónum á þeirra sokkabands- árum. Svona minningar á ég í bunk- um sem ég mun ylja mér yfir. Hjördís spilaði á gítar og er mér minnisstætt er ég sat hugfangin og hlustaði á hana spila og við sungum saman dægurlög eins og t.d. „Svífur yfir Esjuna“ og átti ég þann texta handskrifaðan með hennar einstak- lega fallegu skrautskrift sem ég geymdi fram á fullorðinsár. Ég vil þakka allar góðu stundirnar á Grettisgötunni bæði með henni einni og eins þau ár sem Edda dóttir hennar bjó hjá henni með dætur sín- ar. Það eru ómældar stundirnar sem ég kom þar við og þáði kaffisopa í notalega eldhúskróknum og var spjallað um alla heima og geima enda fylgdist hún vel með, ekki síst fylgdist hún með stórfjölskyldunni og bar velferð hennar mjög fyrir brjósti. Oftar en ekki reyndist hún mörgum ómetanleg stoð, enda var hún ein sú ósérhlífnasta manneskja sem ég hef þekkt, alltaf boðin og bú- in að hjálpa og mátti ekkert aumt sjá. Hjördís var hamhleypa í vinnu enda lét hún ekki duga eina vinnu heldur tvær og jafnvel þrjár. Ætíð mátti treysta á Hjördísi í jólatörn- inni í Raftækjastöðinni hjá bræðrum sínum Jóni og Geir en þar munaði um minna þegar hún mætti á stað- inn. Takk fyrir allar góðu stundirnar, guð blessi þig og leiði, elsku frænka. Kæru frændsystkini – góð minn- ing er dýrmæt perla. Steinunn J. Geirsdóttir. Hjördís Heiða Björnsdóttir ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞURÍÐUR HERMANNSDÓTTIR, Skarðshlíð 23d, Akureyri, áður á Húsavík, lést á lyflækningadeild FSA 12. júní. Jarðsett verður frá Húsavíkurkirkju miðvikudaginn 20. júní kl. 14:00. Arnviður Ævarr Björnsson, Eydís Arnviðardóttir, Snorri Pétursson, Björn Jósef Arnviðarson, Jóhanna Sigrún Þorsteinsdóttir, Hermann Gunnar Arnviðarson, Unnur Eggertsdóttir, Börkur Arnviðarson, Inga Dóra Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ EIRÍKUR JÚLÍUSSON, sem lést á Hjúkrunarheimilinu á Höfn 6. júní verður jarðsettur frá Hafnarkirkju föstudaginn 15. júní kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Guðný Sigrún Eiríksdóttir, Magnús Ástvald Eiríksson. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum fyrir samúð, hlýhug og góðar kveðjur vegna andláts og útfarar, KRISTINS GUNNARSSONAR, Ártúni 4, Hellu. Sérstakar þakkir eru til Guðbjargar Arnardóttur, sóknarprests, Kristins Garðarssonar og Bruna- varna Rang. bs fyrir ómetanlega hjálp og stuðning. Guð blessi ykkur öll. Unnur Einarsdóttir, Eiður Einar Kristinsson, Anna Björg Stefánsdóttir, Guðni Gunnar Kristinsson, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Guðlaugur U. Kristinsson, Svanhildur Guðjónsdóttir, Áslaug Anna Kristinsdóttir, Viðar Már Sverrisson, Kristrún Sif Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.