Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2007 37 ✝ Þórður Guðjón Finnbjörns-son fæddist á Ísafirði 9. apríl 1936. Hann lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 3. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru Finnbjörn Finn- björnsson mál- arameistari á Ísa- firði, f. 18.3. 1892, d. 18.8. 1975, og Sigríður Þórð- ardóttir húsmóðir, f. 2.8. 1895, d. 22.10. 1958. Systk- ini Þórðar eru: Guðmundur, f. 7.11. 1923, Ing- ólfur, f. 25.4. 1925, Ragnhildur, f. 10.11. 1926, Guð- bjartur, f. 15.5. 1928, d. 10.5. 1997, Finnbjörn, f. 9.1. 1931, d. 22.6. 1998, og Halldóra, f. 22.1. 1932.Eiginkona Þórðar er El- ísabet Elíasdóttir, f. 17.8. 1937. Fyrri kona Þórðar var Guðrún Gísladóttir húsmóðir frá Ísafirði, árum til Reykjavíkur. Hugur hans stefndi í flugnám og hóf hann það hjá Flugskólanum Þyt hf., lauk at- vinnumannsprófi 1958, blindflug- sprófi 1960 og prófi í loftsigl- ingafræði 1961. Öðlaðist flugstjóraréttindi 1965. Flugkenn- ari hjá Flugskólanum Þyt hf. 1959 og 1960, flugstjóri á DH-89A í síld- arleit frá Akureyri 1960, flugleið- sögumaður á DC-4 og DC-6B 1961. Flugmaður og síðan flugstjóri hjá Loftleiðum hf. og síðan Flug- leiðum hf. frá 1962 á DC6B, CL-44, DC-8 og Boeing 757, þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Þórð- ur vann ýmis störf í þágu FÍA, var fulltrúi í samninganefnd 1965, í stjórn og öryggisnefnd 1970-1971, í stjórn Félags Loftleiðaflug- manna 1976, í trúnaðarráði um skeið, formaður öryggisnefndar 1983-1984 og fulltrúi FÍA í örygg- isnefnd Keflavíkurflugvallar um hríð. Útför Þórðar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Sig- ríður starfsmaður í Þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar, f. 11.3. 1962, gift Pétri Konráði Hlöðverssyni kerf- isfræðingi hjá Stjórn- arráðinu, f. 16.10. 1961. Börn þeirra eru Þórður Guðjón, f. 2.2. 1991, Elías Már, f. 1.3. 1993, og Viðar Logi, f. 22.12. 1997, fyrir átti Sigríður Guðrúnu Birnu, f. 12.5. 1984, dóttur Brynjars Stef- ánssonar, f. 15.1. 1961. 2) Þorbjörg Auður starfsmaður á leikskólanum Álfa- heiði í Kópavogi, f. 30.9. 1964. 3) Viðar Bragi fiskeldisfræðingur, f. 27.10. 1967, sonur hans er Hannes Óskar, f. 31.7. 1990. 4) Ragnheiður Bára kerfisfræðingur, f. 11.12. 1975, í sambúð með Timo Jenssen, f. 8.7. 1977, býr í Danmörku.Þórð- ur fluttist frá Ísafirði á unglings- Vinátta okkar Dúdda Finnbjarnar teygir sig svo langt aftur í grámósku óljósra bernskuminninga að erfitt er að finna henni ákveðið upphaf. Hitt stendur mér ljóst fyrir hugskots- sjónum þegar fjölskylda mín færði sig um set úr lítilli íbúð í Alþýðuhús- inu á Ísafirði í húsið Hrannargötu 3 og gerðist þannig nágranni Finn- bjarnar málara sem bjó á númer eitt. Garðar þessara húsa lágu nátt- úrlega saman, umkringdir stakket- um og var einn spelurinn laus. Gegnum þetta gat tókust kynni sem urðu að djúpri vináttu, sem entist okkur ævina á enda. Dúddi var árinu yngri þannig að við tengdumst ekkert gegnum skól- ann og námið. Samt leið varla sá dagur að við ekki hittumst, ýmist til að taka þátt í leikjum í þeim fjöl- menna barnahópi, sem um þessar mundir var að vaxa úr grasi og möl Mánagötu, Hrannargötu og Sólgötu – og seinna varð skipulagður íþróttafélagsskapur undir óskoraðri forystu Péturs Sigurðssonar, síðar verkalýðsforingja – eða til leikja heima hjá Dúdda. Þar var ég heimagangur um margra ára skeið við mikið og gott atlæti Sigríðar móður hans og samband okkar Dúdda náið, nánast eins og sam- rýndir bræður væru. Hús Finnbjarnar málara var æv- intýrahús með mörgum vistarver- um. Þar var hátt til lofts og vítt til veggja, eins og gjarnan var í þess- um stóru húsum sem flutt voru inn tilhöggvin frá Noregi á árunum milli aldamóta og fyrra stríðs. Bjartur og rúmgóður kjallari var undir öllu húsinu, tilvalinn staður fyrir ýmsar framkvæmdir svo sem flugdrekasmíði og sprengiefnafram- leiðslu eftir uppskriftum sem við fundum í dönsku blöðunum. Þá var háaloftið ekki síðra. Þar lágu dönsku blöðin, Hjemmet og Familie Journa- len innbundin í bunkum og mátti þar ýmist rýna í langar framhalds- myndasögur, eða klippa út úr þeim myndir og líma á karton og búa þannig til kastala, bjálkakofa eða virki, sem síðan mátti geyma þarna á loftinu til betri tíma, þegar byl- urinn öskraði úti og allt fór á kaf í snjó. Það sem hins vegar setti svip á húsið og heimilisbraginn var tónlist- in. Tónlistin bókstaflega flæddi þar um allar vistarverur, stiga og ganga. Heima hjá mér voru bækur í fyr- irrúmi. Í húsi Finnbjarnar málara varð hins vegar ekki þverfótað fyrir hljóðfærum af öllu tagi. Fyrir utan bæði orgel og píanó, lágu þar út um allt harmónikkur af ýmsum gerðum og bæði strengja- og blásturshljóð- færi. Þar voru fiðla, gítarar, banjó og mandolín, trompet og trombónar, saxófónar og trommusett. Og svo var þar forláta grammófónn upp- trekktur og varð mér það einhvern tíma á að slíta í honum fjöðrina þrátt fyrir viðvaranir um að stilla kröftum í hóf við þessa aðgerð og skammast mín enn fyrir skemmdarverkið. Einhvern tíma heyrði ég gamla Finnbjörn slá því fram að rétti stað- urinn fyrir bækur væri á bókasöfn- um. Þangað gætu menn farið van- hagaði þá um bók eða leituðu þeir einhverrar sérstakrar vitneskju. Músík yrðu menn hins vegar að geta framkallað á stundinni, þegar geð- blær og hugarástand svo byði. Þessi ár samheldni og eindrægni fylgdu okkur Dúdda gegnum lífið, þótt leiðir skildu, hvor héldi sinn veg og við slitum ekki svo mjög þrösk- uldum hvor hjá öðrum. Enn eiga Finnbjarnarhús og íbúar þess sinn samastað í draumum mínum og veit jafnan á gott. Það er því með sárum söknuði, sem ég kveð góðan dreng og nánasta vin, sem ég hef eignast um ævina. Öllu hans fólki sendum við Guðrún innilegar samúðarkveðj- ur við fráfall míns kæra bernskuvin- ar. Ólafur Hannibalsson. Vin sínum skal maður vinur vera og gjalda gjöf við gjöf. Hlátur við hlátri skyli höldar taka en lausung við lygi. Þessi orð úr Hávamálum komu okkur í hug þegar við fréttum að frændi okkar og vinur, Þórður Finn- björnsson flugstjóri, væri horfinn yfir móðuna miklu. Fá orð lýsa betur mannkostum þessa góða drengs enda voru Háva- mál honum mjög hugleikin og vitn- aði hann oft í þau og þá ekki síst þennan hluta þeirra. Dúddi frændi eins og við og dætur okkar kölluðum hann ávallt var miklu meira en föðurbróðir, hann var svaramaður við brúðkaup okkar og ávallt nálægur hvort sem var í gleði eða sorg. Margar góðar stund- ir áttum við saman og það var unun að finna hversu vel lesinn hann var og fróður um margvísleg efni. Hann hafði skoðun nánast á öllu og það var hrein hugarleikfimi að takast á við hann í rökræðum enda var hann tilfinningavera og rökfast- ur og því ekki auðvelt að hnika hon- um. Þar sem við öll eigum ættir að rekja til Vestfjarða fór ekki hjá því að stundum hvessti allhressilega í samskiptum okkar en aldrei svo að nokkurn skugga bæri á okkar ein- lægu vináttu og gagnkvæma virð- ingu. Hans er sárt saknað en minning um drengskaparmann og traustan bakhjarl mun lifa. Við sendum Elísabetu, Siggu, Þorbjörgu, Viðari Braga, Rögnu Báru og fjölskyldum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum góðan guð að styrkja ykkur á þess- um erfiðu stundum. Vin sínum skal maður vinur vera, þeim og þess vin; en óvinar síns skyli engi maður vinar vinur vera. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta, geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. Sigrún Ingólfsdóttir, Einar Bollason. Þórður Guðjón Finnbjörnsson ✝ Gunnar Steins-son fæddist á bænum Bakka í Ólafsfirði 5. sept- ember 1922. Hann andaðist á Dval- arheimilinu Horn- brekku á Ólafsfirði 7. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau Steinn Jónsson frá Móafelli í Fljótum, f. 1877, d. 1958, og Júlíana Einarsdóttir frá Narfastöðum í Skagafirði, f. 1894, d. 1964. Þau Steinn og Júlíana eignuðust fimm börn. Elstur var Gunnar, þá Jón Gunnlaugur, f. 1925, d. 1990, Sig- urjón Helgi, f. 1927, d. 1948 af Ólafssyni. Þegar hann hætti í múrverkinu hóf hann störf hjá Fiskvinnslu Magnúsar Gamalíels- sonar og starfaði þar til ársins 1985, er hann varð að hætta vegna veikinda. Gunnar keypti sér árið 1947 húsnæði á Ólafsvegi 16 á Ólafsfirði, og bjó hann þar alla tíð, fyrst ásamt foreldrum sínum, en einn eftir að þau létust. Eftir að móðir hans lést kom það í hlut Sigríðar systur hans að hugsa um hann, og má segja að Gunnar hafi orðið einn af fjöl- skyldunni í Gunnólfsgötu 16. Á sínum yngri árum stundaði Gunnar skíðaíþróttina, bæði svig og stökk, og vann til verðlauna í þeim greinum. Gunnar var mikill dýravinur, átti góða hesta og hélt kindur, fyrst einn en síðar með mági sínum. Gunnar verður jarðsunginn frá Ólafsfjarðarkirkju í dag, og hefst athöfnin klukkan 14. slysförum, Ástvaldur Einar, f. 1930, bú- settur á Ólafsfirði, og Sigríður Katrín, f. 1933, búsett á Ólafsfirði. Eftir viðkomu á nokkrum bæjum í sveitinni settust þau Steinn og Júlíana að í Horninu, sem síðar varð Ólafsfjörður. Þau bjuggu á Vest- urgötu 7, þar sem Gunnar óx úr grasi. Hann byrjaði snemma að vinna, fyrst sem land- maður, við beitningar og annað sem viðkom útgerð. Lengst vann hann við múrverk, hjá þeim Gísla Magnússyni og síðar Stefáni Mig langar í nokkrum orðum að minnast frænda míns, Gunnars Steinssonar, sem lést á Dvalarheim- ilinu Hornbrekku, Ólafsfirði, þann 7. júní sl. Þegar ég lít til baka hefur frændi alltaf verið í kringum mig. Þegar ég var sjö eða átta ára, þá var ég að fylgjast með nokkrum strákum veiða í ósnum heima. Ég átti ekki neinar veiðigræjur, en hafði um tíma haft augastað á veiðihjóli og stöng í búðinni hjá honum Mumma. Ég hljóp heim til frænda og spurði hvort hann vildi ekki gefa mér þessar veiðigræjur. Hvað segirðu Böddi minn, langar þig til að veiða? Heyrðu, farðu til hans Mumma og segðu honum hvað þú vilt fá, ég geng svo frá greiðslunni við hann. Eftir að amma dó varð frændi einn af fjöl- skyldunni í Gunnólfsgötu 16, og veit ég að þar var vel hugsað um hann. Frændi hafði gaman af því að veiða, og fórum við margar veiðiferðir fjöl- skyldan, en okkar bestu stundir voru þegar við veiddum í Fjarðaránni heima, en frændi var góður veiði- maður. Eftir að við Elsa giftumst og stofnuðum fjölskyldu, þá fylgdist frændi vel með okkar högum. Börnin okkar fjögur voru mikið í íþróttum, og ég veit að frænda fannst oft nóg um allar ferðirnar, en hafði samt lúmskt gaman af, og hringdi gjarnan til þess að vita hvernig þeim gekk, þegar þau voru að keppa. Frændi var alltaf bara kallaður frændi, ég minnist þess að í einu afmæli Sveins Gunnars, nafna hans, fór einn krakk- inn til hans og spurði: Heitir þú bara frændi? Frændi svaraði: Nei vinur, ég heiti Gunnar, en er alltaf kallaður frændi. Það verður öðruvísi núna að koma í fjörðinn, keyra Ólafsveginn og sjá hann ekki á bak við gardínuna. Elsku mamma og pabbi, við send- um ykkur okkar innilegustu samúð- arkveðjur, og vonum að góður guð styrki ykkur á þessum tímamótum. Elsku frændi, þín verður sárt saknað. Fjölskyldan Birkihlíð 16, Sauðárkróki. Gunnar Steinsson 30-50% afsláttur af granít legsteinum ✝ Við þökkum af heilum hug auðsýnda samúð og veittan stuðning í veikindum og við andlát elsku- legrar dóttur okkar, systur og barnabarns, EMMU KATRÍNAR GÍSLADÓTTUR. Læknum, hjúkrunarfólki og öðru starfsfólki deildar 22E á Barnaspítala Hringsins og sr. Vigfúsi Bjarna Albertssyni þökkum við kærlega fyrir frábæra umönnun, nærgætni og hlýju fyrir og eftir andlát Emmu K. Gísli Hjartarson, Gréta Ingþórsdóttir, Baldvin Hugi Gíslason, Greipur Þorbjörn Gíslason, Gerða Friðriksdóttir, Þorbjörg Daníelsdóttir.             ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður, tengdamóður, systur, föðursystur, mágkonu og ömmu okkar, KRISTJÖNU SIGURÐARDÓTTUR SIGURZ, Skógarbæ, áður Dunhaga 21, Reykjavík. Færum hjúkrunarfólki og öðrum í Skógarbæ okkar bestu þakkir fyrir frábæra umönnun og hlýju. Guðrún Lárusdóttir Islandi, Christopher Bo Bramsen, Richard S. Islandi, Nanna Islandi, Áslaug Sigurz, Skúli Eggert Sigurz, Ingunn Þ. Jóhannsdóttir, Ásta Hauksdóttir Sigurz, Kittý Johansen og ömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.