Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Fallegir legsteinar á góðu verði Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 - www.englasteinar.is Sendum myndalista Tómstundir Nýkomin sending af plastmódelum í miklu úrvali. Tómstundahúsið, Nethyl 2, sími 587 0600, www.tomustundahusid.is. Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið. Subaru Impreza 2006, 4 wd. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042. Smáauglýsingar ✝ Sumarrós Sig-urðardóttir fæddist á Vermund- arstöðum í Ólafs- firði 5. desember ár- ið 1918. Hún andaðist á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Hlíð á Ak- ureyri 28. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Þórunn Jónsdóttir, f. 14.12. 1890, d. 28.7. 1975, og Sigurður Gunn- laugur Jóhann- esson, f. 11.9. 1891, d. 10.5. 1982. Systkini Sumarrósar eru: Jón, f. 26.5. 1912, d. 6.11. 1996; Elínborg, f. 19.10. 1913; Sigurbjörg, f. 4.11. 1915; Sigurjón Hólm, f. 19.8. 1917; Lísbet f. 15.9. 1920; Sólveig, f. 26.5. 1924; Hannes, f. 4.9. 1925, d. 21.10. 1996. Sumarrós giftist Gísla Krist- inssyni, f. 26.1.1909, d. 2.5. 1975, Þráinn, f. 13.11. 1945, kvæntur Dröfn Gísladóttur, f. 28.3. 1946, búsett á Akranesi. Lísbet, f. 15.11. 1948, en hún býr á Stokkseyri. Rögnvaldur Kristinn, f. 8.11. 1950, býr á Akureyri, sambýliskona hans er Margrét Kjartansdóttir, f. 19.10. 1964. Sigurður, f. 15.1. 1952, sambýlis- kona hans er Hólmfríður Dóra Kristjánsdóttir, f. 29.8. 1965, og eru þau einnig búsett á Akureyri. Ríkharður Hólm, f. 19.5. 1954, til heimilis í Ólafsfirði og Hjörtur, f. 19.10. 1956, kvæntur Eygló Birgisdóttur, f. 3.1. 1964, og eru þau búsett á Akureyri. Afkom- endur Sumarrósar eru í dag orðnir 118. Sumarrós og Sigurður bjuggu lengst af á Brekkugötu 21 í Ólafs- firði en frá árinu 1981 bjuggu þau á Akureyri. Útför Sumarrósar var gerð frá Akureyrarkirkju 4. júní, í kyrrþey að ósk hinnar látnu. börn þeirra eru: Kristinn Helgi, f. 19.11. 1936, kvæntur Sigríði Vilhjálms, f. 9.9. 1943, búsett í Ólafsfirði. Halla, f. 27.10. 1938, gift Guð- laugi Eyjólfssyni, f. 23.10. 1933, til heim- ilis í Keflavík og Björk, f. 5.6. 1941, eiginmaður hennar er Kristinn Trausta- son, f. 14.5. 1936 og eiga þau heima í Ólafsfirði. Sumarrós og Gísli slitu samvistum. Síðari eiginmaður Sumarrósar er Sigurður Ringsted Ingimund- arson, f. 2.5. 1912. Börn þeirra eru: Sólveig, f. 28.5. 1943, gift Matt- híasi Ásgeirssyni, f. 14.4. 1938, og er heimili þeirra í Hafnarfirði. Bjarki, f. 6.5. 1944, hans kona er Elín Haraldsdóttir, f. 26.3. 1950, og eiga þau heima í Skagafirði. Elskuleg föðuramma mín var jarðsungin frá Akureyrarkirkju 4. júní, hún sem alltaf hefur verið mér svo afar kær. Á svona stund þegar söknuður, sorg og tómleiki grípa mann er dýrmætt að eiga ljúfar minningar um yndislega ömmu. Ég læt hugann reika og minnist allra notalegu stundanna með ömmu og afa á Brekkugötu 21 á Ólafsfirði og svo seinna á Akureyri. Á heimili þeirra var alltaf ljúft að koma, mikill friður, ró og væntumþykja sem um- vafði mann. Það var svo gott að finna hversu innilega velkominn maður var alla tíð. Sem barn átti ég góðar stundir með ömmu, í löngum sem stuttum heimsóknum. Við skoðuðum saman fjölskyldu- myndir. Hún sagði mér deili á fólk- inu á myndunum og stundum sagði hún mér sögur í kringum myndirn- ar, frá því þegar Múlavegurinn var byggður, en við afkomendur þeirra getum með stolti sagt að afi hafi ver- ið einn af upphafsmönnum þess að Múlavegurinn var lagður og var hann formlega opnaður 17. septem- ber 1966. Hún og afi áttu alltaf fallegt og snyrtilegt heimili. Amma vildi líka alltaf líta vel út og vera fín en hún var samt engin pjattrófa því amma var harðdugleg og vinnusöm kona sem gekk með og eignaðist ellefu börn. Hún stóð sig eins og sönn hetja sem húsmóðir og við uppeldi barna sinna. Nú á seinni árum var fátt eins notalegt og ljúft spjall við ömmu yfir góðum kaffibolla og sígó, því hún stalst stundum til að fá sér sígó með mér og Gunnhildi systur, þó hún væri löngu hætt að reykja. Amma var mikil félagsvera, þótti gaman að hitta fólk og naut sam- verustunda við fólkið sitt. Hún var stolt af hópnum sínum, það er að segja börnum sínum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Hún fylgdist vel með öllum og í heimsóknum mín- um til hennar sagði hún mér glöð fréttir af hverjum og einum, áhugi hennar var sannur og einlægur. Amma var glæsileg kona og alla hennar mannkosti má taka sér til fyrirmyndar. Hún var sterk, dugleg og vel gefin kona sem var ekki að barma sér í tíma og ótíma. Hún hafði skemmtilegar skoðanir á mönnum og málefnum, passaði sig á að dæma fólk ekki, hver og einn var einstakur í hennar augum. Hún var orðheppin og með góða kímnigáfu. Það besta við hana ömmu var að hún tók sjálfa sig ekki of hátíðlega. Nú á kveðjustund þakka ég fyrir hverja samverustund með ömmu og fyrir allt sem hún kenndi mér. Minn- ingarnar eru mér mikill fjársjóður sem ég mun ávallt varðveita. Elskulegum afa mínum, föður og stórfjölskyldunni allri votta ég mína dýpstu samúð. Megi algóður Guð blessa minningu þína elsku hjartans amma mín. Kristín Jónína Rögnvaldsdóttir. Sagt er að það taki bara eina mín- útu að kynnast einstakri manneskju, klukkutíma að kunna að meta hana, einn dag að elska hana en það taki allt lífið að gleyma henni. Ég var lítil stelpa heima í Ólafs- firði, átti ömmu og afa á Brekkugötu 21 og ömmu og afa á Hlíðarveginum. Nú í dag er ég orðin 35 ára tveggja barna móðir og að missa mína fyrstu ömmu, hana Rósu ömmu á Brekku- götunni. Elsku amma, ég sakna þín svo, ég vissi að það yrði sárt að missa þig en ekki svona sárt. Ég gat alltaf leitað til þín og eftir að ég varð fullorðin, vantaði mann góð heim- ilisráð, þá var það nú bara að hringa í Rósu ömmu, ef hún vissi það ekki, vissi það enginn. Þið fluttuð til Ak- ureyrar, þar áttum við alltaf vísan stað. Ég man þegar ég þurfti að fara með Elínu mína 2 mánaða á sjúkra- húsið á Akureyri út af magakrampa – þú varst viss um að það væri ekk- ert að henni nema hungur, og viti menn, það amaði ekkert að henni nema hungur. Af hverju spurði ég þig ekki strax, þú átt ekki nema 11 börn – og veist manna best hvernig börn eru. Ég man í fyrra þegar ég kom til þín og við vorum að tala um börnin mín, þér fannst þau svo heilbrigð og hraust og varst að segja mér hvað ég væri rík að eiga þessi börn. Þú varst svo stolt af þeim, en hafðir smá áhyggjur af Bjarka Þórði og aug- unum hans því að hann er svo latur að nota gleraugun sín, en hann ætlar að gleðja ömmu Rósu og vera dug- legur að nota þau. Hugsaðu þér amma, hvað þú ert rík með þín 11 börn. Elsku amma, ég er svo þakklát fyrir það að hafa hitt þig hressa og káta eins og alltaf hinn 7. maí, ég fann það á mér að ég myndi ekki sjá þig aftur. Ég sagði þér hvað mér þætti svakalega vænt um þig. Þú varst svo falleg í rúminu þínu. Afi var nýkominn til þín á Hlíð og þið náðuð að eyða síðustu ævidögunum saman, það var þín síðasta ósk að fá hann til þín. Elsku amma mín, ég er stolt að hafa verið skírð í höfuðið á þér og það eru forréttindi að hafa átt ömmu eins og þig. Ég mun fara eftir öllum þeim ráðum sem þú hefur gef- ið mér. Elsku amma, hvíl þú í friði og takk fyrir allt. Elsku afi minn, þú hefur verið stoðin hennar ömmu í öll þessi ár og hún stoðin þín. Þú hefur verið ótrú- lega sterkur síðastliðna daga, ég vona að þú komist sem fyrst á Horn- brekku til systra þinna. Guð veri með þér elsku afi minn í sorginni, hugur minn og krakkana er hjá þér sem og ykkur, elsku Alla, Kiddi, Björk, Sollý, pabbi minn, Þráinn, Bettý, Röggi, Siggi, Rikki, Hjörtur og fjölskyldur. Ég elska þig engillinn minn. Þín Ragna Rós. Elsku Rósa langamma. Það er svo erfitt að þurfa að kveðja þig. Þú varst alltaf svo góð við okkur og gott að koma til þín og Sigga langafa. Manstu þegar hann var að keyra okkur til skiptis á göngugrindinni þinni og þú sast við eldhúsborðið og dáðist að því hvað afi var duglegur að leika við okkur? Þér fannst svo leiðinlegt að geta ekki haldið á okkur þegar við vorum lítil eða setið með okkur þegar við urðum eldri, en þess í stað faðmaðir þú okkur og kysstir enn meira, það var okkur jafnmikils virði. Þú brost- ir alltaf þegar þú sást okkur og tal- aðir um myndina sem mamma færði þér fyrir jólin 2003, þér datt alltaf í hug „litla Gunna og litli Jón“. Við höldum áfram að brosa að myndinni þegar við förum í heimsókn til Sigga afa. Amma, við munum passa lang- afa og líta til hans. Þú ert stjarnan mín, skært á himni, þú ert ástin mín, á björtu skýi, þú vísar mér leið, þú ert stjarn- an mín. Við söknum þín sárt. Elín Aðalsteina og Bjarki Þórður. Sumarrós Sigurðardóttir ✝ Alrún Magn-úsdóttir fæddist í Reykjavík 19. maí 1948. Hún lést á kvennadeild Land- spítalans 6. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Alma Lindqvist Runólfsson og Arthur Hinkaty. Kjörforeldrar hennar voru Magn- ús Hjörleifsson og Guðbjörg Ein- arsdóttir. Árið 1968 kynntist Alrún eig- inmanni sínum, Gunnari Ingi- marssyni, f. 16. maí 1947. Þau giftust 23. janúar 1971. Börnin þeirra eru: 1) Guðmunda Inga, f. 15. ágúst 1971, gift Skarphéðni Jónssyni, f. 16. október 1967. Dætur þeirra eru Alrún María, f. 27. nóvember 1996, Guðbjörg, f. 18. september 1999, og Krist- ín Maja, f. 12. októ- ber 2006. 2) Eyrún Harpa, f. 14. sept- ember 1976, sam- býlismaður Helgi Magnússon, f. 6. október 1973. Syn- ir þeirra eru Magn- ús Freyr, f. 8. febr- úar 2005, og Gunnar Már, f. 9. ágúst 2006. 3) Magnús Þór, f. 26. desember 1983. Alrún lauk gagn- fræðaprófi og út- skrifaðist frá Húsmæðraskól- anum. Hún vann ýmis skrifstofustörf, m.a. í Lands- bankanum og hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Frá árinu 1971 ráku þau hjón saman Ljós- myndastofuna í Suðurveri. Alrún verður jarðsungin frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Mig langar hér að koma frá mér hugrenningum um Allý vinkonu mína sem var mér svo kær. Við höfum þekkst í marga áratugi og síðustu fimmtán árin höfum við hist daglega. Aldrei hef ég kynnst öðru eins æðru- leysi og baráttuvilja eins og Allý sýndi öll sex árin sem hún barðist við krabbameinið sem að lokum hafði betur. Örlagadaginn 6. júní, þegar Allý kvaddi, var árleg vorferð hjá okkur vinkonunum sem Allý var alltaf með okkur í. Það voru hnuggnar vinkonur sem lögðu af stað vitandi af einni svona veikri á kvennadeildinni. Leið okkar lá að Sólheimum í Grímsnesi þar sem við fórum í kirkjuna nýju og báðum fyrir Allý. Ein okkar keypti fallegt kerti sem hún ætlaði að færa henni. Svo fórum við í sumarbústað, þá komu fréttirnar. Gunnar hringdi og sagði okkur að Allý hefði kvatt þá um morguninn. Við sátum allar tutt- ugu vinkonur hennar saman í hring og það var ómetanlegt að hafa hver aðra sér til huggunar. Þetta var tákn- ræn stund og engu líkara en Allý hefði valið þennan tíma til að fara í sína ferð. Tillitssemi hennar hafði engin takmörk. Við kveiktum á kert- inu hennar og hún var með okkur í anda. Stórt skarð er höggvið í hópinn okkar og verður hennar ávallt minnst sem hetjunnar okkar elskulegu. Elsku Gunnar, Munda, Harpa og Magnús, ég votta ykkur mína inni- legustu samúð og litlu barnabörnun- um sem voru ömmu sinni svo mikils virði. Gunndóra Viggósdóttir. Núna í vorblíðunni hefur dauðinn enn einu sinni reitt hátt til höggs þar sem síst skyldi og kallað burt unga konu í blóma lífsins. Lengi var von um sigur í baráttunni við banvænan sjúkdóm sem hún háði árum saman án þess að æðrast eða missa trúna á lífið. Nú er ósigurinn staðreynd. Hvers vegna endilega hún? Alrún var einstök manneskja sem þótti vænt um allt sem lífsanda dró, bæði menn og málleysingja. Hún var náttúrubarn sem annaðist af sömu al- úðinni bæði fólkið og dýrin sem henni var trúað fyrir og gladdist innilega þegar vel gekk og fjölgaði í hópnum. Hvar sem hún fór vakti hún í kring- um sig lífsvon og von um betri tíð í hörðum heimi. Í minningunni verður hún eins og vornóttin, óendanlega björt, hlý og góð. Gunnar minn, innilegar samúðar- kveðjur til ykkar allra. Margrét Guðnadóttir. Hún Alrún eða Allý, eins og við vinkonur hennar kölluðum hana, var ein úr hópnum okkar, rúmlega 20 kvenna sem kynntust fyrir rúmlega 30 árum í leikfimi hjá Báru Magn- úsdóttur (J.S.B.). Þetta byrjaði með kaffispjalli sem breyttist í kunnings- skap en þróaðist með árunum í mjög sérstaka og nána vináttu. Það er ávallt glatt á hjalla hjá okkur vinkon- unum í kaffinu en nú sitjum við hér hnípnar. Við höfum fylgst með henni Allý takast á við krabbameinið af miklum kjark og æðruleysi, alltaf jafnákveð- in í að sigra. Við vinkonurnar höfum gert margt fleira saman en að vera í leikfimi. Við mætum í stóru afmælin hver hjá annarri, höfum farið saman út að borða á aðventunni, skroppið í helgarferðir til útlanda, en hápunkt- ur hvers árs er sumarferðin okkar sem er alltaf farin fyrsta miðvikudag í júní. Lengi stefndi hún Allý að því að vera orðin nógu hress til að koma með okkur í sumar. Miðvikudagurinn 6. júní rann upp, við lögðum af stað með hugann hjá Allý, sendum henni SMS í gríð og erg svo hún gæti fylgst með. Um kl. 6 síðdegis fengum við fréttir um að hún hefði látist þá um morguninn, á deginum okkar, þá fannst okkur hún vera með okkur og hafa verið það all- an daginn. Við söknum þessarar einstöðu vin- konu okkar og biðjum Guð að fylgja henni og vaka yfir fjölskyldu hennar. F.h. leikfimihópsins, Sigríður Auðunsdóttir. Alrún Magnúsdóttir MORGUNBLAÐIÐ er með í notkun móttökukerfi fyrir minning- argreinar. Formið er að finna ofar-lega á forsíðu fréttavefjarins mbl.is und- ir liðnum Senda inn efni". Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti.Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að skrá sig inn í kerf-ið með kennitölu, nafni og netfangi, sem fyllt er út í þar til gerða reiti. Næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gef-in er upp fyrir hvern efnisþátt.Þeir sem hafa hug á að senda blaðinu minningargreinar eru vin-samlegast beðnir að nota þetta kerfi. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttökukerfi minningargreina Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.