Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofan opin frá kl. 9-16.30. Boccia kl. 10. Árskógar 4 | Kl. 9.30 bað. Kl. 8-16.30 handavinna. Kl. 9-16.30 smíði/útskurður. Kl. 9.30 boccia. Kl. 11 leikfimi. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids spilað kl. 13. Félagsheimilið Gjábakki | Rammavefnaður kl. 9.15. Handavinnustofan opin og heitt á könnunni til kl. 16. Á sunnudaginn, 17. júní, verður hátíðardag- skrá í Gjábakka kl. 15-16. Á dagskrá nokkur tónlist- aratriði, m.a. sungin revíulög. Hátíðarhlaðborð. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl. 9 handavinna, kl. 10 ganga, kl. 11.40 hádegisverður, kl. 13 handa- vinna. Munið að skrá ykkur í grillveisluna 16. júní. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Æfing í Ás- garði kl. 13 fyrir landsmót í boccia. Handa- vinnuhorn í Garðabergi kl. 13, opið til kl. 16.30. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ | Laugar- daginn 23. júní verður ferð norður í V-Húnavatns- sýslu og farið í kringum Vatnsnes. Lagt af stað frá Hlaðhömrum kl. 10. Skráning stendur yfir í s. 586 8014 og 692 0814. Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga er opið kl. 9-16. Þriðjud. 19. júní kl. 13 verður púttvöllur við Breiðholtslaug formlega tekinn í notkun, með áherslu á þjónustu við eldri borgara, í samstarfi við Vinnuskóla Reykjavíkur. Leiðsögn þriðjud. kl. 13-15 og fimmtud. kl. 10-12. S. 575 7720. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöðin, opin vinnustofa. Kl. 10 boccia (Bergþór). Kl. 10-16 pútt. Kl. 11 leikfimi (Bergþór). Kl. 12 hádegismatur. Kl. 14 félagsvist. Kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56-58 | Hannyrðir hjá Þorbjörgu kl. 9-16. Boccia kl. 10-11. Félagsvist kl. 13.30, góðir vinningar, kaffi og meðlæti í hléi. Böðun fyrir há- degi. Fótaaðgerðir, hársnyrting. Hæðargarður 31 | Allir velkomnir. Gönguferðir alla morgna kl. 9 á laugardögum kl. 10. Listasmiðjan opin. Tölvusveitin hittist á þriðjud. og miðvikud. kl. 13-15. Púttvöllurinn opnar 20. júní. Kennsla í pútti alla miðvikudaga í sumar kl. 17-18. Hádegismatur, síðdegiskaffi. Kíkið við og fáið alla dagskrána. S. 568 3132. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Boccia karlaflokkur kl. 10.30. Handverks- og bókastofa kl. 13. Boccia kvennakl. kl. 13.30. Kaffiveitingar kl. 14.30. Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaaðgerð- ir. Kl. 9-12 aðstoð v/böðun. Kl. 9.15-15.30 handa- vinna. Kl. 9-10 boccia, Sigurrós (júní). Kl. 11.45- 12.45 hádegisverður. Kl. 13-14 leikfimi, Janick (júní- ágúst). Kl. 14.30-15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9, morgun- stund kl. 9.30, handavinnustofa opin, hárgreiðslu og fótaaðgerðarstofur opnar allan daginn, frjáls spilamennska kl. 13-16.30. Þórðarsveigur 3 | Kl. 10 bænastund og samvera. Kl. 13 leikfimi (Bergþór). Kl. 14 boccia (Bergþór). Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kvöldkirkjan er opin frá kl. 17- 22. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir er til viðtals í kirkjunni. Kvöldbænir kl. 20. Verið velkomin. Áskirkja | Göngum til góðs frá Áskirkju. Val er á milli tveggja gönguhraða og leiða göngustýrur hvorn hóp. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 14. Allir vel- komnir. Háteigskirkja | Taizé-messur. Lágstemmdir söngvar, bænir og Guðs orð lesið alla fimmtudaga kl. 20. Laugarneskirkja | Kl. 12 Kyrrðarstund. Gunnar Gunnarsson leikur á orgelið og sr. Hildur Eir Bolla- dóttir eða Sigurbjörn Þorkelsson hugleiða stutt- lega texta dagsins og leiða fyrirbænir. Máltíð í boði í safnaðarheimilinu á eftir. Allir velkomnir. Kl. 21 AA-fundur í safnaðarheimilinu. Vídalínskirkja, Garðasókn | Kyrrða- og fyrirbæna- stund er hvert fimmtudagskvöld í Vídalínskirkju kl. 21. Tekið er við bænarefnum af prestum og djákna. Boðið upp á kaffi í lok stundarinnar. Demantsbrúðkaup | Heið- urshjónin Cýrus Danelíusson og Guðríður Þorkelsdóttir, Dagsbrún, Hellissandi, eiga í dag, 14. júní, 60 ára brúð- kaupsafmæli, demantsbrúð- kaup. 50ára. Í dag, 14. júní, erSigrún Jóhanna Þor- steinsdóttir fimmtug. Af því tilefni tekur hún á móti gest- um á heimili sínu í Brúnahlíð 8 í Eyjafjarðarsveit laug- ardaginn 16. júní frá klukkan 15 og fram eftir kvöldi. 40ára. Kjartan Magnús-son, sölustjóri og plötusérfræðingur hjá Tibnor AB, er fertugur í dag. Hann er búsettur í Landskrona í Sví- þjóð með konu sinni Anette og dætrunum Emelie og Nathalí ásamt svíninu Míní. MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesend- um sínum að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að ber-ast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælis- tilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Bréfið skal stíla á Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. dagbók Í dag er fimmtudagur 14. júní, 165. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Annað er þetta: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Ekkert boðorð annað er þessu meira.“ (Mark. 12, 31.) Alþjóðlegi blóðgjafardagurinner í dag, 14. júní. Margt verð-ur um að vera í tilefni dagsinseins og Sigríður Ósk Lár- usdóttir, deildarstjóri hjá Blóðbank- anum, segir frá: „Tekið verður á móti blóðgjöfum í Blóðbankanum frá 8 til 19, en en við bjóðum almenningi að koma í heimsókn milli 8 og 16 og kynnast starf- semi Blóðbankans í nýju húsnæði við Snorrabraut 60. Veitt verður leiðsögn um húsið og boðið upp á léttar grillveit- ingar í hádeginu,“ segir Sigríður Ósk. „Í Laugardal hefst kl. 18 Blóðbankahlaup- ið. Um er að ræða skemmtilegt skokk fyrir alla fjölskylduna, 3 km hlaupaleið, og er öllum þátttakendum boðið í sund á eftir.“ Góður hópur blóðgjafa myndar að sögn Sigríðar Óskar eina af und- irstöðum heilbrigðiskerfisins: „Gjafa- blóð er ómissandi við aðgerðir og slysa- móttöku, og einnig nauðsynlegt við ýmsa meðferð, t.d. krabbameins- meðferð. Eins og slagorð bankans minnir á, þá er blóðgjöf lífgjöf,“ segir Sigríður. „Til að anna eftirspurn þarf að meðaltali um 70 blóðgjafa dag hvern. Þótt blóðbankinn geti stólað á stóran hóp reglulegra blóðgjafa þarf árlega allt að 2.000 nýja blóðgjafa í hópinn.“ Sigríður segir alla jafna ganga ágæt- lega að anna eftirspurn eftir blóði, en gangi þó verr á sumum tímum árs. „Í sumarbyrjun og kringum jólin vilja blóðgjafar oft gleyma í dagsins amstri að líta inn og þarf þá Blóðbankinn oft að minna sérstaklega á sig.“ Þeir sem vilja nota tækifærið á blóð- gjafardeginum og gefa blóð í fyrsta skipti geta litið inn í Blóðbankanum hvenær sem er á afgreiðslutíma: „Blóð- gjafar þurfa að vera orðnir 18 ára, vera heilsuhraustir og ekki taka nein lyf. Þeir sem t.d. þurfa að nota ofnæmislyf að staðaldri yfir sumartímann verða að bíða til haustsins áður en þeir geta gefið blóð,“ segir Sigríður Ósk. „Við fyrstu komu fylla blóðgjafar út heilsufars- skýrslu, mældur er blóðþrýstingur og tekin sýni þar sem m.a. er athugað blóð- magn og blóðflokkur, og ef ekkert er at- hugavert við niðurstöðurnar getur við- komandi bæst í hóp blóðgjafa.“ Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Blóðbankans á slóðinni www.blodbankinn.is. Góðverk | Opið hús hjá Blóðbankanum í dag til kl. 16 á blóðgjafardeginum Blóðgjöf er lífgjöf  Sigríður Ósk Lárusdóttir fædd- ist í Reykjavík 1957. Hún lauk námi í hjúkr- unarfræði frá Hjúkrunarskóla Ís- lands 1979. Hún starfaði við Sjúkrahúsið á Sauðárkróki 1979 til 1981 og hefur síðan starfað við Landspítalann, nú LSH. Hún hefur verið hjá Blóðbank- anum síðan 1998 og er nú deild- arstjóri. Sigríður Ósk er gift Þorsteini Alexanderssyni kennara og eiga þau tvö börn. Tónlist B5 | Biggo kl. 21. Gaukur á Stöng | Skátar, KAbear, Bertel og Morðingjarnir. Húsið opnað kl. 21. Aðgangur ókeypis. Hallgrímskirkja | Á vegum tón- leikaraðarinnar Alþjóðlegt org- elsumar leikur Jón Bjarnason, organisti Seljakirkju, á hádegis- tónleikum tónlist eftir Bach og Buxtehude. Tónleikarnir hefjast kl. 12. Hjallakirkja | Kór Egilsstaða- kirkju heldur upp á 50 ára afmæli sitt um þessar mundir. Kórinn er á leið í tónleikaferð til Noregs og mun halda tónleika í kvöld kl. 20. Stjórnandi er Torvald Gjerde. Norræna húsið | Karis-kórinn frá Finnlandi ásamt kvennakvartett- inum Alla Breve og Västkvart- etten, sem er lítill karlakór, syngja í sal Norræna húsins, 14. júní kl. 15. Allir velkomnir. Söfn Seltjarnarnesbær | Ljósmynda- sýningin „Systir með sjóhatt“ sem sett var upp í tilefni Menn- ingarhátíðar Seltjarnarness mun standa á Bókasafni Seltjarnar- ness til 15. ágúst nk. Sýningin hefur að geyma ljósmyndir úr fjölskyldualbúmi einnar fjölskyldu á Nesinu frá því fyrir aldamótin 1900 og fram yfir seinni heims- styrjöld. Fyrirlestrar og fundir Hugleiðslu og friðarmiðstöðin | Fimmtudaginn 14. júní kl. 17.30 heldur Lama Yeshe Rinpoche fyrirlesturinn The Importance of Compassion and Loving Kindness í Norræna húsinu. Allir velkomnir. Frjáls framlög. Sjá nánar á www.hugleidsla.is. Frístundir og námskeið www.ljosmyndari.is | Ljós- myndanámskeið, Ísafirði 30. júní-1. júlí kl. 13-17 í Þróunarsetri Vestfjarða. Farið í helstu stilling- aratriðin á stafrænni myndavél, ýmis góð ráð gefin til að ná betri myndum. Tölvumálin tekin fyrir o.fl. Námskeiðið kostar 12.900 kr. Skráning á www.ljosmyndari.is. Leiðbeinandi Pálmi Guðmunds- son. Útivist og íþróttir Skógræktarfélag Íslands | Önnur skógarganga skógræktarfélag- anna í sumar er fimmtudaginn 14. júní kl. 20. Upphaf göngunnar er við bílaplan vestan Vífilsstaða- vatns. Nánari upplýsingar á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands – www.skog.is. MEÐ valhnotu yfir auga og logandi lauf á bambus í eyrum var reynt að lækna þennan mann af meinum sínum á sjúkrahúsi í Jinan, höfuðborg Shandong-héraðs, í Kína í fyrra- dag. Maðurinn er lamaður í andliti að hluta en ekki fylgir sögunni hvort árangur varð. Kínverjar hafa um aldir iðkað óhefðbundnar lækningaaðferðir Valhnota og logandi lauf Reuters Árlegt mót Bridsfélags Mennta- skólans að Laugarvatni 16. júní Það styttist í hið árlega mót Brids- félags Menntaskólans að Laugar- vatni, sem fer fram 16. júní. Nú verð- ur spilaður „árshátíðar“-tvímenn- ingur en ekki einmenningur eins og í fyrra. Tilvalið er að draga gamla meðspilarann frá Laugarvatni með sér, nú eða hvern sem er. Þeir sem mæta tímanlega geta jafnvel fundið félaga á staðnum. Mótið er öllum op- ið. Það verður haldið á Grand Hóteli í Sigtúni 38 og hefst spilamennska kl. 14. Áætlað er að spilamennsku ljúki um kl. 18.30. Keppnisgjaldi verður stillt í hóf, 1500 kr. á mann eins og í fyrra. Verðlaun verða veitt fyrir 3 efstu sætin ásamt því að af- hent verða sérstök Kjartansverð- laun. Léttar innákomur og léttar veitingar verða leyfðar í hófi, enda er hér um hóf að ræða. Vissara er að skrá sig sem fyrst til að tryggja þátt- töku og auðvelda skipulagningu. Skráning er hjá Ómari Olgeirs- syni í síma 869 1275 eða á netfanginu icearif@hotmail.com Endilega minnið félagana á mótið og að skrá sig í tíma áður en salurinn fyllist en salurinn er mun stærri en í fyrra. Sjáumst í stuði 16. júní! Ómar „Sharif“ Olgeirsson, bridsnefndarformaður úr árgangi ’94. Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni sem fór fram í Ásgarði, Stangarhyl 4, fimmtud. 7. júní 2007. Spilað var á 13 borðum. Meðalskor var 312 stig. Árangur N-S: Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson 360 Björn E. Pétursson – Gísli Hafliðason 346 Eysteinn Einarss. – Ragnar Björnsson 342 Árangur A-V: Bjarni Ásmundss. – Þröstur Sveinsson 393 Jón Lárusson – Örn Sigfússon 389 Helgi Hallgrímsson – Jón Hallgrímss. 388 Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 8. júní var spilað á 11 borðum. Meðalskor var 216. Úrslit urðu þessi í N/S Jón Hallgrímss. – Bjarni Þórarinsson 249 Ragnar Björnss. – Gísli Víglundsson 244 Jens Karlsson – Skarphéðinn Lýðss. 234 Sverrir Gunnarss. – Einar Markússon 234 A/V Oddur Jónsson – Eyjólfur Ólafsson 253 Sigfús Jóhannss.– Ingólfur Þórarinss. 249 Magnús Oddsson – Óli Gíslason 243 Slakt gengi á NM í Lillehammer Ísland gerði jafntefli við Dani í opnum flokki í síðustu umferð Norð- urlandamótsins sem dugði ekki til að lyfta liðinu úr fimmta sæti keppn- innar, til þess þurfti Ísland 18 stig. Finnar tryggðu sér öruggan sigur með 25-1 sigri á Færeyjum í síðustu umferð. Óhætt er að segja að frammistaða liðins í opnum flokki hafi valdið vonbrigðum. Kvennaliðið þurfti að bíta í það súra epli að detta úr þriðja sætinu í það fjórða með slæmu tapi, 5-25 gegn liði Dana. Þar urðu norsku konurnar Norðurlanda- meistarar með sex stiga forystu á lið Svíþjóðar. Kvennaliðið stóð sig ann- ars framar vonum og hefði getað náð verðlaunasæti með farsælni í loka- umferðunum. Lokastaðan í opnum flokki: 1. Finnland 196 2. Danmörk 170 3. Svíþjóð 156 4. Noregur 145 5. Ísland 143 6. Færeyjar 75 Lokastaðan í kvennaflokki: 1. Noregur 191 2. Svíþjóð 185 3. Danmörk 163 4. Ísland 146 5. Finnland 133 6. Færeyjar 70 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson norir@mbl.is Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.