Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 46
... hvíslar örvænting- arfullur í eyra hennar: „Vaknaðu! Vaknaðu!“ … 50 » reykjavíkreykjavík Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is SINGLE Drop er heitið á nýju sóló- verkefni gítarleikarans Birkis Rafns Gíslasonar sem smalaði saman góð- um hópi tónlistarmanna og hefur gefið út plötu með lögum eftir sig. „Þetta er nýtt sólóverkefni hjá mér, sólóplata sem ég gef út í samstarfi við mína bestu vini,“ segir Birkir, en á meðal þessara vina hans eru Sign- liðarnir og bræðurnir Ragnar Zol- berg og Egill Örn Rafnssynir, og Ásta Sveinsdóttir sem hefur meðal annars sungið með Gus Gus. „Ég samdi fullt af lögum og ákvað í kjöl- farið að gefa þessa plötu út. Ég er búinn að vera í eitt og hálft ár að vinna hana,“ segir Birkir. „Þetta er svona tilraunakennt popp-rokk, það er pínu „mistík“ yfir þessu, en svo getur þetta farið yfir í ljúfar og létt- ar tónsmíðar.“ Birkir spilar á gítar í öllum lög- unum og segir verkefnið vissulega óvenjulegt. „Það er svolítið erfitt að kynna þetta, maður veit ekki alveg hvernig á að útskýra þetta,“ segir hann, en það er ekki á hverjum degi sem gítarleikari smalar í hljómsveit og gefur út „sólóplötu“. „Ég er í hljómsveitum en þetta var einhver þörf sem ég fékk. Ég var búinn að semja fullt af lögum en hafði aldrei náð að koma þeim frá mér,“ segir Birkir. Hann hefur meðal annars spilað með Fabúlu og auk þess ýms- um djass- og rokktónlistarmönnum. Spurður um nafn plötunnar segir Birkir að það vísi til þess þegar hann sat einn heima og samdi lögin – einn dropi í hafinu. „Þetta er líka allt mik- ið tengt hafinu, textar og svona.“ Útgáfutónleikar Single Drop eru í Tjarnarbíói í kvöld og hefjast kl. 21. Miðaverð er 1.000 kr. Platan verður fáanleg í verslunum á næstu dögum. Einn einasti dropi í hafið Morgunblaðið/Eyþór Birkir Rafn „Ég var búinn að semja fullt af lögum, en aldrei náð að koma þeim frá mér.“ Heyra má í Single Drop á www.myspace.com/singledrop. Útgáfutónleikar Single Drop verða í Tjarnarbíói í kvöld  Björk Guð- mundsdóttir kom fram í hinum virta tónlist- arþætti Jools Hol- land á dögunum og fór á kostum, eins og nú má kynna sér á vef- síðunni YouTube- .com. Björk flutti lögin „Anchor Song“, „Earth Intruders“ og hið magnaða pönk-teknólag „Declare Incependence“. Meðal annarra gesta í þættinum var Sir Paul McCartney og er ekki annað að sjá á myndskeiðinu en að honum hafi líkað flutningur Bjarkar á síðast- nefnda laginu, enda stígur hann taktinn og klappar Björk lof í lófa að laginu loknu. Björk fer á kostum í þætti Jools Holland  Rokksveitirnar Morðingjarnir, Skátar, Bertel! og K A Bear troða upp á Gauki á stöng í kvöld. Morð- ingjarnir eru alltaf hressir, eins og segir í fréttatilkynningu, en Skátar eru í þann mund að leggja í tón- leikaferð hálfan hringinn í kringum landið. Staldra þeir m.a. við á Ak- ureyri, Borgarfirði eystri og Egils- stöðum um helgina. Von er á nýrri skífu frá Bertel! en áhugamenn um íslenskt rokk ættu sér í lagi að kynna sér K A Bear sem er glænýtt band … og hresst, eins og segir í til- kynningu. Tónleikarnir á Gauknum hefjast kl. 21 og frítt inn. Rokk og ról á Gauki á stöng í kvöld  Þeir félagar í hljómsveitinni Sigur Rós fara iðulega ótroðnar slóðir en auk þess að leika tón- list berjast þeir fyrir verndun Kvosarinnar, út- skrifast úr listaháskólum og halda myndlist- arsýningar. Nú síðast hefur spurst út að Jónsi söngvari sé búinn að festa kaup á einu stykki torfbæ í ná- grenni Stokkseyrar og hyggist gera hann upp með hjálp góðra vina. Hvað svo er ekki vitað. Jónsi kaupir torfbæ Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „MIG LANGAÐI til að gera eitthvað æðislega girnilegt og það fyrsta sem kom í huga mér voru vaxtarræktarkarlar og rjómaís. Mér fannst smellpassa saman þessi bleiki rjómaís lekandi yfir gljáandi líkamana,“ segir Guð- mundur Thorodds myndlistarmaður sem opnar sína fyrstu einkasýningu, Rjómaísland, í 101 Gallery í dag. „Ég byrjaði að vinna með girnileikann sem smátt og smátt þróaðist út í þetta Rjómaísland sem ég er nokkurn vegin búinn að skilgreina sem einhvers konar lítið land mjög hliðstætt Ís- landi og líkt að mörgu leyti. Þar eru fjöll, vöðvafjöll og ísbreiður, rjómaísbreiður, svolítið eins og Ísland á sterum, allt ýkt í botn. Ég er í raun að vinna með það umhverfi sem við lifum í núna, poppkúltúrinn og úrkynjunina í kring- um hann. Úrvinnslan er öll þessi innihaldslausa, bleika froða. En þetta er líka ádeila á mig, því ég tek þátt í þessum poppkúltúr eins og aðrir,“ segir Guðmundur. Guðmundur ætlar að sýna tólf málverk og níu minni blýantsteikningar í 101 Gallery. Hann segist vonast til að fólk átti sig á ádeil- unni í verkunum á sýningunni og fái hálfgerða sykurógleði. „Ég vonast til þess, ef fólk er inni í galleríinu í svolítinn tíma, að það fái svolítinn viðbjóð á þessu bleika ógeði, finni fyrir því að sá möguleiki sé fyrir hendi að það kæfi allt, leki yfir allt landið og stroki út alla merkingu.“ Reiknaði verðgildi hluta í rjómaís Guðmundur útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2003 og hefur alltaf notað akrýlmálningu og blýantsteikningar í verk sín. „Ég hef alltaf málað mikið bleikt og ég kann best við mig í málverkinu, þó ég hafi líka að- eins verið að fikta með skúlptúra,“ segir hann og viðurkennir að sumum finnist hann stundum fastur í fortíðinni með því að mála. „Sumir álíta mig fornaldarmann vegna þess að ég mála, það þykir nefnilega stundum gam- aldags en auðvitað tel ég ekk svo vera. Þó ég sé að mála fjöll þá hef ég ekki sérstakan áhuga á gömlum landslagsmálverkum sjálfur en finnst samt sniðugt að við búum að þessari landslags- hefð hér á Íslandi. Ég er þá kannski enn og aft- ur að vísa svolítið til föðurlandsins í verkum mínum. Ég sé annars fram á að halda áfram með þennan stíl, með þessa liti og þetta mótíf, ég er ekki búinn með bleika þemað,“ segir Guðmundur. Honum þykir rjómaís svo góður að hann reiknaði eitt sinni verðgildi hluta í rjómaís. Rjómaísland er sölusýning og stendur til 19. júlí í 101 Gallery sem er að Hverfisgötu 18a. „Æðislega girnilegt“ Guðmundur Thoroddsen opnar sýninguna Rjómaísland í 101 Gallery í dag Hann deilir á poppkúltúrinn með vöðvafjöllum og rjómaísbreiðum Morgunblaðið/ ÞÖK Rjómaísland Myndlistarmaðurinn Guðmundur Thoroddsen um það bil að verða kaffærður af rjómaíssflóðbylgju, að því er virðist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.